Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu flug. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu flug. Sýna allar færslur

fimmtudagur, mars 06, 2008

vi ses!


í dag byrjaði ég á 10 tíma dönskunámskeiði í vinnunni, sem er mikil snilld.

ég líka að fara til köben í maí, þá mun ég aldeilis slá um mig með starfstengdum dönskuslettum.



hér eftir verður ekkert annað í útvarpinu en hin danska P3, det du hörer er dig selv!

daninn Johnson er einmitt í útvarpinu núna, hann er eini rapparinn sem ég fíla því hann er svo krúttlega reiður.

föstudagur, febrúar 01, 2008

eitursnjallt hjá Ryanflug

obbosí, ung kona klædd í skólapils ... nú er fjandinn laus.

siðvandir kvarta hástöfum yfir skólastúlkuauglýsingu, flugfreyjur yfir auglýsingum með fáklæddum starfssystrum og Sarkozý nú yfir mynd af sér og betri helmingnum.PR-gaurinn hjá þessu flugfélagi hlýtur að hlæja alla leið í bankann yfir þessu, ef einhver vissi ekki hvað RyanAir væri, eða var búinn að gleyma félaginu, þá er þetta leiðin til að lagfæra það.

þriðjudagur, desember 11, 2007

Lowe Hewitt

mér finnst Jennifer bara flottari ef eittvað er með smá kjöt á beinunum, og hún þyrfti satt best að segja að afmyndast ansi hressilega af fitu til þess að verða ófríð.

það er eitthvað við hana, ég uppgötvaði það þegar við vorum saman í endurgerð myndarinnar Lost in Space (reyndar sitthvorumegin við bíótjaldið).

hún er ein af þeim sem vissi ekki hvað hún var heppin...
þetta Coke vs. Pepsí próf hér að ofan fékk ég sent frá góðum vini mínum rétt í þessu - hann var að leita eftir mynd af Mr. Proper hreingerningarúðanum (ég er að þrífa sjáðu til).

ég verð að segja Pepsí, þótt Kókið virðist kannski bragðmeira.
fékk svo á sama tíma senda þessa dönsku sjónvarpsauglýsingu úr öryggisbransanum, frá góðum fjölskyldumeðlimi - krúttleg.


PS.
note to self and others: flug FI 205, kl. 15.30 á KEF, sunnud. 16. desember.

(verð líka til taks á Kastrup flugvelli milli 11.55 og 13.20 á staðartíma.)

myndbandið við Destination Unknown (þett'er video remix) með Kristalvatni er mega sexý - ekki fyrir þá sem eru a priori á móti listrænni erótík, fyrir það eitt að vera æsandi (þoli ekki svoleiðis fólk, ekki frekar fólk sem opnar aldrei glugga heima hjá sér).

mánudagur, ágúst 27, 2007

aleinn í Ammassalik

ég sá sæng mína útbreidda þegar ég komst að því 5 mín. fyrir brottför til Kúlusúk að myndavélin væri nánast batteríslaus. af þeim sökum þurfti ég að hafa mig allan fram við að festa það sem fyrir augu bar í minni mér.

hæglátt ævintýri, viðbúin undraveröld, kúlúsúkk-ljóðin:1.
Ísjakar eru fallegar skepnur,
Ítalir eru það ekki.
T.d. ekki jafn fagurgrænir
undir sjávarmáli.

Eins og uppstoppaðir svanir,
í ýmsum myndum.
Munaðarlausir,
þó saman í borg.2.
Hefur þetta fólk aldrei heyrt um tré?


3.
Coffee from Kúlúsúk!
Nokkuð um bitmý.
No ice, global warming you know!
4.
Austur-Grænlendingar
eru gerðir úr
líkama, nafni og sál
í kirkjugarðinum er hvorki nafn né sálu að finna.


5. Ísbjörninn sem hangir á Kulusuk-flugvelli.
Það var eitt sinn ísbjörn
sem vildi fljúga til Reykjavíkur.
Þar sem hann hangir á flugvellinum
sér hann eftir því að hafa ekki farið sjóleiðina.
6.
Kirkjan í Kulusuk
er byggð af dönskum skipbrotsmönnum
skartar gluggum frá finnskri listakonu
og boðar trú þeirra
sem vildu banna inúítum að dansa trumbudans.

laugardagur, maí 12, 2007

af sem áður var í Baunalandi

það er engin opin kosningavaka hér í borg, eftir því sem ég kemst næst.

það er kosningavaka í sendiráðinu í Finnlandi, í EFTA húsinu í Belgíu og eflaust á fleiri stöðum í Evrópu, en ekki í Kaupmannahöfn.

á netinu las ég að 2003 hefði verið vaka í Jónshúsi, þar mun reyndar hafa verið svo mikill reykjamökkur að fólk þurfti frá að hverfa.ég hringdi niðrí Jónshús rétt í þessu og var sagt að enginn hefði haft orð á því að halda slíka vöku í ár. væntanlega fyrr en ég hringdi rétt í þessu.

en ég geri eitthvað gott úr þessu. í nótt er síðasta nóttin mín áður en ég flýg heim yfir sumartímann eins og önnur farfygli, nú fara vettlingarnir af.

miðvikudagur, mars 28, 2007

nóg komið

búinn að fá nóg af sól, bjór, hjólatraffík og testosterónskorti.

los klakos á morgun. mig vantar brekkur, frost, kuldalegt fólk og rokktónlist.

föstudagur, febrúar 02, 2007

superbella Italia!

uno salamívíó pítsa por favore - einhvernvegin svona byrjar forleikurinn að unaðslegri ítalskri nautnastund - stund sem ég mun muna lengi.

við Hrannar komum frá Ítalíu í fyrradag, sem skýrir af hverju hér hefur ekkert verið skrifað. það er bara búið að vera alltof gaman.

ferðalagið, sem hafði verið draftað á fimbull.blogspot, var í stórum dráttum á þessa leið:
1. Köben -> Vejle -> Billund lufthavn,
stoppuðum í þeirri miklu stuðborg Vejle í nokkra klukkutíma, þar var hægt að kaupa bjór - lítið annað.
2. lent í Písa,
í Písa er Mestaravöllur, þar sem allt er skakkt. að sögn Hrannars vegna þess að flutt hafði verið inn skekkjandi jarðvegur frá Babýlon .. við gerðum okkar besta til að rétta af turninn, en héldum síðan á brott.
3. lest til Flórens,
úff ... allar byggingarnar, stytturnar, sagan og allir þessir túristar! það var gaman að sjá Davíð e. Michelangelo, eftir að hafa nýlega skoðað afsteypu hans fyrir utan Afsteypusafnið hér í Khöfn.
4. lest til Bologna,
elsti háskóli í heimi, 7-kirkju-kirkjan, turnarnir tveir og ég veit ekki hvað og hvað í þessari borg bogaganganna.
5. lest til Genúa,
eftir að hafa glímt í langan tíma við ítalska lestarkerfið og hætt við að stoppa í Mílanó, komum við loks til heimaborgar Hrannars, borgarinnar í hlíðunum við Miðjarðarhafið þaðan sem Kólumbus sigldi til Íslands og var bent á að tékka á Vínlandi. meðal annars fórum við inn í dómshús borgarinnar, sem eins og allar aðrar byggingar var ekkert nema risastór og skreytt bygging með marmara fljótandi um eins og vín. meira að segja hótelherbergið var 5000 ára gamalt (eða a.m.k. hundgamalt).
6. lest aftur til Písa og flogið heim.
dauðþreyttir lentum við í Billund og komum okkur heim til höfuðborgar Íslands, Kaupmannahafnar. lífið hóf sinn vanagang aftur, Hrannar flaug heim í góða veðrið og ég kom mér fyrir á holu á bókasafninu við Fjólustræti, þaðan sem þetta er skrifað.

það var auðvitað svo margt að sjá, heyra, borða og drekka í þessari ferð að ég treysti mér ekki til að telja það allt upp. veðrið var talsvert betra en íslendingur á að venjast í janúarlok, maturinn yndislegur og Ítalir hreint ágætir. ekki skemmir fyrir að vera í fylgd leiðsögumanns sem talar reiprennandi ítölsku - grazzia Faccini Dori.

241 mynd úr ferðalaginu segja meira en mörg orð.


svo verður maður bara að fara aftur og sjá Cinque Terre og annað sem ekki náðist að skoða - helst að taka svona 3-4 vikur í landið allt - já eða nokkur ár ...

miðvikudagur, janúar 17, 2007

skuggar á skýjunum

jæja þá er það Danamörk aftur.

mótvindur í flugtaki en sólin skein á Karlsþorpsflugvelli við lendingu - vandamálin eru til að leysa þau.

prísa mig sælan fyrir að hafa lent í mestu snjóþyngslum í Rvk í 13 ár, á meðan óveður drap mann og annan í Skandinavíu. það var samt orðið aðeins of kalt og fínt að koma aftur hingað í Austurbrú í 6°C.

***

svo virðist sem að töfrarnir séu endanlega farnir af almennu farþegaflugi fyrir mér. aldrei hafa hellurnar verið jafn sársaukafullar, vindurinn sem kom inn um gatið við gluggann jafn napur eða flugfreyjurnar jafn hrokafullar.

auk þess var þetta allt of langt flug - ekki bað ég um að flogið yrði yfir Þórshöfn og Stavanger!

muna að kjósa Á. Johnsen svo við fáum þessi margumræddu jarðgöng milli (megin)lands og eyju (Ísland).

***

þessir amatörar á Vísindavefnum - að svara spurningu um orðtiltækið "sorry Stína" án þess að minnast á svarið "ok Palli" ???
það er líka fáránleikinn uppmálaður þegar þeir birta spurningu og gleyma að svara henni, sbr. spurningin hvort sé réttara hamborgarhryggur eða hamborgarahryggur.


***

stefnan er tekin á að nota íslenska orðið so meira í staðinn fyrir svo.
ég er so ofboðslega þreyttur.

svo verður því hér eftir aðeins notað í merkingunni síðan - og svo datt ég.

:: thank you so much, du er dejlig yndig, kjær og sød ::

þriðjudagur, janúar 09, 2007

så glad for min cykel

jæja þá er komið að stóru 7 daga ferðinni heim til Snælands. forseti Hæstaréttar var eitthvað búinn að tala um að sækja mig á morgun kl. 14:35 á KEF. ég ætla að láta á það reyna hvort túnfissamloka teljist til vökva hjá öryggisgæslu Kastrup.
hér er 10° C í miðjum mildastasta vetri í danskra manna minnum og ég geri ráð fyrir því að veðrið batni á Snælandi með komu minni.

***

eins og Carl Sagan sagði eitt sinn um hugsanlega tilvist geimvera: "Absence of evidence is not evidence of absence."

***

ég og Lilja löguðum frúarhjólið mitt (Litlu Láru) fyrir ekki svo löngu, en það hafði verið frá vegna tvísprungs mestan hluta desembers. af því tilefni datt einhverjum í hug vísa (cykel sangen):

Jeg er så glad for min cykel
jeg kommer hurtig langt omkring.
Og det er fordi på min cykel
der går det let som ingen ting.

På cykel kan men være, en cowboy på sin hest
og svinge sig i sadlen, som i det vdilde vest.

Jeg er så glad for min cykel
jeg kommer hurtig langt omkring.
Og det er fordi på min cykel
der går det let som ingen ting.

Og vil du lege speedway, er cyklen helt i top
du brummer lidt med munden, og speeder motoren op.



***

skemmtileg upptaka sem Eva sendi mér - "american way of love".

fimmtudagur, janúar 04, 2007

heja heja

ferðin til Svíþjóðar heppnaðist jyttevel.

Skánverjar tala mun betri útgáfu af íslensku en K'hafnarbúar, og svo er að finna Subway í Malmö. ég er miklu mun hrifnari af Subway heldur en fallafel.
Steina vinkona tók á móti okkur í Ystad með glæsibrag og við skemmtum okkur vel við að skoða gömul sæt hús, Grábræðraklaustur (sbr. torg kennt við sömu bræður hér í K'ben) og líta í búðir. sáum þó ekki ströndina í Ystad, enda var ekki alveg veðrið til þess.

eftir 6 daga, 10. jan, verður haldið í vikuferð til Reykjavíkur - þangað hefur mig alltaf langað að koma.

***

sá í fréttum fyrir nokkru að Akureyrarbær hefur ákveðið að gera almenningssamgöngur fríar innan bæjarins.
mér finnst þetta yndisleg hugmynd. þetta var rætt í blöðunum hér í K'höfn fyrir nokkru, en snögglega komu upp gagnrýnisraddir, hvers handreipi var rannsókn sem benti til þess að slíkar aðgerðir hefðu m.a. þær afleiðingar að hjólreiðafólk hætti að nota hjólin sín, en minni áhrifa myndi gæta meðal þeirra sem kjósa að nota bílinn sinn.

á Íslandi hjólar auðvitað enginn, vegna veðurs og brösótts landslags. fólk sem myndi kjósa að nýta sér hjólhesta, væri landið flatt og veðrið þolanlegt, notar því einkabílinn.
í Rvk er risastór ónýttur markaður af fólki sem myndi leggja bílnum ef til væri raunverulegur valkostur. frír strætó í nokkur ár myndi leysa hænu/egg vandamálið (of fáir farþegar -> of fáar ferðir -> of fáir farþegar ...) og álagið á vegakerfið myndi snaaaarminnka.

ókeypis almenningssamgöngur fara líka einkar vel saman við hugmyndir mínar um lestarkerfi á allstór-höfuðborgarsvæðinu, með viðkomu í Herstöðvarbæ og á Leifsstöð.

***

mæli með snjómannagallerýi Kalvins og Hobbes, fyrir þá sem hafa góðan húmorkirtil.

þriðjudagur, október 17, 2006

bjór í Belgíu

þessi belgíuferð heppnaðist með eindæmum vel!

piwo
kolféll fyrir Belgískum bjór, þó ekki fyrir Stellu - við erum enn bara kunningjar. Chimay, Duvel, Corsendonk og fleiri eðalbjórar af svipuðum gæðum - það eru vinir sem eru mér að skapi. bæði Stella og belgískt súkkulaði eru ekki að gera sig fyrir mig. ég sit reyndar núna heima í Holsteinsgötu og drekk þennan eina Stellubjór sem ég tók með mér heim, og reyni að mana mig til að klára súkkulaðimola sem Lilja gaf mér. sama með uppáhald Belga, pommes frittes - ég er ekki að ná því hvað er málið með þá áráttu. þarna eru frönskustaðir (frituur) útum allt og ef ég skildi pabba hennar Jódíar rétt þá voru amerísku hermennirnir í Belgíu þegar þeir kynntust frönskum kartöflum, þeir föttuðu bara ekki að þeir voru ekki lengur í Frakklandi :o

ferðalög
Antwerpen, Gent og mest af öllu Leuven urðu fyrir valinu í þessari túristaferð, sólin skein og belgar brostu (niður til mín - þetta er mjög stórt fólk - þótt það virðist minnka þegar það eldist ..). gamlar borgir, menning, kirkjur, blabla - þið vitið hvernig þetta er. Jodie vinkona mín sýndi mér um Antwerpen og Gent, en Vala, BogÓlafía, Birkir og Hafdís áttu öll þátt í því að sýna mér hvernig maður skemmtir sér í Leuven - bar-hopp, bjórdrykkja, belgísk ballskák, matarboð og ekta belgískur fjölskyldumatur: gúllas með frönskum.
stefnan var reyndar sett á Brugge í gær, en nei - 59 € hefði það kostað, hrfmp. til samanburðar borguðum við 10 og 12 € til að fara bæði fram og til baka til hinna borganna - með helgarafslætti. lestarkallinn sagði okkur að það væri miklu ódýrara að fara með rútu - en það reyndist ekki alltof auðvelt. samtalið við rútukallinn var e-vegin svona: "Bús? Brús?" "Já, wí wud læk bös tiket to Brús" "Brús? bus to Brús?" "jess, ken ví bæ a tiket tú Brús?" "No no there is not possible Brús with bus!".

fólk
Vala litli gullmoli (gulldvergur?) hýsti okkur og var eflaust frelsinu fegin þegar við loksins héldum aftur heim til Köben. hún býr í risastórri íbúð, sem þó er aðeins eitt herbergi með 2 metra háu rúmi og sturtu á miðju stofu/eldhúsgólfinu :)
svo það komi fram þá er brotthvarf dvergsins úr raf-umheimum ekki (að ég held) mér að kenna, heldur bilaði tölvan hennar. ég afrekaði hinsvegar að stela skeið frá henni (sorry Vala) og brjóta rauðvínsglas heima hjá Boga og Ólafíu - þumalfingrum fjölgar hjá mér í réttu hlutfalli við innbyrta bjóra.

fyrir þá sem vilja eru hér nokkrar myndir sem tala sínu máli.

flug
mikið ótrúlega er Khafnarflugvöllur mikil hörmung. held hann blikni við hlið allra annarra flugvalla hvað varðar þjónustu, hvort sem það er í slóvakíu, tékklandi, þýskalandi, íslandi eða bara annarsstaðar þar sem menn búa ekki í strákofum.
Brusselflugvöllur kom mér aftur á móti mjög skemmtilega á óvart, sem og flugfélagið Virgin Express. röðin að check-ininu var engin í Brussel (ég taldi held ég 7 afgreiðsluborð sem stóðu mér til boða), á móti endalaust langri hörmungsröð í Khöfn. virgin-flugið okkar var í flugvél SN Brussel Airlines, sem þýddi að það var matur og kaffi innifalið - ómetanlegt þegar maður er búinn að vera í flugvallarstressi allan morguninn að fá þessa heitu flugvallarmáltíð - þótt ekki séu þær glæsilegar.