Hvað er að gerast:

sunnudagur, maí 14, 2006

blogg-gagnrýni, partur I

aha, kannski ráð að setja á blað helstu áfangastaði bloggrúntsins manns, en þeir eru flestir í tenglunum hér til hliðar. fer hér I. partur þess yfirlits, og vonandi er að þetta verði ekki eitthvert hálfkák.

bloggprinsessan María Rún - http://www.mariarun.blogspot.com/
María hefur lengi verið áberandi á öllum sviðum sem hún hefur ratað inná. jafnt í félagasamtökum, innan skólaveggja og vinahópa.
skrifar stuttar og hnitmiðaðar setningar og lætur lesandanum oft eftir að geta inn í eyðurnar og/eða draga eigin ályktarnir af þeim uppgvötunum sem fröken fix póstar á dagbókina sína. mjög vinsælt blogg og gott að fylgjast með því sem María er að taka sér fyrir hendur á hverjum tíma, hvort sem um ræðir skólastarf, pólitík, rómantík (þetta tvennt síðastnefnda hefur verið svolítið í sömu skál hjá Maríu undanfarið), fjölmiðlar, brúðkaup eða barneignir. hefur haldið vel dampi og er mikið lesið, af kunningjum og öðrum. þrátt fyrir mikið annríki, sem virðist aukast ár frá ári, finnur prinsessan sér alltaf tíma til að pota inn eins og einni línu og link endrum og sinnum.

dvergur kenndur við lesstofu, Vala María - http://www.lesstofudvergurinn.blogspot.com/
á sínum uppvaxtarárum við lagadeild öðlaðist lítil stúlka viðurnefnið lesstofudvergur, en mönnm ber ekki saman um hvort það var vegna smæðar hennar eða vegna þess hve iðin hún var. iðjusemi hennar birtist helst í félagslífi lagadeildar og var hún sannkallaður orkudvergur. hún hafði sig einnig mikið í frammi á lesstofu Lögbergs - og var hún þar partur af virkilega skemmtilegum hópi sem nú hefur að miklu leyti tvístrast. menn þykjast þó enn sjá til Völu endrum og sinnum inn á lesstofunni, en það eru e.t.v. bara nostalgíuímyndanir. dvergurinn heldur nú til á lítilli ríkisstofnun, en gistir í nýbyggðum álfasteini í hafnarfirði á næturnar. lífsgleði og sprell einkennir dverginn og skrif hans, þótt reyndar hafi skrif hans undanfarið stundum litast af svolitlu pirrípú og gremju.

tergram flipp - http://magga.blogdrive.com/
Margrét hélt lengi út líflegri vefdagbók þar sem hægt var að lesa um ævintýri hennar heima og erlendis. í dag er bloggið minnisvarði um það sem eitt sinn var lífsglaður ungur laganemi, án þess að nokkuð sé sagt um hagi hennar í dag. sá sem þetta skrifar veit það eitt að hún er í hamingjusömu sambandi, farin að búa og við það að skella sér á fullu út í atvinnulífið (eða þegar byrjuð?). virðist því sem bloggandinn hafi yfirgefið bloggarann, eða hann vaxið frá bloggun.

phat Ingunn - http://www.blog.central.is/phatmama/
einn skemmtilegasti vefrithöfundur sem undirritaður veit um. Ingunn / krákan / phat mama (sem skiptast á að skrifa á síðuna) lætur sko ekki að sér hæðast, enda er hún sjálfri sér nóg í því. sú einstaklega skemmtileg sýn á lífið sem þessi upprennandi framámaður hefur fær mann stundum til að skella uppúr (e. lol). erfitt er að gera á milli sagna af hversdagslífinu (sem er sko ekkert hversdagslegt hjá ph.m.), föstum liðum eins og fokkin bits eða myndaþáttunumd sem hún lætur sér detta í hug. það er ekki að furða að þegar hlé verður á skrifum, dynja á henni áskoranir og kvartanir í kómentakerfinu.

kv.

laugardagur, maí 13, 2006

cool "tv-station service"

two pictures of a pes:


1) a slavic pes:

 
2) an icelandic pes:

like Aaro would say: we are all human, we all breathe the same air. it looks like we also get very similar ideas for cartoons.

[uppfærsla, 13. maí 2009 birtist eftirfarandi mynd á síðum Morgunblaðsins:


------
jæja, stay lauw! fyrsta prófið á mánudaginn, hryllingurinn EC Competition policy and competition law - að sögn kunnugra náði enginn prófinu á síðustu önn, og við erum 2 eftir af 6 sem byrjuðum í námskeiðinu.

sunnudagur, maí 07, 2006

pæling, and bs in english

ahoj, jaksemate?

currently reading a book for my summer job:


this bloggfærsla is partially in english, for u Kate! I really really need a break from studying, so here are some timekillers:


1. Holland, sometimes too carefree and innocent: http://www.youtube.com/watch?v=6IXu1XpgCP4

2. mér hefur alltaf langað að kommenta á þessa lögskýringu Guðrúnar Kvaran á Vísindavefnum, hún er bara röng. það er ekkert réttara að nota bil af því að bil eru notuð í umræddri auglýsingu menntamálaráðuneytisins. auglýsingin segir hvorki af né á um það. hana og fleira sniðugt efni má finna á heimasíðu Eiríks Rögnvalds.

3. Joi, the hot-dog guy (arinn.blogspot) sent me a link that is maybe useful 4 music people: http://pandora.com/ - you can have your own radiostations! also, http://www.webhamster.com/ the hamster dance features some quality music!

4. maybe we can just all start speaking in latin phrases? and latin sentences ... my english is really getting bad from talking to all you hardly-english-speaking people :P

5. that famous sentence, strč prst skrz krk, it's on the internet (like everything nowadays) - in various languages it means: laita sormi kurkun läpi; steek de vinge door de keel; settu puttann gegnum hálsinn.

6. Marta, I'm still pondering about your comment - why is it more common to get drunk than to get eaten, anybody know?

I dont know... what more? some cartoons?
jedno, dva, trcí, stacy (the last one is a lawyer joke :) - and here is a picture of Superman, a teacher at my law faculty back home (copyright - little big T)

das constitutional courthafði það ekki í mér að setjast í dómarasætið. maður er svo hlutlaus. yes, we sentenced a man to death, and he wasn't even on trial - he just came in to use the bathroom. poor bastard.

bæjarins bestu: pulsan á 10 Kz, nokkuð góð bara.

u c, in Iceland we have something called best of the town hot dogs, similar to that crazy place in Ceska! aaamazing Posted by Picasa

Nýja LB, garður, partý á þakinu
þess má geta að við megum ekki vera á þakinu. Jakob fékk lánaðan lykilinn að þakdyrunum í afgreiðslunni (eitthvað sem afgreiðslukonan mátti víst ekki gera), og skilaði síðan öðrum lyklum, og hélt partý.

klikkaði alveg á því að taka mynd af öryggisvörðunum sem komu til að henda okkur út. Jakobi var í kjölfarið vísað út af Vinarska stúdentagörðunum ("ef þú værir tékki værirðu farinn út f. 2 mánuðum, þegar þú kýldir gluggann í spað"), en gæjinn náði einhvernveginn að fá einn séns enn.

í gær braut hann og félagar hans síðan rúðu niðrí í garði, en þeir byrjuðu um hádegi að drekka vodka-slammera og reykja gras. haha :) Posted by Picasa

þriðjudagur, maí 02, 2006

vil þakka öllum sem veittu mér "msn-hjálp" með sviða-eldamennskuna. heppnaðist ágætlega, fyrir utan að þau voru kannski svoldið bleik, eins og Rannveig benti mér á.

úff hvað lyktin var rosalega vond þegar ég var að sjóða þau :P

 Posted by Picasa
 Posted by Picasa

is this normal food in Iceland?

Íslandskynningin heppnaðist alveg ótrúlega vel. boðið var upp á opal, opalskot, brennivín, hákarl, súkkulaði og lakkrís frá Fróni. og svo 2 svið. hengdi svo upp auglýsingar um hvalveiðar, lauslátar íslenskar konur o.s.frv. btw þá finnst engum opal-skot góð nema okkur og Finnum.

mér til mikillar undrunar voru rosalega margir sem vildu smakka sviðin (fyrsta máltíðin sem ég elda aleinn og án hjálpar!). og hákarlinn! fólk reif hann í sig, sumum fannst hann jafnvel góður.

eftir að áfengisneyslan fór að segja til sín tókum við Jakob (Hollandi) upp á því að byrja að éta tungurnar (sem ég hafði ekki hugsað mér að gera, eitthvað krípí við að borða tunguna úr vesalings lömbunum). og vá, þær voru magnaðar! fólk slóst um bitana.


 Posted by Picasa
 Posted by Picasa

áður en við borðuðum tunguna, fóru margir í sleik við sviðið, aðrir urðu bara hræddir. Posted by Picasa