Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu vindsæng. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu vindsæng. Sýna allar færslur

mánudagur, maí 07, 2007

privat badebro

ýmislegt sem gera má sér til dundurs.
grænir og fallegir almenningsgarðar, strendur þar sem drekka má bjór, svo er hægt að drekka bjór á kaffihúsum, á hjólinu, úti á svölum ...

maður þarf þó ekki að húka í köben til þess að stunda strendur, sólböð og bjórþamb. í stundarfjarlægð eru fleiri strendur, garðar, bekkir og þar frameftir. hef verið að skoða enn betur vesturbrú, íslandsbryggju, hellerup og charlottenlund, og ég er rétt að byrja.

mynd 1 tók ég í gær á ströndinni, nr. 2 er af skugganum mínum að drekka bjór og sú 3. er af Frúarkirkju, úr bókinni Köbenhavn - skitsbog, e. William Black frá 1935.

sunnudagur, apríl 29, 2007

örorka macht fat

nafnleysinginn Hnakkus bendir á að manneskja, sem eitt sinn skrifaði svona:

"... höfum við hingað til verið nokkuð viss um að hér séu fallegustu konurnar, sterkustu mennirnir, ..."

"Á Íslandi búa jú bara hraustir víkingar, ..."

"... afhverju geta [útlendingar] ekki bara farið eitthvað annað? ... [það er] skoðun mín að fólk sem kemur hingað frá fjarlægum löndum til þess eins að lifa á félagslega kerfinu, ..., gerir enga tilraun til að læra tungumálið eða samlagast okkar samfélagi á einn eða annan hátt, ætti bara að drífa sig til síns heima, ..."
segir nú:
"... heilsan hjá mér hefur ekki verið upp á sitt besta í gegnum tíðina, ..."
"maður fitnar, missir mátt o.s.frv."
"En á Spáni er ætlunin að ná heilsu." "... ég ætla að hafa það gott og lifa á örorkubótum í sex mánuði!"
manneskjan ætlar sem sagt að flytja til útlanda í leit að betra lífi. flytja til annars lands til þess eins að lifa á félagslega kerfinu, sem hún gerir væntanlega ráð fyrir að sé það sem spánverjar geri og með þessu sé hún að aðlagast samfélaginu. hahha!

jæja, þá er einu fíflinu færra hér. Magnús Þór, þú ert næstur (Jón Magnsússon er búinn að taka út sinn Kanaríeyjaskammt).

Hnakkus þýddi fyrir greyið eina af gullsetningum hennar, "svo hún geti sagt öðrum innflytjendum til syndanna á lýtalausri spænsku":
"Þetta land var byggt upp fyrir okkur, ekki fyrir fólk frá öðrum löndum!"

-> "Este pais fue hecho para nosotros, no para la gente de otro paises!"

miðvikudagur, mars 21, 2007

flagð

þetta er merkilegt. undir yfirskyni náttúruumhyggju, kvenréttinda og jöfnuðar/jafneymdar brýst úr hlekkjum kapítalismans og annarra fasismastefna...

Rauða Hendin

***

hvað á það að þýða hjá Hjálmum að rísa upp frá dauðum? það er nálykt af þeim. megi fólk átta sig á því og senda þá aftur niður í moldina.

mæli frekar með hinu danska BliGlad - Kærlighed til Fólksins jútúb vídjó. eða þessu lesbíska ástarlagsmyndbandi.

***

mætti ég þá frekar biðja um vorið til baka. hér er nóg komið af íslensku sumarveðri.


mánudagur, febrúar 26, 2007

ég æli með

... tilhugsuninni um þvinguð hlutföll af nokkru tagi, á nokkru sviði þjóðfélagsins. bara það að fólk skuli fá slíkar hugmyndir finnst mér ógeðfellt.

"Greek men and women have equal rights and equal obligations." - þetta eru eftir því sem ég kemst næst 'kynjasjónarmiðin' sem Katrín Jakobs, í Kastljósi 22. feb., vísaði til í Grísku stjórnarskránni sem breytt var árið 2001. vóóó!
Katrín er heillandi stjórnmálamaður, en ég er farinn að hallast að því að hún sé jafn illa gefin og bræður hennar. guð hjálpi þessum 'stjórnmálaflokki' (sem er í raun yfirskin fyrir kommúnistahugsjón SJS og ÖJ) og því góða fólki sem þar leynist (inn á milli, þegjandi).


... hugmyndum um netlögreglu. ég hræðist hana hinsvegar ekki, heldur segi með ögrunarsvip: bring it on, bia$#!

mér er nokk slétt sama hvernig fólk reynir að fokka hlutunum upp fyrir öðru fólki - ég læt það ekki fokka neinu upp fyrir mér.



... þessu massafína skaðabótamáli sem klámkóngar munu fara í við Hótel Sögu. easy money.

mér finnst reyndar ágætt að menn séu að snobba fyrir femínistum, en þá þurfa femínistar líka að taka sig á í mörgum málefnum (lesist: hætta að láta Sóley taka sig í ósmurða brauðsneiðina. konan er ekkert illa meinandi, en ranghugmyndir virðast arfgengar í kvenlegg í hennar fjölskyldu).

fimmtudagur, janúar 04, 2007

heja heja

ferðin til Svíþjóðar heppnaðist jyttevel.

Skánverjar tala mun betri útgáfu af íslensku en K'hafnarbúar, og svo er að finna Subway í Malmö. ég er miklu mun hrifnari af Subway heldur en fallafel.
Steina vinkona tók á móti okkur í Ystad með glæsibrag og við skemmtum okkur vel við að skoða gömul sæt hús, Grábræðraklaustur (sbr. torg kennt við sömu bræður hér í K'ben) og líta í búðir. sáum þó ekki ströndina í Ystad, enda var ekki alveg veðrið til þess.

eftir 6 daga, 10. jan, verður haldið í vikuferð til Reykjavíkur - þangað hefur mig alltaf langað að koma.

***

sá í fréttum fyrir nokkru að Akureyrarbær hefur ákveðið að gera almenningssamgöngur fríar innan bæjarins.
mér finnst þetta yndisleg hugmynd. þetta var rætt í blöðunum hér í K'höfn fyrir nokkru, en snögglega komu upp gagnrýnisraddir, hvers handreipi var rannsókn sem benti til þess að slíkar aðgerðir hefðu m.a. þær afleiðingar að hjólreiðafólk hætti að nota hjólin sín, en minni áhrifa myndi gæta meðal þeirra sem kjósa að nota bílinn sinn.

á Íslandi hjólar auðvitað enginn, vegna veðurs og brösótts landslags. fólk sem myndi kjósa að nýta sér hjólhesta, væri landið flatt og veðrið þolanlegt, notar því einkabílinn.
í Rvk er risastór ónýttur markaður af fólki sem myndi leggja bílnum ef til væri raunverulegur valkostur. frír strætó í nokkur ár myndi leysa hænu/egg vandamálið (of fáir farþegar -> of fáar ferðir -> of fáir farþegar ...) og álagið á vegakerfið myndi snaaaarminnka.

ókeypis almenningssamgöngur fara líka einkar vel saman við hugmyndir mínar um lestarkerfi á allstór-höfuðborgarsvæðinu, með viðkomu í Herstöðvarbæ og á Leifsstöð.

***

mæli með snjómannagallerýi Kalvins og Hobbes, fyrir þá sem hafa góðan húmorkirtil.

mánudagur, desember 11, 2006

I'm studyin' in the rain

ahh, alveg að verða búið í bili. what a gloooorious feeling, I'm happy again - verða lokaorðin mín í munnlega prófinu mínu á morgun.

European Court of Human Rights - Tuesday 12 December 2006
Examination at 12.30 pm in CSS 2.0.16, Øster Farimagsg. 5, Bygn. 2
All students must be present 10 minutes before the time stated above

mér finnst deildin hérna aftarlega á laganáms-merinni í marga staði. fyrir utan að hafa lesstofuna opna til 9 á virkum dögum og lokaða á sunnudögum, þá eru prófin ekki alltofvel skipulögð:

  • á föst. var ég síðastur af þeim 9 sem tóku próf í Negotiations þann daginn - sem þýddi að ég þurfti að vera mættur 3 tímum áður en komið var að mér. ég var orðinn pirraður og óþolinmóður svo ekki sé meira sagt.
    ekki heldur skemmtilegt að vita af því að ég væri síðasti nemandinn sem tæki prófið - fyrir kennarana og prófdómarann (danska Höjsterettardómarann Bitsch) var þetta 4. dagurinn sem prófað var úr námskeiðinu, og ég - þessi lubbalegi vandræðalegi en þó sjálfumglaði íslendingur - það eina sem stóð í veg fyrir því að þau kæmust heim að ríða og dett'í'ða (kennararnir voru hjón skiljiði).
  • í prófinu á morgun er ég bara 2. síðastur á 2. síðasta degi af 4, sem er skárra, en ég þarf samt að mæta á sama tíma og fyrsti nemandinn.
  • einkunnir eru alltaf lesnar upp í heyranda hljóði. er það eðlilegt? ég veit ekki.
***

fyrir þá sem hafa áhuga er hér (pdf) ágætis samanburður á 5. gr. MSE (right to liberty & security) og 2. gr. bókunar/protócóls 4 (freedom of movement & residence):
[...] the right to freedom of movement is contained in Article 2 of Protocol 4. As can be seen from the text of this provision, freedom of movement applies only to persons lawfully within the territory.
[...]
In a decision by the European
Commission [of Human Rights] against Finland, it was found that the refusal by Finland to issue a passport to a Finnish citizen resident in Sweden was an interference with Article 2 of Protocol 4 but justified as necessary in the interests of national security and the maintenance of the ordre public. The applicant had failed to report for his military service, and the Commission noted that States were entitled to a wide margin of appreciation in organising their national defence. Further, the applicant had not invoked that he had any special need to travel.

***

ég get engan vegin gert upp við mig hvort mér finnist flottara - að breyttu breytanda eða mutatis mutandis. íslenskan er örugglega það tungumál sem kemst næst þessum latínufrasa í merkingu og fegurð.

þriðjudagur, september 12, 2006

vondur draumur, maður

í nótt var ég að labba í áttina að vinnunni í Kópavogi. þetta var fagur haustmorgun og ekki alveg orðið bjart. reyndar var ég á gangi þar sem á að vera fjara, en í staðinn var kominn nokkuð stórgrýttur mói. ég leit upp og sá þar stjörnuhrap, nei - þetta eru 4, 5 .. alveg yfir 10 stjörnuhröp. ég fór auðvitað að óska mér, en datt ekki nógu margt í hug. þá sé ég var eitt hrapið hrapar niður í áttina að mér, og lendir ekki svo langt í burtu, með svolitlum látum.
þá lít ég áfram og sé hvar hundruðir stórra loftsteina (þ.e. steina í loftinu) komu æðandi í áttina að mér, og lengst fyrir framan mig voru þeir farnir að lenda. fólk var öskrandi og steinarnir mölbrutu allt sem varð á vegi þeirra. ég leit til vinstri og hugsaði með mér að kannski gæti ég falið mig í kjallaranum í vinnunni, sem er í sterkbyggðu húsi. ég áttaði mig þó á því að það myndi varla halda lengi á móti þessum gígantísku hnullungum.
þá sé ég einn hnullunginn (þeir voru farnir að lenda ansi nálægt mér) lenda á risastóru grjóti sem var þarna í móanum, og grjótið haggaðist varla. ég var á leiðinni að forða mér bak við grjótið, til að bíða örlaga minna (hugsaði með mér .. "jæja, ætli maður verði ekki að reyna að gera gott úr þessu"), þegar ég vaknaði rennblautur á vindsæng í Danmörku.












af hverju lét draumameðvitundin sér detta í hug að fyrst kæmu bara örfáir steinar, og svo ragnarök, en ekki bara strax bylgja af steinum? er ég búinn að horfa á svona margar geimbíómyndir?
af hverju vaknaði ég á vindsæng? jú, það er reyndar vegna þess að foreldrar Lilju eru í heimsókn og sofa í rúminu okkar.



**********
en þetta er búið að vera rosa fínt hérna í DK. veðrið er alger steik, og bjórinn ekkert svo dýr. ég er hættur að taka lestina, til að spara (ég er ekkert að deyja úr nísku, það er bara allt að hækka hérna úti, og þjónustan að versna - las það í Dato áðan (eitt af nýju fríblöðunum hér), kastrup, lestirnar, strætórarnir, pósturinn).

ég fór í minn fyrsta pólskutíma áðan, og það er bara svoldið svært. vorum 7 nemendur, kennslan í pólsku fer fram á dönsku, bókin er á ensku og ég þarf að hugsa allt á íslensku. eitt af þessum tungumálum verður að gefa eftir, og ég held það verði íslenskan - nú fer ég að hugsa á dönsku eða pólsku.

er að lesa 24timer núna, annað fríblað sem skaut upp kollinum eftir að fréttist að íslendingar ætluðu að setja á fót danskt fréttablað. forsíðufréttin er að margar au-pair stúlkur fái ekki greitt fyrir vist sína hér, því mangararnir sem reddi þeim plássinu taki peningana þeirra (ca. 2500 dkr. á mánuði). pólitíkusar lýsa því yfir að stúlkurnar eigi að fá landvist í baunalandi ef þær tilkynna um mistnotkun. svipað og verið var að tala um á ísl. með erlendu konurnar sem eru lamdar af kallinum sínum (sú umræða var einmitt í gangi hér þegar ég kom út, um konur sem danskir karlar flytja inn).
í gær var forsíðufréttin "au paur-piger arbejder som slaver hos rige danskere" ... þetta er alveg virkilegt vandamál með þessar stelpuskjátur!