Hvað er að gerast:

þriðjudagur, apríl 17, 2007

ég fékk þá opinberun á svölunum hjá mér fyrir nokkrum dögum, í samtali við sósíalálfinn okkar, að eftirfarandi 2 lög sem spiluð voru með stuttu millibili í danska útvarpinu lýstu ágætlega viðhorfi karla til hins kynsins:

1. í byrjun sambandsins
Rod Stewart - Do Ya Think I'm Sexy (Finnst'ér ég sexý)
Ef viltu á mér skrokkin og þér finnst ég sexý
Áfram elskan, segðu frá
Ef þarft að fá það komdu bar'og snertu
Áfram elskan, leystu frá


2. þegar allt er farið í hund og kött
Take That - Back for good (aftur heim)
Hvað sem ég sagði, hvað sem ég gerði, ég meinti'ða ekki
Ég vil bara fá þig heim
(vil þig heim, vil þig heim... fá þig aftur heim)
Hvað sem er að, bara segðu mér það og ég skal syngja,
Ég er þér sammála og skil
(vil þig heim, vil þig heim... fá þig aftur heim)

***

stríðið tapaðist fyrir löngu
Jú, auðvitað notar meiri hluti ökumanna stefnuljós að einhverju leyti, en sumir helzt aldrei, nema þá ef þeir gleyma því að gera það ekki.
Umferð, 1. tbl., 4. árgangur 1961 bls. 11.


***

hingað er komið íslenskt veður aftur, en samt fæ ég mig ekki til þess að nenna að læra. meira kaffi, meira kaffi.

Engin ummæli: