Hvað er að gerast:

laugardagur, apríl 22, 2006

svolítið erfitt að bóka flugið heim, strax farinn að sakna alls. hlakka til að sjá ykkur öll, en það er eins gott að veðrið verði komið í lag. helst vildi ég fá ykkur hingað, allir að beila af klakanum!


RyanAir (melirnir eru byrjaðir að rukka fyrir hverja tösku sem maður tékkar inn, 300 kell!):
From Brno(BRQ) to London Stansted(STN) Mon, 19 Jun06 Flight FR8404 Depart BRQ at 17:00 and arrive STN at 18:10

Iceland ExpressAir (áður þekkt sem lággjaldaflugfélag, *skyrp*):
London Stansted STN - Reykjavik KEF Mán 19.6.2006 FHE156 20:40 22:40


námið er farið að segja til sín. ritgerðin "The Rule of Reason Related to the Interpretation of Article 81(1) of the ToR and block Excemptions" er langt á veg komin, hún er bara byrjunin því miður. úfff...
er í þessum töluðu orðum að missa af lautarferð við Brno-vatn, og dagdrykkju út í garði. steikjandi sól, og ég að læra :(


"the Icelandic presentation" er á miðvikudaginn. verð í lopapeysu og hef orðið mér úti um svið, hákarl og Opal-pela. ætla síðan að kaupa ódýran tékkneskan vodka og mun kynna hann sem íslenskt brennivín (það verða allir í glasi hvortsemer). við búum öll í snjóhúsum, er það ekki?
eru allir íslendingar svona skrítnir? er spurning sem ég fæ stundum. auðvitað! segi ég, hefurðu ekki séð Björk?






Myndir frá Prag og S-Bóhemíu, nokkuð gamlar:


á þessum tímapunkti var enn kalt í veðri:





























sáum nokkrar aftökur í S-Bóhemíu. þessi hafði sagt vonda hluti um tékkneskan bjór. stór mistök:
















representing in praha: holland, usa, usa, island, finnland:

 Posted by Picasa

4 ummæli:

Mæja tæja sagði...

Jæja Halli hvernig finnst þér mínir menn, sem ég sendi þér í gær? Eru þeir ekki góðir í Íslandskynninguna sem er framundan hjá þér?

Njóttu sumarsins í Brno, því sumarið er svo sannarlega ekki á Íslandi þessa dagana amk.

Halli sagði...

Hæ'skan. Ampop eru að gera góða hluti. Spurning hvort ég fæ þá til að mæta í eigin persónu, gætu selt nokkrar plötur.

Hitinn hér er reyndar ekki nema 21°, en fer hækkandi ;)

Nafnlaus sagði...

Sæll gamli súri

hvenær kemuru. hef ekki getad notad msn dót, tölvuvesen, þ.e.a.s skortur.

ég veit ekki hvað þessi maja er ad tala um það er alltaf sumar hjá mér og svo ilma ég líka eins og vorið. drekktu meiri bjór

kv. Atli

Nafnlaus sagði...

Góðar myndir! Vonandi hættir bloggið ekki þó þú flytjir aftur á skerið :)