Hvað er að gerast:

sunnudagur, mars 30, 2008

spámaðurinn fitnar

fitna (ísl): hlaupa í spik, verða holdugur, stríðsvaxinn eða algjör fituklumpur.

fitna (arab): mjög
víðtækt orð sem getur átt við trúardeilur, aðskilnaðarstefnu, upprisu og stjórnleysi, allt á sama tíma.

Sigurður nokkur nennti að skrifa í nokkuð löngu máli um það sem allir aðrir sem séð hafa þessa krúttlegu mynd höfðu áttað sig á, en þessar tvær setningar hans segja allt sem segja þarf:

Afskaplega auðvelt væri að klippa saman 15 mínútna myndband sem sýnir kristni í nákvæmlega sama ljósi. Þannig væri hægt að notast við brot úr myndum og þáttum á borð við: Root of All Evil?, The Doomsday Code, The God Who Wasn‘t There og Jesus Camp.

Jesús Camp er einmitt á RÚV+ núna - kannski sýna þeir Fitna næsta sunnudag.

miðvikudagur, mars 26, 2008

chemical airplanes á brettinu



í gær lærði ég að það er mjög erfitt að hlusta á Stríð og Frið í hljóðbókarformi á brettinu út á Nesi.

fyrir utan að þessi 10 klukkutíma BBC útgáfa er ekki hressasta tónlistin til þess að sprikla við.

þannig að næsti leikur var að gúgla "gym music", fara á davidelvar.com og fylla spilastokkinn af klassískri snilld á borð við Kemíkal broðers, Whú, Djefferson Aeroplane, beastí bojs og Cjúr.

ég vil bara vara fólk við því að reyna að hlusta á þessa hljóðbók á meðan það gerir eitthvað annað.
frekar að gera eins og vinur minn sem fór á hraðlestrarnámskeið og las pappírsútgáfuna á 20 mínútum - hann sagði að bókin fjallaði um Rússland.

núna er ég á þvílíkri siglingu um Nostalgíuhaf að hlusta á lag Arthúrs Brown, Fire frá 1968 - sjá jútúb - en Prodigy endurunnu lagið þegar ég var á sokkabuxunum árið 1992 með samnefndu lagi - sjá líka jútúb.

ég held að ég hafi spilað vínilplötuna hans pabba með Brown-útgáfunni upp til agna á nýja plötuspilaranum mínum þetta ár.

I am the god of hell fire ... and I bring you ... fieaaarrr
[texti við báðar útgáfurnar]

þriðjudagur, mars 18, 2008

að þýða úr dönsku

fólk þarf stundum að þýða dönsk orð og þá er gott að vita um nothæfa tölvuorðabók.

þeir sem eru tengdir við HÍ-netið eru með ókeypis aðgang að http://edda.is/vefbaekur/ og geta fengið þýðingu beint á hið ylhýra.

aðrir geta notast við Dansk Parlør, sem er einföld vasaorðabók og þýðir yfir á fjölmörg tungumál.

GramTrans er nokkuð öflug, hún leyfir reyndar bara max 10 oversættelser eller 350 ord (ca. 2500 unicode tegn) per dag ókeypis.
- reyndar býður sú ágæta vél upp á Firefox udvidelse (e. plugin) sem þýðir vefsíður yfir á pig-english og ég sé ekki að nein takmörk séu á þeirri notkun.

fyrir ekki svo löngu byrjaði Google-translate svo að bjóða upp á þýðingar á dönskum texta, þær eru allt í lagi.

Ordbogen.com er fín marghliða dönsk orðabók (dönsk-dönsk, dönsk-ensk, dönsk-þýsk).í neyð má leita í:
Wiktionary - den 15. marts 2008 er der 3.469 ord i den danske del af ordbogen.
Orðabanka íslenskrar málstöðvar - frekar takmarkaður.


slái vel í harðbakkann er hægt að gera google myndaleit að orðinu sem leitað er þýðingar á eða finna orðið í samhengi á dönskum vefsíðum.

einstaka orð er svo Hugtakasafn Þýðingarmiðstöðvar utn með í sínum grunni.

mánudagur, mars 17, 2008

hænan eða eggið?


spurningin hvor kom á undan? (pól: Co było pierwsze, sk: Čo bolo skôr, sp: qué fue primero, sl: Kaj je bilo prej) hefur plagað mannkynið frá örófi alda.




hænan eða eggið?
(d: Die Henne oder das Ei, sp: El huevo o la gallina, f: de l'œuf et de la poule, it: dell'uovo e della gallina, fi: kumpi oli ensin, hol: Kip-en-ei)








samkvæmt Wikipediu er spurningunni í raun ósvarað, enda þótt Mogginn sé á öðru máli og telji eggið hafa verið á undan.



Vísindavefurinn er á því að í heildarsamhengi hlutanna þá hafi eggið komið á undan.


föstudagur, mars 14, 2008

Lögin

þessi mynd er svo sönn (tekin af legal antics)

mánudagur, mars 10, 2008

hvað getur maður verið lengi í kaffi?

fyrr í dag svaraði Vísindavefurinn spurningunni Hvað getur minkur verið lengi í kafi?

ég var með mánudagsgláku þegar ég las fyrirsögnina og sýndist standa Hvað getur maður verið lengi í kaffi?það finnst mér miklu betri spurning, hvað sé almennt viðurkennt að starfsmenn geti verið lengi í kaffi, t.d. eftir starfsstéttum og vinnutíma.

það minnir mig á það, ég þarf að fara að ná mér í kaffi.

pissað í sundlaugina sem er internetið

að ná pissinu til baka
nýlegur dómur héraðsdóms Rvk, í máli aðalfávita Íslands gegn litlum vinstri grænum manni, þar sem hinum síðarnefnda var gert að fjarlægja tiltekin ummæli af vefsíðu sem hann hafði umsjón með, leiddi huga minn að uppáhalds internetmyndlíkingunni minni.hún er á ensku og tekur til mynda og skjala, ummæla og skoðana sem rata á þetta blessaða internet.

reyndar finn ég hana ekki í þeirri mynd sem heillaði mig upprunalega, en þessar tvær ná merkingunni ágætlega:

Putting your pictures on the internet is like pissing in a swimming pool. It's going to spread everywhere and become everyone's business.

Getting a document back from the internet once it's been distributed is like pissing in a swimming pool and trying to get your pee back.

Streisand-áhrifin
annað sem heillar mig svolítið við internetið eru Streisand-áhrifin:
The "Streisand effect" is a phenomenon on the Internet where an attempt to censor or remove a piece of information backfires, causing the information to be widely publicized. Examples are attempts to censor a photograph, a file, or even a whole website, especially by means of cease-and-desist letters. Instead of being suppressed, the information sometimes quickly receives extensive publicity, often being widely mirrored across the Internet, or distributed on file-sharing networks.

The effect is related to John Gilmore's observation that, "The Net interprets censorship as damage and routes around it."

til upprifjunar voru eftirfarandi ummæli um Ómar Valdimarsson dæmd dauð og ómerk:
A. „Aðal Rasisti Bloggheima“,
B. „Nú hef ég fundið einn til, svæsnari en hinir lagðir saman, talsmann Impregilo á Íslandi ...“
C. „Ég mæli því með því að þið ágæta fólk látið í ykkur heyra á kerfinu hans svo að útlendingahatur hans standi þar ekki óhaggað.“


mynd af Ómari af Vísi.is

fimmtudagur, mars 06, 2008

vi ses!


í dag byrjaði ég á 10 tíma dönskunámskeiði í vinnunni, sem er mikil snilld.

ég líka að fara til köben í maí, þá mun ég aldeilis slá um mig með starfstengdum dönskuslettum.



hér eftir verður ekkert annað í útvarpinu en hin danska P3, det du hörer er dig selv!

daninn Johnson er einmitt í útvarpinu núna, hann er eini rapparinn sem ég fíla því hann er svo krúttlega reiður.

miðvikudagur, mars 05, 2008

gefa skít í þetta allt?




stjörnuspá mbl er ekkert að skafa utan af því fyrir okkur krabbafólkið:

Þú ert hæfileikaríkur. Gleymdu því sem ætlast er til af þér, og hlustaðu á rödd hæfileika þíns.

spurningin er hvort þetta ráð eigi bara við daginn í dag, eða hvort stjörnurnar vilji að maður taki þetta upp sem lífsmottó ... og ef ég er hæfileikaríkur, ætti ég ekki að geta hlustað á raddir hæfileika minna?


(myndirnar eru úr miðvikudagskeðjupóstinum)

þriðjudagur, mars 04, 2008

stærra jang!

ég fæ svo mikið magn af typpastækkunartölvupósti að ég get efnisflokað hann:

1. byssu- og kraftamyndlíkingar:
Your cannon is everything. Women simply LOVE a man with a big weapon between his legs!

Ram your new found longer gun into her and hear her moan

Male power will be mush harder


2. alþjóðlegur baráttudagur kvenna (þessi kom mér á óvart):
8th march is almost here, be ready for women desire
Less than 2 weeks till womens day. get ready

international women holiday almost here. Be strong!
Show all your power, for your girlfriend on 8 march

make luv all night on 8th
get your friendy up. best for your woman on 8 march


3. slæmt sjálfsálit:
It ups to you what to do to lengthenn or to be a looser with small size.

How can you give your lady pleasure if your equipment is like a matchstick??

Change your entire bedroom experience today.

Don't let her sleep with other men because she's not satisfied with your performance

Your chick loves enormous instrumennt but the problem is that you have small one.
Don't worry! You have astonishing chance to solve this trouble.


4. vondi strákurinn:
You'll be a giant of bad.

Ever heard the sound of a huge one slapping against a tight woman's butt?

Do you like having wild, sensual sex? Make sure your tool is up to the job.

Girls will be queueing up to stroke your shaft.


5. aukin kvenhylli:
Get wall to wall women, and twice as many nubile(*) breasts

Your measurement of success is by the INCH.

Your >!ck will win all women's admiration

(*) Nubile þýðir marriageable: of girls or women who are eligible to marry

sunnudagur, mars 02, 2008

Denny Crane í kvöld


It's not politically correct, it's not evolved ... spare me.

An eye for an eye - boom!
That's what you believe in, deep inside.
So does God!

laugardagur, mars 01, 2008

Icelandic legal - Rétturinn

jess, loksins er íslenskt lögfræðidrama komið [aftur] fram á sjónvarpsskjáinn.

Rétturinn er nýjasti þátturinn á hinni vinsælu stöð ÍNN og skartar þeim Vilhjálmi Rey og Braga Dór stórsnillingum í aðalhlutverkum.