Hvað er að gerast:

fimmtudagur, júní 26, 2008

ruglaður, þreyttur eða sljór?

ég held að þessi hengingarlampi sé málið.

annars er ég að reyna að gera upp við mig hvaða ofnæmislyf ég ætti að prufa í staðinn fyrir hin vita gagnslausu og ólyfseðilsskyldu Lóritín og Clarityn (sem bæði innihalda loratin).

valið stendur á milli

1. Kestine
(sem inniheldur ebastin), sem er eitt sterkasta ólyfseðilsskylda ofnæmislyfið og meðal aukaverkana þess eru skapgerðarbrestir, rugl og svefntruflanir.
- ég er nú þegar með svefntruflanir vegna ofnæmisins.
- Baggalútur mælir með Kestine.

2. Telfast
(sem inniheldur fexófenadín), sem er lyfseðilsskylt og meðal aukaverkana er sljóleiki og höfuðverkur, en ekkert rugl.
- ég er nú þegar með hausverk og sljóleika vegna ofnæmisins.
- allir svölustu ofnæmissjúklingarnir í kringum mig virðast vera á Telfast.

3. þriðji kosturinn væri svo Aerius (sem inniheldur deslóratadín), sem er lyfsseðilskylt og meðal aukaverkana er þreyta og gula (!?!).
- ég er nú þegar þreyttur, sbr. svefntruflanirnar.
- það stendur að það hafi ekki róandi eða sljóvgandi áhrif, en verður maður ekki svolítið rólegur og sljór þegar maður er þreyttur?

annars eiga öll ofnæmislyf það sameiginlegt að þau "hindra áhrif histamíns í líkamanum, en histamín er það efni sem veldur helstu einkennum ofnæmis" - það virðist bara mjög einstaklingsbundið hvað þarf til að hindra áhrif histamíns.

mánudagur, júní 23, 2008

beary white


miðvikudagur, júní 18, 2008

smælað framan í peningaöflin

auglýsingin sem Megas syngur undir er mjög skemmtileg á köflum.

við skilgreinum okkur svolítið með þessu ógeðisveðri sem er alltaf að gera okkur lífið leitt.

mánudagur, júní 16, 2008

EM hundar

helvítis bannsettu Tyrkjafífl, rauðvínsspáin mín er öll að fara í hundanna, mínar væntingar til A-riðils voru þessar:niðurstaða riðilsins þýðir að ég fæ ekki 4 stig fyrir 1. sæti, ekki 3 stig fyrir 2. sætið og ekki 1 stig fyrir bæði 3. og 4. sætið - ég fæ ekkert stig út af þessum helvítis Tyrkjum.

ég er ekki sáttur.

fimmtudagur, júní 12, 2008

komið af fjöllum

þetta verður hugsanlega mitt síðasta.

á þriðjudaginn fór fjallgönguhópur skrifstofunnar á Móskarðshnúka (tvöfalda vaffið hægra megin við Esjuna), það var sveitt ferð en frábærlega skemmtileg.

í dag er stefnan sett á enn lengri ferð, á Syðstu Súlu, hæstu Botnssúluna á Þingvallarsvæðinu - lítur ágætlega út á mynd og ekki skemmir veðrið fyrir.

mér finnst ég samt alltaf vera að tefla á tæpasta vað þegar ég geng á fjöll, minnugur þess að það sem fer upp hlýtur að fara (koma) niður aftur.
lýsingin af Móskarðshnúkum er af heimasíðu Sigurðar Sigurðarsonar, neðsta myndin af Syðstu Súlu er af síðunni labbakutar.is

fimmtudagur, júní 05, 2008

teiknimyndahræðsla


teiknimyndir geta verið stórhættulegar eins og dæmin sanna - myndin hér að neðan er úr fréttamiðlinum adressa.no og segir "Ég er Múhammeð og enginn þorir að prenta mig!"
en það er ekki bara Mumma sem er illa við að fólk reyni að fanga fegurð sína með blaði og blýanti ...

ég hjó eftir útganginum á Árna Snævarri í ESB-myndinni hans, maður hafði ekki séð hann síðan hann var fréttamaður í gamla gamla daga, ekki fyrr en hann fór að tjá sig á Eyjunni.is, þar sem hann fékk teiknaða af sér mynd.

hann er greinilega byrjaður að eldast aðeins og ekkert að því, en teiknimyndaprófíllinn hans finnst mér ekki beint endurspegla manninn eins og hann lítur út:
svona er hann í Brussel-áróðursmyndinni sinni:
við gúgl fann ég myndina sem Eyjuteiknimyndin byggir á, hún er af Árna eins og við munum eftir honum, þessum skelegga fréttamanni á Stöð 2, en hún er a.m.k. 7 ára gömul.spurning er hvort aðrir miðaldra Eyjubloggarar fari ekki að fordæmi Árna og grenni og láti græða hár á prófílmyndir sínar?

þriðjudagur, júní 03, 2008

ískaldur ísbjörn

ótrúlegar fréttir af pólbirninum, sérstaklega þessi neðsta:

Innlent 03. jún. 2008 11:40

Óvíst að til séu lyf sem duga á björninn

Sigurður Þráinsson, líffræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir ekki ljóst hvort hér á la...


Innlent 03. jún. 2008 10:41

Búið að finna ísbjörninn

Lögreglan á Sauðárkróki hefur haft uppi á ísbirninum sem fregnir höfðu borist um að hefði ...


Innlent 03. jún. 2008 10:44

Vonast til að ísbjörninn fái að lifa

Árni Finnsson, formaður Náttuverndarsamtaka Íslands, segist vona að mönnum beri gæfa til a...


Innlent 03. jún. 2008 10:19

Lögreglan leitar ísbjarnar

Lögreglan á Sauðárkróki er nú á leið upp á Þverárfjallsveg þar sem hún leitar ísbjarnar. H...


Innlent 03. jún. 2008 07:50

Tekinn ölvaður, dópaður og réttindalaus undir stýri

Lögreglan á Suðurnesjum tók ísbjörn úr umferð í nótt þar sem hann reyndist vera undir áhri...

kjáni í gönguskóm

eftir langan umhugsunartíma og 2 Esjuferðir í 5 ára Blend strigaskóm (þar af einni lífshættulegri) afréð ég að kaupa mér gönguskó, alvöru.

maður býr nú að þeim alla ævi, þótt notkunin verði eitthvað lítil.

samt ekki eitthvað 35 þúsund króna króm últra heví dútí arctic truck dæmi, ég fór og leitaði að Toyotu Corollu gönguskónna.

flakkað var á milli Útilífs og Intersports í smá tíma .. jú .. Scarpa ... skólínan þeirra virtist nokkuð lekker og vönduð.

fyrst var það ZeroGravity 40 - þessi brúni, en hann var svolítið ljótur .. æ ég vil nú ekki að fólk haldi að ég sé utan af landi ..


næst skoðaði ég ZG 10 ... hmm soldið töff, .. en nei sæll! 23 þúsund! fyrir hvað, er útvarp í honum?
síðan var röðin komin að ZG 65 XCR .. úúú fansí nafn. já, verðið passaði, 15 þúsund... lightweight .. flott... kallaði í Intersport-stúlkuna sem var á vakt og bað hana um skónna í minni stærð.

hún kom að vörmu spori með skó í minni stærð, reyndar bara til í svona gráu, en ég sagði að það væri allt í lagi. þeir pössuðu fínt, þannig að ég keypti þá og labbaði glaður út með bráðina. fékk hana m.a.s. á hilluverði í stað kassaverðs (munaði 2 þúsund).það var síðan ekki fyrr en daginn eftir sem það uppgötvaðist að stúlkan hafði selt mér kvenmannsskó.

ég vílaði það svo sem ekki fyrir mér að ganga um í aðeins mjórri og léttari skóm, en konan mín tók það ekki í mál. ég skyldi skipta þeim út fyrir karlmannlega og gildmannlega gönguskó sem undirstrikuðu maskúlínið.