Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu heilsa. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu heilsa. Sýna allar færslur

miðvikudagur, október 29, 2008

seðlasamantekt

best að súmma upp þessum nýju seðlum sem komnir eru í umferð á netinu. 






svo er hér einn gamall og góður bleðill:


---
* uppfærsla - þennan DO tíuþúsundkall, sem var hluti af lokaverkefni við LHÍnotaði víst einhver grínari í matvöruverslun nýlega:
* uppfærsla2 - svo er það meðfylgjandi mynd af nýjum kanadadollar:

---

en þessu tengt þá hvet ég fólk til að hætta að tala um ráðsemi og fjárhagslegt aðhald sem kreppuráð. 



mánudagur, september 22, 2008

í eigin þarm

skrípamynd dagsins á jp.dk minnti mig á þessa ljóðrænu ræðu pulsugerðarmannsins í bíómyndinni Grænu slátrararnir sem sýnd var á stöð 1 um daginn:

Pulsur hafa alltaf heillað mig! Það má næstum segja að það sé eitthvað goðsagnakennt við að drepa dýr og svívirða það svo með því að stinga því upp í sinn eigin þarm strax á eftir. Geturðu ímyndað þér nokkuð meira auðmýkjandi en að vera troðið upp í rassgatið á sjálfum þér?
stundum er maður í skapi fyrir dökkan húmor ...

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

langar í krabbameinsleit

ég er alveg sáttur við að halda uppi þjónustu stéttarfélagsins míns, sem er hluti af BHM.

hins vegar finnst mér mjög einkennilegt að þurfa að greiða jafn mikið í styrktarsjóði bandalagsins og raun ber vitni, til þess að félagar geti keypt sér gleraugu og farið á heilsuhæli.

ég gúddera hjálp vegna áfalla, tannviðgerðarstyrki og útfarastyrki, en ekki styrki til líkamsræktar og heyrna- og sjóntækjastyrki.

þess vegna er það prinsipp-mál að fá sem mest af peningunum mínum til baka, þótt ég verði að borg'af'þeim skatt.

nú þegar er ég búinn að fá gleraugnastyrk (25.000) og líkamsræktarstyrk (12.000) og mun bráðum panta mér tíma í áhættumat hjá Hjartavernd (allt að 15.000 kr. styrkur, þyrfti að bæta við einum tíma hjá sálfræðingi, kírópraktor eða í sjúkranuddi).

konan sem ég talaði við hjá Hjartavernd sagði það ekkert nema eðlilegt að fólk undir þrítugu kæmi í skoðun.

reglubundin krabbameinsleit (kembileit) er styrkt að fullu, en mér sýnist ég þurfa að láta mér vaxa legháls eða stærri brjóst til þess að komast í svoleiðis.

samkvæmt 20 ára gamalli grein á síðu krabbameinsfélagsins, stendur til að hefja reglubundna leit að ristilkrabba - ég er hundfúll, en verð víst að bíða aðeins lengur með þetta.