um leið og ég skammast mín þegar ég heyri sögur af heimskum, fordómafullum og óhjálpsömum íslendingum, sbr. Frjálslyndaflokkinn, Þingvallaafleggjaramálið og sögur á borð við þær sem bornar eru fram í jólajóla G. Steingríms og jólahugvekju Auðvaldsins.
... þá fyllist ég um leið svolítilli eigingjarnri gleði við tilhugsunina um annarra manna heimsku - því mér finnst ég svo frábær í samanburðinum við þetta heimska og vonda fólk.
en margur heldur líka mig sig.
***
ég er almennt fylgjandi forsjárhyggju (litli VG-maðurinn í mér), en
mér finnst hún verða að vera í hófi.
lögþvingun til bílbeltanotkunar, bann við því að heimskingjar nefni börnin sín Drullupussa, jafnvel bann við notkun transfitusýru í skyndibitamat og jákvæð mismunun - þetta getur allt verið OK, málefnalegt, réttlætanlegt og hipp og kúl.
en hóf, eins og almenn skynsemi, virðist vera hverfandi kostur víða í heiminum (og hefur verið frá örófi alda). e.t.v. er þetta sérstaklega hættulegt í litlu samfélagi eins og á Íslandi, þar sem einstaka manneskjur geta stundum tekið ákvarðanir
sem mikil áhrif hafa á samfélagið, einar síns liðs án þess að ákvarðanirnar lendi undir mikilli rýni annarra. óheft frjálst flæði hugmynda gæti maður sagt.
Lýðheilsustöð hlýtur að vera lang lang besta dæmið um þennan hófskort.
- berjast fyrir afnámi sykurskatts af vatni?
- leita leiða til að gera nikótínlyf ódýrari en sígarettur?
- hvetja til drykkju á sykurlausum drykkjum?
- beita raunverulegri fræðslu um kynlíf í stað forvarna?
- hvetja til skynsamlegrar, í stað minni notkunar á áfengi?

neiiii, það verður alltaf að fara alla leið! og helst að þeir sem ákvarða stefnumörkunina hafi sem strangastar og einstefnulegastar skoðanir á viðfangsefninu. kynlíf? ógeðslegt. áfengi? leiðir bara til misnotkunar. þeir sem drekka mjólk eru líklegri til að drepa hvolpa en þeir sem ekki drekka mjólk. meirihluti þeirra sem sprauta sig með benzíni hafa prufað áfengi.
fólk sem hefur það hlutverk að hugsa fyrir okkur hin sem erum of heimsk, hefur tilhneigingu til að vera jafnvel heimskara.
***

ef maður er ekki sammála einhverju, þá er maður ósammála.
ef manni er ekki sama um eitthvað, þá er manni ósama!?!
helvítið hann BinLaden eyðilagði það orð. er það ekki óbein atlaga að íslenskri tungu? málfræðihryðjuverk?