Hvað er að gerast:

mánudagur, nóvember 12, 2007

málarar og aðrir aumingjar

já, brrr, það er kalt núna.

fór hæst í 6° í dag og út vikuna er spáð allt að 4° með rigningu / snjó.

í stað þess að fara á ströndina, lögðum við Lilja því til Bourglinster á föstudaginn, þar sem er kastali mikill og gjarnan menningaratburðir, um 20 mín. frá Lúxborg.

um var að ræða sýningu á verkum Pit Wagner, og vorum við sem þangað fórum saman nokkuð sammála um að hann væri ágætur.

Pit er einmitt alvöru lúxemborgari (sem er ekki mjög algengt í Lúx), og hann og listafólksvinir hans voru öll ekta hassreykjandi, fíflalátandi, úf-hárandi flipparar.

skemmtilegastar fannst mér Sextánda, sem er létt stæling á verki Mikaelangeló, og svo ýmsar útgáfur af Splittinu, en það mun vera uppáhaldið hans.

í kjölfarið af sýningunni sigldu nokkur glös af allskyns áfengi og af þeim sökum varð kastalinn hápunktur helgarinnar.

Bourglinster (sem einnig hefur unnið sér það til tekna að þaðan er maðurinn sem fann upp Flag-day í USA - eins og þartilgerð brjóstmynd í kastalagarðinum vitnar til um) er einmitt mjög nálægt Jünglinster, þar sem flestir íslendingarnir í Lúx búa.

Engin ummæli: