Hvað er að gerast:

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

friggin drizzle

jæja - Brúxferðasöguna verð ég að fara að rifja og skrifa upp áður en hún gleymist - kannski í kvöld.þetta er veðrið samkvæmt veðurstikunni á Firefox, ekki beint upplífgandi.

ég geri ekki ráð fyrir löngum spassiergöngum á næstunni.

reyndar er íslendingahlaðborð á föstudaginn (morgun) sem gæti orðið skemmtilegt, sjá matseðil - ég ætla að vera mest temmilegur og góður á því.

þangað til er ég krónískt sybbinn, Lilja og hjólið mitt eru bæði farin á undan mér til Íslands, veðrið er svona eins og það er og ég er kominn með ægilegt kvef.

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

helst í fréttum frá DK í dag

það er dagur fallegra og heilbrigðra mjólkurkirtla hjá Nyhedsavisen í dag.
fyrri fréttin er skrifuð (þýdd) af Niels Holst, sú seinni skrifuð af Stinne Kaasgaard Poulsen - mikið er þetta opið og skemmtilegt þjóðfélag þar sem menn eru ekki hræddir við að sýna fallegt fólk í allri sinni dýrð.

þetta kallar maður lifandi og eftirtektarverðar fréttir.

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

icelandic slacker literature


í júrópartýi helgarinnar í Brussel hitti ég sænska stelpu sem starfar fyrir EUobserver.com.

hún sagðist hafa fengið það verkefni að fara til Íslands í sumar og sjá hvernig íslensk stjórnvöld hefðu varið peningunum sem frúin í Brussel hefur ánafnað íslenskum kúltúr og listum.

sérstaklega sagðist hún hrifin af íslenskum aumingjabókmenntum, sem hefðu verið áberandi í íslenskri bókaflóru undanfarin ár - ólíkt hinum Norðurlöndunum þar sem allt ritað mál væri keimlíkt og litlítið.
ég varð eiginlega orðlaus - man ekki eftir neinum þvílíkum bókum síðan 101 kom út '96.

jú, Nói Albínói var auðvitað aumingji, en hann var bíómynd - hann var líka álíka mikill "slacker" og Bert í sænsku unglingabókunum. þannig að ég er byrjaður að lesa Bókatíðindi 2007 (sem ég býsnaðist yfir að væru ekki á netinu, og gladdist því þegar ég fattaði að vinnan lætur senda sér nokkur eintök hingað til Lúx - en þau eru nýkomin á netið virðist vera: bokautgafa.is og bokatidindi.is).mér sýnist þetta alltsaman vera helvítis krimmar og annað leiðindaþvaður.

í partýinu hitti ég líka finnskan ungan tónlistarmann, en unnusta hans skipaði honum að yfirgefa svæðið einkum vegna þess að hann gat ekki hætt að spila lúftgítar.

krosstré

Úrskurðarorð:
[...]
Reykingar í húsnæði AA samtakanna að Heimagötu 24, Vestmannaeyjum eru bannaðar.


úrskurður Úrskurðarnefndar skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 3/2006.(neðri myndin er skemmtileg teikning af því hvernig Spánarkóngur spældi Chavez hér á dögunum)

mánudagur, nóvember 26, 2007

semí-erótískt

bráðum verð ég vonandi í ástandi til þess að geta Belgíufararinnar sem endaði á sunnudaginn - madame Erna er reyndar búin að lýsa henni í grófum dráttum.

titillinn á þessari færslu er úr lagi eftir Interpol, sem ásamt Blonde Redhead rokkuðu spikfeitt á laugardaginn - einhverjar myndir tókum við Eggert á myndavélina mína, en YouTube er full af þessum tónleikum, sem fóru fram í Vorst Nationaal í Brúx:
C'mere
Narc
Lighthouse
Evil (Rosemary ..)
No I in Threesome

þangað til ... haha:

Annað hvort er ég lesblind eða með kynlíf á heilanum.
Var að byrja á gítarnámskeiði og það gengur bara fjandskoti illa..


Þetta lærði ég í gær...

mánudagur, nóvember 19, 2007

byrgjum okkur upp í umhverfismálum

þetta er fréttamiðillinn sem nýverið fékk verðlaun Jónasar Hallgríms,

Þar hefur frá upphafi verið lögð áhersla á vandað mál, skýran flutning talmáls og lipra byggingu frásagna.
þeir eru þó skástir meðal jafningja... svona eins og McDonalds er skárra en Burger King.

þetta hlýtur að vera vegna lágra launa innan blaðamannastéttarinnar, sem aftur orsakast af fámennum lesendahópi og þar af leiðandi ónógum auglýsinga- og áskriftartekjum til að hægt sé að halda uppi hópi af hæfileikaríku starfsfólki.

ein hugmynd er sú að vísir.is taki erlendar fregnir barasta beint af avisen.dk og hafi þær á dönsku - þýðendurnir geta þá einbeitt sér að því að lagfæra málfarið í íslensku fréttunum.hér í Lúx er næstum því kominn fyrsti snjórinn, jólaljós og -tré eru komin upp, verslanir eru sumar með opið á sunnudögum og von er á jólamarkaðnum hvað úr hverju.

laugardagur, nóvember 17, 2007

Beaujolais og pepperóní

franska vínið Beaujolais, úr fyrstu raisin-uppskeru ársins, hefur verið fyrirferðarmikið í öllum verslunum síðan sl. fimmtudag (3. fimmtud. nóvembermánaðar - sjá t.d. mbl frétt).

það er ódýrt, ferskt og skemmtilegt á bragðið, og við erum í þessum töluðu orðum að dreypa á flösku nr. 2.

helvítis bölvun að hafa áfengi í matvörubúðum - ef það væri ekki svona aðgengilegt þá væri ég núna að drekka salmonellumengað kranavatn en ekki sólunda laugardagseftirmiðdegi í að deyfa líkama og sál.


ögn minna kúltiverað er uppáhaldssnakkið mitt hér í landi - Bifi pepperóní mínísalamí.

ég gæti étið þetta eingöngu, kannski með bjór eða tebolla - m.a.s. á jólunum.

jólin mín byrja í nóvember - bara til að koma því að.

helst mættu jólin vera 4 mánuði á ári, með glöggi og gjöfum, ljósum og þvingaðri lífsgleði.og þetta heimatilbúna myndband við lag franska tvíeykisins Daft Punk Harðar, betur, hraðar sterkar er stórskemmtilegt.

föstudagur, nóvember 16, 2007

kynlíf án reiðhjóls


ég man eftir að Leno gerði þennan glæp að umatlsefni fyrr nokkru - það er greinilega búið að dæma í málinu:
Dømt for sex med cykel

51 árs maður hefur verið dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að stunda kynlíf á hótelherbergi - með hjólinu sínu.


Tvær þernur fengu áfall, þegar þær opnuðu hótelherbergi hins 51 árs gamla skota Robert Stewart síðasta sumar.


Í miðju herberginu stóð Róbert, í stuttermabol einum fata, haldandi á reiðhjóli.


[...] when the women opened the door he paused only to ask, "What is it, hen?", before continuing to "move his hips back and forth as if to simulate sex".


hann játaði sig sl. miðvikudag sekan um "sexually aggravated breach of the peace by conducting himself in a disorderly manner and simulating sex" fyrir rétti í Ayr, Skotlandi.

þetta er auðvitað fyndið, en sorglegt um leið, því maðurinn hefur verið settur á opinberan lista yfir kynferðisafbrotamenn í Skotlandi og hefur þurft að flytja þrisvar síðan atvikið kom upp.

ýmsar spurningar hafa vaknað hjá almenningi vegna málsins um þetta grófa brot gegn saklausum fararskjótanum:

---
Has the bicycle in question been taken into protective custody, asked one?
---
herre eller damecykel?
---
Var det for- eller baghjulet?
---
Det er da ikke noget at blive forarget over - sålænge det ikke er en barnecykel, det går ud over.
---


http://www.telegraph.co.uk/news/main.jhtml?xml=/news/2007/11/14/nbikesex114.xml
http://avisen.dk/doemt-sex-cykel-151107.aspx
mynd: http://www.helleantonsen.com/pages/pencil.html

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

hin franska MadonnaVanessa Paradís er búin að vera lengi að, og hún er með eitt svaðalegasta frekjuskarð poppheimsins.

einskonar frönsk Madonna.

lagið Dès que j'te vois (Þegar ég sé eða e-ð) er að gera það gott á frönsku tónlistarrásunum.flestir sem ekki eru frönskuþenkjandi þekkja líklega lagið hennar Be my baby, en fyrsti hittarinn hennar Leigubílstjórinn Joe er mun svalara.

Est-ce que si on l'avait fait,
On se ferait l'effet
Que l'on se fait chaque fois
Si on l'avait fait
On se ferait l'effet que l'on se fait

Chuck brandararChuck Berry er að fara að spila hér í Lúx.

sökum áhugaleysis á manninum, verður mér óneitanlega alltaf hugsað til nafna hans Norris þegar ég sé auglýsinguna - Chuck Norris er internetgoðsögn:


Guns don't kill people. Chuck Norris kills People.

There is no theory of evolution. Just a list of animals Chuck Norris allows to live.

Chuck Norris does not sleep. He waits.

Chuck Norris has two speeds. Walk, and Kill.

The leading causes of death in the United States are: 1. Heart Disease 2. Chuck Norris 3. Cancer

Chuck Norris doesn't read books. He stares them down until he gets the information he wants.

When Chuck Norris does a pushup, he isn’t lifting himself up, he’s pushing the Earth down.

Chuck Norris is so fast, he can run around the world and punch himself in the back of the head.

Chuck Norris’ hand is the only hand that can beat a Royal Flush.

Chuck Norris is not hung like a horse... horses are hung like Chuck Norris.

Chuck Norris can lead a horse to water AND make it drink.

Chuck Norris doesn’t wear a watch, HE decides what time it is.

Chuck Norris can divide by zero.

When Chuck Norris falls in water, Chuck Norris doesn't get wet. Water gets Chuck Norris.

Chuck Norris roundhouse kicks don't really kill people. They wipe out their entire existence from the space-time continuum.

mánudagur, nóvember 12, 2007

málarar og aðrir aumingjar

já, brrr, það er kalt núna.

fór hæst í 6° í dag og út vikuna er spáð allt að 4° með rigningu / snjó.

í stað þess að fara á ströndina, lögðum við Lilja því til Bourglinster á föstudaginn, þar sem er kastali mikill og gjarnan menningaratburðir, um 20 mín. frá Lúxborg.

um var að ræða sýningu á verkum Pit Wagner, og vorum við sem þangað fórum saman nokkuð sammála um að hann væri ágætur.

Pit er einmitt alvöru lúxemborgari (sem er ekki mjög algengt í Lúx), og hann og listafólksvinir hans voru öll ekta hassreykjandi, fíflalátandi, úf-hárandi flipparar.

skemmtilegastar fannst mér Sextánda, sem er létt stæling á verki Mikaelangeló, og svo ýmsar útgáfur af Splittinu, en það mun vera uppáhaldið hans.

í kjölfarið af sýningunni sigldu nokkur glös af allskyns áfengi og af þeim sökum varð kastalinn hápunktur helgarinnar.

Bourglinster (sem einnig hefur unnið sér það til tekna að þaðan er maðurinn sem fann upp Flag-day í USA - eins og þartilgerð brjóstmynd í kastalagarðinum vitnar til um) er einmitt mjög nálægt Jünglinster, þar sem flestir íslendingarnir í Lúx búa.

föstudagur, nóvember 09, 2007

postuli frelsis og málsvari vítismér sýnist á þeim störfum sem Oddgeir Einarsson, lögmaður til nokkurra ára, hefur verið að taka að sér, að honum sé annt um að losa fólk undan okri ríkisins og vinstriafla.

skiljanlega, nú á tímum vinstri grænna og internetsins.þetta er maðurinn sem rassskellti Hótel Sögu á beran bossann fyrir hönd klámfólksins (hvort hann lét putta fylgja er óvíst), og nú hefur hann tekið að sér mál hina brottræku Vítisengla sem svo mjög er brotið gegn að jafnvel vinstri grænum er ekki sama.

nú hef ég rekist á blogg Oddgeirs, sem svo skemmtilega heitir "Þögli minnihlutinn", en þar fer lögmaðurinn með gamanmál, sem oft fylgir einhver alvara. t.a.m. segir hann um nýlegar fregnir af þuluskiptum:


" 9.11.2007 | 10:32

Gagnkvæmt samkomulag

Að lesa upp sjónvarpsdagskrá er mikið ábyrgðarhlutverk og ekki sama hver gegnir því.

Tvær þulur hafa látið af störfum og í fréttinni segir: „Það var gagnkvæmt samkomulag við Guðmund [F. Benediktsson] að hann hætti og Guðrún [Kristín Erlingsdóttir] ákvað að hætta."

Samkvæmt mínum heimildum er Þetta niðurstaðan af löngum fundum þar sem farið hefur verið yfir árangur Guðmundar í starfi. Niðurstaðan var sú að tími væri kominn fyrir nýtt blóð til að hressa upp á sjónvarpsdagskránna, sem hefur tekið að dala undir stjórn Guðmundar."
... nákvæmlega það sama og ég hugsaði.

hinn rekni þulur er reyndar H. Bragason og Baggalútur segir er það SvíVirða að hann hafi verið látinn fara - þetta var ein af fáum þulum með viti þarna hjá RÚV.

sjá einnig lagaskrýtlu nr. 1 - góður púnktur, gaman að sjá hægrimenn (hvað þá lögmenn) sem skammast sín ekki fyrir að vera með húmor.

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

stolnar hugsanir

leit að eyti

líkt og það engu skeyti
um raunheiminn
heldur neyti
fáfræðiseytis
í fortíðarráðuneyti

það þarf að leggja í bleyti
að einhverju leyti
sum fífl
svo kjaftæðið fleyti

til að sjá hvort
það einhverju breyti

HS 5. nóvember 2007, k. 14:05|^^^^^^^^^^^^|
|SEXY AS FUCK truck| '|""";.., ___.
|_..._...______===|= _|__|..., ] |
"(@ )'(@ )""""*|(@ )(@ )*****(@

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

París að hausti

þá er maður búinn að stíga í hundaskít í París.á fimmt. var allra-heilagra-dagur og á föst. allra-sálna-dagur, þann fyrrnefnda var því haldið af stað í hinni nýju lúx-parís TGV (train à grande vitesse - vúúúmmm) kl. 06.40 og komið heim á sunnudag, kl. 18.30.
París venst, geri ég ráð fyrir, ef maður einsetur sér að stíga sem sjaldnast fæti á þessa venjulegu ferðamannastaði, verður ónæmur fyrir betlurum og aumingjum og kínverskum túristum, og vinnur bug á innilokunarkenndinni á fjölförnum götum og í metróinu.

reyndar voru sömu frídagar í Frakklandi og í Lúx, sem útskýrir mannþveitið að hluta.

fyrstu dagana var maður hreinlega úrvinda af óhreinindum, látum, áreiti, þrengslum, betli, pissulykt og endalausum röðum.

þetta var ekta túrhesta - með dýrum bjór, miklu labbi, túristastrætó, 318 myndum (maður heyrði hreinlega gígabætin fyllast við turninn, bogann, lúvrið og allt það), feitum ameríkönum og frökkum með bjánahúfur á höfði og crossjant í hendi.
í stað Eiffel turnsins fórum við upp upp í stærstu byggingu borgarinnar, Montparnasse, í hröðustu lyftu Evrópu, og horfðum yfir París í lélegu skyggni.

það var talsverð aðför að betlurum, götusölum og -málurum í gangi þessa daga, kannski er þetta eilíft stríð. í það minnsta var ekki óalgengt að sjá hóp af sígaunastelpum eða blökkustrákum hlaupa burt og veifa til fallinna félaga úr mátulegri fjarlægð.

10 litlir blökkustrákar
borguðu ekki skatta
löggan böstaði tvo þeirra
þá voru eftir átta
annars var þetta ósköð venjuleg Parísarför, grísk matseld, enskar bækur í Sjeikspír búðinni, haagen-dasz ís, belgískur bjór, crépes og okur.við höldum okkar striti.

sunnudagur, nóvember 04, 2007

fjörmenning

ég held að ég sé fjörmenningarsinni.myndir af svörtum mönnum sem borða yfir sig og þ.u.l. ýta ekki undir þær staðalímyndir sem ég hef af svörtu fólki.

það er ekkert meira óviðeigandi að gera grín að negrastrákum heldur en Gísla, Eiríki og Helga, af þeirri ástæðu einni að svart fólk var einu sinni kúgað.

"tíu litlir strákar af öllum kynþáttum, þjóðernum og báðum kynjum, fóru út að borða" - eða hvað?

bókin 10 litlar thai-stelpur er heldur alls ekkert slæm hugmynd - þær gætu lent í alls kyns skakkaföllum, dottið í stiga, gleymt símanum sínum, misst af strætó, tínst í Hagkaup eða orðið undir valtara, án þess að það yrði smán eða háð gagnvart kynþættinum eða tælensku þjóðinni.

sumt fólk hefur bara svo skrítnar hugmyndir um litaða menn, og þetta fólk heldur að bækur á borð við þessa um negrastrákana komi svipuðum hugmyndum að hjá börnum.bolur til sölu á mengella.blogspot:
[PS. Jón Steinar Ragnarsson lýsti þessu ágætlega þegar hann sagði að fólk væri farið "að óttast eigin hugsanir í öllum þessum pólitíska réttrúnaði ... Aðrir, sem líta á menn, sem jafningja og er það eðlilegt, leiða hugann ekki að slíku. It's all in the eye of the beholder, ... gamla íslenska orðtækið, Margur heldur mig sig, {er} viðeigandi hér."
Þegar öllu væri á botninn hvolft væri fólk ómeðvitað að upplýsa um sínar eigin þanka og fordóma þegar það fordæmir þessa saklausu barnasögu.]