Hvað er að gerast:

laugardagur, maí 12, 2007

af sem áður var í Baunalandi

það er engin opin kosningavaka hér í borg, eftir því sem ég kemst næst.

það er kosningavaka í sendiráðinu í Finnlandi, í EFTA húsinu í Belgíu og eflaust á fleiri stöðum í Evrópu, en ekki í Kaupmannahöfn.

á netinu las ég að 2003 hefði verið vaka í Jónshúsi, þar mun reyndar hafa verið svo mikill reykjamökkur að fólk þurfti frá að hverfa.ég hringdi niðrí Jónshús rétt í þessu og var sagt að enginn hefði haft orð á því að halda slíka vöku í ár. væntanlega fyrr en ég hringdi rétt í þessu.

en ég geri eitthvað gott úr þessu. í nótt er síðasta nóttin mín áður en ég flýg heim yfir sumartímann eins og önnur farfygli, nú fara vettlingarnir af.

Engin ummæli: