það kostaði mig heila helgi að sjá Víking niðurlægja ÍBV 5-0. þetta gæti verið verra, ég held heilsunni að öðru leyti.
gleðilegt
ég ræddi við hann H. í gærkvöldi, sagði honum að ég væri veikur. hann sagði mér að koma og fá mér írskt te með sér, sagði tölvuna sína vera veika líka, og kenndi mér þetta skemmtilega ráð við kvefi (birt án leyfis*):
h. says:
fer með hana til tölvulæknis, rásanuddara og hleðsluþjálfara í vikunni
Halli says: gefðu henni svo írskt te
h. says: nei ...
þú veist hvernig írskt te er gert?
það læknar öll kvef og slen
Halli says: viský og vatn?
h. says: tvöf. viský, heitt vatn, sykur, negulstungin sítróna, anda inn, anda út, berist á maga - innvortis
þar hafiði það, ef þessi forláta uppskrift á ekki heima á veraldarvefinn þá veit ég ekki hvað. ég veit samt ekki hvernig maður negulstingur sítrónu!
* ekki er gengið nær einkalífi H "en óhjákvæmilegt er í opinberri umræðu um málefni sem varðar almenning"b) sorglegtpabbi hennar var fíkill, mamma hennar dó þegar hún var lítil. hún lenti snemma í ruglinu og hafði þrisvar áður verið handtekin fyrir brot gegn
chastity*. við réttarhöldin klæddi hún sig úr kuflinu í mótmælaskyni og henti öðrum skónum sínum í dómarann. greinilega verið hin hressasta stelpa. samræðisaldur í Íran er 9 ár, maðurinn sem hún var dauðadæmd fyrir að vera með frá því hún var 13 taldist því ekki hafa gert neitt af sér. hún var fædd 1988 og var
líflátin 2004.
ég veit ekki, eru þetta hlutir sem við eigum að láta afskiptalausa? ekki það að maður sé talsmaður Bush og Blair, en ég held samt að margt gott
geti áunnist með því að koma svívirðilegustu harðstjórnunum frá. ef við ætlum að hjálpa írönsku þjóðinni verðum við samt að gera það eftir bókinni, eftir réttum leiðum. bæði vegna þess að það er ekki sniðugt að BNA sé alheimslögregla, og vegna þess að ég held að BNA eigi ekki séns í Íran. við þyrftum öll að leggja hönd á plóg, m.a.s. litla hlutlausa Ísland, ef málstaðurinn er réttur.
kannski ætti heimurinn ekki að skipta sér af, ég held t.d. að karlar hafi það fínt í Íran. ekki eru þeir kýldir af ókunnugu fólki í andlitið ef þeir horfa út um gluggan á herbílalest sem er að keyra fram hjá, eða barðir hrottalega af trúarlögreglunni ef þeir sjást einir í bíl með frændsystkyni sínu af hinu kyninu.
*abstaining from sexual relations (as because of religious vows)