Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu skot. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu skot. Sýna allar færslur

sunnudagur, maí 25, 2008

hrákaldur veruleikinn í formi nýstúdents

ónefndur vinur minn og jafnaldri var staddur á Prikinu núna um helgina. eitt sinn er hann stóð í röðinni á klósettið óskaði hann stúlku með stúdentshúfu til hamingju með árangurinn, minnugur gleðinni sem umlék útskriftardaginn okkar vorið 2002.

"ert þú ekki full gamall til þess að vera hérna inni?" svaraði hún.

hann brosti bara að því, en félögum hans þykja þetta stórar fréttir, þar á meðal mér.

ég er semsagt kominn á þann aldur...

miðvikudagur, október 10, 2007

ógnarstjórn Pútíns

þessi gæi er asskoti beittur stundum, mynd dagsins á vel við meðfylgjandi frétt Vísis.is

Hyggjast styrkja sambandið

Hyggjast styrkja sambandið

Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók vel á móti frönskum starfsbróður sínum, Nicolas Sarkozy, sem heimsótti hann í gær.



hér í Lúx eru hagarnir aðeins farnir að grána, laufblöðin að falla og þokan að gera sig heimakomna.

þá er ágætt að hugga sig við það sem áður var og líta um leið grámygluna með bjartsýnisgleraugum.

sunnudagur, júlí 29, 2007

um þetta vildi ég ekkert sagt hafa ...

nýju umferðarskiltin:
Svartur sunnudagur
Óhugnalegt...
Svartur Sólarhringur
Morð í Reykjavík
Óhugnanlegt!!
Hroðalegt atvik
Morð
Skotárás.
Hræðilegar fréttir
Hræðilegt
SVÖRT HELGI
Mín dýpsta samúð
Stórborgin Reykjavík
Ömurlegar...
Sorgleg endalok.
Samúðarkveðjur.
Hvað getur maður sagt ?
Óhugnarlegt
Sorglegt
- mbl.is

ætla stjórnvöld að horfa aðgerðarlaus á?

er ekkert heilagt fyrir þessu fólki utan af landi?

getur maður ekki lengur gengið óhultur um borgina og keypt sér dóp?

hefðu mislæg gatnamót komið í veg fyrir morðið?

hvenær á að stöðva tölvuleikjaofbeldisvæðingu unglinga?

eins og ein á mbl.is sagði: Hærðilegt, bara hærðilegt

fimmtudagur, júlí 12, 2007

1000 lögfræðingar á hafsbotni

Q. What's wrong with Lawyer jokes?

A. Lawyers don't think they're funny, and nobody else thinks they're jokes.



fimmtudagur, maí 10, 2007

súkkulaðibíllinn

allir sem stúderað hafa lög við HÍ þekkja Súkkulaðibílinn, sem losaði kamra borgarbúa (í Rvk / Ak?). kom hann við sögu í dómsmáli snemma á síðustu öld, í máli þar sem maður krafðist þess að viðurkenndur yrði eignarréttur hans á eigin súkkulaðiframleiðslu.mynd af bílnum fann ég í ppt-glærum á vefsvæði nemenda við Iðnskólann í Reykjavík. mun hann einnig hafa gengið undir nafninu Grundarbíllinn og var þetta bíll nr. 2 sem keyptur var til landsins.
samkvæmt google-leit var bíllinn keyptur árið 1907, vó 3900 kg. og mátti bera eitt og hálft tonn.

"Dekkin voru 1.20 metra há það er um 47 tommu massif og á tvöföldu að aftan. Vélin var 9 hestöfl enda gekk þetta ekki upp og bíllinn var seldur úr landi"
um var að ræða
"bifreið sem keypt hafði verið í Þýskalandi fyrir Magnús Sigurðsson á Grund í Eyjafirði og var því í daglegu tali kallaður Grundarbíllinn."
eins og fram kom í Ísafold 1908 var Magnús óðalsbóndi og kaupmaður, sem ekki keypti
"gamla bifreið og ef til vill gallaða, af sparnaði, heldur [lét] beint gera sér alveg nýja, lagaða eftir því sem hann [hugði] sér best henta og vegunum hér á landi."
keypti hann "sér bifreiðina suður á Þýskalandi, fyrir 6.500 kr., sem er auðvitað ekki neitt stórfé, en margur stórum fjáðari hikar þó við að leggja í tóma tvísýnu, og það raunar ekki fremur fyrir sjálfa sig en aðra, ofan á óörvandi reynslu hér.
Hann sendi vel hæfan vélfræðing til að standa fyrir útveguninni, auðvitað Íslending, því öðrum er ekki fyrir slíku trúandi (Jón Sigurðsson frá Hellulandi)."
ef þetta er ekki eitthvað sem ætti heima á safni, eins og H benti á í athugasemd hér að neðan. verst að hann var seldur úr landi 1912.

sunnudagur, apríl 29, 2007

örorka macht fat

nafnleysinginn Hnakkus bendir á að manneskja, sem eitt sinn skrifaði svona:

"... höfum við hingað til verið nokkuð viss um að hér séu fallegustu konurnar, sterkustu mennirnir, ..."

"Á Íslandi búa jú bara hraustir víkingar, ..."

"... afhverju geta [útlendingar] ekki bara farið eitthvað annað? ... [það er] skoðun mín að fólk sem kemur hingað frá fjarlægum löndum til þess eins að lifa á félagslega kerfinu, ..., gerir enga tilraun til að læra tungumálið eða samlagast okkar samfélagi á einn eða annan hátt, ætti bara að drífa sig til síns heima, ..."
segir nú:
"... heilsan hjá mér hefur ekki verið upp á sitt besta í gegnum tíðina, ..."
"maður fitnar, missir mátt o.s.frv."
"En á Spáni er ætlunin að ná heilsu." "... ég ætla að hafa það gott og lifa á örorkubótum í sex mánuði!"
manneskjan ætlar sem sagt að flytja til útlanda í leit að betra lífi. flytja til annars lands til þess eins að lifa á félagslega kerfinu, sem hún gerir væntanlega ráð fyrir að sé það sem spánverjar geri og með þessu sé hún að aðlagast samfélaginu. hahha!

jæja, þá er einu fíflinu færra hér. Magnús Þór, þú ert næstur (Jón Magnsússon er búinn að taka út sinn Kanaríeyjaskammt).

Hnakkus þýddi fyrir greyið eina af gullsetningum hennar, "svo hún geti sagt öðrum innflytjendum til syndanna á lýtalausri spænsku":
"Þetta land var byggt upp fyrir okkur, ekki fyrir fólk frá öðrum löndum!"

-> "Este pais fue hecho para nosotros, no para la gente de otro paises!"

föstudagur, apríl 27, 2007

loksins får Island hjælp med forsvar

Islændingerne har brug for militær hjælp, fordi amerikanerne haf forladt Keflavik basen.

Island [har] befundet sig i et sikkerhedspolitisk tomrum uden militære styrker.

- þetta hefur metroXpress eftir Ritzau fréttaveitunni í blaði dagsins, um þetta rammeaftale.


ég veit ekki, maður eiginlega hálfskammast sín. væri ekki nóg að fá bara lánaðar 2 herþyrlur til að bjarga drukknandi sjómönnum?



myndin er af dansk-norskum hermönnum í 7 ára stríðinu.

mánudagur, mars 12, 2007

femínískar slæður

Egill Helgason hörkubloggari og megaplebbi hefur verið að agítera fyrir því að femínistar berjist gegn múslimaslæðum. minnir mig á þessa 70 ára gömlu áróðursmynd sem ég fann á timarit.is:***

Meyhreinir pabbadrengir hittast í ystu afkimum netheima, í kjallaranum heima hjá mömmu eða nýleigðum íbúðum vestur í Skjólum, þar sem einir búmuna eru flatskjár og Friedman (brjóstmynd). Þar sitja þeir íklæddir fermingarskyrtum og láta barkakýlin tifa í takt eins og unghanar á gólæfingu. Fussa gegn opinberum fjáraustri og álykta með sölu leikhúsa og leikskóla. Ljóngáfaðir en lítt þroskaðir.

- Hallgrímur Helgason nær ágætlega að fanga hugmyndir mínar um hinn týpíska frjálshyggju dreng. þær fáu stúlkur sem slysast út í þennan skrítna hugmyndaheim afgreiða sig líklega sjálfar á svipaðan hátt og drengirnir í greinninni hans Hallgríms.auðvitað er þetta ómálefnalegt, ýkjukennt og að hálfu í góðsömu gríni en sannleikurinn skín í gegn.

mér eru minnug orðaskipti mín og ónefndrar stúlku, eins stofnenda skolagjöld.is (síðan er löngu horfin en afrit hennar er hér). hún þvertók fyrir að félagið væri samansafn pabbastráka (þótt hún væri eitt besta dæmið sem hægt er að finna um slíkan strák). ég hefði átt að óska henni barneigna!

***


mynd af mér í nýjustu sælkeraumfjölluninni.

rétturinn til þess að vera reikistjarna

24. ágúst 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga nýja skilgreiningu á reikistjörnum, og fellur stjarnan sem áður var þekkt sem reikistjarnan Plútó ekki undir hana. telst Plútó því dvergreikistjarna í dag.

ég er á því að Alþingi ætti að samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis að íslenska ríkið lýsi því yfir við alþjóðasamfélagið að Ísland fallist ekki á hina nýju skilgreiningu, og muni áfram telja Plútó til reikistjarna.
það er ömurlegt hvernig hið íslenska vísindasamfélag beygir sig alltaf fyrir heimskulegum alþjóðlegum samtökum, stöðlum, sáttmálum og samböndum.

fari stuðningur eða andstuðningur við Íraksstríðið fjandans til, þetta er þjóðþrifamál!

Bjarni Moggablogg Magnússon og Björn Þorn Guðmundsson (hic) eru eftir minni bestu vitund helstu sérfræðingar okkar í geimrétti og réttindum stjarnfræðilegra fyrirbæra. gætu þeir því leitt þetta þjóðþurftar starf með myndarbrag.
(þar sem þessir tveir koma saman, þar verður súr stemmning og mikið drukkið)
***

geturðu sagt Rechtswidrigkeit 4 sinnum hratt?

Tastrafrecht, þ.e. að refsing sé í réttu hlutfalli við sekt sakbornings. sé hann aðeins hálfsekur, ber auðvitað að nýta einungis helming refsirammans.

því má þó ekki rugla saman við Rechtswidrigkeit - þ.e. meðvitund um að verknaður sé ólögmætur og refsiverður.

Geständningsprozeß - þ.e. játningarmeðferð, hvernig játning er fengin frá sakborningi. þegar játning var skilyrði refsingar varð auðvitað að fá hana fram með hverjum þeim hætti sem mögulegt var.

ofantalið er að hluta byggt á bók Heikki Pihlajamäki: Evidence, crime, and the legal profession: the emergence of free evaluation of evidence in the Finnish nineteenth-century criminal procedure. að hluta er um grín að ræða.

í bókinni er ágætis umfjöllun um hvernig notkun sönnunargagna fór úr því að vera fastmótuð og reglubundin, til þess fallin að konungur gæti hæglega stjórnað meðförum sakamála og hvernig franska byltingin fæddi af sér frjála sönnunarfærslu og frjálst sönnunarmat, stundum kallað “théorie morale des preuves”.

***

sunnudagur, janúar 21, 2007

10 árum of seint

þá er kallinn kominn með fax! loksins! það virkar þannig að í Seattle, Washington er mótteknu faxi breytt í myndir og þær þvínæst sendar á tölvupóstfang mitt.
sendið mér því endilega línu á númerið mitt (00) 1-206-202-4341.

k7.net fyrir þá sem vilja prufa að fá sér fax-númer.

***

annað sem er ansi seint á ferðinni: það er byrjað að snjóa hérna - var að taka þessar myndir.

***

já og talandi um seinkanir, ég sá ekki betur en að Spaugstofan hafi verið fyndin á laugardaginn. plebbaveislurnar, málþófsmálin, Byrgið ... lol eins og sagt er.

betra er seint en aldrei - eða er ég kannski að verða svona gamall að Spaugstofan er orðin fyndin?

miðvikudagur, janúar 17, 2007

skuggar á skýjunum

jæja þá er það Danamörk aftur.

mótvindur í flugtaki en sólin skein á Karlsþorpsflugvelli við lendingu - vandamálin eru til að leysa þau.

prísa mig sælan fyrir að hafa lent í mestu snjóþyngslum í Rvk í 13 ár, á meðan óveður drap mann og annan í Skandinavíu. það var samt orðið aðeins of kalt og fínt að koma aftur hingað í Austurbrú í 6°C.

***

svo virðist sem að töfrarnir séu endanlega farnir af almennu farþegaflugi fyrir mér. aldrei hafa hellurnar verið jafn sársaukafullar, vindurinn sem kom inn um gatið við gluggann jafn napur eða flugfreyjurnar jafn hrokafullar.

auk þess var þetta allt of langt flug - ekki bað ég um að flogið yrði yfir Þórshöfn og Stavanger!

muna að kjósa Á. Johnsen svo við fáum þessi margumræddu jarðgöng milli (megin)lands og eyju (Ísland).

***

þessir amatörar á Vísindavefnum - að svara spurningu um orðtiltækið "sorry Stína" án þess að minnast á svarið "ok Palli" ???
það er líka fáránleikinn uppmálaður þegar þeir birta spurningu og gleyma að svara henni, sbr. spurningin hvort sé réttara hamborgarhryggur eða hamborgarahryggur.


***

stefnan er tekin á að nota íslenska orðið so meira í staðinn fyrir svo.
ég er so ofboðslega þreyttur.

svo verður því hér eftir aðeins notað í merkingunni síðan - og svo datt ég.

:: thank you so much, du er dejlig yndig, kjær og sød ::

föstudagur, janúar 05, 2007

Kaupthing


klikkið á myndina til að sjá stærri útgáfu.
höfundur er mér ókunnur

mér finnst þetta miklu fyndnara en John Cleese auglýsingin, þessi eina sem ég hef séð.

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Warhol-it


ef einhver þarna úti þjáist af prófleiða eða öðrum almennum leiðakvillum, þá bendi ég á

(Andy) Warhol-it: thomasonrails.com/warholit/







Hafnar úr gufu hér
heim allir girnumst vér
þig þekkja að sjá;
glepur oss glaumurinn
ginnir oss sollurinn,
hlær að oss heimskinginn :P
Hafnar slóð á

Leiðist oss fjalllaust frón,
fær oss oft heilsutjón
þokuloft léð,
svipljótt land sýnist mér
sífellt að vera hér,
sem neflaus ásýnd er
augnalaus með

Bjarni Thorarensen - Íslands minni (ort á Elers Kollegium, Store Kannikestræde 9)

***


en það er allt gott héðan af flatlendinu.
- ritgerðin mín um Closed-shop agreements og neikvætt félagafrelsi skv. 11. gr. mse er orðin 11.705 stafir - 5 stöfum of stór.
- af 8 borgarstjórnarfulltrúum borgarinnar sem búa í Asturbrú eru 7 konur - ætti ég að vera reiður og heimta fléttulista? VG? meikar það sens? bleh!
- Metro-byggingin þar sem flestir tímarnir fóru fram á önninni er víst byggð á grunni elsta skóla DK, Metropolitan skólans. hún er gömul, en ljót.
- Júrahúsið er líka þokkalega gamalt. lyktin uppúr klósettunum er líka eftir því, þangað hefur margur júradískur þankagangurinn runnið niður. helvítið er opið til 9 á kvöldin, 5 á laugard. og lokað á sunnud.! erðiggi að fokking grínast? ekki vissi ég hvað átt hafði fyrr en ...

mánudagur, nóvember 13, 2006

heimsóknir og heimskulegar fréttir

Rún og Hrannar hafa verið hér í heimsókn og við höfum náð að mála lítinn part af Khöfn rauðan, hvítan og bláan. veðrið er að vísu búið að vera kalt, vindasamt og með skúrum á milli, en það er e.t.v. ekkert til að skammast sín yfir, ef þessi mynd af Vísi.is af íslenska nóvemberveðrinu er eitthvað til að dæma eftir.

bjórdrykkja hefur verið nokkur og við skötuhjúin erum búin að fara með þeim skötuhjúunum á 2 afbragðs veitingastaði, Spiseloppen (stolt Stínu) og Peder Oxe í miðbænum. jólabjórs-, hvítvíns-, rauðvíns- og fjallagrasaáfengis-legin helgi, og er það vel.

þau hafa verið að þræða söfn og sögufræga staði bæjarins á daginn, á meðan undirritaður hefur hangið heima mestmegnis og þóst verið að skrifa ritgerð í ECHR - þetta verður grundvallaryfirlit yfir eitt af mest spennandi álitaefnum mannréttindaréttar, á 5-7 bls.!

annars virðist öruggt að við Lilja komum ekki heim um jólin, heldur kíkjum í staðinn í heimsókn á Klakann um eða eftir áramót. auk dansks jólamatar og undirbúning lokaritgerðarskrifa sé ég fyrr mér að við látum verða af því að skoða þessa blessuðu borg almennilega og kíkjum kannski yfir sundið til Svíþjóðar. það verður áhugavert að sjá hvort við ráðum við að halda jólin alein í úglandinu.