Hvað er að gerast:

fimmtudagur, maí 24, 2007

... er fósturjörð?

þá er maður kominn aftur og búinn að prufa allt.

bæinn, bjórinn, bílinn, bláa lónið, bækið, ... og nú síðast, strætó.ég beið í 20 mínútur á Hverfisgötunni í gær eftir að taka strætó sem mér skildist að færi í Breiðholtið, til þess eins að láta keyra með mig fram hjá Háskólabíói, út Skerjagranda og stoppa þar.

ég: "verður þetta langt stopp?"

vagnstjóri: "tjah, svona 25 mínútur"

... ég hef aldrei kunnað að lesa svona strætótöflur. ég sakna hjólreiðastíganna í baunalandi.

1 ummæli:

Rannveig sagði...

hahahahah í þessu örfáu skipti sem ég hef tekið strætó í höfuðborginni lenti ég einmitt í nákvæmlega því sama og þú.. stopp á skerjagranda :) hef einnig fengið rúnt um árbæinn og var á leið allt annað! ég og strætó eigum ekki samleið.