Hvað er að gerast:

Sýnir færslur með efnisorðinu beljur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu beljur. Sýna allar færslur

sunnudagur, júní 03, 2007

mjólk

um eitt og hálft ár er nú liðið síðan ég byrjaði að draga úr neyslu á beljuafurðum í fljótandi formi.

í dag er ég algerlega hættur að drekka mjólk í vökva- og seigfljótandi formi. allt er gott í hófi er móttóið mitt í mjólkurefnum sem öðrum og því borða ég ost í hæfilegu magni (hann getur bara verið svo góður).

mjólk er ætluð fyrir kálfa og er til þess fallin að þeir stækki um tugi kílóa á nokkrum mánuðum. hún er offull af fitu, sykri og næringarefnum. ástæðan fyrir því að ég hætti neyslu hennar var þó einkum bragðið og eftirköstin - fitu og sykurgnóttartilfinningin að neyslu lokinni var mér ekki að skapi.
við tveggja ára aldur byrjar líkaminn að framleiða mun minna af laktasa, ensímum sem nauðsynleg eru til að melta mjólk - það er því svolítið skrítið að mjólkurneysla skuli vera jafn mikil meðal fullorðinna manna og raunin er á vesturlöndum.

áður drakk ég helst mjólk með
a) kakódufti, en óhollusta slíkra drykkja jafnast hæglega á við verstu kóladrykki.
b) serjósi, þjóðarmat Íslendinga, en hef komist að því að vatn, með bubblí og venjulegt, er prýðilegt út á það. kók light er síðra, enda fer megnið af kolsýrunni við það að komast í snertingu við serjósið.

ekki skemmir fyrir að minnka líkurnar á offitu, sykursýki, hjartasjúkdómum, krabbameini m.a. í blöðruhálskirtli, og það sem e.t.v. kemur mest á óvart: beinþynningu. þau ógrynni dýrapróteina sem fyrirfinnast í mjólk ræna beinin kalki, þvert á það sem okkur er talið trú um. beinþynning er víst miklum mun meiri í þeim ríkjum þar sem kalkneysla er mikil en þar sem hún er í lágmarki - en reyndar koma prótín úr kjöti þar líka við sögu. ég gæti trúað því að þau séu skaðlegri. hins vegar virðist ljóst að grænmetis- og ávaxtaneysla styrki bein, en mjólkurneysla geri það alls ekki!
d-vítamín er erfiðara að nálgast á sólarsveltum norðurhjaranum, en því er þó bætt við ýmsan mat.

mjög auðveldlega má tryggja líkamanum nægilegt kalkmagn með því að borða grænmeti, í stað mjólkur, en líkaminn tekur einungis upp um 30% af því kalki sem þar er.

við þetta bætast slæm lífsskilyrði mjólkurkúa, sem eru látnar mjólka sífellt meira hér á Íslandi heldur en þeim er eðlilegt, sem minnkar nýtingartíma þeirra og gerir að verkum að skipta þarf þeim út mjög reglulega, eins og rafgreiningarkerum í álveri og tölvum í tölvuþjónabúi.

mjólk er ekki framtíðin, það er alveg á hreinu! maður fær bólur af henni.

svo finnst mér að mjólkurfyrirtækin (tóbaksiðnaður Íslands) ætti að sjá sóma sinn í því að koljafna allt prumpið sem frá skepnunum og mjólkurneytendum kemur.


svo kemur aðalspurningin - af hverju að drekka mjólk ef maður getur drukkið bjór?
bjór er góður:


MILK (I cup, 2% milk)
BEER (I cup)
Fat (g)
5
0
Fiber (g)
0
.5
Sodium (mg)
122
12
Cholesterol (mg)
20
0
Calories
122
97
Calories from fat (%)
37
0


myndir og upplýsingar af milksucks.com

miðvikudagur, apríl 11, 2007

óþolandi

Jón Ras Magnússon fékk sendingu í garðinn sinn. græna snöru.

má ekki ræða um það að hengja manninn, án þess að fólk hlaupi upp til handa og fóta? má aldrei tala um svona hluti án þess að móðursýkin grípi um sig og menn byrji að uppnefna og öskra?

þetta er ljótt fólk sem fer fyrir útlendingahatrinu hjá Frjálsblindum. ljótt og rotið á sálinni. við ættum alveg að geta rætt mögulegar aðgerðir til þess að stöðva frjálst flæði viðbjóðs sem upp úr því vellur.

fólkið sem kýs þetta ljóta fólk er heimskt fólk.

fólk sem ekki gerir greinarmun á ólöglegum innflytjendum og öðrum innflytjendum. ruglar saman nauðgurum og sjálfsmorðssprengjumönnum og fólki sem vill bæta lífskjör sín. sem heldur að það að tala íslensku sé það sama og vera íslendingur. en þetta eru einfaldlega hlutir sem reynt er að troða upp á gamla heilaskerta karlmenn (þeir virðist vera markhópurinn) til þess að næla sér í atkvæði.


en hvað veldur því að nokkur skuli láta sér detta það í hug að kjósa svona rasista? jú heimska fólkið vill ekki að þeldökkt fólk, semítar og persar, fari að selja pulsur og kebab út um allar trissur.
þvílík firra. fyrir utan rasismann í þessu, að halda að einhver munur sé á fólki eftir húðlit þeirra, þá er eina fólkið sem til Íslands kemur í gegnum ákvæði EES fólk frá fátækari hlutum Evrópu. Ísland hefur engan veginn staðið sig nógu vel í að taka á móti flóttafólki frá Mið-Austurlöndum og þess vegna er alveg út úr kú að ala á hræðslu við kebaba og moskur.


maður tekur ekki mikið eftir Mið- og A-Evrópubúunum hér í Kben, en flóttamennirnir frá Íran og Írak (sem þekkjast á húðlitnum) er alveg yndislegt lið upp til hópa. ég gæti ekki hugsað mér borgina án þeirra.
mér þykir eiginlega verst að nú sé nánast búið að loka á að fólk utan Evrópu geti flutt til Íslands. Slavar búa nefnilega til mjög vondan mat.

(með færslunni fylgir góð grein frá því í nóvember sl., sem hægt er að smella á til að lesa)

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

umferðarmenn og annað fólk

held það yrði nokkuð áhrifaríkt að smíða nokkra svona umferðarkarla og setja þá upp við gangbrautir og umferðarljós. leiðbeiningar hér.

en auðvitað eru þetta ekki karlar, heldur menn. þetta eru kynlausir fullorðnir menn - hugsanlega blökkumenn - en blökkumenn sjást betur á ljósum grunni heldur en menn af öðrum kynþáttum.

ef breyta á einhverjum af þessum mönnum í kynverur þá verður að sjálfsögðu að gera þá að bæði konum og körlum. en hvernig? eru konur alltaf í pilsum og karlar alltaf með stutt hár? eru konur alltaf með stórar mjaðmir og búbbinga og karlar með skegg? hvaða skilaboð eru það til okkar að konur á skiltum séu alltaf í kjól og karlar stuttklipptir? væri þá ekki betra að skrifa bara "kona" undir kræna karlinn (manninn) og "karl" undir þann rauða, en halda kynlausu útliti þeirra?

það góða við þessa ísafoldar-hugmynd er að hún skapaði umræðu sem leitt hefur í ljós hversu brenglaða mynd af samfélaginu sumt fólk hefur. fyrir flestum eru þessar kynlausu verur, sem þó eru kallaðir karlar, eingöngu merki um rétta háttsemi við gönguljós og -brautir, en einhverjir virðast líta upp og sjá birtingarmynd hins "karllæga" þjóðfélags sem við búum í.

þetta er bara bull!
mér finnst svo ljótt þegar fólk þarf alltaf að setja upp kynjagleraugu vegna allra skapaðra hluta.
:: maður pissar á mann - skiptir ekki máli hvers kyns þessir menn eru, þetta eru bara vitleysingar með skrítnar hugmyndir í kollinum.
:: 20 manns bjóða sig fram í prófkjör og 50% þeirra eru kosnir af félagsmönnum - þetta eru 10 manns sem höfðu vilja til að bjóða sig fram og fólkinu sem kaus þá fannst þeir hafa eitthvað framyfir hina 10. það er hreinn hryllingur að skipta þeim í flokka eftir matarvenjum eða líkamsþyngd, kyni göngulagi eða hárvexti.

:: 100 manns læra hjúkrun, þar af útskrifast 70 sem hjúkrunarfræðingar. það þarf ekki og á ekki að halda aukanámskeið og kynningar fyrir örvhenta - "hjúkrunarskóli örvhentra", þótt hlutfall örvhentra hjúkrunarfræðinga endurspegli ekki hlutfall örvhentra í samfélaginu. með því er verið að segja að rétthentir hjúkrunarfræðingar beri ekki hag rétt- og örvhentra jafnt fyrir brjósti. þannig er illa vegið að rétthentum og fólk sem hugsar með þessum hætti ætti að mínu mati að hugsa sinn gang.


það er sjálfsagt mál að berjast gegn mismunun á grundvelli stærðar, litarháttar, kynhvata og þar frameftir. en það þýðir ekki að við þurfum að reyna að troða hlutföllum samfélagsins inn í alla kima þess.
"jafn réttur grænmetisætna til þingsetu",
"fleiri homma í körfuboltalandsliðið",
"kynjakvóta á starfsfólk ræstingarfyrirtækja",
"gyðingakvóta í félagsvísindadeild",
"fjölgum bindindismönnum í stjórnunarstöður fyrirtækja",
"réttum hlutföll fólk undir meðalhæð í læknanámi",
"fleiri karla í ritarastörf".

fyrir utan að það virðast bara vera sum störf og stöður sem eiga að vera skipuð jöfnum hlutföllum kynjanna, t.a.m. þingmennska, ráðherrastöður og sæti í stjórnum fyrirtækja. ekki störf í verksmiðjum, við aðhlynningu, atvinnubifreiðastjórnun eða símsvörun.
fólk agnúast ekki útí að fleiri karlar en konur vilji starfa við tölvur og pípu- og hellalagningar, og fleiri konur en karlar hafi áhuga á því að hanna föt og vera heimavinnandi. en guð hjálpi okkur ef einhver segði að færri konur en karlar hefðu áhuga á því að verða stjórnmálamenn eða stjórnendur. því það er afleiðing feðraveldisins og karllægra áhrifa!


ef ég væri með breiðar mjaðmir og í kjól, þá væri það ekki mér að kenna að ég hef ekki áhuga á frama í stjórnmálum. ef ég væri maður með brjóst og færi í prófkjör þá myndu sumir kalla það jafnrétti ef ég fengi brautargengi, en ójafnrétti myndi ég lúta í lægra haldi fyrir mönnum með typpi.
þetta viðhorf svo margra myndi naga mig ef ég væri kona í mjög mörgu af því sem ég gerði.
fékk ég þetta starf því yfirmaðurinn vill gæta kynjahlutfalla? er ég á þingi því flokkurinn minn hefur einsett sér að hafa alltaf jafnmarga af hvoru kyni á listunum sínum? er mér boðið í sjónvarpsviðtal vegna þess að þáttastjórnandinn hefur verið gagnrýndur fyrir að bjóða fáum konum?
hef ég eitthvað meira til brunns að bera en að hafa fæðst með pjöllu? ég væri ekki viss.