Hvað er að gerast:

fimmtudagur, maí 10, 2007

smugler på toldmuseum

héðan af svölunum sé ég yfir á Nordhavn og Löngulínu.

eins og ég hef áður minnst á er Nýja (ljóta) Hafmeyjan staðsett í nýju íbúðarhverfi, rétt við skipalægi hafnarinnar.

það var þó ekki fyrr en í dag sem ég áttaði mig á því að ToldSkat safnið er staðsett við hliðina á hafmeyjunni og abstrakt vinum hennar. ekki veitir heldur af, því safnið er varla þess virði að gera sér sérstakt far um að heimsækja það.gamlar mainframe skatt-tölvur, sveitatollbúðir, smyglvarningur, leikfanga-gámagegnumlýsingarbíll og annað semi-athyglisvert prýðir þetta safn, sem ótrúlegt en satt virðist halda uppi tveimur hálfum stöðugildum (ég náði að hanga þarna í hálftíma, með því að skoða allt þarna inni þrisvar, en var eini gesturinn á meðan). myndir

reyndar þótti mér mjög góðar blaðaúrklippurnar af atviki sem átti sér stað á safninu fyrir einum 16 árum síðan. þarna rétt hjá safninu leggjast gjarnan að bryggju skip frá Póllandi.

einn daginn stígur 33 ára pólverji frá borði
hann er með áfengi og nokkur karton af smyglsígarettum
hyggst selja góssið í næstu sjoppu
hann fer inn í eina, en er bent á að prufa frekar húsið við hliðina
í einfeldni sinni labbar hann inn á Tollsafnið
og reynir að selja starfsmönnum þess smyglvarning
en var í staðinn handtekinnsýningin fannst mér ekki kalla á að heilt safn væri byggt yfir það, þessir munir væru betur geymdir bara í anddyri Skatt- og Tollbygginganna.***

ég er hægt og hægt að falla frá öllum fordómum mínum gagnvart Þýskalandi, sérstaklega Munchen. Paulaner Hveitibjórinn er virkilega mjúkur og góður. þessi lýsing af netinu nær honum ágætlega:

Taste: nice banana sweetness is creamy up front, but light on taste at the finish when slight acetic lemon zest overpowers.
eftirbragðið er vissulega sítrónusýrukennt, er samt varla bragðanlegt. easy drinking þegar maður er latur.

***
lögreglan á Íslandi gerði sig að algeru fífli með því að kaupa undir roma fólkið flug til Rúmeníu, Hr. Gunni á orðið.

Engin ummæli: