Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu belgía. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu belgía. Sýna allar færslur

mánudagur, desember 03, 2007

fimmta frelsið



frjálst fjör launþega er augljós viðbót við fjórfrelsið góða.






ég væri mikið til í að rita niður nokkur orð um Belgíuförina, en ég finn ekki snúruna fyrir myndavélina.

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

friggin drizzle

jæja - Brúxferðasöguna verð ég að fara að rifja og skrifa upp áður en hún gleymist - kannski í kvöld.þetta er veðrið samkvæmt veðurstikunni á Firefox, ekki beint upplífgandi.

ég geri ekki ráð fyrir löngum spassiergöngum á næstunni.

reyndar er íslendingahlaðborð á föstudaginn (morgun) sem gæti orðið skemmtilegt, sjá matseðil - ég ætla að vera mest temmilegur og góður á því.

þangað til er ég krónískt sybbinn, Lilja og hjólið mitt eru bæði farin á undan mér til Íslands, veðrið er svona eins og það er og ég er kominn með ægilegt kvef.

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

icelandic slacker literature


í júrópartýi helgarinnar í Brussel hitti ég sænska stelpu sem starfar fyrir EUobserver.com.

hún sagðist hafa fengið það verkefni að fara til Íslands í sumar og sjá hvernig íslensk stjórnvöld hefðu varið peningunum sem frúin í Brussel hefur ánafnað íslenskum kúltúr og listum.

sérstaklega sagðist hún hrifin af íslenskum aumingjabókmenntum, sem hefðu verið áberandi í íslenskri bókaflóru undanfarin ár - ólíkt hinum Norðurlöndunum þar sem allt ritað mál væri keimlíkt og litlítið.
ég varð eiginlega orðlaus - man ekki eftir neinum þvílíkum bókum síðan 101 kom út '96.

jú, Nói Albínói var auðvitað aumingji, en hann var bíómynd - hann var líka álíka mikill "slacker" og Bert í sænsku unglingabókunum. þannig að ég er byrjaður að lesa Bókatíðindi 2007 (sem ég býsnaðist yfir að væru ekki á netinu, og gladdist því þegar ég fattaði að vinnan lætur senda sér nokkur eintök hingað til Lúx - en þau eru nýkomin á netið virðist vera: bokautgafa.is og bokatidindi.is).mér sýnist þetta alltsaman vera helvítis krimmar og annað leiðindaþvaður.

í partýinu hitti ég líka finnskan ungan tónlistarmann, en unnusta hans skipaði honum að yfirgefa svæðið einkum vegna þess að hann gat ekki hætt að spila lúftgítar.

mánudagur, nóvember 26, 2007

semí-erótískt

bráðum verð ég vonandi í ástandi til þess að geta Belgíufararinnar sem endaði á sunnudaginn - madame Erna er reyndar búin að lýsa henni í grófum dráttum.

titillinn á þessari færslu er úr lagi eftir Interpol, sem ásamt Blonde Redhead rokkuðu spikfeitt á laugardaginn - einhverjar myndir tókum við Eggert á myndavélina mína, en YouTube er full af þessum tónleikum, sem fóru fram í Vorst Nationaal í Brúx:
C'mere
Narc
Lighthouse
Evil (Rosemary ..)
No I in Threesome

þangað til ... haha:

Annað hvort er ég lesblind eða með kynlíf á heilanum.
Var að byrja á gítarnámskeiði og það gengur bara fjandskoti illa..


Þetta lærði ég í gær...

þriðjudagur, mars 27, 2007

Chocolate Stout og Franziskaner

stundum kaupir maður kött í sekk. bjórinn Black Chocolate Stout frá Brooklyn NY er dæmi um slíkan kött. hann fékk ég í einhverskonar bland-í-kassa díl hjá Netto, ásamt belgískum og tékkneskum ofjörlum hans.
duftkennt súkkulaðibragðið og rammsterkt og ale-legt eftirbragð skora ekki hátt hjá undirrituðum. mér liggur við að úrskurða hann ódrekkandi, en ég er nú einu sinni Íslendingur og áfengi verður að bragðast andskoti illa svo ég klári ekki það sem ég byrja á.hins vegar er aldrei öll nótt úti, eigi maður flösku af vini mínum frá Munchen, honum Franziskaner (Franzi).
þessi bjór er tilvalinn fyrir okkur sem erum að boycott-a belgíska Hoegaarden hveitibjórinn. jafnvel bara miklu betri (hef ekki smakkað Hórugarð í smá tíma).

fyrir þá sem ekki vita keypti hið illa alþjóðlega auðveldi InBev (áður InterBrew) í Leuven Hoegaarden framleiðsluna, og færði bruggun bjórsins til Jupille árið 2006. þar með misstu Hoegaarden-búar tákn hins rúmlega 6000 manna bæjar, hjarta hans og stærsta vinnuveitanda.
til að gera þetta ennþá verra, er Jupille í frönskumælandi hluta Belgíu, þar sem "franskir" aumingjar og auðnuleysingjar búa. ímyndið ykkur til samanburðar að mjólkurframleiðsla á Íslandi væri færð til Danmerkur.

ákvörðunin um að flytja bruggunina til aumingjalands kemur vinsældum Hoegaarden ekkert við, hann hefur selst eins og heitar ömmur undanfarin ár.

InBev á jafnframt Stellu, Beck's og Leffe - sem eru allt bjórar sem ég get verið án (þótt sárt sé að missa Leffe). en Hoegaarden snerti ég ekki, sem ég er meðvitaður neytandi!

mánudagur, febrúar 12, 2007

heimsborgarar á ferð

heimsborgari 1*
klukkan 0:30 aðfaranótt sunnudags hringir Stefán Bjarni góðvinur minn og fasteignasali í mig. "ertu kominn til köben?" spurði ég í gríni - og hann játti því, sagðist vera í miðbænum.
fullur efasemda klæddi ég mig í og hjólaði niðrí bæ, þar sem strákurinn var mættur, nýkominn frá Spáni hafandi keyrt bíl foreldra sinna þangað (og þá með). sátumst við að sumbli fram eftir morgni og komum við á helstu ölkrám.

heimsborgari 2
í miðbæjarrúnti okkar Stebba var eðlilega komið við á Moose, sem var troðinn að laugardagsvenju af siðprúðum ungmennum í happy-hour fíling. hvern sé ég þá ganga á móti mér annan en Boga Guðmunds, eins og ekkert væri eðlilegra!
Bogi, sem er búsettur í Brussel, með starfstöð í Leuven þar sem hann leggur stund á ritgerðarskrif við lagadeild HÍ var nýkominn frá París og var í Baunalandi að heimsækja bróður sinn. var hann að ganga út úr háskólabókhlöðunni við Fjólustræti í þessum skrifuðu orðum, og eftir sit ég fullur af anda, innan um minni spámenn.

heimsborgari 3
fyrst hér er rætt um heimsborgara þá er ekki úr vegi að nefna að hinn mikli ferðalingur H. hefur stofnað þverfaglegt matar- og sælkerablogg á slóðinni sælkeri.blog.is. í sinni fyrstu umfjöllun gerir hann einmitt skil uppáhalds víetnamska veitingastaðnum mínum í Khöfn og gerir það vel.
hann er reyndar óvenjulega mikið gefinn fyrir froskalappir. lappagefinn.

* undirritaður er að sjálfsögðu heimsborgari nr. 1, tölusetningin hér að ofan er aðeins til að aðgreina aðra heimsborgara sem koma við sögu í færslunni.

neðri myndin tengist umfjöllunarefni ritgerðar minnar með beinum hætti.

sunnudagur, janúar 21, 2007

the cat ate my computer mouse

jæja við fórum loksins á Glyptotekið og Hviids Vinstue, 2 merkustu staði borgarinnar, áðan.
15 söfn eftir á listanum, og nokkrir barir. sérstaklega langar mig á fílinn og músina á Nörregade - minnsta bar Hafnar.

í öðrum fréttum er að ég drakk í gær grænlenskan jólabjór, úr vatni sem hafði verið frosið í 180.000 ár áður en bruggað var úr því. hann var virkilega góður og alveg þess virði að pung'út 35 kr. fyrir honum á útsölu í Nettó (sjá fyrir og eftir myndir). þetta var dökkur 5% bjór með ávaxtakeim, minnti mikið á belgískan "munkabjór" - mér er það algerlega óskiljanlegt að Grænlendingar ætli að binda framleiðslu hans við jólavertíðina eingöngu.







hér er annars farið að kólna, og því gott að þurfa að hanga inni við ritgerðarskrif.


það er í raun búið að vera haustveður í Khöfn síðan um miðjan október og hefur verið tilvalið að fara í rómantíska hjólatúra um borgina - hér eru garðar út um allt í nágrenninu, í görðunum vötn og á vötnunum endur, sem þiggja brauð gærdagsins með þökkum.
vil deila með ykkur fallega laginu Kóngulóarinnar Vefur e. Kötu Melúa.

laugardagur, janúar 13, 2007

schmevolution

Íslendingar eru almennt sáttir við þróunarkenninguna skv. könnun frá 2005, jafnvel bara manna sáttastir:






Google Translate verkar bara svona ágætlega þegar það þýðir úr frönsku yfir í ensku, eins og ég komst að raun um þegar ég þýddi þetta yfir í þetta.

Les preuves dérivées de celles qu'on été obtenues en violation des droits fondamentaux sont frappées de la même sanction d’irrecevabilité.

eða

The evidence derived from those which one obtained in violation basic rights are struck same sanction of inadmissibility.


mikið er tæknin yndisleg...

miðvikudagur, október 11, 2006

skál fyrir því!

héraðsd. Rvk. dæmdi í dag mann í sekt, fyrir brot gegn banni á áfengisauglýsingum. af því tilefni hef ég ákveðið að gerast brotlegur við þessi sömu lög - bara smá samt.

maðurinn var dæmdur fyrir að láta birta m.a. auglýsingu fyrir hinn tékkneska Budvar. hér er hinsvegar komin augls. fyrir hinn sanna konung bjórsins, Pilsner Urquell.
Böðvar er góður, en aðallega bruggaður til útflutnings myndi ég segja. helst að maður hafi orðið var við hann í miðbæ Prag - mjög lítið annarsstaðar. hitti bara einn mann sem sagðist vera frá Budovice (þaðan sem Budweiser / Budvar nafnið er komið), og vorum við þá báðir með Pilsner í hönd. hann sagðist ekki drekka annað.

Starobrno er líka mjög góður "meðalklassa"bjór. hann er einmitt frá Brno, eins og Milan Kundera og rifflarnir frægu. yfirleitt drakk ég Starobrno eða Gambrinus (litla bróði Pilsners) - báðir temmilega ódýrir (svona meðaldýrir) og mjög góðir en ekki kannski wúhúúú.
hef enn ekki fundið svipaðan bjór hér. fyrir mér er t.d. Tuborg classic gylltur mjög góður bjór, en hann kostar eiginlega það sama og venjulegur Tuborg - of mikið. neðst á verðskalanum eru Harbroe og Luxus, en þeir eru líka algjört krapp. Luxus gylltur er kannski í lagi, en ekki samt góður.
bjór á að vera ódýr og góður - enda lúxus fátæka fólksins.

hér er mjög lítil og stutt video-auglýsing frá Starobrno. veit ekki, held þetta sé svona ekta slavneskur húmor eins og maður sér í bíómyndunum - eða bara evrópskur - kannski svipað grín og Egill Gull auglýsingarnar með Úlfi?



en... á föst. kl. 9.20 flýg ég til Belgíu. hef heyrt að þar sé seldur bjór. kannski ég taki Stellu loks fyllilega í sátt - ég er nú að fara að gista þar sem hann er bruggaður :P