Hvað er að gerast:
miðvikudagur, nóvember 19, 2008
miðvikudagur, ágúst 27, 2008
konan gerir hvad for noget?
1. í rigningarveðri í Osló þann 20. ágúst sl. villtist ég inn í Platekompaniet í 'Osló City' verslunarkjarnanum. þar voru nokkrar norskar dvd-myndir á tilboði og afréð ég að kaupa 3 stykki, þar á meðal eina sem heitir Tatt av kvinnen (Tekinn af konunni) frá 2007, en myndin virtist hafa fengið góða dóma í noregi, myndirnar á umslaginu sýndu mann sem gekk um með sundhettu og sundgleraugu öllum stundum og söguþráðurinn virtist hálf súrrealískur - einhvers konar Elling-pæling hugsaði ég með mér.2. í rigningarveðri í Köben þann 23. ágúst sl. villtist ég inn í Arnold Busck á Købmagergade. þar voru nokkrar bækur eftir Erlend Loe sem vöktu athygli mína og afréð ég að kaupa eina, sem bar nafnið Kvinden flytter ind frá 2007, um konu sem kemur oftar og oftar í heimsókn til manns nokkurs og áður en hann veit af er hún flutt inn til hans. 'En historie om en mand og en kvinde. Om at vide sig sikker på om man er forelsket.
ég las samdægurs 25 bls. í henni á Paludan kaffihúsinu þarna rétt hjáog hlakkaði nokkuð til þess að taka upp lesturinn seinna.
3. í rigningarveðri í Kópavogi í gær setti ég Tatt av Kvinnen á fóninn. myndin byrjaði á því að sýna konu og karl við ýmsar heimilislegar aðstæður á meðan sögumaður las upp texta sem ég kannaðist svona rosalega mikið við.
hafði ég þá ekki keypt danska þýðingu á fyrstu bók norska rithöfundarins Erlend Loe, Tatt av kvinnen (frá 1993), í Kaupmannahöfn, án þess að gera mér grein fyrir því að ég hafði stuttu áður keypt kvikmyndina sem gerð var eftir bókinni.
ég slökkti strax á kvikmyndinni og ákvað að klára bókina fyrst - þetta væri greinilega saga sem mér væri ætlað að kynna mér.
mikið hefur maður fjölbreyttan smekk.
mánudagur, ágúst 25, 2008
Ertu þunglyndur, Einar Áskell?
vikulöng Oslóar- og Kaupmannahafnarferð er nú að baki og margt sem stendur upp úr.
hvern hefði grunað að hann væri hlýrri sjórinn í Oslóarfirði en í upphitaðri Nauthólsvík - djöfull er maður svalur að stunda sjósund.
"Lagasmíði, líkt og pulsugerð, er ferli sem betra er að sjá ekki"* er tilvitnun vikunnar.
í öðru sæti kemur manneskjan sem sagði að það að borða kövldmat á hótelinu sem maður gistir á væri eins og að skíta í eigið hreiður.það er verst að það var ekki fyrr en ég kom til Köben að norðmaður benti mér á norsku bókina Hässelby eftir Johan Harstad frá 2007, en hún fjallar um fullorðinn Einar Áskell (s. Alfons Åberg, n. Albert Åberg) sem nú er orðinn 42 ára og býr í Hässelby í úthverfi Stokkhólms.
framtíð sú sem Johan hefur búið Einari er enginn dans á rósum:
Hann býr enn með föður sínum, sem orðinn er bitur og þunglyndur. Einar hefur reynt að fara út í heim til þess að skapa sér sjálfstætt líf, en af samúð og skyldurækni snýr hann aftur til föður síns og starfar sem lagerstarfsmaður.
bókinni er lýst sem nokkurs konar dystópíu (andstæða útópíu), 'en roman om tapte muligheter, både for Albert Åberg, for sosialdemokratiet og for oss alle' og mun vera allt í senn 'fascinerende, medrivende, morsomt og trist'.
---
* 'At lave love er ligesom at lave pølser. Man er bedst tjent med ikke at se processen' er tilvitnunin eins og ég heyrði hana. hún er kennd við Ottó von Bismarck og hljómaði eitthvað á þessa leið á upprunamálinu:
'Gesetze sind wie Würste, man sollte besser nicht dabei sein, wenn sie gemacht werden' eða
'Je weniger die Leute darüber wissen, wie Würste und Gesetze gemacht werden, desto besser schlafen sie nachts'.
laugardagur, apríl 12, 2008
fáfræðin er synd
"Ef maður væri aðeins ábyrgur fyrir því sem maður gerir sér grein fyrir fengju vitleysingarnir fyrirgefningu synda sinna fyrirfram. En, Fleischman minn, maðurinn á að vita. Maðurinn ber ábyrgð á eigin fáfræði. Fáfræðin er synd. Þess vegna getur ekkert veitt þér syndaaflausn, og ég lýsi því yfir að þú hagir þér eins og durtur gagnvart konum, jafnvel þótt þú þrætir fyrir það."
- Hlálegar ástir (Směšné lásky / Laughable Loves) 1969 í þýðingu Friðriks Rafnssonar frá 2002.

ég er að lesa mína fyrstu íslenskuþýdda Kundera bók og hún fer ágætlega í mig.
mig grunar að Friðrik hafi þýtt hana af frönsku en ekki af upprunalega tungumálinu tékknesku, en Kundera hefur skrifað á frönsku síðan 1993 og endurskoðað allar franskar þýðingar á tékknesku verkunum sínum.
Friðrik er búinn að þýða allar bækurnar hans og ég efa að hann sé svo fær á bæði frönsku og tékknesku.

þá á ég heilar 3 bækur eftir og ég held að ég lesi þær frekar í enskri þýðingu eða franskri (þá þarf ég reyndar að læra síðarnefnda tungumálið).
* The Joke (Žert) (1967)
* Laughable Loves (Směšné lásky) (1969)
* The Farewell Waltz (Valčík na rozloučenou) (1972)
* Life Is Elsewhere (Život je jinde) (1973)
* The Book of Laughter and Forgetting (Kniha smíchu a zapomnění) (1978)
* The Unbearable Lightness of Being (Nesnesitelná lehkost bytí) (1984)
* Immortality (Nesmrtelnost) (1990)
* Slowness (La Lenteur) (1993)
* Identity (L'Identité) (1998)
* Ignorance (L'Ignorance) (2000)
þriðjudagur, nóvember 27, 2007
icelandic slacker literature
í júrópartýi helgarinnar í Brussel hitti ég sænska stelpu sem starfar fyrir EUobserver.com.
hún sagðist hafa fengið það verkefni að fara til Íslands í sumar og sjá hvernig íslensk stjórnvöld hefðu varið peningunum sem frúin í Brussel hefur ánafnað íslenskum kúltúr og listum.
sérstaklega sagðist hún hrifin af íslenskum aumingjabókmenntum, sem hefðu verið áberandi í íslenskri bókaflóru undanfarin ár - ólíkt hinum Norðurlöndunum þar sem allt ritað mál væri keimlíkt og litlítið.
ég varð eiginlega orðlaus - man ekki eftir neinum þvílíkum bókum síðan 101 kom út '96.
jú, Nói Albínói var auðvitað aumingji, en hann var bíómynd - hann var líka álíka mikill "slacker" og Bert í sænsku unglingabókunum. þannig að ég er byrjaður að lesa Bókatíðindi 2007 (sem ég býsnaðist yfir að væru ekki á netinu, og gladdist því þegar ég fattaði að vinnan lætur senda sér nokkur eintök hingað til Lúx - en þau eru nýkomin á netið virðist vera: bokautgafa.is og bokatidindi.is).
mér sýnist þetta alltsaman vera helvítis krimmar og annað leiðindaþvaður.
í partýinu hitti ég líka finnskan ungan tónlistarmann, en unnusta hans skipaði honum að yfirgefa svæðið einkum vegna þess að hann gat ekki hætt að spila lúftgítar.
mánudagur, október 22, 2007
og þá voru eftir tíu
"Bókin um negrastrákana kom fyrst út árið 1922 og vakti mikla athygli enda ein af fyrstu barnabókunum sem gefnar voru út hér á landi. Myndirnar eru eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg og Gunnar Egilson þýddi og staðfærði textann."
gaman að endurútgáfunni - kr. 2490.- er reyndar fullmikið fyrir jafn stutta og einfalda bók í 3. útgáfu.mjög viðeigandi að gefa bókina út á sama tíma og hin nýja pólitískt réttsýna biblía kemur út.
hér er þýðingin hans Gunnars, af liliana-on-ice.blogspot:
Tíu litlir negrastrákar
Negrastrákar fóru á rall,
þá voru þeir tíu.
Einn drakk flösku af ólyfjan
en eftir urðu níu.
Níu litlir negrastrákar
fóru seint að hátta.
Einn þeirra svaf yfir sig
og þá voru eftir átta.Átta litlir negrastrákar
vöknuðu klukkan tvö.
Einn þeirra dó úr geispum
en þá voru eftir sjö.
Sjö litlir negrastrákar
sátu og átu kex.
Einn þeirra át yfir sig
en þá voru eftir sex.
Sex litlir negrastrákar
sungu dimmalimm.
Einn þeiirra sprakk á limminu
en þá voru eftir fimm.
Fimm litlir negrastrákar
héldu að þeir væru stórir.
Einn þeirra fékk á hann
en þá voru eftir fjórir.
Fjórir litlir negrastrákar
fóru að reka kýr.
Ein kýrin stangaði einn þeirra
en þá voru eftir þrír.
Þrír litlir negrastrákar
þorðu nú ekki meir.
Einn þeirra dó úr hræðslu
en þá voru eftir tveir.
Tveir litlir negrastrákar
þögðu nú eins og steinn.
Annar hann varð vitlaus
en þá var eftir einn.
Einn lítill negrastrákur
sá hvar gekk ein dama.
Hann gaf sig á tal við hana
og bað hennar með það sama.
Negrastelpan sagði já
og svo fóru þau í bíó.
Ekki leið á löngu
uns þau urðu aftur tíu.ein af upprunalegu útgáfunm mun m.a. hafa verið alloft gefin út af W. Butcher & Sons, London (1870-1906), hún er svona:
Ten little nigger boys went out to dine
Ten little nigger boys
went out to dine;
One choked his little self,
and then there were nine.
Nine little nigger boys
sat up very late;
One overslept himself,
and then there were eight.
Eight little nigger boys
travelling in Devon;
One said he'd stay there,
and then there were seven.
Seven little nigger boys
chopping up sticks;
One chopped himself in half,
and then there were six.
Six little nigger boys
playing with a hive;
A bumble-bee stung one,
and then there were five.
Five little nigger boys
going in for law;
One got in chancery,
and then there were four.
Four little nigger boys
going out to sea;
A red herring swallowed one,
and then there were three.
Three little nigger boys
walking in the Zoo;
A big bear bugged [hugged] one,
and then there were two.
Two little nigger boys
sitting in the sun;
One got frizzled up,
and then there was one.
One little nigger boy
living all alone;
He got married,
and then there were none.
einnig er til "ljótari" útgáfa, sem má líklega rekja til bókar Agöthu Christie sem (nú) heitir "And then there were none" - þar endar vísan á aðeins sviplegri hátt:
One little Indian boy
left all alone;
He went out and hanged himself
and then there were none.
(upprunalega nigger boy, síðan indian boy og loks soldier boy)
föstudagur, október 19, 2007
þýska Amazon
þegar ég er í útlöndum þá kemur alltaf upp þetta íslenska sparnaðarkomplex - verð að kaupa fullt af drasli því það er svo mikið ódýrara en heima! spara
sérstaklega þegar maður bregður sér yfir til Þýskalands - allt svo ódýrt þar (þeir eru svo skipulagðir og nákvæmir).
hingað til hefur fataskápurinn fengið að stækka aðeins, ég hef keypt hjól, og allar þær bækur á ensku sem ég hef getað hugsað mér að lesa - nú langar mér í nýjan fínan gsm-síma þótt ég hafi enga þörf fyrir svoleiðis.fór t.a.m. á amazon um daginn, skellti mér í Englische Bücher, og bara keypti eitthvað.
var kominn með ca. 10 bækur, en þarf að passa yfirvigtina:
| "The Art of the Novel (Perennial Classics)" Milan Kundera; Taschenbuch; EUR 10,10 | |
| "Life Is Elsewhere" Milan Kundera; Taschenbuch; EUR 11,07 | |
| "The Street of Crocodiles (Penguin Twentieth-Century Classics)" Bruno Schulz; Taschenbuch; EUR 11,07 | |
| "Ferdydurke" Witold Gombrowicz; Taschenbuch; EUR 12,80 | |
| "Hotel Du Lac (Vintage Contemporaries)" Anita Brookner; Taschenbuch; EUR 10,10 |
einhverra hluta vegna er Lieferung voraussichtlich (afgreiðsludagur) ekki fyrr en milli 29 Oktober 2007 og 5 November 2007. ég get beðið, 6 bækur bíða á náttborðinu og bókabúð fyrir neðan íbúðina.

[myndir: Michel Majerus, frægur Lúxemborgískur myndlistamaður sem bjó í Berlín og varð mjög successfúll eftir að hann dó í flugslysi 2002]

sunnudagur, apríl 15, 2007
Lúsí in the skæ, sorte diamant
þessa skemmtilegu mynd tók ég af Svarta demantinum, stolti danskra bókasafnsfræðinga, í gær.
fremst má sjá fallega Rocky hjólið mitt, Láru II, og vinstra megin í spegilmyndinni í húsinu er gamla brugghúsið, það hús í Dk sem hvað oftast hefur verið málað á striga - samkvæmt e-i bókinni.***
allt er vænt...
kvót síðustu viku á Kristín S. Tómasdóttir í bakþönkum Fbl. föst. 13.:
"Eini flokkurinn sem er alveg saklaus af kapphlaupinu um græna sannleikann er Frjálslyndi flokkurinn, öðru nafni Hvítt afl, sem er lítið hrifinn af litrófinu almennt."eins og talað út úr minni heilbrigðu skynsemi. það er ekki annað hægt en að gera grín að
þessum úrhrökum, útlendingahatrið er ekki málefnalegra svara vert.
*
áfram Gísli Marteinn
merkilegt að með umhverfisútspili bæjarstjórnar Rvk hafi hinir vondu Frammarar og Sjallar sýnt grænni hugsunarhátt en VG sýndi nokkurn tíman í sinni borgarstjórnartíð.
að gefa frítt í strætó fyrir námsmenn eru bestu fréttir sem ég hef fengið lengi. jafnvel þótt ég verði ekki námsmaður þegar ég kem heim til Íslands eftir tæpan mánuð. þetta mun nefnilega leiða til aukinnar nýtingar á Strætó, sem verður til þess að betra verður að nota hann, sem aftur leiðir til enn betri nýtingar og koll af kolli.
svo er þetta mjög sósíalískt hjá bæjarstjórninni, sem sýnir í raun hversu absúrd er að tala um hægristefnu í íslenskum stjórnmálum.
ég hef reyndar ekki tekið strætó síðan ég kom til Dk, fyrir utan þegar ég fór til Ítalíu þarna um daginn. það er bara svo gaman að hjóla hér í flatlendinu og blíðunni.
***
hér má sjá hvernig demanturinn tengist hinu konunglega Slotshólma-biblíóteki frá 1664.

einn brandari:
A duck hunter is out early one morning hunting ducks. He's not having a lot of luck and he's about ready to pack it in and go home.
Then he catches a break and shoots a duck. The duck falls to the ground on the other side of a fence. He hops the fence to grab the duck and a farmer appears from nowhere and asks "What are you doing with my duck?" The hunter says "That's my duck! I shot it." The farmer replies "Doesn't matter -- it's on my land. But I'll tell you what. We'll take turns kicking each other in the nuts as hard as we can until one of us gives up. The winner keeps the duck. Oh, and I kick first."
So the farmer winds up and kicks the hunter square in the nuts. The pain is so awful the hunter throws up and then collapses. 10 minutes later, he tentatively gets to his feet and says "Okay, my turn." To which the farmer replies "That's okay, you can keep the duck."
myndir sem ég tók í bókasafnsgarðinum af gömlu Slotshólmabyggingunni í gær:
fimmtudagur, mars 15, 2007
"Fate is never too generous—even to its favorites."
kláraði nýlega að lesa bók eftir austuríska gyðinginn Stefan Zweig, Den evige Broders Øjne. hafði áður lesið hana í íslenskri þýðingu - hún er betri á dönsku.
merkileg saga sem fær mann til að hugsa, samt aðallega um það hvað aðalpersónan, Vitara, er mikill vitringur en um leið algjör auli. óheppnin eltir hann í formi auga bróður hans sem Vitara hafði orðið á að drepa og honum gengur æði erfiðlega að lifa í sátt við og án þess að valda öðrum mönnum skaða. Manntaflið hans Zweig er með eftirminnilegri bókum sem ég hef lesið, en hann missti sig svolítið þegar hann fór að skrifa helgisögur.
Zweig var ekki sá heilbrigðasti sjálfur og hann lést fyrir sjálfs síns hendi í Brasilíu eftir að hafa flust þangað í WWII. hann var handviss um að nasistar ættu eftir að taka yfir heiminn og væru á eftir honum persónulega. konan hans var fór með honum í þessa síðustu ferð.
“The idea of Jewish unity, of a plan, an organization, unfortunately exists only in the brains of Hitler and Streicher.”
Against my will, I became a witness to the most terrible defeat of reason and to the most savage triumph of brutality ever chronicled ... never before did a generation suffer such a moral setback after it had attained such intellectual heights.
skrifaði
Halli
kl.
12:52
0
blabla
Merkimiðar: bækur, end of the world, myndir
mánudagur, mars 05, 2007
last good look you'll have
skemmtilegt konsept á bak við kaffihúsið Paludan hérna beint á móti bókasafninu í Fjólustræti. stór markaður með notaðar bækur í kjallaranum, nýjar bækur á efstu hæð og kúltiverað kaffihús með bókum sem hægt er að glugga í, í aðalrýminu.
ágætis útsala í gangi núna þar sem m.a. er hægt að kaupa söguna Skygge-Baldur eftir Sjón á 40 kr.
stelpurnar sem ráða lagavalinu gleðja mann líka oft með ljúfum tónum að heiman. Emilíana Torrini og Björk fá gjarnan að njóta sín og þegar ég leit inn áðan hljómaði lagið Ég veit þú kemur, að ég held í flutningi Eivarar frá Götu.mynd úr bókinni Behind Enemy Lines: WWII Allied/Axis Propaganda.
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
menn í hyllingum
fyrsti maðurinn sem ég vil hylla opinberlega er Hercule Poirot, hýran belga sem hafði svo gott lag á því að leysa glæpagátur. um leið er það auðvitað hylling á höfundi Poirots, Agöthu Christie. mikið hefur verið skrifað um hann á Wikipediu, þeirri paradís nördanna, þaðan sem eftirfarandi er fengið.
belgískt þjóðerni hans er talið stafa af breskri samúð með belgum, sem voru hersetnir af þjóðverjum þegar Agatha Christie byrjaði að skrifa um ævintýri hans 1916.
fyrsta bókin var gefin út 1920 og öðlaðist spæjarinn með egglaga höfuðið frægð árið 1926, með útgáfu bókarinnar The Murder of Roger Ackroyd, sem er ein frægasta spæjarasaga sem gefin hefur verið út. sagan er m.a. fræg fyrir það að sögumaðurinn var sjálfur afvegleiddur í sögunni, og undir lok hennar kemur í ljós að hann er morðinginn sem leitað var að.
Poirot yfirgaf belgísku lögregluna í fyrra stríði og flúði yfir til Bretlands, þar sem hann starfaði sem spæjari - enda þótt hann hafi starfað fyrir bresku leynilögregluna um tíma og m.a. komið í veg fyrir brottnám breska forsætisráðherrans. ferðaðist hann síðan um Evrópu og Mið-Austurlönd.
aldrei fór hann vestur og er talið að það hafi stafað af því að hann þjáðist af sjóveiki. var hann mikill magamaður, eins og fram kemur í þessari frásögn um hann:
"Always a man who had taken his stomach seriously, he was reaping his reward in old age. Eating was not only a physical pleasure, it was also an intellectual research."
var hann m.a. frægur fyrir að taka lögin í eigin hendur - ætli hann eigi það ekki sammerkt með mörgum öðrum frægum spæjurum og löggumönnum?
er hann lést í bókinni Curtain árið 1975, ári á undan höfundi sínum, var hann hættur að lita hár sitt svart og farinn að bera hárkollu og gerviskegg, auk þess sem hann er talinn hafa þjáðst af gigt.
mynd: David Suchet sem Hercule Poirot, sem ég smellti af í tölvunni í gær.
laugardagur, febrúar 17, 2007
dæs
internetið okkar hvarf. ég sit því hér kvefaður á bókasafni Austurbrúar, að velta því fyrir mér hvort ég ætti að taka mér bók um lögfræði, kennslubók í dönsku fyrir útlendinga eða danska slangordbog.
af hverju bókasafnið mitt niðrí bæ er lokað um helgar veit ég ekki. einhverskonar sósíalismi gæti ég ímyndað mér.
þessi stutti opnunartími á bókasöfnum og lessölum á eflaust sinn þátt í því að danir eru svona lengi að klára háskólanám sitt. og svo fá þeir auðvitað borgað fyrir að stunda það ... udmærket.
ég pantaði nýtt internet og þurfti að velja milli þess að fá það í gegnum digital-tv og fá með áskrift að digital-tv, eða símalínu og fá með símanúmer. ég valdi sjónvarpið. við eigum reyndar ekki sjónvarp, bara tölvu- sjónvarps- móttakara sem ég veit ekki hvort sé stafrænt þenkjandi.
ég skildi reyndar ekki nægjanlega mikið í bréfinu sem ég fékk í um það hvernig netið verður sett upp - en dagsetningin 22. feb. var nefnd. best að vera heima þá.
Lilja er farin til Svíþjóðar í eina nótt - ég vona að hún versli sem mest, sjálfs míns vegna (sjá mynd).
sunnudagur, febrúar 04, 2007
will all the men in the audience please stand up? no?
Cheeseshop úr Monty Python's Flying Circus (Jútjúb vídjó):
MOUSEBENDER: It's not much of a cheese shop, is it?ég er enn á fullu í ostunum eftir að Hrannarsheimsóknina og Ítalíuför okkar kumpánanna.
WENSLEYDALE: Finest in the district, sir.
MOUSEBENDER: Explain the logic underlying that conclusion, please.
WENSLEYDALE: Well, it's so clean, sir.
MOUSEBENDER: It's certainly uncontaminated by cheese.

***
námstengt: Kylie Minouge í tælandi auglýsingu - agent provacateur.
***
ég er enn svolítið skrýtinn eftir að hafa lesið Bók hláturs og gleymsku eftir uppáhaldsson Brno- búa, Milan Kundera. fyndið, fróðlegt, æsandi, sjokkerandi, furðulegt, sorglegt og skemmtilegt samansafn af sögum sem allar eiga að hafa sammerkt einhverskonar boðskap, sem er (að ég held) baráttan við að gleyma og gleyma ekki og hve vandasamt það getur verið að hlæja. eina bókin sem ég hef lesið nýlega sem

ég fæ ekki þakkað Valborgu nógu mikið fyrir að hafa lánað mér Immortality fyrir rétt rúmu ári síðan. blessað barnið.

miðvikudagur, janúar 24, 2007
Conference of European Constitutional Courts
einhver heyrt um samtök evrópskra stjórnlagadómstóla? nei?
ráðstefnur eru haldnar á 3 ára fresti og meðlimir eru stjórnlagadómstólar eða sambærilegir dómstólar 39 Evrópuríkja.
heimasíða samtakanna.
listi yfir ríki.
Holland, Finnland, Svíþjóð, Ísland, Bretland og Grikkland og e.t.v. nokkur ríki í viðbót hafa ekki enn gerst meðlimir.
***
Hrannarinn er kominn og við höfum verið á listasöfnum, bókabúðum, börum og bókasöfnum síðustu 2 daga. á háskólabókasafninu í Fjólustræti hittum við í dag ónefndan lagaprófessor, sem bauð okkur í kaffibolla á kaffihúsinu/bókabúðinni á móti safninu.
dagin áður á sama kaffihúsi/bókabúð keyptum við 590 bls. doðrantinn Legal Essays - Festskrift til Frede Castberg frá 1963.
fremst í Tabula gratulatoria eru
Hans Majestet Kong Olav V
Ásgeir Ásgeirsson, Islands president
aðrir Íslendingar sem finna má í tabúlunni eru m.a. Bjarni Ben (sem einnig á grein í ritinu), Bókasafn HÍ, Ármann Snævarr og Sakadómur Rvk.
... bókin kostaði 10 kr. danskar.
***
myndin hér hægra megin tengist umfjöllunarefni þessarar færslu hugsanlega!