Hvað er að gerast:

mánudagur, apríl 23, 2007

Oko Yono, no ho yo!

fullt að gera. vakna, borða, hella upp á, hjóla á bókasafnið.

helsta spennan í mínu lífi þessa dagana felst í að velja hvernig Pickwick te ég á að taka með mér, og fara yfir á einstaka rauðu ljósi á hjólinu.þess vegna má ég til með að brydda aðeins upp á Yoko Ono, sækó-kvendinu sem plataði okkur (ykkur) til að reisa ljósa-böll í Viðey. fyrir frið í heiminum, að sjálfsögðu.


meðal stuttmyndabræðinga Yokoar má nefna myndina No. 4* (sem einnig er þekkt sem Bottoms og var sýnd við misjafnar undirtektir í MR á 7. áratug síðustu aldar), en hún sýnir nakta afturenda 365 sjálfboðaliða.
Up Your Legs Forever var líka eflaust ágæt, en þar fylgir myndavél eftir nöktum fótum fólks. "We asked everybody to donate their legs for peace" sagði Jókó um hana (hljómar kunnuglega?) - ahh, þvílík hugsjónarmanneskja.

Flugan er stuttmynd sem nálgast má á netinu, þar sem fylgt er eftir ferðalagi nokkurra flugna eftir líkama naktrar konu. hljómar kannski ekki svo illa, þar til í ljós kemur að um er að ræða alveg böns af flugum. ojjbara.
ég reyndist ekki nógu þolinmóður / listhneigður til að horfa á mikið af henni.


Frelsi er mjög réttnefnd mynd, en þar reynir Yoko sjálf að losa sig úr brjósthaldara (sem hún er í einum fata) án árangurs.

1 ummæli:

Mæja tæja sagði...

Shit hvað gellan er klikkuð!!!!
Af hverju í andskotanum skyldi hún hafa valið Ísland fyrir friðarsúluna sína?