Hvað er að gerast:

þriðjudagur, apríl 10, 2007

förðuföglar

langar að tala aðeins um þrenns konar furðufugla.

1. pekingendur
þessi hér til hliðar sem við fundum í Hafnarfirði leit út eins og blendingur af gæs og svani. tengapabbi sagði aðspurður að þetta væri eflaust pekingönd.









2. svanir
snarbiluð dýr. þennan hér til hliðar fundum við í síki við Ameríkuplads. mikið rosalega öskraði hann þegar við dingluðum brauðsneið fyrir framan nefið á honum.
við reyndum að gefa honum útrunnið kókópöffs, en hann vildi það ekki. mávarnir vildu ekki einu sinni sjá það. segir kannski sitt um þennan óþverra.



3. danir
talandi um morgunkorn - baunverjar borða ekki jesú. og þá meina ég Cheerios, þjóðarmorgunverð íslendinga. hér fæst ekkert neme honní nötts sykurdrulluserjós.
reyndar getur maður keypt serjós í amerísku búðinni, Americana á Pétur Hvítfeldsgötu, sem liggur upp af Krystalsgötu í miðbænum.
75 kall fyrir lítinn pakka, takk fyrir. já, ég er svo mikið að fara að borga 5falt það sem ég myndi borga á Íslandi - höfuðlandi okursins. howdy!

Ómar Ragnarsson yrði ekki sáttur.
































Engin ummæli: