Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu auglýsingar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu auglýsingar. Sýna allar færslur

sunnudagur, nóvember 16, 2008

á íslensku má alltaf finna svar

í tilefni af degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

þetta finnst mér vera hin íslenska jólaauglýsing, sýning hennar og kóka-kóla auglýsingarinnar (I'd like to buy the world a Coke!) hringja inn sjónvarpsjólin.

Á íslensku má alltaf finna svar

Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.

Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn nema ég og þú. 

Lag:  Atli Heimir Sveinsson, texti: Þórarinn Eldjárn

miðvikudagur, júní 18, 2008

smælað framan í peningaöflin

auglýsingin sem Megas syngur undir er mjög skemmtileg á köflum.

við skilgreinum okkur svolítið með þessu ógeðisveðri sem er alltaf að gera okkur lífið leitt.

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

lántakendakvóti

það þarf bara að setja kvótakerfi á íslenska neytendur, til að tryggja undirstöður íslensks viðskiptalífs.

bönkunum og helstu verslunarrisum verður úthlutaður kvóti til þess að veiða, verka og gera viðskiptaafurðir úr íslenskum almenningi.


annars benti frændi minn mér á að John Cleese hefur nýlega verið ráðinn til þess að bjarga pólskum banka, eftir að hafa tekist svona líka vel upp með Kaupthing

Í fréttinni segir í lauslegri þýðingu að það hafi verið

non-difficultly ... to convince comedian to advertising financial institution in Poland, having weighed, that earlier stepped out already in the advertising of banks, of Icelandic among others Kaupthing.
sjá "Banku Zachodniego WBK" vídeo á Jútúb.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

miðvikudagsgrínið - lógó

tölvupósturinn með miðvikudagsgríninu bar að þessu sinni yfirskriftina "betra að passa sig við logogerðina":





mánudagur, febrúar 18, 2008

the big hand

þessi fallega stúlka er undarlega stórhent í Stofn-auglýsingu Sjóvár, hún hlýtur að vera sjómaður:

laugardagur, febrúar 02, 2008

Top Gear á ísnum

endalausir teaserar SkjásEins vegna tvöfalda TopGear þáttarins þar sem Jeremy og félagar reyna að komast fyrstir manna á N-Pólinn á bílum urðu til þess að ég gafst upp og kveikti á YouTjúb.

þættirnir tveir sem fjalla um pólferðina eru þar í 8 pörtum, þannig að ef maður vill fá SkjáEinn fílinginn þá getur maður horft á auglýsingar á milli parta.

til þess að gera þetta spennandi fóru tveir þáttarstjórnendanna á bíl (ásamt tökuliði og tveimur íslenskum ArcticTrucks gæjum) og einn reyndi að vera á undan þeim á hundasleða sem stýrt var af utanaðkomandi hörkukvendi.

besta skemmtun.

föstudagur, febrúar 01, 2008

eitursnjallt hjá Ryanflug

obbosí, ung kona klædd í skólapils ... nú er fjandinn laus.

siðvandir kvarta hástöfum yfir skólastúlkuauglýsingu, flugfreyjur yfir auglýsingum með fáklæddum starfssystrum og Sarkozý nú yfir mynd af sér og betri helmingnum.PR-gaurinn hjá þessu flugfélagi hlýtur að hlæja alla leið í bankann yfir þessu, ef einhver vissi ekki hvað RyanAir væri, eða var búinn að gleyma félaginu, þá er þetta leiðin til að lagfæra það.

þriðjudagur, janúar 29, 2008

með skrímsli í buxunum

ég hef ekki hugmynd um hvað verið er að reyna að selja mér í bréfunum sem streyma í tilboðshólfið í tölvupóstinum mínum.

en úr þeim ég tíndi saman þetta nýtísku ljóð:

Women laugh at you...
Solve this problem now
dont lose your girls.
Dont warry man.

Everything can happen.
A breakthrough in herbal Science, N o Exe \rcises
Strong man power. Prepare for winter!
At present it is your turn to change your sexual life.
Amazing, PERMANENT RESULTS that will last.Great device has much more advantages,
always wanted a simple, safe solution.
The world is mine
when they see my crazy sized little brother in my pants
... and to think I did it in just weeks.

Don't get hard without it.
Live it up by making a monster in your pants

Thanks
Jennifer Anniston

föstudagur, janúar 25, 2008

föstudagsgrínið - Binga makeover

hvort kom á undan, yfirhalningin eða spillt hugarfar?

maðurinn vinstra megin lítur ekki út fyrir að vera mikill hnífstungugæji eða meirihlutasprengir.

mánudagur, janúar 21, 2008

mánudagsgrínið

vinnustaðargrínið þennan mánudag er í boði ungs samstarfsmanns hér í skuggastofnuninni, en það flytur okkur þann boðskap að ekki sé allt sem sýnist.

um er að ræða 5 auglýsingar um húsnæðislán, sem bera heitið Ekki dæma of fljótt.



fyrirtækinu, Ameriquest Mortage, var einmitt lokað í ágúst á síðasta ári - kannski þeir hafi verið of seinir að dæma?

mánudagur, desember 10, 2007

hollt fyrir sálin

samkvæmt norska persónuleikaprófinu Hver ertu eiginlega, er mottóið sem best á við mig "Ef það er ekki hollt fyrir líkamann, þá er það hollt fyrir sálina" (n. Er det ikke sundt for kroppen er det sundt for sjela!).

¨kaffi er þó bæði held ég, mmmmm kaffi.nú rennur í hönd síðasta vinnuvikan hjá Leynistofnuninni í Lúx, brottfarardagur er næstkomandi sunnudagur, 16. des.

margs á ég eftir að sakna héðan, þ.á m. kaffivélarinnar Lavazza Espresso Point, hún er mikið nammi.

líklega er hún þó með þeim óumhverfisvænustu, því espresso-baunirnar eru formalaðar og forþjappaðar í litlar plastpillur, sem koma 2 í pakka.

forþjappaðar espressopillur og kaffipokar virðast reyndar vera framtíðin, a.m.k. virðast þessar Nespresso vélar vera að tröllríða öllu hér í BeNeLux, sjá George Clooney augl. á Jútjúb.


föstudagur, október 12, 2007

erótískar auglýsingar jbs

af því tilefni að JBS nærbuxnaframleiðandinn hefur afráðið að afturkalla nýjustu auglýsingaherferð sína, vegna þess að hún var úthrópuð sem klámógeð, hef ég ákveðið að tína til þær auglýsingamyndir úr herferðinni sem fréttamiðlar hafa birt.


mér finnst þær hreint ekkert lítillækkandi, hvorki fyrir mig né módelin.

ég held einnig að ég tali fyrir karlmenn og lesbíur almennt, þegar ég segi að jbs nærbuxur komi sterklega til greina, næst þegar ég kaupi mér nærföt.

hérna eru myndir úr eldri jbs-herferð ('því menn vilja ekki sjá aðra menn nakta') - jafnvel enn betur heppnuð: