Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu ljóð. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu ljóð. Sýna allar færslur

þriðjudagur, janúar 29, 2008

með skrímsli í buxunum

ég hef ekki hugmynd um hvað verið er að reyna að selja mér í bréfunum sem streyma í tilboðshólfið í tölvupóstinum mínum.

en úr þeim ég tíndi saman þetta nýtísku ljóð:

Women laugh at you...
Solve this problem now
dont lose your girls.
Dont warry man.

Everything can happen.
A breakthrough in herbal Science, N o Exe \rcises
Strong man power. Prepare for winter!
At present it is your turn to change your sexual life.
Amazing, PERMANENT RESULTS that will last.Great device has much more advantages,
always wanted a simple, safe solution.
The world is mine
when they see my crazy sized little brother in my pants
... and to think I did it in just weeks.

Don't get hard without it.
Live it up by making a monster in your pants

Thanks
Jennifer Anniston

mánudagur, október 22, 2007

og þá voru eftir tíu

"Bókin um negrastrákana kom fyrst út árið 1922 og vakti mikla athygli enda ein af fyrstu barnabókunum sem gefnar voru út hér á landi. Myndirnar eru eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg og Gunnar Egilson þýddi og staðfærði textann."

gaman að endurútgáfunni - kr. 2490.- er reyndar fullmikið fyrir jafn stutta og einfalda bók í 3. útgáfu.mjög viðeigandi að gefa bókina út á sama tíma og hin nýja pólitískt réttsýna biblía kemur út.
hér er þýðingin hans Gunnars, af liliana-on-ice.blogspot:

Tíu litlir negrastrákar

Negrastrákar fóru á rall,
þá voru þeir tíu.
Einn drakk flösku af ólyfjan
en eftir urðu níu.

Níu litlir negrastrákar
fóru seint að hátta.
Einn þeirra svaf yfir sig
og þá voru eftir átta.
Átta litlir negrastrákar
vöknuðu klukkan tvö.
Einn þeirra dó úr geispum
en þá voru eftir sjö.

Sjö litlir negrastrákar
sátu og átu kex.
Einn þeirra át yfir sig
en þá voru eftir sex.

Sex litlir negrastrákar
sungu dimmalimm.
Einn þeiirra sprakk á limminu
en þá voru eftir fimm.

Fimm litlir negrastrákar
héldu að þeir væru stórir.
Einn þeirra fékk á hann
en þá voru eftir fjórir.

Fjórir litlir negrastrákar
fóru að reka kýr.
Ein kýrin stangaði einn þeirra
en þá voru eftir þrír.

Þrír litlir negrastrákar
þorðu nú ekki meir.
Einn þeirra dó úr hræðslu
en þá voru eftir tveir.

Tveir litlir negrastrákar
þögðu nú eins og steinn.
Annar hann varð vitlaus
en þá var eftir einn.

Einn lítill negrastrákur
sá hvar gekk ein dama.
Hann gaf sig á tal við hana
og bað hennar með það sama.

Negrastelpan sagði já
og svo fóru þau í bíó.
Ekki leið á löngu
uns þau urðu aftur tíu.
ein af upprunalegu útgáfunm mun m.a. hafa verið alloft gefin út af W. Butcher & Sons, London (1870-1906), hún er svona:

Ten little nigger boys went out to dine

Ten little nigger boys
went out to dine;
One choked his little self,
and then there were nine.

Nine little nigger boys
sat up very late;
One overslept himself,
and then there were eight.

Eight little nigger boys
travelling in Devon;
One said he'd stay there,
and then there were seven.

Seven little nigger boys
chopping up sticks;
One chopped himself in half,
and then there were six.

Six little nigger boys
playing with a hive;
A bumble-bee stung one,
and then there were five.

Five little nigger boys
going in for law;
One got in chancery,
and then there were four.

Four little nigger boys
going out to sea;
A red herring swallowed one,
and then there were three.

Three little nigger boys
walking in the Zoo;
A big bear bugged [hugged] one,
and then there were two.

Two little nigger boys
sitting in the sun;
One got frizzled up,
and then there was one.

One little nigger boy
living all alone;
He got married,
and then there were none.


einnig er til "ljótari" útgáfa, sem má líklega rekja til bókar Agöthu Christie sem (nú) heitir "And then there were none" - þar endar vísan á aðeins sviplegri hátt:

One little Indian boy
left all alone;
He went out and hanged himself
and then there were none.

(upprunalega nigger boy, síðan indian boy og loks soldier boy)

föstudagur, september 28, 2007

raunveruleg skerðing á tjáningarfrelsi

ég á enga boðlega rauða skyrtu ... ég er heldur ekki viss um að það muni hjálpa neitt þótt við klæðum okkur öll eins.
"áður, settu þeir eld að sjálfum sér í mótmælaskyni"

"núna, með bensínverðið eins og það er ..."

"... verður maður að hjálpa þeim"

(mynd eftir de Maëster)

mánudagur, ágúst 27, 2007

aleinn í Ammassalik

ég sá sæng mína útbreidda þegar ég komst að því 5 mín. fyrir brottför til Kúlusúk að myndavélin væri nánast batteríslaus. af þeim sökum þurfti ég að hafa mig allan fram við að festa það sem fyrir augu bar í minni mér.

hæglátt ævintýri, viðbúin undraveröld, kúlúsúkk-ljóðin:1.
Ísjakar eru fallegar skepnur,
Ítalir eru það ekki.
T.d. ekki jafn fagurgrænir
undir sjávarmáli.

Eins og uppstoppaðir svanir,
í ýmsum myndum.
Munaðarlausir,
þó saman í borg.2.
Hefur þetta fólk aldrei heyrt um tré?


3.
Coffee from Kúlúsúk!
Nokkuð um bitmý.
No ice, global warming you know!
4.
Austur-Grænlendingar
eru gerðir úr
líkama, nafni og sál
í kirkjugarðinum er hvorki nafn né sálu að finna.


5. Ísbjörninn sem hangir á Kulusuk-flugvelli.
Það var eitt sinn ísbjörn
sem vildi fljúga til Reykjavíkur.
Þar sem hann hangir á flugvellinum
sér hann eftir því að hafa ekki farið sjóleiðina.
6.
Kirkjan í Kulusuk
er byggð af dönskum skipbrotsmönnum
skartar gluggum frá finnskri listakonu
og boðar trú þeirra
sem vildu banna inúítum að dansa trumbudans.

föstudagur, júlí 20, 2007

Ljóð '97

fann nýlega óútgefna stílabók með nafninu Ljóð '97 eftir Harald Stþ., 9. KJ.

í bókinni eru samtals 3 frumsamin ljóð, það hefur greinilega verið skylda að yrkja þau.

athugasemdir skrifaði að líkindum Anna Kristín Þórðardóttir íslenskukennari. ljóðin lýsa viðhorfum 15 ára drengs til lífsins og tilverunnar, samtímans og alls sem er, fyrir 10 árum síðan.
---

Fæðing sólarinnar

Jesús sagði: “Pabbi, má?”

Þá úr guði vellur:

Varð þá mikill hvellur

Sólin fæddist ný og smá

Guðirnir fengu hellu

. Frumlegt Ágætt

---

Þykka bókin & námið

Bókin ógeðslega þykk

henn'ætlar aldrei að ljúka

Kannski ég geri öllum grikk

Og láti námið fjúka

. Gott

---

Ísland

Hrikaleg’er Veldið stórt

Hagkaup er all’að gleypa

Og núna ætlar Stöð mín tvö

Alla aðr’að sneypa

. Gott

---

hér er svo mynd af Ölduselsskóla (ölduhæli eins og við sögðum þegar ég var í Seljaskóla)


og ein af Kristínu Jóhannesdóttur, umsjónarkennara:

mánudagur, júlí 09, 2007

besta vefvarpsljóðið - lýsandi fyrir andstæður heimsins og skeytingarleysi íbúa "þróuðu landanna" fyrir öðru en eigin gervivandamálum:

Japanskir karlmenn hrifnir af dúkkum

Frumbyggjar Ástralíu berjast í bökkum

Ástralar varaðir við ferðalögum til Indónesíu

Hunsa viðvaranir


fimmtudagur, maí 10, 2007

smugler på toldmuseum

héðan af svölunum sé ég yfir á Nordhavn og Löngulínu.

eins og ég hef áður minnst á er Nýja (ljóta) Hafmeyjan staðsett í nýju íbúðarhverfi, rétt við skipalægi hafnarinnar.

það var þó ekki fyrr en í dag sem ég áttaði mig á því að ToldSkat safnið er staðsett við hliðina á hafmeyjunni og abstrakt vinum hennar. ekki veitir heldur af, því safnið er varla þess virði að gera sér sérstakt far um að heimsækja það.gamlar mainframe skatt-tölvur, sveitatollbúðir, smyglvarningur, leikfanga-gámagegnumlýsingarbíll og annað semi-athyglisvert prýðir þetta safn, sem ótrúlegt en satt virðist halda uppi tveimur hálfum stöðugildum (ég náði að hanga þarna í hálftíma, með því að skoða allt þarna inni þrisvar, en var eini gesturinn á meðan). myndir

reyndar þótti mér mjög góðar blaðaúrklippurnar af atviki sem átti sér stað á safninu fyrir einum 16 árum síðan. þarna rétt hjá safninu leggjast gjarnan að bryggju skip frá Póllandi.

einn daginn stígur 33 ára pólverji frá borði
hann er með áfengi og nokkur karton af smyglsígarettum
hyggst selja góssið í næstu sjoppu
hann fer inn í eina, en er bent á að prufa frekar húsið við hliðina
í einfeldni sinni labbar hann inn á Tollsafnið
og reynir að selja starfsmönnum þess smyglvarning
en var í staðinn handtekinnsýningin fannst mér ekki kalla á að heilt safn væri byggt yfir það, þessir munir væru betur geymdir bara í anddyri Skatt- og Tollbygginganna.***

ég er hægt og hægt að falla frá öllum fordómum mínum gagnvart Þýskalandi, sérstaklega Munchen. Paulaner Hveitibjórinn er virkilega mjúkur og góður. þessi lýsing af netinu nær honum ágætlega:

Taste: nice banana sweetness is creamy up front, but light on taste at the finish when slight acetic lemon zest overpowers.
eftirbragðið er vissulega sítrónusýrukennt, er samt varla bragðanlegt. easy drinking þegar maður er latur.

***
lögreglan á Íslandi gerði sig að algeru fífli með því að kaupa undir roma fólkið flug til Rúmeníu, Hr. Gunni á orðið.

miðvikudagur, maí 09, 2007

norsarinn í mér

dagar mínir sem námsmaður eru senn taldir (í bili?) og því hef ég gerst mjög norskur upp á síðkastið.

í dag er síðasti miðvikudagur dvalarinnar og stefnan var því tekin á að heimsækja 7 söfn í borginni sem bjóða 'pöpulnum' frítt í heimsókn á miðvikudögum. norskan að drepa mann, en ég sparaði þó ca. 7x40 dkr.

halda þurfti vel á spöðunum til að ná 7 söfnum og útbjó ég því dagskrá í gær, sem miðuð var við opnunartíma og staðsetningu, en fyrsta safnið opnaði 10 og það síðasta lokaði 21, sjá hér (með linkum).

dagurinn sem senn er á enda kom einhvernvegin svona út:

1 Thorvaldsensmuseum - myndir
fagurappelsínugult hús sem tileinkað er landa mínum Bertel opnaði dyrnar sínar á slaginu 10. þetta var mjög góð skemmtun og ég verð að viðurkenna að hann hefur kunnað nokkuð til verka strákurinn.
Amor virðist hafa verið í miklu uppáhaldi hjá honum, hann var þarna út um allt, á öllum aldri, spilandi á hörpu, örina sína og á sjálfan sig og að leika með öllum hinum fyrirbærunum, Venusi, Mars og þeim. sömuleiðis var hlutfall naktra karlmanna vs. kvennmanna svolítið of hátt fyrir minn smekk. ég fer alltaf svolítið hjá mér þegar ég sé þessi litlu rómversku typpi.

2 Tøjhusmuseet - myndir
vopna- og hersafn borgarinnar er steinsnar frá Thorvaldsen og því var tilvalið að rölta þangað. það opnaði ekki fyrr en á hádegi og því gáfust nokkrar mínútur á milli til þess að teiga kaffið úr thermostatnum og horfa á nokkra fugla í bókasafnsgarðinum, en hersafnið er rétt hjá Fólksþinginu (sem er rétt hjá Thorvaldsen).
þegar inn var komið blasti við þessi aaaragrúi af byssum, hnífum, kanónum, rifflum, loftvarnableh og ég veit ekki hvað og hvað. það hefði mátt taka yfir litla Ísland bara með einum þriðja af sverðunum. þetta var óneitanlega ekta strákasafn, eins og sást þegar 2 skólahópar (danskur og pólskur) komu hlaupandi (strákarnir) og dragandi lappirnar (stelpurnar) er ég var að fara.

ég tók þetta vídeo af sjálfum mér að spila hermarsa á safninu - eins og sést átti ég mjög erfitt með að skipta um lag í safntölvunni.

3 Orlogsmuseet -myndir
er ég var að ljúka við að svala landstríðsfíkn minni hringir Íris í mig og drífur mig með sér að kjósa í þessum Alþingiskosningum, sem mér skilst að séu að skella á (hef reyndar ekkert orðið var við þær í fjölmiðlum heima ...).
það passaði fullkomnlega því flotasafn landsins er einmitt í leiðinni í íslenska sendiráðið, þarna niðrá Kristjánshöfn.
umgjörðin á safninu var reyndar svolítið íslensk og raunarleg, en þó var margt áhugavert og flott þarna að finna. enn var stríð rauði þráðurinn, enda þótt maður hafi fengið góða innsýn inn í líf danskra sjómanna um leið.

4 Kunsthallen Nikkolaj
þetta safn stóðst engan vegin þær væntingar sem undirritaður hafði gert sér til þess. ég er eiginlega feginn að batterýin hafi klárast er inn var komið, jah fyrir utan að mér langaði að taka mynd af einu bílflaki sem átti að hafa verið ferjað frá Írak (en gat eins verið af Norðurbrú).
sýningin sem nýverið var sett þarna upp fjallar semsagt um stríðið í Írak "The Return of The Democracy - destination: Írak".
þemað er svosem ekki slæm hugmynd, en framkvæmdin var allt of ... húlabúla við erum hinsegin, gerum gjörninga með olnbogunum!!?&%
þarna hafa svona listamenn fengið að ráða sem vilja svo ægilega mikið vera öðruvísi og fjarlægjast 'hefðbundin' listform, að úr verður bara bull. það lá við að ég hefði þóst vera spasstískur og farið að öskra og baða út höndum, svo ófrumleg voru frumlegheitin -"hey vá krakkar, vörpum vídjói af Bush og talíbana á klósettrúllur sem hanga niður úr gólfinu og setjum við hliðiná risamyndina af nakta svarta nauðrakaða manninum! far át, nei ég meina fnjepað skelurðu"

ég tók því bara stuttan hring um Kúnstnahúsið og fékk mér svo pulsu eins og hver annar þorpari á kóngsins nýtorgi. áður en batterýin kláruðust náði ég þó að taka myndir af safninu - sem er fyrrum kirkja, roma-harmonikkuleikurum á Strikinu og strætó með ESB fána flaktandi (til hamingju með ammælið ESB!).

5 Kunstindustrimuseet - myndir
dönsk hönnunarlist er sýnd í furðustóru húsnæði á Breiðgötu, sem er ekki langt frá Austurbrú. klukkan var ekki nema 15.45 þegar þarna kom við sögu, enda hafði Nikolaj heimsóknin tekið mjög stuttan tíma. sá ég mér því leik á borði og fór heim og sótti aukabatterý heima, fyllti á bjórnestið og skilaði af mér þermostatnum (ég veit, mjög norskt allt. við það er að bæta að í skápunum á safninu biðu mín 2x20 dkr, hahh, ölmonní!).
í safninu kennir margra skemmtilegra grasa og var farið yfir helstu tískur í húsgagnahönnun, með áherslu á dk. þarna var auðvitað hann Arne með eggið, auk þess sem ég fann Lögbergsstólinn fræga (þekktur sem Barcelona stolen utan Lögbergs).
er ég hafði villst inn í postulínsdeildina sagði önugur safnvörður mér að verið væri að loka (önugur því það var miðvikudagur og ekkert nema freeræderar að káfa á safnmununum), ég hafði skrifað hjá mér að það lokaði ekki fyrr en kl. 18 og missti því klukkutíma þar. sem betur fer var ég búinn með mest af 20. öldinni og átti bara 'gamla draslið' eftir - sem mér þótti síður spennandi.

6 Post og Telemuseum - myndir
Póst- og símasafnið lokar ekki fyrr en kl. 20 og ég hafði því góðan tíma til að litast þar um, sem betur fer. þrátt fyrir að nafnið hljómi ekki allt of fjöruglega var þetta hin besta skemmtun fyrir öll vit. sýningin spannaði samskiptasögu landsins og kom á óvart hversu fræðandi og skemmtileg hún var. fyrir utan reyndar frímerkjaherbergið, ekki alveg minn túnfiskur.
graskerakerra dregin af hestum, karl að skrifa bréf úr fangelsi, pönkari fyrir utan símaklefa, dagur í lífi símadömu (þær þurftu að vera ógiftar, vel talandi og geta lifað á litlu) lifandi járnbrautalestir og fleira kætir þarna augað og ég hvet alla til að kíkja við.

7 Dansk Design Center - myndir
í rólegheitum mínum rölti ég yfir á H.C. Andersen búlevard, á móti Glyptotekinu, til þess að skoða enn meiri danska hönnun. þetta var stutt og laggóð heimsókn þar sem gaf m.a. að líta tölvur, ryksugur, kaffikönnur, reiðhjól og símann úr Stellu í orlofi sem var til á hverju heimili heima á þeim tíma.
á efri hæðinni gaf að líta vinningshafa dansk design verðlaunanna í ár, þ. á m. tannlæknastól.

neðsta hæðin hafði að geyma flow-verslun, einkar áhugaverða. þar mátti kaupa innri frið, öryggistilfinningu, samúð og fleira skemmtilegt, í þar til gerðum lyfjaglösum, sprautum og flöskum. inn á milli voru plaköt með áminningum um misskiptingu auðs á jörðinni, hættum neyslusamfélagsins og þvíumlíkt. svona á að vera frumlegur, hugsaði ég.


þetta var hinn skemmtilegasti dagur og fór ég létt með að taka yfir 400 myndir. nú er svo komið að ég á bara eftir Afsteypusafnið og Músiksafnið til þess að hafa náð að plægja öll frísöfn og stundum frí-söfn borgarinnar.
markmiðið var auðvitað ekki að hlaupa í gegnum sem flest söfn á sem stystum tíma, en þessi 7 á einum degi eru vel gerleg. það hjálpar auðvitað að hafa einbeitingu gullfisks og vera af skyndikynslóðinni, þessari sem vill fá allt strax, drífa það af og henda því svo eins og tyggjói. þetta er samfélaginu að kenna.

fimmtudagur, apríl 19, 2007

erfðafræðileg hnignun þjóðfélagsinis

ég var að lesa rosalega áhugaverða kenningu um ástæður fyrir hrakförum demókratalokksins í USA. einn stór þáttur mun vera að árið 1973 féll dómur í máli Roe v. Wade, þar sem segja má að fóstureyðingar hafi verið heimilaðar.

demókratar munu vera 2-3 sinnum líklegri til þess að gangast undir fóstureyðingu heldur en hinir strangtrúuðu repúblikanar, þ.e. líklegri til þess að nýta sér þessa heimild sem Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði að fælist í rétti kvenna til friðhelgi einkalífs.þar sem stjórnmálaskoðanir eiga það til að ganga í erfðir, hefur þetta orðið til þess að fylgismönnum demókrata hefur fækkað.

talandi um að skjóta sig í fótinn (fóstrið).
texti við lag Röggu Gísla, Hvað um mig og þig (ca. 1987?), er mjög erfitt til gúglunar. textinn er í heild sinni hér, en hann er erfitt að finna. vísan sú verður seint of oft kveðin:

Ég sé þig þreytta við barnavagninn baksa heim á kvöldin
þar bíða bréf með rukkunum sem birta ógreidd gjöldin

Er lífið aðeins fallinn víxill oft þau spyrja sig
Þau reyna að stefna í rétta átt - En hvað um mig og þig?
Er lífið aðeins fallinn víxill oft þau spyrja sig
Þau reyna að stefna í rétta átt - En hvað um mig og þig?

Á laugardögum eftir klukkan átta lög á fóninn
lamaður í alkóhóli landinn gefur tóninn

Og sólarlandalögin leikur fyrir sjálfan sig
Svo gengur fólk til náða - Hvað um mig og þig?
Og sólarlandalögin leikur fyrir sjálfan sig
Svo gengur fólk til náða - Hvað um mig og þig?


mánudagur, apríl 16, 2007

ætla ek at bæta þér við ok hafa til snæðu á morgun



lítill ljóðleikur eftir tvær tröllasystur:

"Systir, ljáðu mér pott."
Hvað vilt þú með hann?"
"Sjóða í honum mann."
"Hver er hann?"
"Gissur á Botnum,
Gissur á Lækjarbotnum!"
(síðasta línan er sögð í brjálæðistón)

þessi saga um Gissur á Botnum var að eilífu meitluð í huga mér í framsetningu Stundarinnar okkar fyrir nokkrum árum. heitir það Tröllkonuhlaup þar sem systurnar hlupu yfir Þjórsá til að hjálpa hvor annarri með matseld.

á öllum víðilendum internetsins hefur engum dottið í hug að kalla það óvart Tröllskessuhlaup. nú er það nafn komið á blað og mun héðan af gúglast.

***

myndin sem fylgir er af Karl Marx, úr færeyska baráttublaðinu Arfbeiðið frá 1934. "maðurinn, ið vígdi líf sitt alt til at grunda arfbeiðarorsluna á vísindalegum botni" ég breytti reyndar litnum aðeins, gera kallinn flippaðari.