Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu köben. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu köben. Sýna allar færslur

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

2 danskar og ein sæt

lögreglan í Hellerup lýsir í dag eftir 3 ungum stúlkum sem börðu og rændu 58 ára konu síðastliðinn laugardag.


gamla konan gat gefið löggunni greinargóða lýsingu á árásarmönnunum: 
Den første er ca. 14 år, dansk, ca. 160 cm, lidt kraftig af bygning, mørkt pagehår, markeret ansigt, mørke øjne, grov stemme. 

Den anden pige er dansk, 13-14 år, ca. 160 cm, normal af bygning, kommunefarvet hår, formentligt iklædt rødt tøj. 

Mens den sidste beskrives som 13-14 år, ca. 155 cm, blonde striber i mørkt hår, slank, mørk lød i ansigtet og meget smuk.

fólk sem statt er í Kaupmannahöfn og nágrenni er beðið um að hafa samband við lögreglu sjái það þrjár stelpur á ferð, eina danska og feita með bólur, aðra danska og venjulega með músabrúnt hár og þá síðustu granna og mjög sæta með ljósar strípur, en lítur ekki út fyrir að vera dönsk.

þriðjudagur, október 14, 2008

Víetnam á Austurbrú, spritkørelse og grín

það kemur reglulega fyrir mig að upp gýs þessi svaðalega nostalgía fyrir mánuðunum 8 sem við dvöldum í Köben, þegar danska krónan kostaði 12 íkr., maður hjólaði meðfram søerne á hverjum degi, talaði grunnskóladönsku og borðaði pylsur og kebab í hvert mál og litið var á Ísland sem þjóð meðal þjóða.

t.d. fann ég núna áðan tengil á jp.dk um 5 gode billige restauranter í dönsku höfuðborginni. síðasti staðurinn í upptalningunni er veitingastaðurinn Vietnam, elsti staður sinnar tegundar í borginni (og ber það með sér), ca. 2 mínútur frá íbúðinni okkar við Holsteinsgötu og í miklu uppáhaldi hjá okkur hjúunum. staðnum eru gerð ágæt skil í matargagnrýni góðs vinar okkar sem kom tvisvar í heimsókn til okkar á þessum yndislega tíma í borginni við sundin.

svipaðan nostalgíusting fékk ég er ég horfði á 7. þátt 1. seríu Önnu Pihl (Hver sin hemmelighed) sem sýndur var síðasta vetur á RÚV, þegar Mads bróðir hennar Önnu var fullur og keyrði niður og drap cykelpige sem var að hjóla á Strandboulevarden, rétt við blokkina okkar. þarna hjólaði maður yfir á hverjum degi og reyndi að forðast spritbilistana.

---

hér er annars örstutt vídeogrín sem kom í pósti í morgun:


og sömuleiðis kom þessi samantekt um frumlegan neytendavarning, alveg bráðskemmtileg (án hljóðs):

mánudagur, október 13, 2008

Hinn danski Horizont á DR1 um "ástandið"

þátturinn hér að neðan var sýndur í gærkvöldi á DR1, Egill Helgason að tala um partý sem kláraðist og hvernig fólk muni núna einungis geta starfað í ál- og fiskiðnaði, fjallað er um húsnæðislán sem hækka um fleiri þúsundir á milli mánaða, þá staðreynd að allir Íslendingar (með tölu!) tóku lán í frönkum og jenum, allir keyptu sér bíl á lánum og eyddu langt um efni fram, atvinna sé af mjög skornum skammti en þeir sem fengið geta séu í þremur vinnum, engir peningar séu eru eftir á landinu og bölsýni ríki, svört eins og nóttin - þetta er draumurinn sem breyttist í mareridt.


ekki skemmir fyrir að hafa fullt af myndskeiðum af ógurlegu hrauni, hestum, veðurbörðum rollum og hrikalegu íslensku roki og brimróti til að undirstrika hvernig ástandið er. svo talar enginn íslendingur skandinavísku, það er alveg ljóst. 

úff, ég vissi hreinlega ekki að ég hefði það svona slæmt. þetta er kynningin á dr.dk:
Island - et land på kanten af bankerot

Først lignede det et økonomisk mirakel, men nu advarer den islandske statsminister om, at landet kan gå fallit. Var det grådighed, der ramte det lille land i Atlanterhavet? Og hvordan kan det gå til, at et helt land løber tør for penge?
aðrar fréttir að utan eru í svipuðum dúr, t.d. er greinilega ekki hægt að nota kreditkort lengur hér á landi: 
Den islandske økonomi er nu gået så meget i i baglås, at de betalingskort som Visa/dankort ikke længere kan bruges på øen.
fínir þættir annars inn á vefsíðu Horisont, en þátturinn "handler om den verden, Danmark er en del af, og giver indblik og overblik til at forstå aktuelle begivenheder med betydning for os."

miðvikudagur, október 08, 2008

miðvikudagsgrínið - Gi’ en skærv til Island

Ekstra Bladet er vild med Björk, gejsere, varme kilder, heste i små størrelser og alt andet, der bare lugter en smule af vulkanø.

Derfor drog vi i går ud på en mission. Islands økonomi skulle reddes, og der blev derfor lynhurtigt arrangeret en indsamling til fordel for vore venner mod nord, som er hårdt ramt af den økonomiske krise.

Ekstra Bladet tog opstilling foran Magasin i København – et af symbolerne på det islandske finanseventyr, der nu er ved at blive et mareridt.  

myndirnar og vídeoið af vef ExtraBlaðsins.

miðvikudagur, september 24, 2008

ástandið gæti verið verra


skv. þessari töflu (smella til að stækka) erum við ekkert svo langt frá Noregi og erum að upplifa minni lækkun en Maltverjar á blessuðum húsnæðismarkaðnum.

ungur maður frá Eistlandi sagði mér á dögunum að uppsveiflan þar hefði verið álíka og hér - ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og þeir kreppulega séð.

ég sakna Danmerkur af listanum, baunverjar slepptu sér algerlega í lánum og húsbyggingum og hafa goldið það dýru verði.

nýjustu fréttir þaðan eru að mörg hús í uppahverfunum sem byggð voru upp m.a. á Íslandsbryggju og á Amerikaplads (skuggahverfi skástrik bryggjuhverfið í Garðabæ) séu nú til sölu með verðvernd - ef fasteignaverð lækkar enn meira eftir að maður skrifar undir kaupsamning, lækkar kaupverðið afturvirkt.

mér finnst það bara soldið sniðugt...

mánudagur, maí 19, 2008

Hess er hress - sumarsmellurinn í ár

instrúmental lagið Ssshhh með Hess is more er að tröllríða öldum ljósvakans í Danmörku um þessar mundir.

stutta útgáfan er lag nr. 1 á mæspeisi bandsins, lengri útgáfuna má heyra á vefsíðunni þeirra hessismore.com.

þetta hressa lag fær mann til þess að vilja standa upp úr stólnum og dilla sér - hér er það í hringitónsútgáfu.

Denial is the new confession - Work is the new chill segja þeir, en ég las það í blaði í dag að heilbrigði væru hin nýju trúarbrögð.

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Klovn

minn er búinn að verða sér úti um 4. seríuna af Klovn á DVD - kostaði skid og íngentíng.

það er ekkert vit í því að láta sýningartímana á RÚV stjórna Klovn-áhorfi sínu, fyrir utan að þar á bæ er verið að sýna 2. seríu, á meðan sú 5. er til sýningar í Drottningarinnar Danmörku.


skemmst er frá því að segja að Mia hans Frank er að slá í gegn í þessari seríu, hún er algjört megakvendi, farin að sýna sitt rætna hugarfar svolítið.Frank er auðvitað samur við sig, alltaf að koma sér í þvílík vandræði. eða hver læsir sig inní apabúri yfir nótt með g-streng ókunnugrar djammgellu í vasanum, eða skeinir salmonellu-lurt sinn með dönskum fána sem nota átti daginn eftir til að heiðra gamlan hermann? tala ekki um að verða til þess að stoma-poki ungrar stúlku springur í sundlaug og sitja eftir í lort-mengaðri sundlaug?

enn skemmra er frá því að segja að Casper er eitthvert mesta fúlmenni sem sést hefur lengi á skjánum, í þessari seríu. ég vissi hreinlega ekki hvort ég átti að brosa þegar hann pantaði "H.C. Andersen" leigubíl (Hvid.Chaufor, Andersen= fæddur í DK), af þeirri ástæðu að menn fæddir í Kongó vita ekki hvar Kronprinsessegade er.

fimmtudagur, mars 06, 2008

vi ses!


í dag byrjaði ég á 10 tíma dönskunámskeiði í vinnunni, sem er mikil snilld.

ég líka að fara til köben í maí, þá mun ég aldeilis slá um mig með starfstengdum dönskuslettum.



hér eftir verður ekkert annað í útvarpinu en hin danska P3, det du hörer er dig selv!

daninn Johnson er einmitt í útvarpinu núna, hann er eini rapparinn sem ég fíla því hann er svo krúttlega reiður.

miðvikudagur, janúar 23, 2008

fermetraverðið í dk

fermetraverðið í Köbmannahöfn hefur lækkað um rúm 15% eins og jp.dk segir frá í dag.

í íslenskum krónum á genginu í dag hefur meðalfermetraverðið farið úr 416 þúsundum í 351 þúsund - enda var 416 þúsund að meðaltali bara geðveiki.

Her er lejlighedspriserne faldet mest det seneste år:


Kommune

Gns. m2-pris 4. kvartal 2006

Gns. m2-pris 4. kvartal 2007

Udvikling

1

Lyngby-Taarbæk

31.018

24.748

-20,21 pct.

2

Herlev

27.641

22.448

-18,79 pct.

3

Gladsaxe

27.526

23.054

-16,25 pct.

4

Fredensborg

19.708

16.658

-15,48 pct.

5

Københavns

31.758

26.857

-15,43 pct.

6

Hvidovre

24.648

20.915

-15,15 pct.

7

Rødovre

25.343

21.596

-14,79 pct.

8

Tårnby

28.965

24.726

-14,63 pct.

9

Frederikshavn

16.416

14.220

-13,38 pct.

10

Frederiksberg

33.624

29.216

-13,11 pct.

11

Århus

26.449

23.432

-11,41 pct.

Kilde: Danmarks Statistik

íbúðin sem við Lilja leigðum við Holsteinsgötu í Austurbú frá sept. 2006 til júní 2007 var einmitt til sölu á meðan við bjuggum þar. ég verð að viðurkenna að hefði ég átt pening, hefði ég alveg getað hugsað mér að kaupa, en aðallega vegna þess að til umræðu var að búa til gerviströnd við Nordhavn - þetta hefði orðið að prýðis sumarleyfisíbúð.

íbúðin, sem er vel staðsett, er 56 m2 að stærð og sett var á hana um 1,6 danskar kúlur - fermetraverðið var því um 28 þúsund danskar. þar slapp maður ágætlega fyrir horn.

íbúðir í Lyngby (Mosfellsbæ Kaupmannahafnar), þar sem íslendingahásólinn DTU er staðsettur, hafa fallið mest - enda ekki beinlínis skemmtilegasti staðurinn til að búa á miðað við það litla sem ég kynntist honum.

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Íslendingar næstum 800 þúsund

Og den underspillede realisme er den samme, der gør sig gældende i Balthasar Kormakurs »Jar City«. En film, der er en af de mest populære film nogensinde i Island. Flere end 200.000 islændinge har set filmen, hvilket må siges at være temmelig imponerende blandt en befolkning på knap 800.000 indbyggere.
annað hvort eru hér mun fleiri ný-Pólverjar en við héldum, eða einhver hefur virkilega verið að fokka í BT.

við sem vorum að skríða í 312 þúsundin fyrir skömmu síðan.

ég sé ekki að meira en hálf þjóðin, með öryrkjum og ungabörnum, gæti hafa séð þessa Jar City mynd hans Balta (Mýrina), og ef svo er þá hlýtur stærstur hluti þeirra að hafa séð hana 2007, en ekki 2006 þegar hún kom út:
Mýrin var aðsóknarhæsta mynd ársins, með alls 81.580 gesti, en þar á eftir koma Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest (65.406 gestir)

laugardagur, maí 12, 2007

af sem áður var í Baunalandi

það er engin opin kosningavaka hér í borg, eftir því sem ég kemst næst.

það er kosningavaka í sendiráðinu í Finnlandi, í EFTA húsinu í Belgíu og eflaust á fleiri stöðum í Evrópu, en ekki í Kaupmannahöfn.

á netinu las ég að 2003 hefði verið vaka í Jónshúsi, þar mun reyndar hafa verið svo mikill reykjamökkur að fólk þurfti frá að hverfa.ég hringdi niðrí Jónshús rétt í þessu og var sagt að enginn hefði haft orð á því að halda slíka vöku í ár. væntanlega fyrr en ég hringdi rétt í þessu.

en ég geri eitthvað gott úr þessu. í nótt er síðasta nóttin mín áður en ég flýg heim yfir sumartímann eins og önnur farfygli, nú fara vettlingarnir af.

fimmtudagur, maí 10, 2007

smugler på toldmuseum

héðan af svölunum sé ég yfir á Nordhavn og Löngulínu.

eins og ég hef áður minnst á er Nýja (ljóta) Hafmeyjan staðsett í nýju íbúðarhverfi, rétt við skipalægi hafnarinnar.

það var þó ekki fyrr en í dag sem ég áttaði mig á því að ToldSkat safnið er staðsett við hliðina á hafmeyjunni og abstrakt vinum hennar. ekki veitir heldur af, því safnið er varla þess virði að gera sér sérstakt far um að heimsækja það.gamlar mainframe skatt-tölvur, sveitatollbúðir, smyglvarningur, leikfanga-gámagegnumlýsingarbíll og annað semi-athyglisvert prýðir þetta safn, sem ótrúlegt en satt virðist halda uppi tveimur hálfum stöðugildum (ég náði að hanga þarna í hálftíma, með því að skoða allt þarna inni þrisvar, en var eini gesturinn á meðan). myndir

reyndar þótti mér mjög góðar blaðaúrklippurnar af atviki sem átti sér stað á safninu fyrir einum 16 árum síðan. þarna rétt hjá safninu leggjast gjarnan að bryggju skip frá Póllandi.

einn daginn stígur 33 ára pólverji frá borði
hann er með áfengi og nokkur karton af smyglsígarettum
hyggst selja góssið í næstu sjoppu
hann fer inn í eina, en er bent á að prufa frekar húsið við hliðina
í einfeldni sinni labbar hann inn á Tollsafnið
og reynir að selja starfsmönnum þess smyglvarning
en var í staðinn handtekinnsýningin fannst mér ekki kalla á að heilt safn væri byggt yfir það, þessir munir væru betur geymdir bara í anddyri Skatt- og Tollbygginganna.***

ég er hægt og hægt að falla frá öllum fordómum mínum gagnvart Þýskalandi, sérstaklega Munchen. Paulaner Hveitibjórinn er virkilega mjúkur og góður. þessi lýsing af netinu nær honum ágætlega:

Taste: nice banana sweetness is creamy up front, but light on taste at the finish when slight acetic lemon zest overpowers.
eftirbragðið er vissulega sítrónusýrukennt, er samt varla bragðanlegt. easy drinking þegar maður er latur.

***
lögreglan á Íslandi gerði sig að algeru fífli með því að kaupa undir roma fólkið flug til Rúmeníu, Hr. Gunni á orðið.

miðvikudagur, maí 09, 2007

norsarinn í mér

dagar mínir sem námsmaður eru senn taldir (í bili?) og því hef ég gerst mjög norskur upp á síðkastið.

í dag er síðasti miðvikudagur dvalarinnar og stefnan var því tekin á að heimsækja 7 söfn í borginni sem bjóða 'pöpulnum' frítt í heimsókn á miðvikudögum. norskan að drepa mann, en ég sparaði þó ca. 7x40 dkr.

halda þurfti vel á spöðunum til að ná 7 söfnum og útbjó ég því dagskrá í gær, sem miðuð var við opnunartíma og staðsetningu, en fyrsta safnið opnaði 10 og það síðasta lokaði 21, sjá hér (með linkum).

dagurinn sem senn er á enda kom einhvernvegin svona út:

1 Thorvaldsensmuseum - myndir
fagurappelsínugult hús sem tileinkað er landa mínum Bertel opnaði dyrnar sínar á slaginu 10. þetta var mjög góð skemmtun og ég verð að viðurkenna að hann hefur kunnað nokkuð til verka strákurinn.
Amor virðist hafa verið í miklu uppáhaldi hjá honum, hann var þarna út um allt, á öllum aldri, spilandi á hörpu, örina sína og á sjálfan sig og að leika með öllum hinum fyrirbærunum, Venusi, Mars og þeim. sömuleiðis var hlutfall naktra karlmanna vs. kvennmanna svolítið of hátt fyrir minn smekk. ég fer alltaf svolítið hjá mér þegar ég sé þessi litlu rómversku typpi.

2 Tøjhusmuseet - myndir
vopna- og hersafn borgarinnar er steinsnar frá Thorvaldsen og því var tilvalið að rölta þangað. það opnaði ekki fyrr en á hádegi og því gáfust nokkrar mínútur á milli til þess að teiga kaffið úr thermostatnum og horfa á nokkra fugla í bókasafnsgarðinum, en hersafnið er rétt hjá Fólksþinginu (sem er rétt hjá Thorvaldsen).
þegar inn var komið blasti við þessi aaaragrúi af byssum, hnífum, kanónum, rifflum, loftvarnableh og ég veit ekki hvað og hvað. það hefði mátt taka yfir litla Ísland bara með einum þriðja af sverðunum. þetta var óneitanlega ekta strákasafn, eins og sást þegar 2 skólahópar (danskur og pólskur) komu hlaupandi (strákarnir) og dragandi lappirnar (stelpurnar) er ég var að fara.

ég tók þetta vídeo af sjálfum mér að spila hermarsa á safninu - eins og sést átti ég mjög erfitt með að skipta um lag í safntölvunni.

3 Orlogsmuseet -myndir
er ég var að ljúka við að svala landstríðsfíkn minni hringir Íris í mig og drífur mig með sér að kjósa í þessum Alþingiskosningum, sem mér skilst að séu að skella á (hef reyndar ekkert orðið var við þær í fjölmiðlum heima ...).
það passaði fullkomnlega því flotasafn landsins er einmitt í leiðinni í íslenska sendiráðið, þarna niðrá Kristjánshöfn.
umgjörðin á safninu var reyndar svolítið íslensk og raunarleg, en þó var margt áhugavert og flott þarna að finna. enn var stríð rauði þráðurinn, enda þótt maður hafi fengið góða innsýn inn í líf danskra sjómanna um leið.

4 Kunsthallen Nikkolaj
þetta safn stóðst engan vegin þær væntingar sem undirritaður hafði gert sér til þess. ég er eiginlega feginn að batterýin hafi klárast er inn var komið, jah fyrir utan að mér langaði að taka mynd af einu bílflaki sem átti að hafa verið ferjað frá Írak (en gat eins verið af Norðurbrú).
sýningin sem nýverið var sett þarna upp fjallar semsagt um stríðið í Írak "The Return of The Democracy - destination: Írak".
þemað er svosem ekki slæm hugmynd, en framkvæmdin var allt of ... húlabúla við erum hinsegin, gerum gjörninga með olnbogunum!!?&%
þarna hafa svona listamenn fengið að ráða sem vilja svo ægilega mikið vera öðruvísi og fjarlægjast 'hefðbundin' listform, að úr verður bara bull. það lá við að ég hefði þóst vera spasstískur og farið að öskra og baða út höndum, svo ófrumleg voru frumlegheitin -"hey vá krakkar, vörpum vídjói af Bush og talíbana á klósettrúllur sem hanga niður úr gólfinu og setjum við hliðiná risamyndina af nakta svarta nauðrakaða manninum! far át, nei ég meina fnjepað skelurðu"

ég tók því bara stuttan hring um Kúnstnahúsið og fékk mér svo pulsu eins og hver annar þorpari á kóngsins nýtorgi. áður en batterýin kláruðust náði ég þó að taka myndir af safninu - sem er fyrrum kirkja, roma-harmonikkuleikurum á Strikinu og strætó með ESB fána flaktandi (til hamingju með ammælið ESB!).

5 Kunstindustrimuseet - myndir
dönsk hönnunarlist er sýnd í furðustóru húsnæði á Breiðgötu, sem er ekki langt frá Austurbrú. klukkan var ekki nema 15.45 þegar þarna kom við sögu, enda hafði Nikolaj heimsóknin tekið mjög stuttan tíma. sá ég mér því leik á borði og fór heim og sótti aukabatterý heima, fyllti á bjórnestið og skilaði af mér þermostatnum (ég veit, mjög norskt allt. við það er að bæta að í skápunum á safninu biðu mín 2x20 dkr, hahh, ölmonní!).
í safninu kennir margra skemmtilegra grasa og var farið yfir helstu tískur í húsgagnahönnun, með áherslu á dk. þarna var auðvitað hann Arne með eggið, auk þess sem ég fann Lögbergsstólinn fræga (þekktur sem Barcelona stolen utan Lögbergs).
er ég hafði villst inn í postulínsdeildina sagði önugur safnvörður mér að verið væri að loka (önugur því það var miðvikudagur og ekkert nema freeræderar að káfa á safnmununum), ég hafði skrifað hjá mér að það lokaði ekki fyrr en kl. 18 og missti því klukkutíma þar. sem betur fer var ég búinn með mest af 20. öldinni og átti bara 'gamla draslið' eftir - sem mér þótti síður spennandi.

6 Post og Telemuseum - myndir
Póst- og símasafnið lokar ekki fyrr en kl. 20 og ég hafði því góðan tíma til að litast þar um, sem betur fer. þrátt fyrir að nafnið hljómi ekki allt of fjöruglega var þetta hin besta skemmtun fyrir öll vit. sýningin spannaði samskiptasögu landsins og kom á óvart hversu fræðandi og skemmtileg hún var. fyrir utan reyndar frímerkjaherbergið, ekki alveg minn túnfiskur.
graskerakerra dregin af hestum, karl að skrifa bréf úr fangelsi, pönkari fyrir utan símaklefa, dagur í lífi símadömu (þær þurftu að vera ógiftar, vel talandi og geta lifað á litlu) lifandi járnbrautalestir og fleira kætir þarna augað og ég hvet alla til að kíkja við.

7 Dansk Design Center - myndir
í rólegheitum mínum rölti ég yfir á H.C. Andersen búlevard, á móti Glyptotekinu, til þess að skoða enn meiri danska hönnun. þetta var stutt og laggóð heimsókn þar sem gaf m.a. að líta tölvur, ryksugur, kaffikönnur, reiðhjól og símann úr Stellu í orlofi sem var til á hverju heimili heima á þeim tíma.
á efri hæðinni gaf að líta vinningshafa dansk design verðlaunanna í ár, þ. á m. tannlæknastól.

neðsta hæðin hafði að geyma flow-verslun, einkar áhugaverða. þar mátti kaupa innri frið, öryggistilfinningu, samúð og fleira skemmtilegt, í þar til gerðum lyfjaglösum, sprautum og flöskum. inn á milli voru plaköt með áminningum um misskiptingu auðs á jörðinni, hættum neyslusamfélagsins og þvíumlíkt. svona á að vera frumlegur, hugsaði ég.


þetta var hinn skemmtilegasti dagur og fór ég létt með að taka yfir 400 myndir. nú er svo komið að ég á bara eftir Afsteypusafnið og Músiksafnið til þess að hafa náð að plægja öll frísöfn og stundum frí-söfn borgarinnar.
markmiðið var auðvitað ekki að hlaupa í gegnum sem flest söfn á sem stystum tíma, en þessi 7 á einum degi eru vel gerleg. það hjálpar auðvitað að hafa einbeitingu gullfisks og vera af skyndikynslóðinni, þessari sem vill fá allt strax, drífa það af og henda því svo eins og tyggjói. þetta er samfélaginu að kenna.

miðvikudagur, maí 02, 2007

fyrsta kærustuparið á tunglinu

þetta er aðalsmellurinn hér undanfarið, ég veit ekki hvort æðið hefur náð heim til Íslands:

Nu er vi landet her
vi har hvad vi skal ha
og vi er stadig stående
Lige meget hvad der sker
på sidste skoledag
blir vi de første kærester på månen
***
sá þessa mynd hjá Ella og gat ekki annað en stolið henni.
er þetta ekki verkalýðurinn að riðlast á Tópas fyrir að vinna spellvirki á 1. maí?

rosalega finnst mér fyndið að neyslufyrirtæki komist upp með að kúka yfir þjóðfélagið án þess að fólk reisi við því rönd.

"ég borða þá bara opal" (sem er framleitt af Nóa Síríus eins og Tópas).

"ég ætla sko aldrei að drekka þetta kók zíró, en ég get samt ekki hætt að drekka venjulegt kók, það er ástin í lífi mínu"

það er erfitt að vera prinsippmanneskja í neyslusamfélagi ...

***

þjóðkirkjan er flott. ég skil ekki hvað menn eru að láta stjórnast af henni en ekki gefa þessar hommagiftingar bara frjálsar (þeim sem vilja). hvað heldur fólk að gerist, að þetta lið fari að eignast börn saman ef þau fái vígslu trúfélags? þessi mynd varð fræg út af einhverjum vísindakirkjuskandal, en hún á ágætlega við hér s.s.á.

laugardagur, apríl 28, 2007

It's Iceland or the Philippines or Hastings or this place

lagið one night in Bangkok með Chess er undarlega vinsælt hér í Danlandi.

hressandi texti

The bars are temples but the pearls ain't free
And if you're lucky then the god's a she


I'd let you watch, I would invite you
But the queens we use would not excite you

***
svo er hér eitt gott ráð fyrir karla sem eru að fara út á lífið í kvöld:
ef þið ætlið að gera ykkur stóra fyrir dömunum með því að setja kartöflu í nærbuxurnar...
... setjið hana ekki bakatil.

myndin af Nýja-Íslandi er af síðu Ólínu Þorvarðardóttur, teiknimyndin úr föstudagsblaði 24timer.

miðvikudagur, apríl 25, 2007

óbrigðulleiki páfa

æ, nú er erfitt að læra inni. endemis sumarveður svona rétt fyrir ritgerðarskil.

áðan fékk ég boð um að rit sem ég pantaði frá sænsku biblíoteki fyrir langa löngu væri komið í afgreiðsluna hér á Fjólustrætisbókasafninu.

Bevisförbud : en undersökning av möjligheterna att avvisa oegentligt åtkommen bevisning i brottsmålsrättegång : Skrifter från Juridiska fakulteten i Uppsala ; 64
Lundqvist, Ulf
það er semsagt boðið upp á að panta efni hingað frá Noregi og Svíþjóð, alveg gratis.

eitthvað áttu konurnar í afgreiðslunni erfitt með að finna pöntunina og upp hófst svaka samtal og úthringingar og þurfti ég að taka á honum stóra mínum í dönskunni. að lokum var ég spurður hvort ég væri frá Íslandi eða Færeyjum - það hlýtur að teljast hrós.
stafsetningarforritið sem ég var að prufa á ritgerðinni minni er annars að gera mig gráhærðann. það hefur verið að minna mig á að ég skrifa fullkomlega alltaf fullkomnlega, sem er auðvitað (fullkomlega) út í hött.
einnig hef ég verið að glíma við að lýsa einhverju sem er óbrigðult. ef orð páfa eru óbrigðul og óbrigðanleg, virðast þau vera haldin óbrigðulleika en ekki óbrigðanleika eða óbrigðileika. gott og vel, meikar svosem sens, en munu lesendur vera nægilega vel að sér til þess að vita þetta? óbrigðulleiki gúglast t.d. mjög illa, og óbrigðanleiki og óbrigðileiki alls ekki.
samhengið er umfjöllun um gögn og er ég að lýsa því hvernig ekki er vafi um áreiðanleika og óbrigð___leika þeirra. setningin þyrfti helst að vera óbrigðileg.

já, íslenskan getur verið snúin fyrir einfeldninga eins og mig, það verður ekki frá henni brigðað.

enda kjósa fleiri að læra klingónsku en íslensku skilst mér...

miðvikudagur, apríl 18, 2007

en sannleikurinn brann og fólkið fann...

menningarsaga smenningarflaga, það eina merkilega við þetta hús var að það hafði staðið þarna mjög lengi. ef kviknað hefði í 206 ára gömlum haug af hrossataði hefði það líka breytt götumyndinni. þetta hús var fyrir húsalist í Reykjavík það sem hart og úldið rúgbrauð er fyrir íslenska matarmenningu.
samkvæmt viðtali í vefsjónvarpi vísis nú rétt í þessu var Haraldsbúð áður til húsa í þessari aumu byggingu sem hýsti Pravda (sem nú er ne-pravda). Eyvindarbúð reyndar líka, en það kemur þessum pistli ekki við.

best fannst mér að starfsmaður Fröken Reykjavíkur hafi skokkað yfir á Hressó og beðið um slökkvitæki, áður en hún hringdi í 112.

"hæ, heyrðu það er kviknað svolítið í hjá mér, ertu nokkuð með auka-slökkvikút?"
Haraldsbúð gúglast hins vegar ekki þegar þetta er skrifað. úr því hefur hér með verið bætt, rétt eins og bætt var úr gúglleysi orðsins Tröllskessuhlaup í fyrradag. fólk sem leitar að upplýsingum um þessa tvo staði lendir þá á þessari síðu minni.Haraldsbúð er þó ekki óþekkt á internetinu, heldur er nafnið beygt Haraldarbúð í öllum textum. búðin hefur væntanlega heitið það þá.
við hér í siðmenningunni höfum þó alltaf hið fræga kaffihús Haraldsborg á Íslandsbryggju.

hins vegar er horfin Haraldsborg sem stóð norðan við Hróaskeldu og á var turn sem "snúa mátti eins og hurð á hjörum sínum".