Hvað er að gerast:

laugardagur, apríl 22, 2006

svolítið erfitt að bóka flugið heim, strax farinn að sakna alls. hlakka til að sjá ykkur öll, en það er eins gott að veðrið verði komið í lag. helst vildi ég fá ykkur hingað, allir að beila af klakanum!


RyanAir (melirnir eru byrjaðir að rukka fyrir hverja tösku sem maður tékkar inn, 300 kell!):
From Brno(BRQ) to London Stansted(STN) Mon, 19 Jun06 Flight FR8404 Depart BRQ at 17:00 and arrive STN at 18:10

Iceland ExpressAir (áður þekkt sem lággjaldaflugfélag, *skyrp*):
London Stansted STN - Reykjavik KEF Mán 19.6.2006 FHE156 20:40 22:40


námið er farið að segja til sín. ritgerðin "The Rule of Reason Related to the Interpretation of Article 81(1) of the ToR and block Excemptions" er langt á veg komin, hún er bara byrjunin því miður. úfff...
er í þessum töluðu orðum að missa af lautarferð við Brno-vatn, og dagdrykkju út í garði. steikjandi sól, og ég að læra :(


"the Icelandic presentation" er á miðvikudaginn. verð í lopapeysu og hef orðið mér úti um svið, hákarl og Opal-pela. ætla síðan að kaupa ódýran tékkneskan vodka og mun kynna hann sem íslenskt brennivín (það verða allir í glasi hvortsemer). við búum öll í snjóhúsum, er það ekki?
eru allir íslendingar svona skrítnir? er spurning sem ég fæ stundum. auðvitað! segi ég, hefurðu ekki séð Björk?


Myndir frá Prag og S-Bóhemíu, nokkuð gamlar:


á þessum tímapunkti var enn kalt í veðri:

sáum nokkrar aftökur í S-Bóhemíu. þessi hafði sagt vonda hluti um tékkneskan bjór. stór mistök:
representing in praha: holland, usa, usa, island, finnland:

 Posted by Picasa

fimmtudagur, apríl 13, 2006

jdi do pekla

ok, nokkrar hugleiðingar:

1. er lagið love generation að gera það jafn gott heima á Íslandi eins og hér í Mið-Evrópu? maður þarf ekki að fara oft út að skemmta sér til að kunna það utanað

2. fólk frá mið-austurlöndum.
herbergisfélaginn minn er indæll. var fyrr í kvöld að borða ágætis súpu og kjúkling sem hann eldaði (ég elda n.b. ekki). hann er líka voða tillitssamur og kurteis. það er samt ansi margt við þessa menningu hans sem fer í mann.
- í vestrinu þykir kurteisi að borða með lokaðan munninn. í mið-austrinu þykir það eðlilegt að gefa það sterklega til kynna að manni finnist maturinn góður, með því að borða með opinn munnin og reyna að hafa eins hátt og mögulegt er. ættuð að sjá herbergisfélagann reyna að borða epli - "kjáms kjáms flobb hább kjáms".
- sumir þeirra eru rosa áhugaverðir, maður getur talað við þá um hvað sem er (við erum nú einusinni öll menn). herbergisfélagi minn og margir vina hans virðast hinsvegar ekki geta átt eðlileg samtöl hver við annan. alltaf fara þeir að öskra eða tala ótrúlega hátt, eins og þeir séu í einhverri keppni.
- allt sem stendur í kóraninum er satt, og ber að hlýða því án þess að blikka. auðvitað er margt þar sem þarf að "leiða í ljós", enda þótt bannað sé að túlka orð kóransins. t.d. virðist segja þar að karlmenn (amk, veit ekki með konur) skuli skola á sér kynfærið eftir klósettferðir. þessvegna eru oft vatnspollar á klósettsetunni og á klósettgólfinu eftir að þetta ágæta fólk hefur verið þar. hinsvegar stendur ekkert um það að þrífa á sér hendurnar eftir klósettferðir. hvað er það?
- bænaturninn. á moskum á að vera einhverskonar bænaturn, þar sem presturinn öskrar á liðið að bænastund sé hafin, og hver sé boðskapur dagsins etc. moskan í Brno er ekki með svona turn (enda myndu trúleysingjarnir sem öllu ráða hér ekki líða það), en okka menn eru með ráð við því. þeir eru með tölvuforrit sem fer sjálfkrafa í gang nokkrum sinnum á dag, og öskrar á þá sem eru nálægt tölvunni. þetta eru bara 2-3 mínútur, en stundum langar mér að henda tölvuskrattanum útum gluggann.

3. að lemja konur
annan í páskum er komið að gamalli hefð í tékklandi, sem felst í því að karlmenn detta í það nóttina áður, og koma síðan heim / fara út á götu, og lemja kvenfólk.
þetta er ekki grín, sjá mynd og texta (undir easter monday). hef verið að spá í því hvort ég ætti að kaupa svona prik og berja konurnar hér í Vinarska ... hvað finnst ykkur (við erum bara að tala um að dangla létt í fætur og bossa)?

4. Silvía
Eurovision lagið okkar er ekki að fara að gera góða hluti, samkvæmt markhópnum mínum, sem m.a. samanstóð af þjóðverjum, finnum, hollendingum og belga.

5. YouTubeYouTubeYouTube - uppháhaldslögin mín:
- Avalanches: frontier geðlæknir
- Ron Burgundi (Will Farrel) and the channel 4 news team: afternoon delight (full version), sjá einnig lagið eins og það var í Anchorman. skyrockets in flight ... búúúhh ... afternoon delight.
- Talking heads: once in a lifetime. David Byrne var bara snillingur. punktur.- aslídanó

----

fór til Vínar síðustu helgi. Vín er bara 1,5 klst. í burtu, sem er fínt ef maður vill vera menningarlegur. hendi hérna inn nokkrum myndum.


hér erum við Heiða menningarleg

ég ekki sáttur, eða hvað?hápunktur ferðarinnar var auðvitað að fara á Starbucks, enda fátt sem segir "fyrrverandi höfuðborg Evrópu" eins og Starbucks.

ekki má heldur gleyma að fara á aussie-bar, enda hafa Ástralar alltaf haft sterk ítök í Vín.
 Posted by Picasa


Belvedere í Vín (sem ég kallaði Velvet ear, fyrstu 2 dagana)
seinna sólbrann ég, þetta var alger steik fyrir fölan Íslending! þarna er Talerie Oklahóma
eyddi sunnudeginum í að læra fyrir EC Competition law, á þessum bekkjum. síðan komu stelpurnar og ég þurfti að flýja (hávært þetta kvenfólk stundum)
fórum í smá djamm á laugardeginum, hittum m.a. þennan indæla pilt sem var að fá sér smá dúr í metróinu :)
Íslendingar eru ekkert verri í drykkju en aðrar þjóðir, það hefur berlega sýnt sig.
 Posted by Picasa

mánudagur, apríl 03, 2006

Búdapest

BP er að sökkva, það er á hreinu.

fór með 7 könum og Aaro til Ungverjalands, smá menningarreisa. skoðuðum brýrnar og fórum í "thermal-spa". vúhú, jarðvarmi!, það var nú ekki mjög merkilegt, bara heitar laugar og ljótt gamalt fólk. gott veður samt! skelli hérna inn nokkrum random myndum.fórum í styttugarð utan við BP

samkvæmt auglýsingunni var um að ræða allar kommúnistastytturnar sem var að finna í Ungverjalandi, og voru þær settar í þennan garð í stað þess að vera eyðilagðar.

við sáum fyrir okkur hundruðir af styttum, heilan skóg, af öllum stærðum og gerðum.

þegar þangað var komið sáum við hinsvegar að aðeins voru þarna ca. 18 styttur, reyndar margar flottar, en samt, kommon!


að ógleymdum tropicarium, þar sem við sáum hákarl og krókudíl o.fl.

næturlífið er alltílagi þarna, þetta er samt túristaborg, verri en Prag jafnvel. átti samt erfitt með að kvarta yfir verðinu, enda þótt bjórinn hafi verið 3 sinnum dýrari en hér í Brno, var hann samt 3 sinnum ódýrari en á Íslandinu.

það eru víst 7 dánir í Prag vegna flóðanna, og búið að rýma þriðja hvert hús í Olomouc (þar sem ég var 19. mars). sá líka fullt af bæjum og engjum undir vatni í lestinni hingað heim
ég er hins vegar nokkuð öruggur hér í Vinarska, þar sem ég bý hátt uppi. skoðaði líka bæjarlækinn í dag og sýndist ekki vera það mikið í honum.