Hvað er að gerast:

miðvikudagur, maí 02, 2007

fyrsta kærustuparið á tunglinu

þetta er aðalsmellurinn hér undanfarið, ég veit ekki hvort æðið hefur náð heim til Íslands:

Nu er vi landet her
vi har hvad vi skal ha
og vi er stadig stående
Lige meget hvad der sker
på sidste skoledag
blir vi de første kærester på månen
***
sá þessa mynd hjá Ella og gat ekki annað en stolið henni.
er þetta ekki verkalýðurinn að riðlast á Tópas fyrir að vinna spellvirki á 1. maí?

rosalega finnst mér fyndið að neyslufyrirtæki komist upp með að kúka yfir þjóðfélagið án þess að fólk reisi við því rönd.

"ég borða þá bara opal" (sem er framleitt af Nóa Síríus eins og Tópas).

"ég ætla sko aldrei að drekka þetta kók zíró, en ég get samt ekki hætt að drekka venjulegt kók, það er ástin í lífi mínu"

það er erfitt að vera prinsippmanneskja í neyslusamfélagi ...

***

þjóðkirkjan er flott. ég skil ekki hvað menn eru að láta stjórnast af henni en ekki gefa þessar hommagiftingar bara frjálsar (þeim sem vilja). hvað heldur fólk að gerist, að þetta lið fari að eignast börn saman ef þau fái vígslu trúfélags? þessi mynd varð fræg út af einhverjum vísindakirkjuskandal, en hún á ágætlega við hér s.s.á.

Engin ummæli: