geim over
það var óákveðinn ungur maður sem sumarið 2002 innritaði sig í lagadeild HÍ, eftir að hafa skoðað þær námsbrautir sem í boði voru innan skólans.
ekki datt honum í hug að tæpum fimm árum seinna myndi náminu ljúka, jafnsnögglega og það hófst. með einu pennastriki. einu 'send' í tölvunni.
ca. 42.000 orð, 376 neðanmálsgreinar, 116 bls. af efni, skreyttu með hugtökum á borð við Beweisverwertungsverbot, théorie morale des preuves, probations non sunt coartandae, bevisumiddelbarhedsprincippet, shocks the conscience, överskottsinformation, area ‘par excellance’, rammi laganna, o.s.frv., o.s.frv.
ritgerðin er out of my hands.
allt byrjaði þetta þegar ég fékk loks inn í leikskólann Hálsakot í Seljahverfi. eða var það þegar ég stundaði nám við gæsluvöllinn á Seljabraut?
ehh, það er seinni tíma pæling - ég er farinn að fá mér bjór. maður verður þyrstur af rúmlega 20 ára samfelldri skólagöngu.