Hvað er að gerast:

mánudagur, september 29, 2008

rokkandi gengi

það stendur m.a.s. fjölmiðlafólki fyrir þrifum ...


miðvikudagur, september 24, 2008

ástandið gæti verið verra


skv. þessari töflu (smella til að stækka) erum við ekkert svo langt frá Noregi og erum að upplifa minni lækkun en Maltverjar á blessuðum húsnæðismarkaðnum.

ungur maður frá Eistlandi sagði mér á dögunum að uppsveiflan þar hefði verið álíka og hér - ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og þeir kreppulega séð.

ég sakna Danmerkur af listanum, baunverjar slepptu sér algerlega í lánum og húsbyggingum og hafa goldið það dýru verði.

nýjustu fréttir þaðan eru að mörg hús í uppahverfunum sem byggð voru upp m.a. á Íslandsbryggju og á Amerikaplads (skuggahverfi skástrik bryggjuhverfið í Garðabæ) séu nú til sölu með verðvernd - ef fasteignaverð lækkar enn meira eftir að maður skrifar undir kaupsamning, lækkar kaupverðið afturvirkt.

mér finnst það bara soldið sniðugt...

mánudagur, september 22, 2008

í eigin þarm

skrípamynd dagsins á jp.dk minnti mig á þessa ljóðrænu ræðu pulsugerðarmannsins í bíómyndinni Grænu slátrararnir sem sýnd var á stöð 1 um daginn:

Pulsur hafa alltaf heillað mig! Það má næstum segja að það sé eitthvað goðsagnakennt við að drepa dýr og svívirða það svo með því að stinga því upp í sinn eigin þarm strax á eftir. Geturðu ímyndað þér nokkuð meira auðmýkjandi en að vera troðið upp í rassgatið á sjálfum þér?
stundum er maður í skapi fyrir dökkan húmor ...

miðvikudagur, september 10, 2008

frelsi og réttlæti

"... with liberty and justice for all" segja kanar þegar þeir sverja fánanum eið.

ég held þó að þessi vinskapur á milli frelsisstyttunnar og réttlætisgyðjunnar sé ekki alveg það sem menn höfðu í huga (mynd fannst í gegnum b2).

...justice may be blind, but it can fall in love...

mánudagur, september 08, 2008

flottur skeinipappír

hvað gefur maður fólki sem á allt?

ekki klósettpappír, nema maður sé fáviti.

en ef maður er á annað borð fáviti, þá er þessi litaði klósettpappír, sem nýlega var byrjað að selja í húsgagnabúðinni Nicolaj í Helsingør (Helsingjaeyri), tilvalin tækifærisgjöf.

ekki nóg með að pappírinn sé ótrúlega smart og lekker, heldur inniheldur hann jafnframt lyktarefni sem losnar þegar rifið er af honum.


Gąbka Bob og jarðarberin

fyrirbærið að ofan fann ég í fjörinni við Gróttu í lok ágúst, mjúkt og líflaust, og segir mér svo hugur um að hér sé annað hvort á ferðinni stökkbreytt sund-rotta eða svampur.

- þó ekki Gąbka Bob (Svampur Sveinsson á pólsku).jarðarberin að neðan fann ég hins vegar á svölunum mínum fyrir hálftíma síðan, þau voru jafn gómsæt og þau voru ljót.
- hin 20 jarðarberin eru ekkert að flýta sér að verða rauð - þessi jarðarberjaplanta sem ég fékk í afmælisgjöf heldur bara áfram að gefa og gefa.

erfðafræðilegt Evrópukort

áhugaverð þessi rannsókn sem gerð var á 2500 Evrópubúum í 23 löndum. 


það vissu allir að Finnar væru sér á báti, og ekki kom mikið á óvart að Ítalir hefðu þróast í allt aðra átt en restin af Evrópu, en þarna er komin staðfesting á því að Svíar séu hreinlega ekki svo skyldir Skandinövum (Norðmönnum og Dönum):
samkvæmt internetinu benda erfðafræðirannsóknir til þess að "63% íslenskra landnámskvenna hafi verið af keltnesku bergi brotnar og átt ættir að rekja til Bretlandseyja. Hins vegar hafi aðeins um 37% þeirra verið af norrænum uppruna. Rannsóknir á y-litningum karla, (sem erfast í karllegg) leiða hins vegar í ljós að mikill meirihluti landnámskarla sé af norrænum uppruna eða um 80%, en 20% þeirra eigi rætur að rekja til Bretlandseyja."

föstudagur, september 05, 2008

föstudagsdilbert


(smellið hér fyrir stærri útgáfu)

fimmtudagur, september 04, 2008

brekbrotinn

íslenskt mál er í stöðugri þróun nú á tímum, enda gefur alþýða þessa lands út texta af öllu tagi í meira mæli en nokkurn tíman fyrr.

það sem menn telja til orðskrípa í dag getur hæglega orðið að almennri málvenju á morgun - það er bara spurning um að koma sér saman um merkinguna.

neðangreind orð gúgglast t.d. nokkuð vel, þótt þau kunni að koma mörgum spánskt fyrir sjónir:

1. fólk af erlendu breki (brotið)
- brek í merkingunni smábrellur, brögð eða svik?
- eða breka, þ.e. kvabba og láta ófriðlega?
- útlensk læti og brek? flóttamenn stríðsátaka.
- hádegisbrek (sbr. 'break')? afsakið brek!

2. jáhvæðni
- hvæðni í merkingunni hvjæja/hvína? hljóðin í meðvindi.
- hvæs, sbr. hvás og más? láta móðann mása á jákvæðan hátt.
- hvöss hæðni = hvæðni? uppbyggileg hvöss hæðni.

3. auðlyndir (þjóðarinnar)
- að láta sér lynda við auð(menn)? algjör nýlunda þessi auðlunda og miklar glaðlindir þessar glaðlyndir!
- frjálslyndi í garð auðs? Auðlyndi flokkurinn...

miðvikudagur, september 03, 2008

reglulega til fortíðar

lenti í teiknimyndastuði í dag. 

vefsíðan comics.stuff.is er fín til þess brúks.

er að fíla þennan Google Chrome vafrarara. samt ekki jafn mikið ogStella léttölið sem fæst í Melabúðinni - eins og venjuleg Stella er óáhugaverð.

í kvöld drakk ég 4 bjóra og keyrði svo heim - það hefði mátt ljúga því að mér að þetta væri ekki 0,5%.


þriðjudagur, september 02, 2008

dreggjar krúttkynslóðarpoppsins

ég fékk lánaða plötuna með íslensku hljómsveitinni Sometime fyrir stuttu.

hún er mjög smellin, enda þótt manni finnist eins og það hljóti að fara að verða komið nóg af þessari "æ sjáðu hvað við eruuum fliipppuð, vá ég er í skrýtnum kjól!"-hegðun.

tónlistin á nokkra mánuði eftir en krúttæðishátturinn er farinn að lykta.

annars er þetta auðvitað bara venjulegt fólk sem getur ekki að því gert þótt það sé krúttísmúttímútt.

þetta er ein af þeim grúppum sem kannski hugsanlega mun e.t.v. spila á Airwaves 2008 ef guð lofar vonandi.