Hvað er að gerast:

föstudagur, apríl 20, 2007

skákmeistarinn Pacman

ég tók eftir því er ég las færsluna mína frá því í morgun að tékkóslóvakíski skákmeistarinn Ludek Pacman er sagður hafa verið handtekinn við mótmæli gegn hersetu kommúnista í Tékkóslóvakíu, á forsíðu Mbl í ágúst 1969.
það er kannski fullseint núna að leiðrétta misskarpa fréttamenn Morgunblaðsins, en maðurinn hét í raun Luděk Pachman.fleiri kannast eflaust við tölvuleikina sem kenndir eru við Pacman, en nafnið mun skv. Wpedíu vera dregið af japönsku setningunni paku-paku taberu - en paku-paku lýsir hljóðinu sem munnurinn gefur frá sér þegar hann er opnaður upp á gátt og síðan lokað, aftur og aftur.


af Pachman er það að segja að honum var sleppt úr haldi 3 árum eftir handtökuna, árið 1972, en kommúnistar höfðu næstum því pyndað hann til dauða á meðan hann var í haldi (læknar hringdu í konuna hans á aðfangadagskvöld 1969 og tjáðu henni að hann myndi líklega ekki lifa af nóttina). honum var leyft (eða hann látinn) flytja til Múnich í V-Þýskalandi ásamt konu sinni og ketti (sumir segja að hann hafi starfað sem njósnari þar, þ.e. Ludek, ekki kötturinn). varð Ludek skákmeistari í V-Þýskalandi 1978.


hann dó í mars 2003, 78 ára að aldri, í Passau í Þýskalandi.

Engin ummæli: