Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu skrif. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu skrif. Sýna allar færslur

fimmtudagur, maí 03, 2007

geim over

það var óákveðinn ungur maður sem sumarið 2002 innritaði sig í lagadeild HÍ, eftir að hafa skoðað þær námsbrautir sem í boði voru innan skólans.

ekki datt honum í hug að tæpum fimm árum seinna myndi náminu ljúka, jafnsnögglega og það hófst. með einu pennastriki. einu 'send' í tölvunni.

ca. 42.000 orð, 376 neðanmálsgreinar, 116 bls. af efni, skreyttu með hugtökum á borð við Beweisverwertungsverbot, théorie morale des preuves, probations non sunt coartandae, bevisumiddelbarhedsprincippet, shocks the conscience, överskottsinformation, area ‘par excellance’, rammi laganna, o.s.frv., o.s.frv.
ritgerðin er out of my hands.
allt byrjaði þetta þegar ég fékk loks inn í leikskólann Hálsakot í Seljahverfi. eða var það þegar ég stundaði nám við gæsluvöllinn á Seljabraut?
ehh, það er seinni tíma pæling - ég er farinn að fá mér bjór. maður verður þyrstur af rúmlega 20 ára samfelldri skólagöngu.

þriðjudagur, maí 01, 2007

yes you May 1st

af því að líf mitt er svona fram til 3. maí:

... hef ég ekki tíma til að tjá mig í orðum. hér er þó mynd sem segir nokkur orð í tilefni dagsins:

en bráðum, bráðum mun ég fara og skoða fegurð heimsins:

laugardagur, apríl 28, 2007

I feel a good moon rising

úr eftirsótta Nordíska kollegíinu hér rétt hjá berast ljúfir minningartónar lagsins Call on me. mjaðmirnar á manni byrja bara ósjálfrátt að hnyklast (hnyklast mjaðmir?).
það er reyndar gamalmennablokk á milli blokkarinnar sem ég bý í og kollegísins, ég vona að gamla fólkið hafi munað að slökkva á heyrnartækjunum.

ég myndi krassa partýið ef ég væri ekki að fínpússa íslenskar dómareifanir í ritgerðinni minni. hún mun auðvitað marka þáttaskil, eins og flest annað sem ég skrifa.í minni famílíu er okkur stundum sagt að fara nær, hann sé ekki eins langur og við höldum.

***
í framtíðinni ætla ég að tala um að berja á bakkafullnum læknum. það er alveg jafn mikil geðveiki að berja á honum eins og að bera (vatn?) í hann.

***
ég ætla nú ekki að ganga svo langt að segja að íslenskir lögfræðistórlaxar séu eins og risaeðlurnar forðum, vel vopnum gæddir en með of lítinn heila. en myndin er góð.

fimmtudagur, apríl 26, 2007

eitt vil ég fortaka

mér þykir vanta upp á notkun orðsins fortakslítið. þetta er dæmigert fyrir þessar öfgafullu umræður sem alltaf þurfa að geysa, og aldrei meira en rétt fyrir kosningar.

aldrei neitt til nema hvítt og svart, vernda eða sökkva, blómstra eða visna.

***

fem og tyve grader? getur Evrópa ekki gert betur en þetta? halda veðurguðirnir að ég gefist upp
við leiðréttingar og lestur fyrir íslensku sumarveðri?

já .. veðrið ... ég held ég haldi mér saman þar til ég hef frá einhverju öðru að segja en veðri dagsins.

miðvikudagur, apríl 25, 2007

idearexia

undirritaður berst nú fyrir hugmyndarfræðilegu lífi sínu vegna metnaðarstols.

þá er bara að leita á kunnug mið ...

a) reyna að fókusa á það sem skiptir máli:b) finna eitthvað til að hlæja að (þessi hjólastólamynd sem hengur í Lögbergi fær mig alltaf til að brosa út í annað, því beint fyrir neðan hana er ... teppi):

c) skoða eitthvað færeyskt - í Foroyjum búgva Foroyingar og tann ungdómur, ið her býr, eru eisinni Foroyingar:

þetta eru útjaskaðar en gamalgrónar hugmyndir sem hafa virkað ágætlega hingað til.

óbrigðulleiki páfa

æ, nú er erfitt að læra inni. endemis sumarveður svona rétt fyrir ritgerðarskil.

áðan fékk ég boð um að rit sem ég pantaði frá sænsku biblíoteki fyrir langa löngu væri komið í afgreiðsluna hér á Fjólustrætisbókasafninu.

Bevisförbud : en undersökning av möjligheterna att avvisa oegentligt åtkommen bevisning i brottsmålsrättegång : Skrifter från Juridiska fakulteten i Uppsala ; 64
Lundqvist, Ulf
það er semsagt boðið upp á að panta efni hingað frá Noregi og Svíþjóð, alveg gratis.

eitthvað áttu konurnar í afgreiðslunni erfitt með að finna pöntunina og upp hófst svaka samtal og úthringingar og þurfti ég að taka á honum stóra mínum í dönskunni. að lokum var ég spurður hvort ég væri frá Íslandi eða Færeyjum - það hlýtur að teljast hrós.
stafsetningarforritið sem ég var að prufa á ritgerðinni minni er annars að gera mig gráhærðann. það hefur verið að minna mig á að ég skrifa fullkomlega alltaf fullkomnlega, sem er auðvitað (fullkomlega) út í hött.
einnig hef ég verið að glíma við að lýsa einhverju sem er óbrigðult. ef orð páfa eru óbrigðul og óbrigðanleg, virðast þau vera haldin óbrigðulleika en ekki óbrigðanleika eða óbrigðileika. gott og vel, meikar svosem sens, en munu lesendur vera nægilega vel að sér til þess að vita þetta? óbrigðulleiki gúglast t.d. mjög illa, og óbrigðanleiki og óbrigðileiki alls ekki.
samhengið er umfjöllun um gögn og er ég að lýsa því hvernig ekki er vafi um áreiðanleika og óbrigð___leika þeirra. setningin þyrfti helst að vera óbrigðileg.

já, íslenskan getur verið snúin fyrir einfeldninga eins og mig, það verður ekki frá henni brigðað.

enda kjósa fleiri að læra klingónsku en íslensku skilst mér...

mánudagur, apríl 23, 2007

Oko Yono, no ho yo!

fullt að gera. vakna, borða, hella upp á, hjóla á bókasafnið.

helsta spennan í mínu lífi þessa dagana felst í að velja hvernig Pickwick te ég á að taka með mér, og fara yfir á einstaka rauðu ljósi á hjólinu.þess vegna má ég til með að brydda aðeins upp á Yoko Ono, sækó-kvendinu sem plataði okkur (ykkur) til að reisa ljósa-böll í Viðey. fyrir frið í heiminum, að sjálfsögðu.


meðal stuttmyndabræðinga Yokoar má nefna myndina No. 4* (sem einnig er þekkt sem Bottoms og var sýnd við misjafnar undirtektir í MR á 7. áratug síðustu aldar), en hún sýnir nakta afturenda 365 sjálfboðaliða.
Up Your Legs Forever var líka eflaust ágæt, en þar fylgir myndavél eftir nöktum fótum fólks. "We asked everybody to donate their legs for peace" sagði Jókó um hana (hljómar kunnuglega?) - ahh, þvílík hugsjónarmanneskja.

Flugan er stuttmynd sem nálgast má á netinu, þar sem fylgt er eftir ferðalagi nokkurra flugna eftir líkama naktrar konu. hljómar kannski ekki svo illa, þar til í ljós kemur að um er að ræða alveg böns af flugum. ojjbara.
ég reyndist ekki nógu þolinmóður / listhneigður til að horfa á mikið af henni.


Frelsi er mjög réttnefnd mynd, en þar reynir Yoko sjálf að losa sig úr brjósthaldara (sem hún er í einum fata) án árangurs.

sunnudagur, apríl 22, 2007

Lenin skapti Sovjetsamveldið

af baunavígstöðvunum er lítið að frétta. er um mundir þessar að fara yfir fótnótur (nmgr.), það er ekki jafn leiðinlegt og maður gæti haldið.

danir láta hæðast að sér eins og venjulega. sumarið kvaddi og í staðinn er komið jakkaveður.

svona veður minnir mig reyndar alltaf á eftirfarandi vísu, þar sem skýin reyna að þræta fyrir illan ásetning sinn:

Skýin
Spilverk þjóðanna
Við skýin
felum ekki sólina af illgirni,
við skýin
erum bara að kíkja á leiki mannanna.
Við skýin
sjáum ykkur hlaupa, í rokinu,
klædd gulum, rauðum, grænum, bláum regnkápum
eins og regnbogi meistarans,
regnbogi meistarans.
Við skýin erum bara grá,
bara grá.
Á morgun kemur sólin
hvar verðum við skýin þá(aaoaá)?



ef ég þekki einhvern sem hyggst kjósa Frjálslynda þá væri gott ef viðkomandi myndi aldrei tala við mig aftur. myndin hér til hliðar sýnir ágætlega hvað ég á við.
1. heilinn á þér undir venjulegum kringumstæðum- einn af mörgum, partur af þjóðfélagi mannanna.
2. heilinn á þér á fíkniefnum.
3. heilinn á þér ef þú trúir svínslegum hatursáróðri Frjálslyndra.



fyrsta myndin er til að fagna 17 ára afmæli Sovjetsins, sú síðasta til að vara við mönnum á borð við Hitler og fleiri. báðar eru þær úr færeyska blaðinu Arfbeiðið.

sunnudagur, apríl 15, 2007

Lúsí in the skæ, sorte diamant

þessa skemmtilegu mynd tók ég af Svarta demantinum, stolti danskra bókasafnsfræðinga, í gær.

fremst má sjá fallega Rocky hjólið mitt, Láru II, og vinstra megin í spegilmyndinni í húsinu er gamla brugghúsið, það hús í Dk sem hvað oftast hefur verið málað á striga - samkvæmt e-i bókinni.
***

allt er vænt...

kvót síðustu viku á Kristín S. Tómasdóttir í bakþönkum Fbl. föst. 13.:

"Eini flokkurinn sem er alveg saklaus af kapphlaupinu um græna sannleikann er Frjálslyndi flokkurinn, öðru nafni Hvítt afl, sem er lítið hrifinn af litrófinu almennt."
eins og talað út úr minni heilbrigðu skynsemi. það er ekki annað hægt en að gera grín að
þessum úrhrökum, útlendingahatrið er ekki málefnalegra svara vert.

*
áfram Gísli Marteinn
merkilegt að með umhverfisútspili bæjarstjórnar Rvk hafi hinir vondu Frammarar og Sjallar sýnt grænni hugsunarhátt en VG sýndi nokkurn tíman í sinni borgarstjórnartíð.

að gefa frítt í strætó fyrir námsmenn eru bestu fréttir sem ég hef fengið lengi. jafnvel þótt ég verði ekki námsmaður þegar ég kem heim til Íslands eftir tæpan mánuð. þetta mun nefnilega leiða til aukinnar nýtingar á Strætó, sem verður til þess að betra verður að nota hann, sem aftur leiðir til enn betri nýtingar og koll af kolli.
svo er þetta mjög sósíalískt hjá bæjarstjórninni, sem sýnir í raun hversu absúrd er að tala um hægristefnu í íslenskum stjórnmálum.

ég hef reyndar ekki tekið strætó síðan ég kom til Dk, fyrir utan þegar ég fór til Ítalíu þarna um daginn. það er bara svo gaman að hjóla hér í flatlendinu og blíðunni.

***

hér má sjá hvernig demanturinn tengist hinu konunglega Slotshólma-biblíóteki frá 1664.

einn brandari:
A duck hunter is out early one morning hunting ducks. He's not having a lot of luck and he's about ready to pack it in and go home.
Then he catches a break and shoots a duck. The duck falls to the ground on the other side of a fence. He hops the fence to grab the duck and a farmer appears from nowhere and asks "What are you doing with my duck?" The hunter says "That's my duck! I shot it." The farmer replies "Doesn't matter -- it's on my land. But I'll tell you what. We'll take turns kicking each other in the nuts as hard as we can until one of us gives up. The winner keeps the duck. Oh, and I kick first."

So the farmer winds up and kicks the hunter square in the nuts. The pain is so awful the hunter throws up and then collapses. 10 minutes later, he tentatively gets to his feet and says "Okay, my turn." To which the farmer replies "That's okay, you can keep the duck."

myndir sem ég tók í bókasafnsgarðinum af gömlu Slotshólmabyggingunni í gær:

mánudagur, apríl 09, 2007

Wildhaber í hyllingum / watershed

er ekki alltaf tilefni til þess að mótmæla notkun kjarnorkuvopna?

Damm'rk tók á móti okkur með rigningu og 10° hita. ég skildi allar úlpur eftir á Íslandi, þannig að ég bíð bara rólegur hér heima eftir stuttbuxnaveðrinu. skrifiskrif.

ég er að skrifa ritgerð nefnilega. á sviði vatnaskila (eins og Geir Reyk myndi segja).


***

varúð, lögfræði:

svisslendingurinn Luiz Wildhaber hætti í lok síðasta árs sem forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, eftir 16 ára starf. ég hylli hann.

Luiz er góður kall, að ég held. hann er t.d. ekki svo einfaldur að halda að mannréttindi séu aðeins fyrir hendi eða þeim náð, þegar búið er að lögfesta þau.


úr viðtali við Wildhaber:
[...] in general you cannot simply achieve human rights by somewhere along the line ratifying a convention.
The concept of human rights is similar to that of democracy in that you have to work at it and continually ask questions.

mæli með erindi sem hann flutti á Conference of European Constitutional Courts, XIIth Congress í Belgíu í maí 2002:
The place of the European Court of Human Rights in the European Constitutional landscape“ (pdf) og samnefndu erindi (html) sem hann flutti á ráðstefnu í Armeníu 2002 um Конституционное Правосудие (stjórnskipunarlög). þetta er sama erindið, fyrir utan nokkra kafla, en hann virðist hafa leyft sér að vera örlítið hreinskilnari í Armeníu.

fimmtudagur, apríl 05, 2007

var að götva upp

að ég hef líklegast alltaf skrifað uppgötvun með v-ið á vitlausum stað. líklegasta skýringin er sú að það sé þjálla að segja gvötun, eða jafnvel gvötvun.

að sömuleiðis hef ég tamið mér að rita tilhneiging með y-i. veit ekki af hverju, mér hefur hugsanlega fundist maður hneigja sig með y.

en þetta endar hér og nú!

ég hef sjálfkvæma hneigð til þess að hugsa ekki nægilega út í merkingu orðanna, heldur skrifa þau eftir minni. verð að taka mig á.

til dæmis fór ég á stúfa til að finna orðsifjar orðsins synd:

Veitimálið sem orðið kom úr er fornsaxneska þar sem til var orðið sundia í merkingunni ‘yfirsjón, brot á réttri hegðun’.
það var auðvitað bara yfirsjón hjá Evu að borða af skilningstrénu, en hún var þó slík að taka þurfti á málinu af hörku. oft er vísað til þessa atviks í tengslum við entrapment og agent provocateur:
when Eve, taxed with having eaten forbidden fruit, replied 'the serpent beguiled me', her excuse was at most a plea in mitigation and not a complete defence.
- lögfræðin er víða.

föstudagur, mars 23, 2007

allerdings völlig im Dunkeln

ég er alveg über jÿtter fleipaður þessa dagana,


kominn á ystu nöf vegna ritgerðarskrifa.

inn um gluggann sé ég öskrandi sólskinið berja á litlum skökkum grænlendingum. fyrst koma tveir skellihlæjandi að selja heimilisleysisblaðið, og í kjölfarið lítil hölt kona að safna peningum í rauða kaffikönnu. hún labbar hægar en karlarnir tveir, sem eru alveg út úr heiminum.
nokkru síðar kemur blihiindfull eldri útigangskona, ekki grænlensk nota bene, í bleikum samfestingi, með bleika húfu og bleikt blóm í hárinu.

síðustu dagar hafa m.a. farið í að skoða ystu kima kanadískrar og nýsjálenskrar réttarframkvæmdar og þýskt lagamál.

ég er ekki frá því að ég sé farinn að tala ágætis þýsku (og aldrei að vita nema það komi sér vel seinna á þessu ári?). Hypothetischen Ersatzeingriff? Beweisverwertungsverbot? grund vallar atriði.

bráðum ætla ég mér að ljóstra því upp hvað það var sem kveikti hjá mér áhuga á ritgerðarefninu. en þangað til má ég til með að birta hérna hvernig forsíðan á ritgerðinni myndi líta út, fengi ég að ráða:nei, auðvitað heitir ritgerðin mín ekki þessu nafni.

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

menn í hyllingum - the prequel

í dag verður hylltur prófessor Dr. iur. Stefan Trechsel

fæddur 1937 , varð lögmaður 26 ára og dr.iur 3 árum seinna.
fór síðan í nám til BNA og snéri aftur 1971 til þess að gegna stöðu saksóknara í heimabæ sínum Berne.

frá 1979 hefur hann verið prófessor í lögfræði, frá 1999 til dagsins í dag við háskólann í Zurich í Sviss.

Trechsel sat í Mannréttindanefnd Evrópu frá 1975, var varaforseti hennar 87-94 og síðan forseti þar til nefndin var aflögð.

hefur starfað við uppbyggingu í þróunarlöndunum og hefur áhuga á tónlist, bókmenntum, listum og íþróttum að einhverju leyti.


átti stórgott sérálit í áliti nefndarinnar í máli Schenk g. Sviss frá 12. júlí 1988 og ekki munaði miklu að hann næði að snúa meirihluta dómsins á sveif með sér. í álitinu notaði hann frasann 'a la carte', sem hlýtur að teljast afrek út af fyrir sig í lögfræðitexta:

“Réttinn til þess að reiða sig á málsmeðferðarreglur er ekki hægt að veita à la carte, með öðrum orðum eftir eðli brots og réttarfars”nauðsyn” þess að ákæruvaldið geti notað sönnunargögn til þess að “sanna” sekt sakbornings. Hvernig er það, ennfremur, mögulegt að réttlæta meðferð sem ekki er í sam­ræmi við lög í því augnarmiði að koma rétti yfir ólöglegt framferði? Staðhæfingin “ex iniura ius non oritur”
hefur ekki aðeins lagaleg áhrif, heldur tekur einnig til valds, trúverðugleika og virð­ingar þeirra stofn­ana sem ábyrgð bera á því að beita lögunum.”

þótt hann hafi lotið í lægra haldi í þeirri orustu þótti honum stríðið ekki tapað og hefur barist áfram með útgáfu greina og rita. sérstaklega er hægt að mæla með bókinni Human Rights in Criminal Proceedings sem kom út árið 2005.

Sannkallaður bonus pater dr. iuris!

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

so I tried a little Freddie!

nafnlausa bréfið
ég hef hvorki tamið mér að nota orðin 'óekki' eða 'skrúfulaust', né þekki ég nokkurn sem ég veit til þess að brúki þau.

notkun seinna orðsins rennir stoðum undir þá kenningu mína að bréfaritari sé menntaður erlendis, að líkindum í Evrópu, og virðist hann hafa kynnst þar enska orðinu scrupulous, þýska/sænska orðinu skrupulös eða hinu franska scrupuleux og haldið áfram að nota það á íslensku sem skrúfulaust (eflaust réttara að segja skrúpulaust eins og bent hefur verið á).

"... þar sem ríkir menn eiga í hlut sem að auki ráða yfir fjölmiðlum sem þeir nota skrúfulaust ..."

scrupulous: exacting, rigorous. Scrupulous, punctilious imply abiding exactly by rules. Scrupulous implies conscientious carefulness in attending to details: scrupulous attention to details. Punctilious suggests strictness, preciseness, and rigidity, esp. in observance of social conventions.

hér virðist skrúfulaust/scrupulous/skruplös vera notað í merkingunni rigourously - af áfergju eða án þess að gefa eftir.

dæmi um engilsaxneska notkun: This brought him into relation with queer characters, some of whom were not altogether scrupulous in their methods of making a living, murder being an acceptable means to that end. Present At A Hanging And Other Ghost Stories by Bierce, Ambrose.

***

danir hafa ekki smekk fyrir öðru en poppi. fyrir mann eins og mig sem hlustaði helst á XFM þegar Rás2 var ekki að gera góða hluti er lítið til ráða.
það hlýtur að vera merki um að maður hafi verið hér of lengi þegar maður er farinn að ná sér í lög eftir Nelly Furtado og Katie Melua á netinu.
það nýjasta hjá mér er lagið Grace Kelly eftir Mika - sem mér finnst reyndar sungið í skemmtilegum tribjútstíl til Freddie Mercury:

"I try to be like Grace Kelly
But all her looks were too sad
So I try a little Freddie
Ive gone identity mad!"
(rokkað?)

um leið og ég er farinn að dilla hausnum með danska rappteyminu Uncle, flýg ég burt með næstu vél. það eru takmörk fyrir því hversu metro maður getur orðið með góðri samvisku.

***

ætli leyninetlögregla Steingríms hefði reynt að koma í veg fyrir að ég setti þessa mynd hér inn?:

föstudagur, febrúar 23, 2007

californiaaaaa

ætli maður sé með Stokkhólmseinkennið ef maður vill helst ekki hætta að vera í skóla?

tjah!

sú löngun er a.m.k. mjög almenn. hins vegar bý ég yfir sérstökum vilja til þess að a.m.k. klára þessa ritgerð.

og þið vitið hvað sagt er:

lex specialis derogat generali

***

ég á vinkonu sem er frá landi jólasveinsins. ég ætla að tala um hana án þess að hún fatti það, því verð ég að tala svolítið óskýrt. hún skilur nefnilega sænsku.

ég hitti hana þegar ég var nýlentur í landi tékksins - internetið var í ólagi hjá okkur báðum og við biðum fyrir utan hjá tölvulúðanum. heilsuðumst og komumst að því að við vorum bæði frá Norðurlöndum. vorum bæði skiptinemar við lagadeild (þeir voru ca. 10 samtals). áttum bæði betri helminga í festum heima (sister in pain hugsaði ég með mér).
bæði tókum við virkan þátt í félagslífinu - héldum auðvitað uppi heiðri norðurlandabúa við ýmis tækifæri.

en svo fór hún að gera hosur sínar grænar fyrir strák frá Hægeníu. það endaði með því að hún dömpaði kærasta sínum til margra ára og hefur lifað hamingjusöm síðan þá með hægenanum. gott hjá henni. ég missti auðvitað þjáningarsystur, en þetta var barátta sem ég þurfti að takast á við einn. ég held ég hafi líka verið aleinn - sambönd brotnuðu eins og ég veit ekki hvað allt í kringum mig, í lastabælinu sem var heimavistin þar sem ég bjó.

góð stelpa. aðeins of dramatísk. líkist svolítið stelpunni úr Appelsínusýslu, þessari sem dó. bloggar hér á útlensku.





þessi enski karlrembu (?) texti er úr bandarískum dómi frá 1875, sem varðaði fyrstu konuna sem vildi verða lögfræðingur þar á bæ.
jedúddamía.

laugardagur, febrúar 17, 2007

dæs

internetið okkar hvarf. ég sit því hér kvefaður á bókasafni Austurbrúar, að velta því fyrir mér hvort ég ætti að taka mér bók um lögfræði, kennslubók í dönsku fyrir útlendinga eða danska slangordbog.

af hverju bókasafnið mitt niðrí bæ er lokað um helgar veit ég ekki. einhverskonar sósíalismi gæti ég ímyndað mér.
þessi stutti opnunartími á bókasöfnum og lessölum á eflaust sinn þátt í því að danir eru svona lengi að klára háskólanám sitt. og svo fá þeir auðvitað borgað fyrir að stunda það ... udmærket.

ég pantaði nýtt internet og þurfti að velja milli þess að fá það í gegnum digital-tv og fá með áskrift að digital-tv, eða símalínu og fá með símanúmer. ég valdi sjónvarpið. við eigum reyndar ekki sjónvarp, bara tölvu- sjónvarps- móttakara sem ég veit ekki hvort sé stafrænt þenkjandi.
ég skildi reyndar ekki nægjanlega mikið í bréfinu sem ég fékk í um það hvernig netið verður sett upp - en dagsetningin 22. feb. var nefnd. best að vera heima þá.

Lilja er farin til Svíþjóðar í eina nótt - ég vona að hún versli sem mest, sjálfs míns vegna (sjá mynd).

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

dáðlitlar druslur

varð bara barasta að stela héðan þessu:
„Eg nenni svei mér ekki að fara að romsa upp úr mér lýsingu á Höfn eða þvíumlíku. Þú getur hugsað hana sem allstóra borg með steinlögðum strætum, þar sem úir og grúir af alls konar óþjóðalýð, útlifuðum, úttauguðum og blánefjuðum brennivínsberserkjum, asnalegum embættismönnum í uxaholdum, bægifætnum, gauðrifnum, blindfullum betlurum, kolsvörtum kúskum og kengbognum kerlingum [...]"
og svo
„[...] yfir höfuð gezt mér ekki að Baunverjum. Þeir eru að mínu áliti dáðlitlar druslur og staðfestulaustir vindhanar.”
mun þetta vera úr ritinu Hafnarstúdentar skrifa heim, sem fæst á Haraldur.is.


þá finnst mér nú meira líf í því sem langafi minn sendi frá Köben til sinnar kærustu:
Það er ekki svo oft sem maður fær færi á að aka í Automobil (motorvagni), en það er dæmalaust gaman að því. Þegar þú kemur, skal ég aka með þér í Automobil frá skipsfjöl og heim til þín, [...]"
... ég hef reyndar ekki farið upp í Átómóbíl síðan ég kom hingað til Khafnar í september. þurfti að fara til Svíþjóðar til þess. jú, ég fór reyndar í strætó í Vejle, en það var frekar fúlt.

myndina hér að ofan tók ég af plakati á bæjarsafni Kaupmannahafnar. held þetta hafi verið áróðursplakat í WWII.

hjálpaðu mér upp mér finnst ég ver'að ..

stundum, þegar maður er að skrifa lokaritgerðir, lendir maður á stíflu.

ég hef verið að byggja upp ágætis ritstífluvegg. það er að byggjast upp lón sem ég hef nefnt Hal's-lón.

á eftir geng ég kannski niður Strikið og mótmæli því að stíflan hafi orðið til, "vi er ikke ligeglad"




ps.: það er solarium / thai massage sem er opið á næturnar rétt hjá þar sem ég bý. það var m.a.s. sýnt frá því í sjónvarpsfréttum um daginn, í umfjöllun um fyrirhugað hjálpiprógramm fyrir þolendur vændisfíknar í borginni. hver sagði svo að það gerðist aldrei neitt á Austurbrú?

óska ykkur öllum happy ending!

mánudagur, febrúar 12, 2007

heimsborgarar á ferð

heimsborgari 1*
klukkan 0:30 aðfaranótt sunnudags hringir Stefán Bjarni góðvinur minn og fasteignasali í mig. "ertu kominn til köben?" spurði ég í gríni - og hann játti því, sagðist vera í miðbænum.
fullur efasemda klæddi ég mig í og hjólaði niðrí bæ, þar sem strákurinn var mættur, nýkominn frá Spáni hafandi keyrt bíl foreldra sinna þangað (og þá með). sátumst við að sumbli fram eftir morgni og komum við á helstu ölkrám.

heimsborgari 2
í miðbæjarrúnti okkar Stebba var eðlilega komið við á Moose, sem var troðinn að laugardagsvenju af siðprúðum ungmennum í happy-hour fíling. hvern sé ég þá ganga á móti mér annan en Boga Guðmunds, eins og ekkert væri eðlilegra!
Bogi, sem er búsettur í Brussel, með starfstöð í Leuven þar sem hann leggur stund á ritgerðarskrif við lagadeild HÍ var nýkominn frá París og var í Baunalandi að heimsækja bróður sinn. var hann að ganga út úr háskólabókhlöðunni við Fjólustræti í þessum skrifuðu orðum, og eftir sit ég fullur af anda, innan um minni spámenn.

heimsborgari 3
fyrst hér er rætt um heimsborgara þá er ekki úr vegi að nefna að hinn mikli ferðalingur H. hefur stofnað þverfaglegt matar- og sælkerablogg á slóðinni sælkeri.blog.is. í sinni fyrstu umfjöllun gerir hann einmitt skil uppáhalds víetnamska veitingastaðnum mínum í Khöfn og gerir það vel.
hann er reyndar óvenjulega mikið gefinn fyrir froskalappir. lappagefinn.

* undirritaður er að sjálfsögðu heimsborgari nr. 1, tölusetningin hér að ofan er aðeins til að aðgreina aðra heimsborgara sem koma við sögu í færslunni.

neðri myndin tengist umfjöllunarefni ritgerðar minnar með beinum hætti.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Ex iniuria ius non oritur. (Right can not grow out of injustice)

eða hvað?
- sjá m.a. sérálit lögspekingsins Trechsel í áliti MNE heitinnar í máli Schenk gegn Sviss 1988 (series A, No. 140) - aðgengilegt í Gammel Læsesal bókasafnsins í Slotshólma.