Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu matur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu matur. Sýna allar færslur

þriðjudagur, október 14, 2008

Víetnam á Austurbrú, spritkørelse og grín

það kemur reglulega fyrir mig að upp gýs þessi svaðalega nostalgía fyrir mánuðunum 8 sem við dvöldum í Köben, þegar danska krónan kostaði 12 íkr., maður hjólaði meðfram søerne á hverjum degi, talaði grunnskóladönsku og borðaði pylsur og kebab í hvert mál og litið var á Ísland sem þjóð meðal þjóða.

t.d. fann ég núna áðan tengil á jp.dk um 5 gode billige restauranter í dönsku höfuðborginni. síðasti staðurinn í upptalningunni er veitingastaðurinn Vietnam, elsti staður sinnar tegundar í borginni (og ber það með sér), ca. 2 mínútur frá íbúðinni okkar við Holsteinsgötu og í miklu uppáhaldi hjá okkur hjúunum. staðnum eru gerð ágæt skil í matargagnrýni góðs vinar okkar sem kom tvisvar í heimsókn til okkar á þessum yndislega tíma í borginni við sundin.

svipaðan nostalgíusting fékk ég er ég horfði á 7. þátt 1. seríu Önnu Pihl (Hver sin hemmelighed) sem sýndur var síðasta vetur á RÚV, þegar Mads bróðir hennar Önnu var fullur og keyrði niður og drap cykelpige sem var að hjóla á Strandboulevarden, rétt við blokkina okkar. þarna hjólaði maður yfir á hverjum degi og reyndi að forðast spritbilistana.

---

hér er annars örstutt vídeogrín sem kom í pósti í morgun:


og sömuleiðis kom þessi samantekt um frumlegan neytendavarning, alveg bráðskemmtileg (án hljóðs):

mánudagur, september 22, 2008

í eigin þarm

skrípamynd dagsins á jp.dk minnti mig á þessa ljóðrænu ræðu pulsugerðarmannsins í bíómyndinni Grænu slátrararnir sem sýnd var á stöð 1 um daginn:

Pulsur hafa alltaf heillað mig! Það má næstum segja að það sé eitthvað goðsagnakennt við að drepa dýr og svívirða það svo með því að stinga því upp í sinn eigin þarm strax á eftir. Geturðu ímyndað þér nokkuð meira auðmýkjandi en að vera troðið upp í rassgatið á sjálfum þér?
stundum er maður í skapi fyrir dökkan húmor ...

mánudagur, september 08, 2008

Gąbka Bob og jarðarberin

fyrirbærið að ofan fann ég í fjörinni við Gróttu í lok ágúst, mjúkt og líflaust, og segir mér svo hugur um að hér sé annað hvort á ferðinni stökkbreytt sund-rotta eða svampur.

- þó ekki Gąbka Bob (Svampur Sveinsson á pólsku).



jarðarberin að neðan fann ég hins vegar á svölunum mínum fyrir hálftíma síðan, þau voru jafn gómsæt og þau voru ljót.
- hin 20 jarðarberin eru ekkert að flýta sér að verða rauð - þessi jarðarberjaplanta sem ég fékk í afmælisgjöf heldur bara áfram að gefa og gefa.

sunnudagur, apríl 20, 2008

heimsending

ég passa mig á því að biðja aldrei um heimsendingu þegar ég panta mér mat og mér finnst satt að segja stórfurðulegt að vera boðin ragnarök í hvert skipti sem ég t.d. panta mér pitsu.

myndin hér að ofan hefur lengi fylgt einu af mínu uppáhalds internet-orðtiltækjum: að rífast við fólk á internetinu er eins og að keppa á Ólympíuleikum fatlaðra.... sama hver vinnur, þú ert áfram þroskaheftur.

þriðjudagur, apríl 15, 2008

þriðjudagsgrínið - ein rússnesk

tölvupóstsþriðjudagsgrínið er að þessu sinni í formi gátu (og með svona skemmtilegu letri).

þekkir þú þessa?


Ein vísbending -
Hún er rússnesk!



Gefstu upp?



OK, sjáðu svarið...






föstudagur, febrúar 29, 2008

jörðin mun farast




í gær ætluðum við félagarnir að hringja á pezzu og höfðum afráðið að hringja í Pezzuhöllina - númerið hjá fyrirtækinu hafði eitthvað skolast til og enduðum við á að hringja í 5 626262.

nema hvað, þar svaraði símsvari sem endurtók í sífellu töluna "74" á ensku, seventífor, seventífor, seventífor.

ég var auðvitað viss um að þetta væri einhverskonar leynileg niðurtalning og hringdi því aftur í dag til að athuga hvort símsvarin myndi segja "73".

"UNICEF, góðan daginn" sagði vinaleg kona þegar ég hringdi rétt í þessu - ansi er það gott cover fyrir dómsdagssamtök.

---

þessi sami félagi er með stærðarinnar áblástur á munni, ojojoj, og fylgdi ég honum í apótek til þess að kaupa Zovir.

miðað við að tveggja gramma pakkning kosti rúmar 1200 krónur, reiknast mér til að kílóverðið sé um 600.000 kr.

sama pakkning kostar rúmar 50 danskar krónur, eða um 670 íkr. ... það er alveg ljóst hverju ég ætla að birgja mig upp af næst þegar ég fer til útlanda.

innflutningur fíkniefna er líka voðalega 2004 eitthvað, nú er komið að samhliða innflutningi okurlyfja til að kenna lyfjafyrirtækjunum smá samkeppnislexíu!

sunnudagur, febrúar 10, 2008

litháski Duonos

hér í Engihjalla, í sama húsi og rányrkjubúðin 10/11, er Austur-Evrópsk, Mið-Evrópsk og Eystrasaltnesk nýlenduvöruverslun.

þar má m.a. kaupa litháíska eðalvökvann Duonos Gira - í stuttu máli bragðast hann eins og útþynnt Malt sem fengið hefur að standa í um 10 daga og bætt hefur verið með sterkum rúsínusafa.

eftirbragðið er heldur ekkert til að hrópa húrra yfir.

fimmtudagur, janúar 31, 2008

"Afi minn át hann Rauð ..."

Matstofa Kópavogs sér um matseldina á mínum vinnustað.

það er í sjálfur sér ekkert svo slæmt, þótt ég hafi oftar fengið mér skinkusamloku þar heldur en matinn sem borinn er fram.

nema hvað að það er hrossakjöt í matinn í dag, annan fimmtudaginn í röð (síðast var folalda'snilli').

það er í sjálfu sér ekkert svo slæmt, þótt það hljóti að teljast aðför að þeim kristnu gildum sem þjóðfélagið byggir á að borða svona kasmagn af hrossum.

nema hvað það er alltof kalt til þess að sækja mat út fyrir vinnustaðinn, og ég er kominn með þvílíka leið á skinkusamlokum.

fleiri myndir af hestum á akranes.is

reyndar á ég banana - sem minnir mig á þessa auglýsingu sem ég fékk senda um daginn frá einhverju vinalegu fyrirtæki út í heimi, það er greinilega jafn auðvelt að stækka á sér typpið eins og að gleypa kas stórann banana:

þriðjudagur, október 09, 2007

helvítis útlendingar í afgreiðslustörfum

það finnst mér ansi hart að vera í landi þar sem franska er opinbert sýslunar- og verslunartungumál, og geta ekki beðið um crossiant í bakaríi svo vel skiljist.

annað hvort þarf ég að beygja mig undir frönskuna, eða afgreiðslufólk að læra tungumál viðskiptavinnanna, þeir eiga nú að hafa rétt fyrir sér oftast nær.

ég: "ccshochhhjjant" silvúplei!
hún: "aah, cocciiiandt?"
ég: "wí wí, takk!" (hvað annað gæti ég verið að biðja um sem hljómar eins og kossjandt'?)
"drífðu þig bara aftur til Brittaníu, óhreini útlendingur" sagði ég svo pollrólegur við afgreiðslustúlkuna í bakaríinu, á yfirvegaðri íslensku, á meðan ég benti henni á laxasamlokuna sem mér langaði í.

af hverju getur fólkið hérna í Lúx ekki dröslast til að læra íslensku, mér finnst sem brotið sé á sjálfsögðum rétti mínum til þess að nota mitt móðurmál. það er bara eins og Ísland sé ekki lengur eina landið í Evrópu.

rosalega eru svona smjörhorn annars löðrandi, manni langar næstum því í dónöt til þess að vega upp á móti allri fitunni.

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

lirfur út á serjósið mitt

ég er nokkuð viss um að hafa séð þessar Foodline rúsínur í íslenskum búðum.

paddan í pylsuendanum ef svo má segja.

"Hvis du har købt rosiner i pakker a 250 gram af mærket Foodline i bl.a. Superbest, Spar, Løvbjerg, Alta, ABC Lavpris og Magasin, så bør du smide rosinerne ud, anbefaler Fødevarestyrelsen. Der er ingen umiddelbar sundhedsrisiko ved at spise rosiner med larver, men forekomsten af de små dyr gør dem uegnet til menneskeføde [...]"
- fpn.dk: Larver i rosiner over hele landet

þriðjudagur, maí 29, 2007

blóð

eftir 3 mánuði mun ég gefa blóð í 20. skiptið í uppáhaldsbankanum mínum, þeim eina sem ég borga glaður með blóði mínu fyrir gúrkusamloku og kaffisopa. lífið er wúnderfullt þegar maður gefur blóð.

* af hverju gefur fólk blóð?
er fólk að reyna réttlæta tilveru sína í samfélagi manna og hugsanlega notkun sína á blóðhlutum í framtíðinni (eins og Kolviður)?
eða finnst því bara flippað að láta dæla 450 ml af sjálfum sér í poka og labba svo burt? er þetta e.t.v. einhvers konar sósíalismi?
er það kannski smáborgaraleg karlmennskuraun að láta stinga sig með risanál, eða bara gamaldags blót?

* hvar er jafnréttisstefna Blóðbankans?
hundraðshöfðingjar verða menn er þeir hafa gefið blóð [100] sinnum og fá þeir þá nafn sitt skráð í blóðsögubækurnar. karlmenn mega gefa blóð á 3 mánaða fresti og geta því náð þessum áfanga á 25 árum, með góðri mætingu.
konur missa mánaðarlega blóð af náttúrunnar hendi og mega því aðeins gefa á 4 mánaða fresti. það tekur konu þess vegna 33 ár að verða hundraðshöfðingi. byrja má við 18 ára aldur að gefa blóð og því getur kvenblóðgjafi fyrst náð því markmiði við 51 árs aldur, en karl 43.

nánast ómögulegt er að halda stífri gjafadagskrá í 25, hvað þá 33 ár. hámarksaldur er 60 ár og kynin hafa því 9 og 17 ár upp á að hlaupa. margir þurfa jafnframt frá að hverfa fyrir aldur fram vegna hás blóðþrýstings og annarra vandamála.

allir 57sem hafa náð 100 gjöfum hingað til eru karlar, enda hafa þeir 10 árum lengri tíma en kona sem eignast 2,1 barn fyrir sextugt.

það væri í raun eðlilegast að konur yrðu hundraðshöfðingjar eftir 75 gjafir - sem er sá fjöldi sem þær geta hæst náð með því að mæta af fullum krafti í 25 ár, og þá eru barneignir ekki teknar með - karlar hefðu enn forskot.

ég myndi leggja til nafnið blóðynjur.

* hvar eru karlkyns blóðhjúkrunarfræðingarnir?
blóðþrýstingurinn hjá karlmönnum mælist víst hærri en venjulega, þegar kvenkyns hjúkkur mæla hann. konur eiga alveg skilið sambærilegan bónus á blóðgjafir sínar - þótt ekki væri nema bara nokkur playgirl blöð til að fá blóðið af stað.

laugardagur, maí 05, 2007

ég er Ron Jeremy jarðarber

ekkert lát hefur verið á sóldýrkun og bjórdrykkju síðan stóra áfanganum var náð. í dag keypti ég mér sólaráburð, því ég er farinn að líta út eins og þetta jarðaber sem ég rakst á um daginn:
er því var snúið á haus, líktist það óneitanlega Ron Jeremy:

ahh hvað það er indælt að geta sólundað tímanum svona. jæja, farinn út að hjóla og drekka bjór ;)

mánudagur, apríl 16, 2007

ætla ek at bæta þér við ok hafa til snæðu á morgun



lítill ljóðleikur eftir tvær tröllasystur:

"Systir, ljáðu mér pott."
Hvað vilt þú með hann?"
"Sjóða í honum mann."
"Hver er hann?"
"Gissur á Botnum,
Gissur á Lækjarbotnum!"
(síðasta línan er sögð í brjálæðistón)

þessi saga um Gissur á Botnum var að eilífu meitluð í huga mér í framsetningu Stundarinnar okkar fyrir nokkrum árum. heitir það Tröllkonuhlaup þar sem systurnar hlupu yfir Þjórsá til að hjálpa hvor annarri með matseld.

á öllum víðilendum internetsins hefur engum dottið í hug að kalla það óvart Tröllskessuhlaup. nú er það nafn komið á blað og mun héðan af gúglast.

***

myndin sem fylgir er af Karl Marx, úr færeyska baráttublaðinu Arfbeiðið frá 1934. "maðurinn, ið vígdi líf sitt alt til at grunda arfbeiðarorsluna á vísindalegum botni" ég breytti reyndar litnum aðeins, gera kallinn flippaðari.

laugardagur, apríl 14, 2007

laugardagurinn 14.

þetta var ágætur dagur. svarti demanturinn upp úr níu til að skrifa, síðan í hjólatúr um miðbæinn, labbað um Nýhöfn - sumir fengu sér ís, aðrir bjór. veðrið var rosalega gott - á íslenskan mælikvarða. mynd af Austurlestargötu:grænlenska gervihljómsveitin var hress að vanda við Kóngsins Nýjatorg.fórum í kvöld á Hereford Steak (ekki -house), bragðaðist prýðilega. gott rauðvín hússins líka. neinei, láttu það bara flakka sagði ég við þjóninn þegar hann spurði hvort við vildum smakka það fyrst. gaman að lifa á brúninni.

er það bara ég og rauðvínið með matnum, eða var Spaugstofan skítsæmileg í kvöld?
kannski ekki zero lélegir, en betri en þeir hafa verið. vona að þeir taki rasistana fastari tökum á næstunni. það kemur í mig hryllingur við að lesa það sem þeir hafa fram að færa. hvítu úrhrök.

miðvikudagur, apríl 11, 2007

vondi birgirinn

það er margt furðulegt, unga fólkið sem sér um fréttir á mbl.is.

í fréttinni hér fyrir neðan, um hækkanir hjá Gunnars Mæjó og Danól, er margt athyglisvert.

í fyrsta lagi er byrgð auðvitað eitthvað sem byrgir fyrir t.d. brunna eða sýn. birgjar eru hins vegar þeir sem birgja sig og okkur hin af hinum ýmsu birgðum.

í annan stað fylgir þessi frábæra mynd af vondum birgi, líklegast á Indlandi, að meina litlum börnum um mat. þetta kallar maður húmor.í þriðja lagi ber myndin undirskriftina "líf og fjör og fjör. einn tveir" og sá sem á birtingarrétt hennar ber nafnið jfdksajf - en nafnið er greinilega fengið með því að ýta af handahófi á nálæga takka, miðað við rétta fingrasetningu.

ætli það vaxi einhverjir sveppir í Hádegismóum? þar er a.m.k. líf og fjör, einn tveir.


fréttin er hér - fróðlegt verður að sjá hvort hún muni taka einhverjum breytingum.

óþolandi

Jón Ras Magnússon fékk sendingu í garðinn sinn. græna snöru.

má ekki ræða um það að hengja manninn, án þess að fólk hlaupi upp til handa og fóta? má aldrei tala um svona hluti án þess að móðursýkin grípi um sig og menn byrji að uppnefna og öskra?

þetta er ljótt fólk sem fer fyrir útlendingahatrinu hjá Frjálsblindum. ljótt og rotið á sálinni. við ættum alveg að geta rætt mögulegar aðgerðir til þess að stöðva frjálst flæði viðbjóðs sem upp úr því vellur.

fólkið sem kýs þetta ljóta fólk er heimskt fólk.

fólk sem ekki gerir greinarmun á ólöglegum innflytjendum og öðrum innflytjendum. ruglar saman nauðgurum og sjálfsmorðssprengjumönnum og fólki sem vill bæta lífskjör sín. sem heldur að það að tala íslensku sé það sama og vera íslendingur. en þetta eru einfaldlega hlutir sem reynt er að troða upp á gamla heilaskerta karlmenn (þeir virðist vera markhópurinn) til þess að næla sér í atkvæði.


en hvað veldur því að nokkur skuli láta sér detta það í hug að kjósa svona rasista? jú heimska fólkið vill ekki að þeldökkt fólk, semítar og persar, fari að selja pulsur og kebab út um allar trissur.
þvílík firra. fyrir utan rasismann í þessu, að halda að einhver munur sé á fólki eftir húðlit þeirra, þá er eina fólkið sem til Íslands kemur í gegnum ákvæði EES fólk frá fátækari hlutum Evrópu. Ísland hefur engan veginn staðið sig nógu vel í að taka á móti flóttafólki frá Mið-Austurlöndum og þess vegna er alveg út úr kú að ala á hræðslu við kebaba og moskur.


maður tekur ekki mikið eftir Mið- og A-Evrópubúunum hér í Kben, en flóttamennirnir frá Íran og Írak (sem þekkjast á húðlitnum) er alveg yndislegt lið upp til hópa. ég gæti ekki hugsað mér borgina án þeirra.
mér þykir eiginlega verst að nú sé nánast búið að loka á að fólk utan Evrópu geti flutt til Íslands. Slavar búa nefnilega til mjög vondan mat.

(með færslunni fylgir góð grein frá því í nóvember sl., sem hægt er að smella á til að lesa)

þriðjudagur, apríl 10, 2007

förðuföglar

langar að tala aðeins um þrenns konar furðufugla.

1. pekingendur
þessi hér til hliðar sem við fundum í Hafnarfirði leit út eins og blendingur af gæs og svani. tengapabbi sagði aðspurður að þetta væri eflaust pekingönd.









2. svanir
snarbiluð dýr. þennan hér til hliðar fundum við í síki við Ameríkuplads. mikið rosalega öskraði hann þegar við dingluðum brauðsneið fyrir framan nefið á honum.
við reyndum að gefa honum útrunnið kókópöffs, en hann vildi það ekki. mávarnir vildu ekki einu sinni sjá það. segir kannski sitt um þennan óþverra.



3. danir
talandi um morgunkorn - baunverjar borða ekki jesú. og þá meina ég Cheerios, þjóðarmorgunverð íslendinga. hér fæst ekkert neme honní nötts sykurdrulluserjós.
reyndar getur maður keypt serjós í amerísku búðinni, Americana á Pétur Hvítfeldsgötu, sem liggur upp af Krystalsgötu í miðbænum.
75 kall fyrir lítinn pakka, takk fyrir. já, ég er svo mikið að fara að borga 5falt það sem ég myndi borga á Íslandi - höfuðlandi okursins. howdy!

Ómar Ragnarsson yrði ekki sáttur.
































mánudagur, mars 12, 2007

femínískar slæður

Egill Helgason hörkubloggari og megaplebbi hefur verið að agítera fyrir því að femínistar berjist gegn múslimaslæðum. minnir mig á þessa 70 ára gömlu áróðursmynd sem ég fann á timarit.is:***

Meyhreinir pabbadrengir hittast í ystu afkimum netheima, í kjallaranum heima hjá mömmu eða nýleigðum íbúðum vestur í Skjólum, þar sem einir búmuna eru flatskjár og Friedman (brjóstmynd). Þar sitja þeir íklæddir fermingarskyrtum og láta barkakýlin tifa í takt eins og unghanar á gólæfingu. Fussa gegn opinberum fjáraustri og álykta með sölu leikhúsa og leikskóla. Ljóngáfaðir en lítt þroskaðir.

- Hallgrímur Helgason nær ágætlega að fanga hugmyndir mínar um hinn týpíska frjálshyggju dreng. þær fáu stúlkur sem slysast út í þennan skrítna hugmyndaheim afgreiða sig líklega sjálfar á svipaðan hátt og drengirnir í greinninni hans Hallgríms.auðvitað er þetta ómálefnalegt, ýkjukennt og að hálfu í góðsömu gríni en sannleikurinn skín í gegn.

mér eru minnug orðaskipti mín og ónefndrar stúlku, eins stofnenda skolagjöld.is (síðan er löngu horfin en afrit hennar er hér). hún þvertók fyrir að félagið væri samansafn pabbastráka (þótt hún væri eitt besta dæmið sem hægt er að finna um slíkan strák). ég hefði átt að óska henni barneigna!

***


mynd af mér í nýjustu sælkeraumfjölluninni.

sunnudagur, mars 04, 2007

you will find the Tommies behind the lines - with your wives

við lestur á ársskýrslu stjórnar Orator í 4. tbl. 58. árg. Úlfljóts rann/rifjaðist upp fyrir mér að hafi verið umsjónarmaður tölvuvers og auk þess, ásamt henni Dabbý corporate lawyer bi$#, námsráðgjafi Orator, skólaárið 2004-5.

umsjónarmaður tölvuvers, er það ekki (ó)bein leið til þess að kalla mig tölvunörd?

... hver segir svo að ég hafi ekki verið félagsmálatröll...

***

við Lilja fórum á Viet Nam, veitingastaðinn hér rétt hjá sem Hrannari þykir svo vænt um. fengum okkur m.a. nautakjöt á teini, vafið utan um ananasbita. þegar þetta var snætt með hrísgrjónum og rosalegri kókossósu varð úr þessi svakalega veisla í munninum. tvímælalaust þess virði að prufa.

***

ég keypti nýverið bókina Behind Enemy Lines: WWII Allied/Axis Propaganda á 30 kr. danskar. margar skemmtilegar myndir og textar. þessari sem birtist hér var t.a.m. ætlað að draga úr þrótti breskra hermanna á vígstöðvunum með því að telja þeim trú um að kanarnir væru að punda konurnar þeirra heima í Bretlandi.
áður hafði frönskum hermönnum verið sagt það sama um bresku félaga sína.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

will all the men in the audience please stand up? no?

Cheeseshop úr Monty Python's Flying Circus (Jútjúb vídjó):

MOUSEBENDER: It's not much of a cheese shop, is it?
WENSLEYDALE:
Finest in the district, sir.
MOUSEBENDER:
Explain the logic underlying that conclusion, please.
WENSLEYDALE:
Well, it's so clean, sir.
MOUSEBENDER:
It's certainly uncontaminated by cheese.
ég er enn á fullu í ostunum eftir að Hrannarsheimsóknina og Ítalíuför okkar kumpánanna. öðrum eins ostakalli hef ég aldrei kynnst - skrítið að hann skuli ekki vera með stærri eyru.

***

námstengt: Kylie Minouge í tælandi auglýsingu - agent provacateur.

***

ég er enn svolítið skrýtinn eftir að hafa lesið Bók hláturs og gleymsku eftir uppáhaldsson Brno- búa, Milan Kundera. fyndið, fróðlegt, æsandi, sjokkerandi, furðulegt, sorglegt og skemmtilegt samansafn af sögum sem allar eiga að hafa sammerkt einhverskonar boðskap, sem er (að ég held) baráttan við að gleyma og gleyma ekki og hve vandasamt það getur verið að hlæja. eina bókin sem ég hef lesið nýlega sem ég fékk ekki nóg af. kannski er það þessi heiðarlegi dónakallshugsunarháttur í manninum ... það er svo skemmtilegt hvernig hann virðist bara skrifa það sem hann er að hugsa, og skrifa svo um það af hverju hann hugsar að hann sé að hugsa það.
ég fæ ekki þakkað Valborgu nógu mikið fyrir að hafa lánað mér Immortality fyrir rétt rúmu ári síðan. blessað barnið.