Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu andrés önd. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu andrés önd. Sýna allar færslur

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

einn klassískur frá 2003

kannski Egill Helgason?
þetta var altént á þeim árum er hann drakk bjór í stykkjatali og angraði okkur hin á Austurvelli.

Egill hélt eflaust þá eins og nú að miðbærinn væri upphaf og endir alls og að þeir og það sem hann skildi ekki væri bara afbrigðilegt. Íslendingar væru einstakur hópur, sem kynni ekki að drekka eða gera neitt, og hann væri einn þeira. hann er það ekki lengur heldur hangir á hóteli innanum hina plebbana London og heldur að hann sé sérstakur.

gaman væri að vita hvort barnið, sem nú er 12 ára, gangi enn um án þess að vita deili á líffræðilegum föður sínum? ... eins og Egill gengur um glórulaus, en það er annað mál. vei okkur að vera að fara að borga nefskatt til að púkka upp á þennan smásálarrúnkara.

þriðjudagur, apríl 10, 2007

förðuföglar

langar að tala aðeins um þrenns konar furðufugla.

1. pekingendur
þessi hér til hliðar sem við fundum í Hafnarfirði leit út eins og blendingur af gæs og svani. tengapabbi sagði aðspurður að þetta væri eflaust pekingönd.









2. svanir
snarbiluð dýr. þennan hér til hliðar fundum við í síki við Ameríkuplads. mikið rosalega öskraði hann þegar við dingluðum brauðsneið fyrir framan nefið á honum.
við reyndum að gefa honum útrunnið kókópöffs, en hann vildi það ekki. mávarnir vildu ekki einu sinni sjá það. segir kannski sitt um þennan óþverra.



3. danir
talandi um morgunkorn - baunverjar borða ekki jesú. og þá meina ég Cheerios, þjóðarmorgunverð íslendinga. hér fæst ekkert neme honní nötts sykurdrulluserjós.
reyndar getur maður keypt serjós í amerísku búðinni, Americana á Pétur Hvítfeldsgötu, sem liggur upp af Krystalsgötu í miðbænum.
75 kall fyrir lítinn pakka, takk fyrir. já, ég er svo mikið að fara að borga 5falt það sem ég myndi borga á Íslandi - höfuðlandi okursins. howdy!

Ómar Ragnarsson yrði ekki sáttur.
































þriðjudagur, febrúar 13, 2007

brotin svænskå

[póstinum sem hér var hefur verið eytt]

[það er búið að leysa morðið á Geirfinni frænda mínum]

[Það að segjast ekki vera rasisti. Það að sárna þegar maður er kallaður rasisti. Það að reiðast þegar maður er kallaður rasisti - ekkert af þessu þýðir að maður sé ekki rasisti. Norðdahl]

"naumast panorama útsýnið hér á aðallestarstöðinni! þetta er sýning sem myndi heilla hvern sem er", eða eitthvað í þá áttina segir Andrés Önd í þessu listaverki eftir Rota Marco, höfund Kalla Villiandar (Mac Paperin upprunalega á ítölsku, nefndur Kalli í Svíþjóð).hann er a.m.k. skoskur forfaðir Andrésar og birtist helst með karakter sem á sænsku var kallaður ... bamdamdam ... Lilleman.

inte stanna!

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Conference of European Constitutional Courts

einhver heyrt um samtök evrópskra stjórnlagadómstóla? nei?

ráðstefnur eru haldnar á 3 ára fresti og meðlimir eru stjórnlagadómstólar eða sambærilegir dómstólar 39 Evrópuríkja.

heimasíða samtakanna.
listi yfir ríki.

Holland, Finnland, Svíþjóð, Ísland, Bretland og Grikkland og e.t.v. nokkur ríki í viðbót hafa ekki enn gerst meðlimir.

***

Hrannarinn er kominn og við höfum verið á listasöfnum, bókabúðum, börum og bókasöfnum síðustu 2 daga. á háskólabókasafninu í Fjólustræti hittum við í dag ónefndan lagaprófessor, sem bauð okkur í kaffibolla á kaffihúsinu/bókabúðinni á móti safninu.

dagin áður á sama kaffihúsi/bókabúð keyptum við 590 bls. doðrantinn Legal Essays - Festskrift til Frede Castberg frá 1963.
fremst í Tabula gratulatoria eru
Hans Majestet Kong Olav V
Ásgeir Ásgeirsson, Islands president
aðrir Íslendingar sem finna má í tabúlunni eru m.a. Bjarni Ben (sem einnig á grein í ritinu), Bókasafn HÍ, Ármann Snævarr og Sakadómur Rvk.
... bókin kostaði 10 kr. danskar.

***

myndin hér hægra megin tengist umfjöllunarefni þessarar færslu hugsanlega!

fimmtudagur, janúar 04, 2007

heja heja

ferðin til Svíþjóðar heppnaðist jyttevel.

Skánverjar tala mun betri útgáfu af íslensku en K'hafnarbúar, og svo er að finna Subway í Malmö. ég er miklu mun hrifnari af Subway heldur en fallafel.
Steina vinkona tók á móti okkur í Ystad með glæsibrag og við skemmtum okkur vel við að skoða gömul sæt hús, Grábræðraklaustur (sbr. torg kennt við sömu bræður hér í K'ben) og líta í búðir. sáum þó ekki ströndina í Ystad, enda var ekki alveg veðrið til þess.

eftir 6 daga, 10. jan, verður haldið í vikuferð til Reykjavíkur - þangað hefur mig alltaf langað að koma.

***

sá í fréttum fyrir nokkru að Akureyrarbær hefur ákveðið að gera almenningssamgöngur fríar innan bæjarins.
mér finnst þetta yndisleg hugmynd. þetta var rætt í blöðunum hér í K'höfn fyrir nokkru, en snögglega komu upp gagnrýnisraddir, hvers handreipi var rannsókn sem benti til þess að slíkar aðgerðir hefðu m.a. þær afleiðingar að hjólreiðafólk hætti að nota hjólin sín, en minni áhrifa myndi gæta meðal þeirra sem kjósa að nota bílinn sinn.

á Íslandi hjólar auðvitað enginn, vegna veðurs og brösótts landslags. fólk sem myndi kjósa að nýta sér hjólhesta, væri landið flatt og veðrið þolanlegt, notar því einkabílinn.
í Rvk er risastór ónýttur markaður af fólki sem myndi leggja bílnum ef til væri raunverulegur valkostur. frír strætó í nokkur ár myndi leysa hænu/egg vandamálið (of fáir farþegar -> of fáar ferðir -> of fáir farþegar ...) og álagið á vegakerfið myndi snaaaarminnka.

ókeypis almenningssamgöngur fara líka einkar vel saman við hugmyndir mínar um lestarkerfi á allstór-höfuðborgarsvæðinu, með viðkomu í Herstöðvarbæ og á Leifsstöð.

***

mæli með snjómannagallerýi Kalvins og Hobbes, fyrir þá sem hafa góðan húmorkirtil.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

kexrugladur


hvad sem lidur edlilegum umraedum um innflytjendamal, ta er Magnus Ras og fylgismenn fullir af fordomum og heimsku.
og tad er mikill sannleikur i tessum pistli: \Tu veist ad tu ert rasisti tegar ...\

föstudagur, september 29, 2006

stúbbid Dato

sá þessa ýkt fyndnu mynd í fríblaði Berlinske, Dato. drasl blaðið er ekki á netinu og ég get því ekki deilt henni með ykkur :::edit 1. okt., Lilja lagði til að ég tæki bara mynd af henni, vesgú::

myndin sem er eftir Annette Carlsen sýnir 3 stalla. á þeim fyrsta er höfuðið af Jesú Kristi, á næsta er höfuðuð af Búdda og á þeim þriða: Andrés Önd. svaka flott mynd með blóði lekandi niður frá höfðunum.
standandi við stallana er kona sem er að segja við mann sem er djúpt hugsi: "Kunne vi gøre sådan? - så er der da ingen der kan blive sure"

Anette teiknaði þessa mynd þegar Múhammeðsmálið stóð sem hæst: