Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu fegurð. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu fegurð. Sýna allar færslur

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

2 danskar og ein sæt

lögreglan í Hellerup lýsir í dag eftir 3 ungum stúlkum sem börðu og rændu 58 ára konu síðastliðinn laugardag.


gamla konan gat gefið löggunni greinargóða lýsingu á árásarmönnunum: 
Den første er ca. 14 år, dansk, ca. 160 cm, lidt kraftig af bygning, mørkt pagehår, markeret ansigt, mørke øjne, grov stemme. 

Den anden pige er dansk, 13-14 år, ca. 160 cm, normal af bygning, kommunefarvet hår, formentligt iklædt rødt tøj. 

Mens den sidste beskrives som 13-14 år, ca. 155 cm, blonde striber i mørkt hår, slank, mørk lød i ansigtet og meget smuk.

fólk sem statt er í Kaupmannahöfn og nágrenni er beðið um að hafa samband við lögreglu sjái það þrjár stelpur á ferð, eina danska og feita með bólur, aðra danska og venjulega með músabrúnt hár og þá síðustu granna og mjög sæta með ljósar strípur, en lítur ekki út fyrir að vera dönsk.

sunnudagur, nóvember 16, 2008

á íslensku má alltaf finna svar

í tilefni af degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

þetta finnst mér vera hin íslenska jólaauglýsing, sýning hennar og kóka-kóla auglýsingarinnar (I'd like to buy the world a Coke!) hringja inn sjónvarpsjólin.

Á íslensku má alltaf finna svar

Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.

Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn nema ég og þú. 

Lag:  Atli Heimir Sveinsson, texti: Þórarinn Eldjárn

mánudagur, september 08, 2008

Gąbka Bob og jarðarberin

fyrirbærið að ofan fann ég í fjörinni við Gróttu í lok ágúst, mjúkt og líflaust, og segir mér svo hugur um að hér sé annað hvort á ferðinni stökkbreytt sund-rotta eða svampur.

- þó ekki Gąbka Bob (Svampur Sveinsson á pólsku).



jarðarberin að neðan fann ég hins vegar á svölunum mínum fyrir hálftíma síðan, þau voru jafn gómsæt og þau voru ljót.
- hin 20 jarðarberin eru ekkert að flýta sér að verða rauð - þessi jarðarberjaplanta sem ég fékk í afmælisgjöf heldur bara áfram að gefa og gefa.

erfðafræðilegt Evrópukort

áhugaverð þessi rannsókn sem gerð var á 2500 Evrópubúum í 23 löndum. 


það vissu allir að Finnar væru sér á báti, og ekki kom mikið á óvart að Ítalir hefðu þróast í allt aðra átt en restin af Evrópu, en þarna er komin staðfesting á því að Svíar séu hreinlega ekki svo skyldir Skandinövum (Norðmönnum og Dönum):
samkvæmt internetinu benda erfðafræðirannsóknir til þess að "63% íslenskra landnámskvenna hafi verið af keltnesku bergi brotnar og átt ættir að rekja til Bretlandseyja. Hins vegar hafi aðeins um 37% þeirra verið af norrænum uppruna. Rannsóknir á y-litningum karla, (sem erfast í karllegg) leiða hins vegar í ljós að mikill meirihluti landnámskarla sé af norrænum uppruna eða um 80%, en 20% þeirra eigi rætur að rekja til Bretlandseyja."

föstudagur, mars 14, 2008

Lögin

þessi mynd er svo sönn (tekin af legal antics)

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

hvað er kyn?

er það ekki huglægt?

það var óneitanlega skemmtilegt að fá staðfestingartölvupóst rétt í þessu sem byrjaði á orðunum " Kæra Haraldur".

mánudagur, febrúar 18, 2008

the big hand

þessi fallega stúlka er undarlega stórhent í Stofn-auglýsingu Sjóvár, hún hlýtur að vera sjómaður:

sunnudagur, febrúar 10, 2008

nokkrir góðir dagar í líkamsrækt

hversu fyndið er það að Gunnar Birgisson hafi verið að vígja líkamsræktarstöð, er það ekki eins og að láta Þorgrím "pungsápu" Þráinsson opna reykingarklúbb?


miðvikudaginn 30. janúar sl. keypti ég vikuprufukort í World Class - þrátt fyrir að það hafi kostað heilann 4300 kjall. ég reyndi að nýta vikuna vel og heimsótti 5 af 6 stöðvum WC á Íslandi.
Seltjarnarnes er sú stöð sem ég heimsótti fyrst og hef heimsótt oftast síðan. hún er ekki of stór, ekki of lítil (1500-2000 fm, eftir því hvort maður telur sturturnar og það allt með), nýleg og snyrtileg og lyktar ekki eins og sjómannshandarkriki eftir þriggja daga sturtuleysi.

  • aðgangur er að sundlaug sveitarfélagsins, sem er vel.
  • sánan er ekki tilbúin, sem er verra - og sturtan er allt of þröng og skolar bara 6 í einu.

Actavishúsið í Hafnarfirði (nýja glerhýsið á horninu) var næsta stopp, mjög fín 700 fm aðstaða þar með útsýni yfir Hafnarfjarðarveginn og með sturtuklefum í miðjunni - ekki mikið af fólki en þó ekki svo lítið að reynslan verði of persónuleg.

  • sánan er ekki tilbúin, sem er verra
  • sturtan skolar bara þrjá í einu í karlmannsklefanum.

Orkuveituhúsið hýsir pínkulítið og vel falið WC við einn bílastæðiskjallarann - það er varla meira en 200 fm. fáir virðast sækja staðinn, eflaust er það einkum fólk sem vinnur í húsinu og örfáir Árbæingar sem vita af staðnum.

  • það skrýtna við þá aðstöðu er hversu stór búningsklefinn er og margar sturtur, miðað við hve fáir geta svitnað í sjálfri æfingaraðstöðunni - hlýtur að vera fyrir hinn almenna sveitta starfsmann OR.

Laugar eru krúnudjásn WC, stærsta heilsuræktarmiðstöð á landinu (sjö þúsund fermetrar, 180 upphitunartæki og 120 hinsegin), staðsett miðsvæðis í Rvk.

  • mjög auðvelt er að falla þar í fjöldann en einnig að finnast maður vera eins og viljalaus líkamsræktarmaur innan um öll hin fíflin.
  • tækin eru reyndar ekki jafn flott og í nýrri stöðvunum, og þá meina ég að það er ekki sjónvarp í sjálfum skíða- og hlaupabrettunum, ég held að ég sé háður þeim lúxus.

Laugardalslaugin er opin gestum Lauga og svo er gufubað inn af sturtunum í karlaklefanum - ég skil reyndar ekki af hverju það þarf að vera niðadimmt þar inni, geta samkynhneigðir ekki bara fengið sérgufubað?

Lágafellslaug í Mosó deilir aðstöðu með lítilli og sætri 700 fm WC-stöð "með fullkomum tækjasal", sturtuaðstaðan er ein sú stærsta og snyrtilegasta í keðjunni, og nánast enginn var í tækjasalnum þegar ég heimsótti hann um fimmleytið í dag, sunnudag, og það var mjög næs að hafa hann út fyrir sig - í upphitunartækjasalnum var einkum úthverfafólk á miðjum aldri, ekkert mikið fyrir augað - en það er líka aukaatriði.

Spöngin er eina stöðin sem ég er eftir að heimsækja, en þar er elsta núverandi WC-stöðin.

  • hún er 1330 fm og ágæt til síns brúks skilst mér, þótt tækin séu aðeins farin að láta á sjá.
  • [uppfærsla janúar 2011: Spöngin er fín þótt sundlaugina vanti, örlítið heimilisleg, gott ef það er ekki pottur á þakinu og fín gufa.]

síðan kortið var keypt hef ég líka farið í mánudagsboltann í Sporthúsinu, sem er aðeins of sjabbý fyrir minn smekk og aðeins á einum stað á Reykjavíkursvæðinu, og farið í Versalalaug í Kópavogi, þar sem fínni Nautilus stöðin er (fór bara í pottinn), en hún er alveg lengst upp í rassgati upp á heiði.

ég svolítið svekktur yfir því að það skuli ekki vera almennileg samkeppni í þessum bransa á Íslandi - WC opnaði t.d. í Hfirði, Mosfellsbæ og útá Nesi í desember sl., á meðan önnur fyrirtæki hafa nánast setið á höndum sér hvað dreifingu stöðva varðar.

starfsfólkið er ágætlega þjónustulundað og allt er frekar snyrtilegt - helst mætti kvarta yfir því að ekki eru handklæði á minni stöðvunum (einungis í Laugum, á Nesinu og líklega í Spöng), mætti ekki splæsa í þvottavél á hinum stöðunum?

  • [uppfærsla janúar 2011: handklæðaleysið var bara byrjunarvandamál að því er virðist.]

á morgun mánudag opnar 700 fm stöð í hæsta húsi landsins, í göngufæri frá heimili mínu, og bráðum opna stöðvar í nýja miðbæ Garðabæjar og við Vesturbæjarlaugina - það er erfitt að láta stækkunarmetnaðinn fram hjá sér fara.

World Class í Turninum er ágæt þegar taka á stuttlega á því, ofatast eru ekki margir á staðnum og flest algengustu tækin má finna þar. sturturnar eru reyndar bara þrjár og líta út og lykta fremur ógeðslega seint á kvöldin.]

fordómar mínir gagnvart stórveldinu hafa minnkað mikið á þessum dögum, og útlit er fyrir að ég haldi áfram að mæta í WC og sláist þannig í hópinn með 17.000 öðrum Íslendingum sem meðlimur í þessum blessaða klúbbi (þeim hefur fjölgað um 2.000 síðan í desember sl. og um 4.000 síðan í október 2006 þegar þeir töldu um 13.000).

spurningin er bara hvort ég verði bráðum massaður í rusl og köttaður í drasl eða endi sem einn af fjölmörgum óvirkum styrktaraðilum þessa fyrirtækis.



[uppfærsla,  janúar 2011:

haustið 2010 opnuðu 8. og 9. stöðin og auðvitað voru þær heimsóttar. tækin þar eru ný af nálinni og helst að hlaupabrettin séu orðin of tæknileg, 5 tungumál og usb-tengi.

Ögurhvarf í Kópavogi er 1100 fm stöð í kreppustíl, húsnæðið hýsti áður Húsasmiðjuna í stuttan tíma og förin eftir hillurnar sjást vel á gólfdúknum.
  • hátt er til lofts og nægt pláss fyrir helstu tæki og slatta af brettum og hjólum, búningsklefinn er líka hæfilega rúmgóður.
  • pípulagnirnar virðast eitthvað vera að stríða stöðinni og sturturnar eru ansi kaldar ef fleiri en 2 eru í sturtu í einu.
World Class í Kringlunni er í gömlu prentsmiðju Morgunblaðsins og er 1500 fm líkt og Spöngin og Nesið en hún virkar samt minni, enda er slatti af henni í afgirtum sölum og ranghölum. húsnæðið er annars skemmtilega hrátt og stöðun ágæt til síns brúks, iðkendur eru þar í yngri kantinum vegna nálægðar við Versló.]

[önnur uppfærsla, apríl 2016:

ef marka má fréttir eru áskrifendur nú orðnir um 27.000. þá hefur WC opnað í 850 fm í Sundlauginni á Selfossi, flutt Grafarvogsstöðina í 2.400 fm húsnæði í Egilshöll og opnað pínkulitla 200 fm stöð í HR við Öskjuhlíð. ennfremur er boðuð 1.700 fm stöð í Breiðholti við sundlaugin hverfisins í maí 2016 og ný 2.000 fm stöð í Norðurturninum Kópavogi í ágúst s.á. sem kemur í stað þeirrar sem staðsett er í (Deloitte) Turninum.]

[þriðja uppfærsla, maí 2018:
- í nóvember 2006 (árið sem Laugar opnuðu) voru korthafar um 13.000
- í desember 2007 voru þeir 15.000, 
- í maí 2008 voru 18.900 manns í áskrift hjá þeim, 

- í apríl 2016 er talan sögð 27.000,
- í maí 2018 er hún orðin 40.000.

fjórða uppfærsla, maí 2022:

vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins ... dró úr aðsókn í stöðvarn­ar. Fyr­ir far­ald­ur­inn voru um 49.200 áskrif­end­ur hjá World Class en þeim hafði fækkað í 36 þúsund í maí í fyrra, eða um rúm 13 þúsund. Þeim hef­ur síðan fjölgað í 42 þúsund ... ]

mánudagur, janúar 28, 2008

geðhvörf sængurkvenna

á Vísindavefnum var í gær svarað spurningu um fæðingarþunglyndi.

í svarinu er greint á milli þrenns konar fæðingarraskana og sagt frá helstu einkennum þeirra:

i) Sængurkvennagrátur - óútreiknanlegar skapsveiflur, önuglyndi, grátköst, almennur kvíði og truflanir á svefni og matarlyst.

ii) Fæðingarþunglyndi - áhugaleysi, þreyta og sektarkennd.

iii) Fæðingarsturlun - eirðarleysi, önuglyndi og svefntruflanir.ég spyr nú bara hver hefur ekki verið fæðingarsturlaður?

föstudagur, janúar 25, 2008

föstudagsgrínið - Binga makeover

hvort kom á undan, yfirhalningin eða spillt hugarfar?

maðurinn vinstra megin lítur ekki út fyrir að vera mikill hnífstungugæji eða meirihlutasprengir.

fimmtudagur, janúar 03, 2008

falleg og fjölbreytt dönsk brjóst





það held ég, að ef karlar þyrftu að synda í brjósthöldurum, þá væru brjóstin þeirra miklu meira spennandi fyrir konur.





það er a.m.k. á hreinu að konur hafa sama rétt og karlar í dönskum sundlaugum til þess að synda um í náttúruklæðunum einum fata ofanvert, og hefur það vakið nokkra athygli í baunalandi:

avisen.dk/toploese-kvinder-kamp-ligestilling-svoemmehallen-191207.aspx
avisen.dk/toploese-kvinder-er-velkomne-dgibyen-191207.aspx
avisen.dk/billedserie-toploese-kvinder-aktion-191207.aspx



í Svíþjóð er þetta bannað, þá kemur baðvarðardóninn og skammar konur (ekki karla) sem dirfast að hylja ekki á sér brjóstin, sjá mynd:

miðvikudagur, desember 12, 2007

Jésúm var ekki umskorinn frekar en ég






hjálpaðu mér Stefán Einar, hjálpaðu mér Akureyrarprestur!
ég er að drepast úr helvítis umburðalyndi (ojjjj ...)

ég verð, eins og sumir, líka, að kveinka mér yfir því að þrátt fyrir að hafa átt (og eiga) foreldra sem voru (og eru)

"kristilegir [einnig mjög búddalegir og mússalegir] og kærleiksríkir og legðu mikla [en alls ekki of mikla] áherslu á gæskufulla innrætingu [illt innræti er líka gott í hófi] þá snerist bóklesturinn [hjá mér í æsku] frekar um Línu Langsokk [og Mikka Mús og Gagn og Gaman] en Jesú Krist [og Egil Skallagrímsson og Joseph K.]."
þar að auki, og enn fremur, reyndi hvorugur grunskólinn sem ég gekk í að boða mér neina trú þegar ég var barn!

æ mig aumann, að hafa haft prest sem lét börnin koma til sín - hvar var hann þegar ég var óharðnaður unglingur, áhrifagjarn og vitlaus?

aahhh, hreinsunareldurinn brennur ... cssssstcsh
myndirnar eru úr dagatali RyanAir 2008 - af öryggisvörðum háloftanna.

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

helst í fréttum frá DK í dag

það er dagur fallegra og heilbrigðra mjólkurkirtla hjá Nyhedsavisen í dag.
fyrri fréttin er skrifuð (þýdd) af Niels Holst, sú seinni skrifuð af Stinne Kaasgaard Poulsen - mikið er þetta opið og skemmtilegt þjóðfélag þar sem menn eru ekki hræddir við að sýna fallegt fólk í allri sinni dýrð.

þetta kallar maður lifandi og eftirtektarverðar fréttir.

mánudagur, október 15, 2007

kvindernes seksualitet bliver kriminaliseret af feminister



leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi.

í avisen.dk er ágætis umfjöllun um hvernig ákveðinn hópur femínista á það til að afvegleiða hina göfugu baráttu fyrir kynjajafnrétti:

- Jeg betragter det som en farlig nymoraliserende tendens, hvor kvindernes seksualitet igen og igen bliver kriminaliseret af feminister, der går det forkerte ærinde, når de overser det sjove og klicheagtige. For det handler i hvert fald ikke om ligestilling, når der ikke komme nogen reaktion på halvnøgne mænd i det offentlige rum, siger Marie Heinskou og fortsætter:

- Jeg er bange for, at mange kvinder med den her bølge bliver bange for at have en aktiv seksualitet og så er vi altså tilbage til 1967, før kvindefrigørelsen og afkriminaliseringen af pornografien, påpeger Marie Heinskou [køns- og seksualitetsforsker við Københavns Universitet].

umræðurnar í kjölfarið eru ágætis lesning líka.

ER en nøgen kvinde så ulækker at hun skal gemmes væk?
...
Folk acceptere ikke at kvinder ses som sexobjekter længere dit forbandede pervese pikhovede svin!
...
Paven og imamerne elsker når kvinder fjernes fra det offentlige rum. Kvinders kroppe og seksualitet gøres til noget farligt og urent. Helst skal kvinder bures inde i burka eller helt holde sig inden for hjemmets fire vægge.
...
Jeg er dødtræt af at nogen skal diktere hvad andre må og ikke må, fordi det passer dem selv bedst. Sex er kommet for at blive og ja det sælger godt siden der næsten altid er en undertone af noget erotisk.
...
Det er skræmmende hvordan få personer kan se voldtægt og porno alle steder så snart man bare kan se en brækdel bar hud


það virðist hægara sagt en gert að ætla að finna milliveginn milli þess að konur skuli ganga í alklæðnaði og að megi vera fáklæddar í "klámmyndastellingum". hvenær er manneskja "hlutgerð" og hvenær er hún bara kynþokkafull?

m.a.s. augnaráð (kvenkyns) fyrirsæta má ekki vera kynþokkafullt, án þess að auglýsing sé úthrópuð sem "
endurspeglun á þeim yfirráðum og undirgefni sem karlaveldið byggist á".

afstaða margra virðist vera sú að í erótík og húð felist hlutgerving, en svo lengi sem ekki sjáist í bert hold og fólk sé ekki í munaðarfullum stellingum með tælandi augnarráð, þá sé viðkomandi meira en kjötstykki.


þessi umræða er nett brengluð og öfgafull - einstakir femínistar (*) hafa komið sama óorði á femínisma og ungir hægrimenn hafa komið á "frelsi einstaklingsins".
sumt af þessu liði er auðvitað bara treggáfað pakk sem fylgir sinni sannfæringu af blindni, en margir eru líka flugbeittir og að öðru leyti heilbrigðir á skynseminni.

menn verða að kunna sér hóf í baráttumálum sínum.

* femínisti er auðvitað jákvætt orð, og allir eru femínistar sem ekki eru kvenhatarar. [málverk:
Viel Spass – beaucoup de plaisir e. Ulrich Lamsfuss]

föstudagur, október 12, 2007

erótískar auglýsingar jbs

af því tilefni að JBS nærbuxnaframleiðandinn hefur afráðið að afturkalla nýjustu auglýsingaherferð sína, vegna þess að hún var úthrópuð sem klámógeð, hef ég ákveðið að tína til þær auglýsingamyndir úr herferðinni sem fréttamiðlar hafa birt.


mér finnst þær hreint ekkert lítillækkandi, hvorki fyrir mig né módelin.

ég held einnig að ég tali fyrir karlmenn og lesbíur almennt, þegar ég segi að jbs nærbuxur komi sterklega til greina, næst þegar ég kaupi mér nærföt.

hérna eru myndir úr eldri jbs-herferð ('því menn vilja ekki sjá aðra menn nakta') - jafnvel enn betur heppnuð: