Hvað er að gerast:

þriðjudagur, maí 29, 2007

blóð

eftir 3 mánuði mun ég gefa blóð í 20. skiptið í uppáhaldsbankanum mínum, þeim eina sem ég borga glaður með blóði mínu fyrir gúrkusamloku og kaffisopa. lífið er wúnderfullt þegar maður gefur blóð.

* af hverju gefur fólk blóð?
er fólk að reyna réttlæta tilveru sína í samfélagi manna og hugsanlega notkun sína á blóðhlutum í framtíðinni (eins og Kolviður)?
eða finnst því bara flippað að láta dæla 450 ml af sjálfum sér í poka og labba svo burt? er þetta e.t.v. einhvers konar sósíalismi?
er það kannski smáborgaraleg karlmennskuraun að láta stinga sig með risanál, eða bara gamaldags blót?

* hvar er jafnréttisstefna Blóðbankans?
hundraðshöfðingjar verða menn er þeir hafa gefið blóð [100] sinnum og fá þeir þá nafn sitt skráð í blóðsögubækurnar. karlmenn mega gefa blóð á 3 mánaða fresti og geta því náð þessum áfanga á 25 árum, með góðri mætingu.
konur missa mánaðarlega blóð af náttúrunnar hendi og mega því aðeins gefa á 4 mánaða fresti. það tekur konu þess vegna 33 ár að verða hundraðshöfðingi. byrja má við 18 ára aldur að gefa blóð og því getur kvenblóðgjafi fyrst náð því markmiði við 51 árs aldur, en karl 43.

nánast ómögulegt er að halda stífri gjafadagskrá í 25, hvað þá 33 ár. hámarksaldur er 60 ár og kynin hafa því 9 og 17 ár upp á að hlaupa. margir þurfa jafnframt frá að hverfa fyrir aldur fram vegna hás blóðþrýstings og annarra vandamála.

allir 57sem hafa náð 100 gjöfum hingað til eru karlar, enda hafa þeir 10 árum lengri tíma en kona sem eignast 2,1 barn fyrir sextugt.

það væri í raun eðlilegast að konur yrðu hundraðshöfðingjar eftir 75 gjafir - sem er sá fjöldi sem þær geta hæst náð með því að mæta af fullum krafti í 25 ár, og þá eru barneignir ekki teknar með - karlar hefðu enn forskot.

ég myndi leggja til nafnið blóðynjur.

* hvar eru karlkyns blóðhjúkrunarfræðingarnir?
blóðþrýstingurinn hjá karlmönnum mælist víst hærri en venjulega, þegar kvenkyns hjúkkur mæla hann. konur eiga alveg skilið sambærilegan bónus á blóðgjafir sínar - þótt ekki væri nema bara nokkur playgirl blöð til að fá blóðið af stað.

2 ummæli:

maggamega sagði...

Ertu að tala með jákvæðri mismunun?

Nafnlaus sagði...

stundum eru sætir læknanemar að vinna í Blóðbankanum á sumrin en þeir eru í fyrsta lagi flestir kvenkyns og hafa ekki fengið að taka blóðið mitt. Því miður. Enda er ég með einstaklega lágan blóðþrýsting.
Ég stefni hins vegar á að verða hundraðshöfðingi og ég held ég eigi svona þrjátíu-fjörtíu ár í það.