Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu kirkja. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu kirkja. Sýna allar færslur

sunnudagur, mars 30, 2008

spámaðurinn fitnar

fitna (ísl): hlaupa í spik, verða holdugur, stríðsvaxinn eða algjör fituklumpur.

fitna (arab): mjög
víðtækt orð sem getur átt við trúardeilur, aðskilnaðarstefnu, upprisu og stjórnleysi, allt á sama tíma.

Sigurður nokkur nennti að skrifa í nokkuð löngu máli um það sem allir aðrir sem séð hafa þessa krúttlegu mynd höfðu áttað sig á, en þessar tvær setningar hans segja allt sem segja þarf:

Afskaplega auðvelt væri að klippa saman 15 mínútna myndband sem sýnir kristni í nákvæmlega sama ljósi. Þannig væri hægt að notast við brot úr myndum og þáttum á borð við: Root of All Evil?, The Doomsday Code, The God Who Wasn‘t There og Jesus Camp.

Jesús Camp er einmitt á RÚV+ núna - kannski sýna þeir Fitna næsta sunnudag.

miðvikudagur, desember 12, 2007

Jésúm var ekki umskorinn frekar en ég






hjálpaðu mér Stefán Einar, hjálpaðu mér Akureyrarprestur!
ég er að drepast úr helvítis umburðalyndi (ojjjj ...)

ég verð, eins og sumir, líka, að kveinka mér yfir því að þrátt fyrir að hafa átt (og eiga) foreldra sem voru (og eru)

"kristilegir [einnig mjög búddalegir og mússalegir] og kærleiksríkir og legðu mikla [en alls ekki of mikla] áherslu á gæskufulla innrætingu [illt innræti er líka gott í hófi] þá snerist bóklesturinn [hjá mér í æsku] frekar um Línu Langsokk [og Mikka Mús og Gagn og Gaman] en Jesú Krist [og Egil Skallagrímsson og Joseph K.]."
þar að auki, og enn fremur, reyndi hvorugur grunskólinn sem ég gekk í að boða mér neina trú þegar ég var barn!

æ mig aumann, að hafa haft prest sem lét börnin koma til sín - hvar var hann þegar ég var óharðnaður unglingur, áhrifagjarn og vitlaus?

aahhh, hreinsunareldurinn brennur ... cssssstcsh
myndirnar eru úr dagatali RyanAir 2008 - af öryggisvörðum háloftanna.

föstudagur, ágúst 31, 2007

Barbie jíhad

þetta er of fyndið.
hvenær ætli við fáum að sjá berbrjósta frumbyggja barbí?

miðvikudagur, maí 09, 2007

norsarinn í mér

dagar mínir sem námsmaður eru senn taldir (í bili?) og því hef ég gerst mjög norskur upp á síðkastið.

í dag er síðasti miðvikudagur dvalarinnar og stefnan var því tekin á að heimsækja 7 söfn í borginni sem bjóða 'pöpulnum' frítt í heimsókn á miðvikudögum. norskan að drepa mann, en ég sparaði þó ca. 7x40 dkr.

halda þurfti vel á spöðunum til að ná 7 söfnum og útbjó ég því dagskrá í gær, sem miðuð var við opnunartíma og staðsetningu, en fyrsta safnið opnaði 10 og það síðasta lokaði 21, sjá hér (með linkum).

dagurinn sem senn er á enda kom einhvernvegin svona út:

1 Thorvaldsensmuseum - myndir
fagurappelsínugult hús sem tileinkað er landa mínum Bertel opnaði dyrnar sínar á slaginu 10. þetta var mjög góð skemmtun og ég verð að viðurkenna að hann hefur kunnað nokkuð til verka strákurinn.
Amor virðist hafa verið í miklu uppáhaldi hjá honum, hann var þarna út um allt, á öllum aldri, spilandi á hörpu, örina sína og á sjálfan sig og að leika með öllum hinum fyrirbærunum, Venusi, Mars og þeim. sömuleiðis var hlutfall naktra karlmanna vs. kvennmanna svolítið of hátt fyrir minn smekk. ég fer alltaf svolítið hjá mér þegar ég sé þessi litlu rómversku typpi.

2 Tøjhusmuseet - myndir
vopna- og hersafn borgarinnar er steinsnar frá Thorvaldsen og því var tilvalið að rölta þangað. það opnaði ekki fyrr en á hádegi og því gáfust nokkrar mínútur á milli til þess að teiga kaffið úr thermostatnum og horfa á nokkra fugla í bókasafnsgarðinum, en hersafnið er rétt hjá Fólksþinginu (sem er rétt hjá Thorvaldsen).
þegar inn var komið blasti við þessi aaaragrúi af byssum, hnífum, kanónum, rifflum, loftvarnableh og ég veit ekki hvað og hvað. það hefði mátt taka yfir litla Ísland bara með einum þriðja af sverðunum. þetta var óneitanlega ekta strákasafn, eins og sást þegar 2 skólahópar (danskur og pólskur) komu hlaupandi (strákarnir) og dragandi lappirnar (stelpurnar) er ég var að fara.

ég tók þetta vídeo af sjálfum mér að spila hermarsa á safninu - eins og sést átti ég mjög erfitt með að skipta um lag í safntölvunni.

3 Orlogsmuseet -myndir
er ég var að ljúka við að svala landstríðsfíkn minni hringir Íris í mig og drífur mig með sér að kjósa í þessum Alþingiskosningum, sem mér skilst að séu að skella á (hef reyndar ekkert orðið var við þær í fjölmiðlum heima ...).
það passaði fullkomnlega því flotasafn landsins er einmitt í leiðinni í íslenska sendiráðið, þarna niðrá Kristjánshöfn.
umgjörðin á safninu var reyndar svolítið íslensk og raunarleg, en þó var margt áhugavert og flott þarna að finna. enn var stríð rauði þráðurinn, enda þótt maður hafi fengið góða innsýn inn í líf danskra sjómanna um leið.

4 Kunsthallen Nikkolaj
þetta safn stóðst engan vegin þær væntingar sem undirritaður hafði gert sér til þess. ég er eiginlega feginn að batterýin hafi klárast er inn var komið, jah fyrir utan að mér langaði að taka mynd af einu bílflaki sem átti að hafa verið ferjað frá Írak (en gat eins verið af Norðurbrú).
sýningin sem nýverið var sett þarna upp fjallar semsagt um stríðið í Írak "The Return of The Democracy - destination: Írak".
þemað er svosem ekki slæm hugmynd, en framkvæmdin var allt of ... húlabúla við erum hinsegin, gerum gjörninga með olnbogunum!!?&%
þarna hafa svona listamenn fengið að ráða sem vilja svo ægilega mikið vera öðruvísi og fjarlægjast 'hefðbundin' listform, að úr verður bara bull. það lá við að ég hefði þóst vera spasstískur og farið að öskra og baða út höndum, svo ófrumleg voru frumlegheitin -"hey vá krakkar, vörpum vídjói af Bush og talíbana á klósettrúllur sem hanga niður úr gólfinu og setjum við hliðiná risamyndina af nakta svarta nauðrakaða manninum! far át, nei ég meina fnjepað skelurðu"

ég tók því bara stuttan hring um Kúnstnahúsið og fékk mér svo pulsu eins og hver annar þorpari á kóngsins nýtorgi. áður en batterýin kláruðust náði ég þó að taka myndir af safninu - sem er fyrrum kirkja, roma-harmonikkuleikurum á Strikinu og strætó með ESB fána flaktandi (til hamingju með ammælið ESB!).

5 Kunstindustrimuseet - myndir
dönsk hönnunarlist er sýnd í furðustóru húsnæði á Breiðgötu, sem er ekki langt frá Austurbrú. klukkan var ekki nema 15.45 þegar þarna kom við sögu, enda hafði Nikolaj heimsóknin tekið mjög stuttan tíma. sá ég mér því leik á borði og fór heim og sótti aukabatterý heima, fyllti á bjórnestið og skilaði af mér þermostatnum (ég veit, mjög norskt allt. við það er að bæta að í skápunum á safninu biðu mín 2x20 dkr, hahh, ölmonní!).
í safninu kennir margra skemmtilegra grasa og var farið yfir helstu tískur í húsgagnahönnun, með áherslu á dk. þarna var auðvitað hann Arne með eggið, auk þess sem ég fann Lögbergsstólinn fræga (þekktur sem Barcelona stolen utan Lögbergs).
er ég hafði villst inn í postulínsdeildina sagði önugur safnvörður mér að verið væri að loka (önugur því það var miðvikudagur og ekkert nema freeræderar að káfa á safnmununum), ég hafði skrifað hjá mér að það lokaði ekki fyrr en kl. 18 og missti því klukkutíma þar. sem betur fer var ég búinn með mest af 20. öldinni og átti bara 'gamla draslið' eftir - sem mér þótti síður spennandi.

6 Post og Telemuseum - myndir
Póst- og símasafnið lokar ekki fyrr en kl. 20 og ég hafði því góðan tíma til að litast þar um, sem betur fer. þrátt fyrir að nafnið hljómi ekki allt of fjöruglega var þetta hin besta skemmtun fyrir öll vit. sýningin spannaði samskiptasögu landsins og kom á óvart hversu fræðandi og skemmtileg hún var. fyrir utan reyndar frímerkjaherbergið, ekki alveg minn túnfiskur.
graskerakerra dregin af hestum, karl að skrifa bréf úr fangelsi, pönkari fyrir utan símaklefa, dagur í lífi símadömu (þær þurftu að vera ógiftar, vel talandi og geta lifað á litlu) lifandi járnbrautalestir og fleira kætir þarna augað og ég hvet alla til að kíkja við.

7 Dansk Design Center - myndir
í rólegheitum mínum rölti ég yfir á H.C. Andersen búlevard, á móti Glyptotekinu, til þess að skoða enn meiri danska hönnun. þetta var stutt og laggóð heimsókn þar sem gaf m.a. að líta tölvur, ryksugur, kaffikönnur, reiðhjól og símann úr Stellu í orlofi sem var til á hverju heimili heima á þeim tíma.
á efri hæðinni gaf að líta vinningshafa dansk design verðlaunanna í ár, þ. á m. tannlæknastól.

neðsta hæðin hafði að geyma flow-verslun, einkar áhugaverða. þar mátti kaupa innri frið, öryggistilfinningu, samúð og fleira skemmtilegt, í þar til gerðum lyfjaglösum, sprautum og flöskum. inn á milli voru plaköt með áminningum um misskiptingu auðs á jörðinni, hættum neyslusamfélagsins og þvíumlíkt. svona á að vera frumlegur, hugsaði ég.


þetta var hinn skemmtilegasti dagur og fór ég létt með að taka yfir 400 myndir. nú er svo komið að ég á bara eftir Afsteypusafnið og Músiksafnið til þess að hafa náð að plægja öll frísöfn og stundum frí-söfn borgarinnar.
markmiðið var auðvitað ekki að hlaupa í gegnum sem flest söfn á sem stystum tíma, en þessi 7 á einum degi eru vel gerleg. það hjálpar auðvitað að hafa einbeitingu gullfisks og vera af skyndikynslóðinni, þessari sem vill fá allt strax, drífa það af og henda því svo eins og tyggjói. þetta er samfélaginu að kenna.

miðvikudagur, maí 02, 2007

fyrsta kærustuparið á tunglinu

þetta er aðalsmellurinn hér undanfarið, ég veit ekki hvort æðið hefur náð heim til Íslands:

Nu er vi landet her
vi har hvad vi skal ha
og vi er stadig stående
Lige meget hvad der sker
på sidste skoledag
blir vi de første kærester på månen
***
sá þessa mynd hjá Ella og gat ekki annað en stolið henni.
er þetta ekki verkalýðurinn að riðlast á Tópas fyrir að vinna spellvirki á 1. maí?

rosalega finnst mér fyndið að neyslufyrirtæki komist upp með að kúka yfir þjóðfélagið án þess að fólk reisi við því rönd.

"ég borða þá bara opal" (sem er framleitt af Nóa Síríus eins og Tópas).

"ég ætla sko aldrei að drekka þetta kók zíró, en ég get samt ekki hætt að drekka venjulegt kók, það er ástin í lífi mínu"

það er erfitt að vera prinsippmanneskja í neyslusamfélagi ...

***

þjóðkirkjan er flott. ég skil ekki hvað menn eru að láta stjórnast af henni en ekki gefa þessar hommagiftingar bara frjálsar (þeim sem vilja). hvað heldur fólk að gerist, að þetta lið fari að eignast börn saman ef þau fái vígslu trúfélags? þessi mynd varð fræg út af einhverjum vísindakirkjuskandal, en hún á ágætlega við hér s.s.á.

fimmtudagur, apríl 12, 2007

hið illa

The biggest trick Satan ever pulled was convincing the world he doesn't exist.

The biggest trick the Catholic church ever pulled was convincing the world he does.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

leiðarbók morðingjans um Æsland

'Callum looked out over Reykavik, its colourful dolls' houses snuggled together, their rooftops so sharp and precise against a blue screen sky. He loved this daft capital, this gale-blown toy town with whalebones under its flagstones ...'
He has fled his native Glasgow to make a fresh start in Iceland with Birna Sveinsdottir, the pretty glaciologist who is slowly thawing his heart.
He has moved in with Birna, her indomitable mother (who happens to believe in fairies) ...

eftir að hafa gluggað aðeins í þessa bók í Svíþjóð er ég fullviss um að mér langi ekki að eyða neinum teljandi pening eða tíma í hana. kaupi hana e.t.v. á skransölu eftir 10 ár.


sú staðreynd að ég hef síðan á jólunum byrjað á og hætt að lesa 4 bækur af þeim 6 sem ég hef hafið lestur á, segir þó e.t.v. meira en mörg orð um hæfni mína til að velja athyglisverðar bækur.




Lilja er að lesa danska þýðingu af Shopaholic in New York - og skrifar niður dönskupunkta til að nota í búðunum
jeg vil gerne pröve dem i störrelse ni og trædive.

***

mmm.. sósíalismi
dundaði mér í gær við að búa til safnid.blogspot.com/ - lista yfir söfn hér í nágrenninu sem hægt er að heimsækja ókeypis - sum alla daga, önnur einn dag í viku. ekki að það sé voðalega dýrt að heimsækja söfnin þegar þau rukka inn, en ég sé fram á að spara heilmikið ef ég heimsæki bara nógu mörg söfn á sem stystum tíma.

***

Many people are desperately looking for some wise advice which will recommend that they do what they want to do.

laugardagur, janúar 13, 2007

schmevolution

Íslendingar eru almennt sáttir við þróunarkenninguna skv. könnun frá 2005, jafnvel bara manna sáttastir:






Google Translate verkar bara svona ágætlega þegar það þýðir úr frönsku yfir í ensku, eins og ég komst að raun um þegar ég þýddi þetta yfir í þetta.

Les preuves dérivées de celles qu'on été obtenues en violation des droits fondamentaux sont frappées de la même sanction d’irrecevabilité.

eða

The evidence derived from those which one obtained in violation basic rights are struck same sanction of inadmissibility.


mikið er tæknin yndisleg...

fimmtudagur, janúar 04, 2007

heja heja

ferðin til Svíþjóðar heppnaðist jyttevel.

Skánverjar tala mun betri útgáfu af íslensku en K'hafnarbúar, og svo er að finna Subway í Malmö. ég er miklu mun hrifnari af Subway heldur en fallafel.
Steina vinkona tók á móti okkur í Ystad með glæsibrag og við skemmtum okkur vel við að skoða gömul sæt hús, Grábræðraklaustur (sbr. torg kennt við sömu bræður hér í K'ben) og líta í búðir. sáum þó ekki ströndina í Ystad, enda var ekki alveg veðrið til þess.

eftir 6 daga, 10. jan, verður haldið í vikuferð til Reykjavíkur - þangað hefur mig alltaf langað að koma.

***

sá í fréttum fyrir nokkru að Akureyrarbær hefur ákveðið að gera almenningssamgöngur fríar innan bæjarins.
mér finnst þetta yndisleg hugmynd. þetta var rætt í blöðunum hér í K'höfn fyrir nokkru, en snögglega komu upp gagnrýnisraddir, hvers handreipi var rannsókn sem benti til þess að slíkar aðgerðir hefðu m.a. þær afleiðingar að hjólreiðafólk hætti að nota hjólin sín, en minni áhrifa myndi gæta meðal þeirra sem kjósa að nota bílinn sinn.

á Íslandi hjólar auðvitað enginn, vegna veðurs og brösótts landslags. fólk sem myndi kjósa að nýta sér hjólhesta, væri landið flatt og veðrið þolanlegt, notar því einkabílinn.
í Rvk er risastór ónýttur markaður af fólki sem myndi leggja bílnum ef til væri raunverulegur valkostur. frír strætó í nokkur ár myndi leysa hænu/egg vandamálið (of fáir farþegar -> of fáar ferðir -> of fáir farþegar ...) og álagið á vegakerfið myndi snaaaarminnka.

ókeypis almenningssamgöngur fara líka einkar vel saman við hugmyndir mínar um lestarkerfi á allstór-höfuðborgarsvæðinu, með viðkomu í Herstöðvarbæ og á Leifsstöð.

***

mæli með snjómannagallerýi Kalvins og Hobbes, fyrir þá sem hafa góðan húmorkirtil.

mánudagur, desember 25, 2006

your own, personal ... havfrue

var plataður í Skt. Páls kirkjuna hér rétt hjá kl. 13 í dag, í messu hjá íslenska söfnuðinum hér. um 100 manns, flestir komnir á eða yfir besta aldur.

athöfnin var öll fremur leiðinleg og langdregin. formfestan svolítið að fara með prestinn, en kórinn stóð sig ágætlega, sérstaklega þegar smellirnir Í betlehem er barn oss fætt og Heims um ból voru sungnir.
öllu áhugaverðari var hjólatúrinn eftir Löngulínu eftir kirkju. við fundum loksins hina hafmeyjuna. hún er reyndar alveg örstutt frá okkur í Holsteinsgötunni.


fimmtudagur, desember 21, 2006

ekta elefant

fyndin auglýsing frá VR þar sem Eirik Sördal fer með leiksigur í hlutverki áhyggjufulla unnustans.

***

í dag var túrhestast meira - en fyrst gáfum við svönunum við Söen. þurftum reyndar að játa okkur sigruð fyrir mávageri sem gerði atlögu að maísbrauðinu sem ég hélt á. Gísli Marteinn, ef þú lest þetta þá mættirðu kíkja hingað með haglarann.

fórum leið hanans úr bók Guðlaugs Arasonar - "Kaupmannahöfn, ekki bara strikið" - bókin fæst m.a. í Magasin fyrir þá sem vilja.
  • Borgardómur - með lögum skal land byggja,
  • latínuhverfið - þar sem við íslendingarnir gengum menntaveginn liðna mánuði,
  • Strikið - þar sem við sáum 2 indverska fíla (sjá myndir), kom svosem ekkert á óvart,
  • Skítastræti sem nú heitir Krystalstræti því þar rennur ekki lengur saur um göturennurnar,
  • Nörregade, þar sem bakarinn bjó og bakaði kringler og julekage,
  • Háskólabókasafnið í Den Indre By, þar sem enn eru geymdar lögfræði- og hagfræðiskruddur (sjá mynd) - las þar örlítið í vetur en mun væntanlega festa rætur á einu borðanna á næstu önn.
  • Ísraelsplads, þar sem var grænmetismarkaður þar til "Pakistanar og Tyrkir yfirtóku grænmetissöluna með öllum sínum sváverslunum" svo vitnað sé í Guðlaug. þarna var reyndar enn grænmetis- og ávaxtamarkaður þannig að hryðjuverkamennirnir hafa ekki sigrað enn,
  • Sænska hverfið sem var álíka skemmtilegt og Svíþjóð - þar sáum við m.a. stærsta hólinn í Austurbrú (sjá dökka mynd)






"If you see someone without a smile, give them one of yours." 

miðvikudagur, desember 20, 2006

Kynlíf er ekki einitóm sæla

Dökkar hliðar kynlífs:
• þú getur orðið fyrir því að einhver segi þér upp og þú verðir miður þín
- úr unglingabæklingi Lýðheilsustöðvar - mér fannst þetta fyndið.
til hægri má sjá útsýnið úr blokkinni okkar, Norðurhöfn - þaðan sem hægt er að fá ódýra siglingu til Póllands.
---

Kristjánsborg, Rósenborg, Strikið, Strætið, Jónshús og juleglögg, Nikulásarkirkja og kirkjur almennt. það er ágætt að vera hér um jólin.

Íris, Óli, Geiri, Maggi, Eva, Rósa tengdasystir og Magga - það eru allir farnir heim.
Magga, Íris og Maggi koma þó aftur að mér skilst, og Geiri þarf að koma aftur til að vígslan geti farið fram með formlegum hætti. auk þess ætlar hann að senda Hödda hingað í eina önn til og senda varamann úr HR til okkar.

við Lilja höfum verið að túra um bæinn síðustu daga og munum gera það á meðan veðrið er svona ágætt - aðeins farið að kólna núna og við sáum m.a.s. snjó áðan - reyndar kom hann úr snjóvél á Strikinu en þetta var samt jólalegt.
prufuðum líka veitingastað í bænum - McDonalds. ódýr matur, lítillátt umhverfi - maturinn ekkert alltof bragðmikill, en nógu góður þó.