Hvað er að gerast:

mánudagur, nóvember 26, 2007

semí-erótískt

bráðum verð ég vonandi í ástandi til þess að geta Belgíufararinnar sem endaði á sunnudaginn - madame Erna er reyndar búin að lýsa henni í grófum dráttum.

titillinn á þessari færslu er úr lagi eftir Interpol, sem ásamt Blonde Redhead rokkuðu spikfeitt á laugardaginn - einhverjar myndir tókum við Eggert á myndavélina mína, en YouTube er full af þessum tónleikum, sem fóru fram í Vorst Nationaal í Brúx:
C'mere
Narc
Lighthouse
Evil (Rosemary ..)
No I in Threesome

þangað til ... haha:

Annað hvort er ég lesblind eða með kynlíf á heilanum.
Var að byrja á gítarnámskeiði og það gengur bara fjandskoti illa..


Þetta lærði ég í gær...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg er ég viss um að þetta eru nótur fyrir samkynhneigða - alla vega lítur það þannig út, þegar líða tekur á lagið, enda ekkert smá erfitt að spila eftir þessu og halda út þessari "vibration."

- Annars var vinur minn að fá umsögn um ritgerð, sem hann skrifaði - og það í háskóla. Umsögnin bar þess vott, að þetta væri nú einna helst á barnaskóla- eða menntaskólastigi. Umsögnin var þessi:

"Einkunn 6.0. Þú skrifar stafina samt mjög fallega, sérstaklega A og U og M og I og N og G já, og I ... "

Halli sagði...

'fornication' vísar amk í kynlíf milli fólks sem ekki er gift.

... kannski er þetta langspil, sem spila verður í pörtum.


(alltaf gaman þegar fólk segir sögur af 'vinum sínum' - einmitt;) - ekki láta þá slá þig út af laginu Nafnlaus, þú ert Á og G, nokkuð Æ, T, U og já, R.

Nafnlaus sagði...

Það var nú bara af tilviljun, sem ég náði ekki að eyrnamerkja athugasemdina mína.

En hefurðu ekki skoðað hvað lokatónninn í laginu er, ja, "undarlegur" - svo ekki sé meira sagt!

En, jú, þegar þú minnist á langspil, og ef maður er mátulega "opinn" - þá kannski kemur þetta allt heim og saman. Það gerðist nú ýmislegt í myrkum skotum baðstofunnar á sínum tíma!

Kv.

Hilmir Blær.

Halli sagði...

jú, þegar þú nefnir það þá er grand fínalíið í laginu svolítið svæsið.

á þessum punkti í laginu er gert ráð fyrir að menn séu búnir að drekka nokkra bjóra, og smá samkynhneigð virðist vera skilyrði fyrir því að spila þessa síðustu tóna.

undarlegt, eða bara öðruvísi ;)

Nafnlaus sagði...

Öðruvísi? - Er það ekki voðalega svipað og "hinsegin?"

- Kv.

H.B.

Halli sagði...

vissulega á annan hátt en ég og þú, H.B., en ekki endilega undarlegt á þessum síðustu og bestu.