Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu femínistar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu femínistar. Sýna allar færslur

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

spurning á hvorn hallar

gömul kenning og umdeild meðal okkar femínista:

"Call us crazy, but we’re not so sure that this lack of women at the top is such a slight. Maybe—just maybe—women have figured out that a job that requires 3000+ hours a year, robs you of a social life, and likely won’t net you much more than you’d make per hour as, say, a decent massage therapist, isn’t necessarily a gig worth sticking around for. We’re just sayin’."

af Bitter lawyer punktur com - sjá líka vefsjónvarpið þeirra (eins konar amatörískt 'the office' dæmi á borð við 'break a leg')

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

hvað er kyn?

er það ekki huglægt?

það var óneitanlega skemmtilegt að fá staðfestingartölvupóst rétt í þessu sem byrjaði á orðunum " Kæra Haraldur".

sunnudagur, janúar 06, 2008

Ólaf Ragnar á Bessastaði 10

***

einnig tengt forsetakosningunum - and-femínisti og hæstaréttarlögmaður taka höndum saman í þessu póstkorti gegn Ástþóri 2000:
hluta af mér langar reyndar soldið til að sjá Leoncie og Ástþór saman í Bessastaðahúsinu, en hinn hlutinn fær netta klígju af tilhugsuninni.

fimmtudagur, janúar 03, 2008

falleg og fjölbreytt dönsk brjóst





það held ég, að ef karlar þyrftu að synda í brjósthöldurum, þá væru brjóstin þeirra miklu meira spennandi fyrir konur.





það er a.m.k. á hreinu að konur hafa sama rétt og karlar í dönskum sundlaugum til þess að synda um í náttúruklæðunum einum fata ofanvert, og hefur það vakið nokkra athygli í baunalandi:

avisen.dk/toploese-kvinder-kamp-ligestilling-svoemmehallen-191207.aspx
avisen.dk/toploese-kvinder-er-velkomne-dgibyen-191207.aspx
avisen.dk/billedserie-toploese-kvinder-aktion-191207.aspx



í Svíþjóð er þetta bannað, þá kemur baðvarðardóninn og skammar konur (ekki karla) sem dirfast að hylja ekki á sér brjóstin, sjá mynd:

kvennapissuskálar

þetta eru myndir af þvagskálum fyrir konur, teknar í byggingu í TX campusnum við Texas A&M háskóla.leiðbeiningarnar eru á þá leið að kona á að bakka upp að skálinni og sitja á hækjum sér, með fætur í gólfi, í eðlilegri "tyrkneskri" (squatting) stöðu, þ.e. án þess að snerta þvagskálina:myndir héðan

hér er svo mynd af RollingStones þvagskál fyrir karla.




þriðjudagur, desember 04, 2007

allir að ljúga, flestir að ljúga, enginn að ljúga ..

hvernig skyldi typpahópur femínistafélagsins hafa þýtt "most women" ... æ þetta kemur ekki nógu vel út í íslensku útgáfunni.

fleiri póstkort í upprunalegu útgáfunni á http://truthaboutrape.co.uk/

ég hef reyndar aldrei skilið hugsunina á bak við að stofna sérstakan hóp innan félaga eða starfsgreina, í kring um eitt kynið.

samtök kvenna í atvinnurekstri, kvenfélag Framsóknarflokksins o.s.frv. - segir nú bara eitthvað um höfuðsamtökin, ef ákveðinn hópur þarf að mynda sérstaka sellu utan um sjálfan sig.

samtök vinstri manna í Sjálfstæðisflokknum myndi ég skilja, en ég skil ekki hvað er að félagsskap sem neyðir hluta meðlima sinna til að grúppast saman eftir kynfærum.

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

helst í fréttum frá DK í dag

það er dagur fallegra og heilbrigðra mjólkurkirtla hjá Nyhedsavisen í dag.
fyrri fréttin er skrifuð (þýdd) af Niels Holst, sú seinni skrifuð af Stinne Kaasgaard Poulsen - mikið er þetta opið og skemmtilegt þjóðfélag þar sem menn eru ekki hræddir við að sýna fallegt fólk í allri sinni dýrð.

þetta kallar maður lifandi og eftirtektarverðar fréttir.

fimmtudagur, október 25, 2007

stöðvið sumartímann

það er þessi tími ársins, nú færist maður einum tíma nær íslenska klukkutalinu (bezt í heimi).

það er mjög viðeigandi, því fyrir um viku síðan skall veturinn á, alltíeinu (búmm!), og flöktir nú í 0-10°C.

held ég fagni með því með poka af Ungpigebryster:

mánudagur, október 15, 2007

kvindernes seksualitet bliver kriminaliseret af feminister



leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi.

í avisen.dk er ágætis umfjöllun um hvernig ákveðinn hópur femínista á það til að afvegleiða hina göfugu baráttu fyrir kynjajafnrétti:

- Jeg betragter det som en farlig nymoraliserende tendens, hvor kvindernes seksualitet igen og igen bliver kriminaliseret af feminister, der går det forkerte ærinde, når de overser det sjove og klicheagtige. For det handler i hvert fald ikke om ligestilling, når der ikke komme nogen reaktion på halvnøgne mænd i det offentlige rum, siger Marie Heinskou og fortsætter:

- Jeg er bange for, at mange kvinder med den her bølge bliver bange for at have en aktiv seksualitet og så er vi altså tilbage til 1967, før kvindefrigørelsen og afkriminaliseringen af pornografien, påpeger Marie Heinskou [køns- og seksualitetsforsker við Københavns Universitet].

umræðurnar í kjölfarið eru ágætis lesning líka.

ER en nøgen kvinde så ulækker at hun skal gemmes væk?
...
Folk acceptere ikke at kvinder ses som sexobjekter længere dit forbandede pervese pikhovede svin!
...
Paven og imamerne elsker når kvinder fjernes fra det offentlige rum. Kvinders kroppe og seksualitet gøres til noget farligt og urent. Helst skal kvinder bures inde i burka eller helt holde sig inden for hjemmets fire vægge.
...
Jeg er dødtræt af at nogen skal diktere hvad andre må og ikke må, fordi det passer dem selv bedst. Sex er kommet for at blive og ja det sælger godt siden der næsten altid er en undertone af noget erotisk.
...
Det er skræmmende hvordan få personer kan se voldtægt og porno alle steder så snart man bare kan se en brækdel bar hud


það virðist hægara sagt en gert að ætla að finna milliveginn milli þess að konur skuli ganga í alklæðnaði og að megi vera fáklæddar í "klámmyndastellingum". hvenær er manneskja "hlutgerð" og hvenær er hún bara kynþokkafull?

m.a.s. augnaráð (kvenkyns) fyrirsæta má ekki vera kynþokkafullt, án þess að auglýsing sé úthrópuð sem "
endurspeglun á þeim yfirráðum og undirgefni sem karlaveldið byggist á".

afstaða margra virðist vera sú að í erótík og húð felist hlutgerving, en svo lengi sem ekki sjáist í bert hold og fólk sé ekki í munaðarfullum stellingum með tælandi augnarráð, þá sé viðkomandi meira en kjötstykki.


þessi umræða er nett brengluð og öfgafull - einstakir femínistar (*) hafa komið sama óorði á femínisma og ungir hægrimenn hafa komið á "frelsi einstaklingsins".
sumt af þessu liði er auðvitað bara treggáfað pakk sem fylgir sinni sannfæringu af blindni, en margir eru líka flugbeittir og að öðru leyti heilbrigðir á skynseminni.

menn verða að kunna sér hóf í baráttumálum sínum.

* femínisti er auðvitað jákvætt orð, og allir eru femínistar sem ekki eru kvenhatarar. [málverk:
Viel Spass – beaucoup de plaisir e. Ulrich Lamsfuss]

föstudagur, október 12, 2007

erótískar auglýsingar jbs

af því tilefni að JBS nærbuxnaframleiðandinn hefur afráðið að afturkalla nýjustu auglýsingaherferð sína, vegna þess að hún var úthrópuð sem klámógeð, hef ég ákveðið að tína til þær auglýsingamyndir úr herferðinni sem fréttamiðlar hafa birt.


mér finnst þær hreint ekkert lítillækkandi, hvorki fyrir mig né módelin.

ég held einnig að ég tali fyrir karlmenn og lesbíur almennt, þegar ég segi að jbs nærbuxur komi sterklega til greina, næst þegar ég kaupi mér nærföt.

hérna eru myndir úr eldri jbs-herferð ('því menn vilja ekki sjá aðra menn nakta') - jafnvel enn betur heppnuð:



föstudagur, ágúst 31, 2007

frá Helvíti

í gær horfði ég á þáttinn á RÚV um reikistjörnurnar, Venus var til umfjöllunnar.

"eru ekki konur frá Venus?" sagði ég upphátt í byrjun þáttarins, og svaraði þulurinn því til að Venus væri "helvíti".

gott og vel, eftir þáttinn skipti ég yfir á hina sjónvarpsstöðina - þar var verið að auglýsa eitthvert slúðurtímaritið, með mynd af Einari skímógæja.
"Einar Ágúst - fór til helvítis og til baka, kvennafangelsið" sagði kynnirinn.
***
öllu ófyndndari er þessi rannsókn, um væntingar kynjanna til launagreiðslna eftir skóla:

Studerendes forventninger til den første løn


Alle studerende

Mandlige

Kvindelige

Gns. Lønforventning 2007

25.800 kr.

27.700 kr.

24.600 kr.

Gns. Lønforventning 2006

25.300 kr.

26.800 kr.

24.600 kr.


íkr. 322.000.- og 286.000.-

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

deep thoughts by men while fishing

föstudagsbrandarinn í vinnunni:

Two men are out ice fishing at their favourite fishing hole, just fishing quietly
and drinking beer.

Almost silently, so as not to scare the fish, Bob says, "I think I'm going
to divorce my wife - she hasn't spoken to me in over 2 months."

Earl continues slowly sipping his beer, then thoughtfully says, "You better
think it over - women like that are hard to find."

mánudagur, ágúst 20, 2007

kengklikkaðir Kenýamenn

ég sem hélt alltaf að hlaupagikkirnir frá Kenýa væru svartir á hörund.

en það má einnig þekkja þá á útlitinu að öðru leyti, eins og þessi forsíðumynd úr sunnudagsmogganum ber með sér.


ónefndur yfirlýstur femínisti hafði á dögunum þetta að segja um meðfylgjandi mynd aukablaðsins í Blaðinu:

"[...] þegar myndstíllin beinlínist er uppbyggður þannig að karlinn er gerandinn í athöfninni og konan viðfang eða leikfang þá líkist þetta miklu meir kynbundnu ofbeldi en samfarastellingum þar sem konan á einhvern leik eða aðkomu."

ég er ekki frá því að ég sé svolítið sammála - þetta eru óskaplega einhæfar stellingar sem teiknara Aukablaðsins eru hugleiknar.

mánudagur, júní 18, 2007

bleikt er

um leið og ég fagna því að konur fengu kosningarétt (ég fagna því reyndar að við almúginn allur skulum hafa fengið hann - pereat kóngus), mótmæli ég því að einhverjir vanvitar hafi fengið þá flugu í höfuðið að allir sem styðja jafnrétti skuli klæðast bleiku 19. júní.

ég er jafnréttishneigðari en flestir, en harðneita því að klæðast þessum forljóta lit. ég ætla heldur ekki að ganga um með g-streng á hausnum til að sýna alzheimer sjúklingum stuðning minn á alshæmer daginn (21. sept.) eða ganga með grasið í skónum á eftir umhverfisnötturum, íklæddur grænu á degi umhverfisins.bleikur er enginn jafnréttislitur, heldur það sem kallað hefur verið pre-feminism (old-style) kvenlegur litur. í dag er hann litur minnimáttar, lítilla smáhesta og grunnskólarómantíkur. stjörnurnar sem Hitler lét samkynhneigða bera voru bleikar - en samkynhneigðir höfðu vit á því að velja sér friðarfánann (pace-flag) sem "sinn lit"

Garfield á 29 ára afmæli í dag, jafnrétti, systralag og Grettir!