Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu fréttamiðlar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu fréttamiðlar. Sýna allar færslur

miðvikudagur, október 08, 2008

NRK-video - Det er vanvittig!


hér er komið innslagið góða frá NRK sjónvarpsstöðinni um Glitni og hina snillinganaSøndagsrevyen 05.10.08 > - Finanskrisen.



mánudagur, september 29, 2008

rokkandi gengi

það stendur m.a.s. fjölmiðlafólki fyrir þrifum ...


fimmtudagur, júní 05, 2008

teiknimyndahræðsla


teiknimyndir geta verið stórhættulegar eins og dæmin sanna - myndin hér að neðan er úr fréttamiðlinum adressa.no og segir "Ég er Múhammeð og enginn þorir að prenta mig!"
en það er ekki bara Mumma sem er illa við að fólk reyni að fanga fegurð sína með blaði og blýanti ...

ég hjó eftir útganginum á Árna Snævarri í ESB-myndinni hans, maður hafði ekki séð hann síðan hann var fréttamaður í gamla gamla daga, ekki fyrr en hann fór að tjá sig á Eyjunni.is, þar sem hann fékk teiknaða af sér mynd.

hann er greinilega byrjaður að eldast aðeins og ekkert að því, en teiknimyndaprófíllinn hans finnst mér ekki beint endurspegla manninn eins og hann lítur út:
svona er hann í Brussel-áróðursmyndinni sinni:
við gúgl fann ég myndina sem Eyjuteiknimyndin byggir á, hún er af Árna eins og við munum eftir honum, þessum skelegga fréttamanni á Stöð 2, en hún er a.m.k. 7 ára gömul.spurning er hvort aðrir miðaldra Eyjubloggarar fari ekki að fordæmi Árna og grenni og láti græða hár á prófílmyndir sínar?

þriðjudagur, júní 03, 2008

ískaldur ísbjörn

ótrúlegar fréttir af pólbirninum, sérstaklega þessi neðsta:

Innlent 03. jún. 2008 11:40

Óvíst að til séu lyf sem duga á björninn

Sigurður Þráinsson, líffræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir ekki ljóst hvort hér á la...


Innlent 03. jún. 2008 10:41

Búið að finna ísbjörninn

Lögreglan á Sauðárkróki hefur haft uppi á ísbirninum sem fregnir höfðu borist um að hefði ...


Innlent 03. jún. 2008 10:44

Vonast til að ísbjörninn fái að lifa

Árni Finnsson, formaður Náttuverndarsamtaka Íslands, segist vona að mönnum beri gæfa til a...


Innlent 03. jún. 2008 10:19

Lögreglan leitar ísbjarnar

Lögreglan á Sauðárkróki er nú á leið upp á Þverárfjallsveg þar sem hún leitar ísbjarnar. H...


Innlent 03. jún. 2008 07:50

Tekinn ölvaður, dópaður og réttindalaus undir stýri

Lögreglan á Suðurnesjum tók ísbjörn úr umferð í nótt þar sem hann reyndist vera undir áhri...

mánudagur, maí 26, 2008

Heimski Skagi?

mér finnst fulllangt gengið hjá mannhöturunum í Fávitaflokknum að gefa út þetta ótuktar málgagn:


ég veit nefnilega til þess að það eru ekki allir á Skaganum heimskir, heldur bara þeir sem aðhyllast Magnúsartrú.

mánudagur, apríl 28, 2008

Silfur Carstens

fráfarandi aðalritstjóri Jótlandspótsins eða (enn eitt) alterego íslensks sjónvarpsmanns?




föstudagur, febrúar 01, 2008

árekstrar rekast á

þetta hefur verið rosalegt:

Vísir, 01. feb. 2008 08:43
Þriggja og sex bíla árekstur rákust á í Ártúnsbrekku
þar sem tveir árekstrar koma saman, þar er tómt tjón.

mynd af bifsniff.com

þriðjudagur, janúar 22, 2008

As only a father could love ...

sumir mega greinilega ekki móðsyrði heyra í garð afkvæma sinna.

einn sagði fyrir 5 dögum síðan "umræðuna um embættisveitingu sonar síns það ljótasta sem hann hafi orðið vitni að á sínum ferli."

annar sagði í dag um hrakfarir dóttur sinnar að hann hefði "aldrei séð svona grautargerð fyrr", "eitthvað það argasta frumhlaup sem ég þykist hafa séð á minni pólitísku ævi" bætti hann við um málið.þykir mér hér barnið dæma biskupinn.

föstudagur, janúar 11, 2008

þjóðaréttarlega blindandi?

fyrirsögnin á þessari frétt mbl.is var miklu fyndnari fyrst þegar hún var birt:

hún er reyndar enn vitlaus, segir þjóðréttarlega í stað þjóðaréttarlega.


það er ekki við starfsfólkið að sakast, heldur lúsarlaunin sem þetta fremur auðvelda starf borgar - betra fólk mun fást til starfans nú þegar bankarnir eru hættir að ráða.

sunnudagur, janúar 06, 2008

Ólaf Ragnar á Bessastaði 10

***

einnig tengt forsetakosningunum - and-femínisti og hæstaréttarlögmaður taka höndum saman í þessu póstkorti gegn Ástþóri 2000:
hluta af mér langar reyndar soldið til að sjá Leoncie og Ástþór saman í Bessastaðahúsinu, en hinn hlutinn fær netta klígju af tilhugsuninni.

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Íslendingar næstum 800 þúsund

Og den underspillede realisme er den samme, der gør sig gældende i Balthasar Kormakurs »Jar City«. En film, der er en af de mest populære film nogensinde i Island. Flere end 200.000 islændinge har set filmen, hvilket må siges at være temmelig imponerende blandt en befolkning på knap 800.000 indbyggere.
annað hvort eru hér mun fleiri ný-Pólverjar en við héldum, eða einhver hefur virkilega verið að fokka í BT.

við sem vorum að skríða í 312 þúsundin fyrir skömmu síðan.

ég sé ekki að meira en hálf þjóðin, með öryrkjum og ungabörnum, gæti hafa séð þessa Jar City mynd hans Balta (Mýrina), og ef svo er þá hlýtur stærstur hluti þeirra að hafa séð hana 2007, en ekki 2006 þegar hún kom út:
Mýrin var aðsóknarhæsta mynd ársins, með alls 81.580 gesti, en þar á eftir koma Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest (65.406 gestir)

þriðjudagur, desember 11, 2007

Lowe Hewitt

mér finnst Jennifer bara flottari ef eittvað er með smá kjöt á beinunum, og hún þyrfti satt best að segja að afmyndast ansi hressilega af fitu til þess að verða ófríð.

það er eitthvað við hana, ég uppgötvaði það þegar við vorum saman í endurgerð myndarinnar Lost in Space (reyndar sitthvorumegin við bíótjaldið).

hún er ein af þeim sem vissi ekki hvað hún var heppin...
þetta Coke vs. Pepsí próf hér að ofan fékk ég sent frá góðum vini mínum rétt í þessu - hann var að leita eftir mynd af Mr. Proper hreingerningarúðanum (ég er að þrífa sjáðu til).

ég verð að segja Pepsí, þótt Kókið virðist kannski bragðmeira.
fékk svo á sama tíma senda þessa dönsku sjónvarpsauglýsingu úr öryggisbransanum, frá góðum fjölskyldumeðlimi - krúttleg.


PS.
note to self and others: flug FI 205, kl. 15.30 á KEF, sunnud. 16. desember.

(verð líka til taks á Kastrup flugvelli milli 11.55 og 13.20 á staðartíma.)

myndbandið við Destination Unknown (þett'er video remix) með Kristalvatni er mega sexý - ekki fyrir þá sem eru a priori á móti listrænni erótík, fyrir það eitt að vera æsandi (þoli ekki svoleiðis fólk, ekki frekar fólk sem opnar aldrei glugga heima hjá sér).

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

helst í fréttum frá DK í dag

það er dagur fallegra og heilbrigðra mjólkurkirtla hjá Nyhedsavisen í dag.
fyrri fréttin er skrifuð (þýdd) af Niels Holst, sú seinni skrifuð af Stinne Kaasgaard Poulsen - mikið er þetta opið og skemmtilegt þjóðfélag þar sem menn eru ekki hræddir við að sýna fallegt fólk í allri sinni dýrð.

þetta kallar maður lifandi og eftirtektarverðar fréttir.

mánudagur, nóvember 19, 2007

byrgjum okkur upp í umhverfismálum

þetta er fréttamiðillinn sem nýverið fékk verðlaun Jónasar Hallgríms,

Þar hefur frá upphafi verið lögð áhersla á vandað mál, skýran flutning talmáls og lipra byggingu frásagna.
þeir eru þó skástir meðal jafningja... svona eins og McDonalds er skárra en Burger King.

þetta hlýtur að vera vegna lágra launa innan blaðamannastéttarinnar, sem aftur orsakast af fámennum lesendahópi og þar af leiðandi ónógum auglýsinga- og áskriftartekjum til að hægt sé að halda uppi hópi af hæfileikaríku starfsfólki.

ein hugmynd er sú að vísir.is taki erlendar fregnir barasta beint af avisen.dk og hafi þær á dönsku - þýðendurnir geta þá einbeitt sér að því að lagfæra málfarið í íslensku fréttunum.hér í Lúx er næstum því kominn fyrsti snjórinn, jólaljós og -tré eru komin upp, verslanir eru sumar með opið á sunnudögum og von er á jólamarkaðnum hvað úr hverju.

mánudagur, október 15, 2007

kvindernes seksualitet bliver kriminaliseret af feminister



leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi.

í avisen.dk er ágætis umfjöllun um hvernig ákveðinn hópur femínista á það til að afvegleiða hina göfugu baráttu fyrir kynjajafnrétti:

- Jeg betragter det som en farlig nymoraliserende tendens, hvor kvindernes seksualitet igen og igen bliver kriminaliseret af feminister, der går det forkerte ærinde, når de overser det sjove og klicheagtige. For det handler i hvert fald ikke om ligestilling, når der ikke komme nogen reaktion på halvnøgne mænd i det offentlige rum, siger Marie Heinskou og fortsætter:

- Jeg er bange for, at mange kvinder med den her bølge bliver bange for at have en aktiv seksualitet og så er vi altså tilbage til 1967, før kvindefrigørelsen og afkriminaliseringen af pornografien, påpeger Marie Heinskou [køns- og seksualitetsforsker við Københavns Universitet].

umræðurnar í kjölfarið eru ágætis lesning líka.

ER en nøgen kvinde så ulækker at hun skal gemmes væk?
...
Folk acceptere ikke at kvinder ses som sexobjekter længere dit forbandede pervese pikhovede svin!
...
Paven og imamerne elsker når kvinder fjernes fra det offentlige rum. Kvinders kroppe og seksualitet gøres til noget farligt og urent. Helst skal kvinder bures inde i burka eller helt holde sig inden for hjemmets fire vægge.
...
Jeg er dødtræt af at nogen skal diktere hvad andre må og ikke må, fordi det passer dem selv bedst. Sex er kommet for at blive og ja det sælger godt siden der næsten altid er en undertone af noget erotisk.
...
Det er skræmmende hvordan få personer kan se voldtægt og porno alle steder så snart man bare kan se en brækdel bar hud


það virðist hægara sagt en gert að ætla að finna milliveginn milli þess að konur skuli ganga í alklæðnaði og að megi vera fáklæddar í "klámmyndastellingum". hvenær er manneskja "hlutgerð" og hvenær er hún bara kynþokkafull?

m.a.s. augnaráð (kvenkyns) fyrirsæta má ekki vera kynþokkafullt, án þess að auglýsing sé úthrópuð sem "
endurspeglun á þeim yfirráðum og undirgefni sem karlaveldið byggist á".

afstaða margra virðist vera sú að í erótík og húð felist hlutgerving, en svo lengi sem ekki sjáist í bert hold og fólk sé ekki í munaðarfullum stellingum með tælandi augnarráð, þá sé viðkomandi meira en kjötstykki.


þessi umræða er nett brengluð og öfgafull - einstakir femínistar (*) hafa komið sama óorði á femínisma og ungir hægrimenn hafa komið á "frelsi einstaklingsins".
sumt af þessu liði er auðvitað bara treggáfað pakk sem fylgir sinni sannfæringu af blindni, en margir eru líka flugbeittir og að öðru leyti heilbrigðir á skynseminni.

menn verða að kunna sér hóf í baráttumálum sínum.

* femínisti er auðvitað jákvætt orð, og allir eru femínistar sem ekki eru kvenhatarar. [málverk:
Viel Spass – beaucoup de plaisir e. Ulrich Lamsfuss]

föstudagur, október 12, 2007

25 staðir til að sjá áður en maður kveður

samkvæmt epn.dk, hafa stofnendur Lonely Planet (sem nýverið seldu fyrirtækið til BBC Worldwide) valið 25 staði í heiminum sem fólk ætti að sjá áður en það yfirgefur þennan heim.

nei, Ísland er ekki slíkur staður.hér er listinn af epn.dk, fann hann ekki á upprunamálinu:

  1. Lizard Island, Ástralíu
  2. Berkeley, Californien
  3. Rangiroa, Fransk Polynesien
  4. Hanoi, Vietnam
  5. Syd-Georgia
  6. Katmandu, Nepal
  7. Øst-Berlin
  8. Kelimutu, Flores, Indonesien
  9. Kyst til kyst, Storbritannien
  10. Tbilisi, Georgien
  11. Napoli, Italia
  12. Ubud, Bali
  13. Marais, Paris
  14. Wadi Methkandoush, Libyen
  15. Okavango Delta, Botswana
  16. Yangshuo, Kina
  17. Isfahan, Iran
  18. Nemegt, Mongoliet
  19. Mount Fuji, Japan
  20. The Simpson Desert, Australien
  21. Damascus, Syrien
  22. Cusco, Peru
  23. GR20, Korsika
  24. Belfast, Nordirland
  25. Far North, Canada

... mér finnst þetta ekkert alltof heillandi listi, en hann er ágætis áminning um hversu lítið maður hefur í raun ferðast.

held að chíll-ferð til S-Ameríku heilli meira. Perú, Paragvæ, Argentína, Brasilía, Bólivía og Chíl(l)e - eða eitthvað álíka.

eða ætti maður frekar að fara til Tyrklands og svo hoppa yfir til Austurlanda? eða Rússland og svo öll þessi lönd sem byrja á -iztan?

(mynd: kona með ipod eftir Karl J. Jónsson, úr Mogganum í gær ef ég man rétt - töff)

miðvikudagur, október 10, 2007

ógnarstjórn Pútíns

þessi gæi er asskoti beittur stundum, mynd dagsins á vel við meðfylgjandi frétt Vísis.is

Hyggjast styrkja sambandið

Hyggjast styrkja sambandið

Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók vel á móti frönskum starfsbróður sínum, Nicolas Sarkozy, sem heimsótti hann í gær.



hér í Lúx eru hagarnir aðeins farnir að grána, laufblöðin að falla og þokan að gera sig heimakomna.

þá er ágætt að hugga sig við það sem áður var og líta um leið grámygluna með bjartsýnisgleraugum.

mánudagur, ágúst 20, 2007

kengklikkaðir Kenýamenn

ég sem hélt alltaf að hlaupagikkirnir frá Kenýa væru svartir á hörund.

en það má einnig þekkja þá á útlitinu að öðru leyti, eins og þessi forsíðumynd úr sunnudagsmogganum ber með sér.


ónefndur yfirlýstur femínisti hafði á dögunum þetta að segja um meðfylgjandi mynd aukablaðsins í Blaðinu:

"[...] þegar myndstíllin beinlínist er uppbyggður þannig að karlinn er gerandinn í athöfninni og konan viðfang eða leikfang þá líkist þetta miklu meir kynbundnu ofbeldi en samfarastellingum þar sem konan á einhvern leik eða aðkomu."

ég er ekki frá því að ég sé svolítið sammála - þetta eru óskaplega einhæfar stellingar sem teiknara Aukablaðsins eru hugleiknar.