Hvað er að gerast:

sunnudagur, apríl 29, 2007

örorka macht fat

nafnleysinginn Hnakkus bendir á að manneskja, sem eitt sinn skrifaði svona:

"... höfum við hingað til verið nokkuð viss um að hér séu fallegustu konurnar, sterkustu mennirnir, ..."

"Á Íslandi búa jú bara hraustir víkingar, ..."

"... afhverju geta [útlendingar] ekki bara farið eitthvað annað? ... [það er] skoðun mín að fólk sem kemur hingað frá fjarlægum löndum til þess eins að lifa á félagslega kerfinu, ..., gerir enga tilraun til að læra tungumálið eða samlagast okkar samfélagi á einn eða annan hátt, ætti bara að drífa sig til síns heima, ..."
segir nú:
"... heilsan hjá mér hefur ekki verið upp á sitt besta í gegnum tíðina, ..."
"maður fitnar, missir mátt o.s.frv."
"En á Spáni er ætlunin að ná heilsu." "... ég ætla að hafa það gott og lifa á örorkubótum í sex mánuði!"
manneskjan ætlar sem sagt að flytja til útlanda í leit að betra lífi. flytja til annars lands til þess eins að lifa á félagslega kerfinu, sem hún gerir væntanlega ráð fyrir að sé það sem spánverjar geri og með þessu sé hún að aðlagast samfélaginu. hahha!

jæja, þá er einu fíflinu færra hér. Magnús Þór, þú ert næstur (Jón Magnsússon er búinn að taka út sinn Kanaríeyjaskammt).

Hnakkus þýddi fyrir greyið eina af gullsetningum hennar, "svo hún geti sagt öðrum innflytjendum til syndanna á lýtalausri spænsku":
"Þetta land var byggt upp fyrir okkur, ekki fyrir fólk frá öðrum löndum!"

-> "Este pais fue hecho para nosotros, no para la gente de otro paises!"

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll! Andrea heiti ég, þessi sem er að flytja til Spánar. Þó mér finnist ég nú ekki beint þurfa að útskýra það fyrir bláókunnugu fólki hvaða ákvarðanir ég tek í lífinu, langar mig nú samt að benda þér á að það að fá örorkubætur er ekki "að lifa á félagslega kerfinu" heldur eru örorkubætur fyrir þá sem hafa orðið fyrir heilsutjóni af einni eða annarri ástæðu. Ég borga mína skatta, Spánverjar munu njóta góðs af því að ég eyði peningunum mínum þar, og þar sem ég mun einungis dvelja þarna sem túristi í nokkra mánuði, held ég að ég sé ekki að kvelja neinn. Nema kannski þig og hnakkus. Að minnsta kosti pirrar þetta ykkur voðalega mikið. Nú og ef maður skoðar aðeins orðið "fordómar" (þetta fyrirbæri sem fer svona óskaplega í taugarnar á ykkur "hnakkusi") Þá er það einfaldlega að dæma eitthvað/einhvern sem maður þekkir ekki nógu vel. Þú þekkir mig ekkert en ert búinn að dæma mig.. Sniðugt.