Hvað er að gerast:

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

París að hausti

þá er maður búinn að stíga í hundaskít í París.á fimmt. var allra-heilagra-dagur og á föst. allra-sálna-dagur, þann fyrrnefnda var því haldið af stað í hinni nýju lúx-parís TGV (train à grande vitesse - vúúúmmm) kl. 06.40 og komið heim á sunnudag, kl. 18.30.
París venst, geri ég ráð fyrir, ef maður einsetur sér að stíga sem sjaldnast fæti á þessa venjulegu ferðamannastaði, verður ónæmur fyrir betlurum og aumingjum og kínverskum túristum, og vinnur bug á innilokunarkenndinni á fjölförnum götum og í metróinu.

reyndar voru sömu frídagar í Frakklandi og í Lúx, sem útskýrir mannþveitið að hluta.

fyrstu dagana var maður hreinlega úrvinda af óhreinindum, látum, áreiti, þrengslum, betli, pissulykt og endalausum röðum.

þetta var ekta túrhesta - með dýrum bjór, miklu labbi, túristastrætó, 318 myndum (maður heyrði hreinlega gígabætin fyllast við turninn, bogann, lúvrið og allt það), feitum ameríkönum og frökkum með bjánahúfur á höfði og crossjant í hendi.
í stað Eiffel turnsins fórum við upp upp í stærstu byggingu borgarinnar, Montparnasse, í hröðustu lyftu Evrópu, og horfðum yfir París í lélegu skyggni.





það var talsverð aðför að betlurum, götusölum og -málurum í gangi þessa daga, kannski er þetta eilíft stríð. í það minnsta var ekki óalgengt að sjá hóp af sígaunastelpum eða blökkustrákum hlaupa burt og veifa til fallinna félaga úr mátulegri fjarlægð.

10 litlir blökkustrákar
borguðu ekki skatta
löggan böstaði tvo þeirra
þá voru eftir átta
annars var þetta ósköð venjuleg Parísarför, grísk matseld, enskar bækur í Sjeikspír búðinni, haagen-dasz ís, belgískur bjór, crépes og okur.



við höldum okkar striti.

2 ummæli:

Magga sagði...

París að hausti er greinilega mun órómantískari og minna sjarmerandi en að vori. Ég var bara svo sátt við hana í apríl þegar ég var þar í góðu veðri (þegar enn var drulla og kuldi í Kaupinhöfn), alls ekki miklum túristaatkívitetkum (m.a.s. Lúr fær að bíða betri tíma), frekar lásí rauðvíni og sérlega góðum félagsskap.

Halli sagði...

jég kannski gerði aðeins og mikið úr andsjarmanum og of lítið úr rómantíkinni sem vissulega fyllti vitin stóran hluta tímans.

minntist t.d. ekki á hvítvín upp á hótelherbergi, kokkteila með dónalegum nöfnum, indæla frakka (kom algjörlega á óvart) og skemmtilega dónalega frakka (kom minna á óvart).

síðast en ekki síst var ég í algjörlega réttum félagsskap til að vera í París ;)