Hvað er að gerast:

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

forlögin

það eru forlögin sem réðu því að ég fer ekki fyr en 6. sept nk. út til Köben (svo dagsetningin komi enn einu sinni fram ;) annars væri ég blautur núna því það á að rigna í dk alveg þartil ég kem, þá kemur gott veður.
- það sem meira er, hugsanlega hefði Haraldi Steinþórsyni, en ekki Haraldi Sigurðssyni verið hent fyrir lest, á Norðurportsstöðinni fyrir 5 dögum síðan, hefði ég farið fyrr út. það hefði ekki verið gaman!
vinsamlegast muna: ég er ekki hálfþrítugi útigangsmaðurinn Halli í Kaupmannahöfn, heldur hálfþrítugi laganeminn og gleðipinninn Halli í Kaupmannahöfn.

mun ég dveljast að Holsteinsgötu og mæta reglulega í tíma á Fiolstræti, í svokallað Metroanneks.
þeir sem vilja koma í heimsókn eru beðnir um að vera í bandi, þeim sem vilja minnast mín er bent á að kaupa sér Holste(i)n bjór.

þeim sem vilja hafa samband við hinn Hallann er bent á að hann hengur mikið á lestarstöðvum í miðbæ Köben.

mánudagur, ágúst 28, 2006

og bráðum bestur í Danmörku

mér hlýnaði aðeins um hjartarætur þegar ég sá fyrirsögnina

Haraldur bestur í Tékklandi

í mogganum í dag.

efnismálið var þó ekki jafn skemmtilegt, þar var ég rangnefndur Björnsson og bullað eitthvað um knattspyrnumót sem ég á að hafa tekið þátt í. bíð eftir því að Mblaðsmenn birti leiðréttingu í blaðinu og segi rétt frá ævintýrum mínum í Tékkó!


fréttaflutningur fjölmiðla af mínum málum finnst mér reyndar oft frekar leiðinlegur, með fréttum á borð við:

Halli eykst á vöruskiptum við útlönd ogHalli á rekstri sýslumannsembættis á Keflavíkurflugvelli.


og hverskonar endemis vitleysa er þessi frétt: Hallanemar á toghlera gefa góða raun?


myndaleit á google gefur manni að vísu mikið af fallegu kvenfólki sem ber sama nafn, en ekki er allt jafn gott þar:og svo er hérna svolítið skemmtilegt vídeo.

laugardagur, ágúst 26, 2006

Valborg o.fl.Rokkland
er kúl. Óli Palli gaf mér 2x2 bíómiða, lady in the water handklæði og báðar plötur vikunnar, Razorlight og Bogomil+Flís, sem eiga snilldarsmellinn eat your car, smekkleysu dl.
mjög kúl! hálfskammaðist mín þegar ég sagði honum að svarið við spurningunni sem hann spurði mig, um aldur Gene Simmons, hefði ég fundið á netinu.


hugleiðsla
myndi vilja biðja umheiminn um að hugleiða tvennt:

1. maður skírir ekki dýr, bíla og hús. maður nefnir þessa hluti - sbr. ef maður hittir óskírðan mann þá klórar maður honum undir hökuna með vísifingri hægri handar og segir "æ litla greyið, nefndur eins og hundur?"
- prestar skíra, við hin getum nefnum og skýrum, en skírum ekki.

2. stefnuljós, sbr. "átak" lögreglunnar. ef þú eða einhver sem þú þekkir lendir í því að taka beygju án þess að gefa bílum í kringum þig merki um stefnubreytinguna, og einhver flautar á þig ... þá er það ég, því ég verð mjög pirraður og á því augnabliki sem ég flauta þá þoli ég þig ekki.
heimurinn er ekki mjög stór og því ætti ekki að vera mikið mál að miðla þessu til hans alls.Valborg
ps.
er ég sá eini sem, ósjálfrátt, þegar ég sé hippalega manneskju, t.d. manneskju með dredda að gera ekki neitt, hugsa með mér: "drullaðu þér aftur upp á hálendi að mótmæla og vertu þar ónytjungurinn þinn"?
það er eitthvað við þá mótmælendur, skeytingarleysi gagnvart skoðunum annarra og virðingarleysi fyrir hinum þögla meirihluta (sem ég er partur af), sem hefur fengið mig til að leggja fæð á þetta kaffihúsapakk í Reykjavík eins og einhver myndi segja.
fær mig til að vilja blasta PScream laginu Kill all hippes (youtube vidjo) niðrá austurvelli þar sem sumt af þessu liði heldur til núna.

fann hringitóninn Valborg on my mind áðan á vodafone.is.

af Valborgu er fátt að frétta, amk á netinu. síðan hennar groblav.blogspot (en groblav reyndist við frekari athugun vera nafnið hennar stafað afturábak), lognaðist út af einhverra hluta vegna. sömu sögu er að segja með heimasíðu nýfæddrar dóttur hennar Þórdísar.


við erum því að tala um ættgengan bloggleiða, stórmerkilegt í sjálfu sér.

föstudagur, ágúst 25, 2006

svona á maður að gera þetta

þetta er ekki áfengisauglýsing (3 MB vídjó)

.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

vanda sig sumarstarfsmenn

krakkarnir sem vinna við að þýða erlendar fréttir hjá mbl.is eru æði misjafnir. í þessari frétt er stúlka nokkur nefnd Natasha Kampusch, enda þótt klárlega heiti hún Natascha. í fréttinni á mbl er hún sögð hafa verið hýst í bílskúr manns. það er hugsanlega rétt, enda segir það líka í frétt bbc af málinu. í reuters myndbroti sem fylgir fréttinni á mbl segir hins vegar að hún hafi verið læst í kjallara í húsi mannsins. hvurslags eiginlega? Árni? Anna Pála? Þórir? vona að þetta séu ekki laganemar sem birta svona vitleysu.

svo gleyma þeir jafnvel að þýða útlenska textann sem þeir kaupa af reuters, sbr. myndina hér að neðan. Takið sérstaklega eftir textanum "...sem fluttust til Dóminíska lýðveldinu...", kommon!

.. svekkjandi að þetta sé leiðandi íslenski netfréttamiðillinn, ásamt vinstrimönnunum á orðinu.


.

mynd: myndskot af mbl, þar sem gleymdist að íslenska frétt um japanska forsætisráðherrann.

hversu mikil kynvilla er í þér?

"Þetta var 1.500 manna úrtak, þar sem 7% töldu sig haldna kynvillu. Það að mínu mati er innan eðlilegra skekkjumarka sem er í hverjum og einum manni." - Árni Johnsen (leturbr. HS).
vil benda á skemmtilega síðu sem ég, Hrannar og ... eeehh .. þriðji maðurinn bjuggum til í prófaglensi í tölvustofu Lögbergs fyrir 2 árum síðan: ummæli á alþingi.

annars eru ein athyglisverðustu lög sem Alþingi hefur samþykkt án efa lög um heimild til að veita Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni stýrimannaskírteini nr. 51/1961. þannig var víst mál með vexti að Guðjón sem er samstarfsmaður minn hér í Kópavoginum og fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans hafði verið í danska hernum og starfað á herskipi. þegar heim var komið stóðu hagsmunaaðilar í vegi fyrir því að menntun hans yrði metin til jafns við íslenska menntun, og því þurfti að grípa til þess að setja um hann sérlög. geri aðrir betur.

í öðrum fréttum: er að hugsa um að senda Magnúsi Latabæ Scheving bréf og leggja til að þessi maður verði fengin í hlutverk illmennisins í Lazy town. hann er feitur og ríkur og mikið illmenni, a.m.k. útlitslega séð.

mánudagur, ágúst 21, 2006

getraun; baunaland, pólland, holland o.fl


róstur: sbr. róstursamt. verð að nota það orð meira. "það voru mikil róstur á menningarnótt" (líka hægt að segja þetta í færeyjum).

unnarjór: veit einhver hvað þetta þýðir? vísbendingu er að finna í síðustu færslu.

~~~landflótti~~~
á meðan ég var í tékklandi kom upp stóra teiknimyndamálið, og olli miklum viðbrögðum um allan heim. herbergisfélaginn tók til sinna ráða og ákvað að sniðganga danskar vörur. ég sagði honum hversu heimskuleg hugmynd það væri að refsa dönskum fyrirtækjum fyrir móðganir sem birtar eru í óháðu dagblaði. þegar það virkaði ekki fór ég á stúfana og fann síðuna kaupum danskt, sem ætlað er að skapa mótvægi við aðgerðir "hófsamra" múslima.

þessar mótvægisaðgerðir mínar gengu svo langt, að ég afréð að styrkja þessa frændur okkar, sem mér hefur aldrei verið alltof vel við, með því að flytja bara þangað. mun ég búa þar í eitt ár og leggja mitt af mörkum til þess að styrkja danskt hagkerfi (mun líklega borða mikið af keböbum matreiddum af dönskum islamstrúarmönnum).

verð kominn til köben um kvöldmatarleytið 6. sept. konan á alþjóðaskrifstofunni í ku var svo vinaleg að skrá mig í kúrsana:
- European Court of Human Rights
- Media Law
- Negotiation and Dispute Resolution
... en 2 kúrsanna sem ég skráði mig upphaflega í voru felldir niður. fögin eru kennd á fimmt. og föst., þannig að ég skráði mig bara í polsk sprog og samfund, í húmanísku fakúltíunni, til þess að hressa aðeins uppá pólskuna.

þótt enn séu allnokkrir dagar í að ég haldi á brott, er ég strax byrjaður að plana flótta minn frá landi bauna. í október eru planaðar
1. ein námsferð til Pollands og Tékklands(Tjekiet på dansk), að heimsækja Öniu og krakkana í Brno.
2. og útsýnis- og menningarreisa til Hóllands og Belgíu, á slóðir Önnu og Völu.

ahh .. hlakka til ..

mynd: coxandforkum.com

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

galt das meiner neuen Liebe, oder soll es Tod bedeuten?

A) nauðsynlegt
spekingurinn og fræðimaðurinn Þórfreður svaraði fyrirspurn frá mér um þýskan lagabút, og vil ég benda öllum á að kíkja á þetta. bendi svo þýskukennurum nær og fjær á að reyna að koma laginu inní kennsluna hjá sér. hef ekki enn rekist á þjóðverja sem kannast við lagið "Ich bin auslander", sem hún Auður kenndi mér í Verzlunarskólanum, mjög frústrerandi því þetta er það eina sem ég man úr þýsku.

B) óskiljanlegt
Bill Clinton er nú meiri kjaftaskurinn.

eftirfarandi er tekið af einni fréttinni um fyrirlestur sem hann hélt um AIDS/HIV um daginn, en efni fyrirlestrarins komst í fréttir í dag:
"Clinton ... urged public health officials to follow through on evidence that male circumcision might prevent HIV transmission among men ... He said the world needs to address cultural taboos regarding circumcision if it is found to be an effective HIV prevention tool."
eins og það sé ekki nógu fyndið að hann hafi hvatt fólk til skírlífis (skírlífi og Bill Clinton í sömu setningu?), til að komast hjá smiti, heldur slengir hann fram þessari vitleysu. það er margbúið að sýna fram á að limlesting kynfæra lítilla drengja hefur sárasárafáa kosti í för með sér. dregur ca. 0,02% úr líkunum á því að maður fái sérstaka tegund krabbameins, en hefur annars ekkert framyfir almennt hreinlæti á neðri svæðum.

næmnis minnkun
ég eyddi heilmiklum tíma í að sýna honum Ohad fyrrv. nágranna mínum í Tékkó fram á að forhúð auki ekki á nokkurn hátt líkurnar á HIV smiti (sé hreinlætis gætt). auk þess sendi ég honum tengil á síðu þar sem umskornir karlmenn geta athugað hvort og hversu mikla tilfinningu þeir hafa misst vegna umskurðarins, en það er mjög algengt (við sem ekki höfum verið sviptir hluta getnaðarlimsins vitum að það er ekkert grín að vera með hann uppbrettan á flakki í buxunum). hann Ohad var mjög ánægður með sjálfan sig er hann sendi mér link á þessa Clinton frétt.


umskurður í heiminum
Ohad er frá Ísrael, og þar eru sveinbörn umskorin. ég prufaði eitt sinnið þarna í Brno að gera vísindalega könnun á umskurði í heiminum, með því úrtaki heimsbyggðarinnar sem þar var samankomið.
USA: yfirleitt umskurður
Evrópa: yfirleitt ekki umskurður, nema í þeim löndum þar sem múslimar eru stór hluti þjóðarinnar.
Mið-Austurlönd: yfirleitt umskurður (hluti bæði gyðingar- og íslamstrúar)
Ástralía: 50/50 - nokkuð merkilegt, umskurður tíðkaðist víst forðum en er óðum að fara minnkandi.
Asía: yfirleitt ekki umskurður (hér byggðist úrtakið reyndar bara á einum Japana, búddamunki sem var að íhuga að taka kristna trú).
aðrir heimshlutar: ???

mánudagur, ágúst 14, 2006

stíflaðar ennisholur

það kostaði mig heila helgi að sjá Víking niðurlægja ÍBV 5-0. þetta gæti verið verra, ég held heilsunni að öðru leyti.

 gleðilegt
ég ræddi við hann H. í gærkvöldi, sagði honum að ég væri veikur. hann sagði mér að koma og fá mér írskt te með sér, sagði tölvuna sína vera veika líka, og kenndi mér þetta skemmtilega ráð við kvefi (birt án leyfis*):
h. says:

fer með hana til tölvulæknis, rásanuddara og hleðsluþjálfara í vikunni
Halli says: gefðu henni svo írskt te
h. says: nei ...
þú veist hvernig írskt te er gert?
það læknar öll kvef og slen
Halli says: viský og vatn?
h. says: tvöf. viský, heitt vatn, sykur, negulstungin sítróna, anda inn, anda út, berist á maga - innvortis

þar hafiði það, ef þessi forláta uppskrift á ekki heima á veraldarvefinn þá veit ég ekki hvað. ég veit samt ekki hvernig maður negulstingur sítrónu!

* ekki er gengið nær einkalífi H "en óhjákvæmilegt er í opinberri umræðu um málefni sem varðar almenning"


b) sorglegt
pabbi hennar var fíkill, mamma hennar dó þegar hún var lítil. hún lenti snemma í ruglinu og hafði þrisvar áður verið handtekin fyrir brot gegn chastity*. við réttarhöldin klæddi hún sig úr kuflinu í mótmælaskyni og henti öðrum skónum sínum í dómarann. greinilega verið hin hressasta stelpa. samræðisaldur í Íran er 9 ár, maðurinn sem hún var dauðadæmd fyrir að vera með frá því hún var 13 taldist því ekki hafa gert neitt af sér. hún var fædd 1988 og var líflátin 2004.

ég veit ekki, eru þetta hlutir sem við eigum að láta afskiptalausa? ekki það að maður sé talsmaður Bush og Blair, en ég held samt að margt gott geti áunnist með því að koma svívirðilegustu harðstjórnunum frá. ef við ætlum að hjálpa írönsku þjóðinni verðum við samt að gera það eftir bókinni, eftir réttum leiðum. bæði vegna þess að það er ekki sniðugt að BNA sé alheimslögregla, og vegna þess að ég held að BNA eigi ekki séns í Íran. við þyrftum öll að leggja hönd á plóg, m.a.s. litla hlutlausa Ísland, ef málstaðurinn er réttur.
kannski ætti heimurinn ekki að skipta sér af, ég held t.d. að karlar hafi það fínt í Íran. ekki eru þeir kýldir af ókunnugu fólki í andlitið ef þeir horfa út um gluggan á herbílalest sem er að keyra fram hjá, eða barðir hrottalega af trúarlögreglunni ef þeir sjást einir í bíl með frændsystkyni sínu af hinu kyninu.

*abstaining from sexual relations (as because of religious vows)

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

hoho, haha

fólk er fyndið.

:::: Ónefndur H vinur minn sendi mér dagskrá taliban TV um daginn,

sjá hér.

:::: fékk þennan klassíska brandara í tp. frá snillingum hér í vinnunni:
"Lífsgæðakapphlaupið"
[Reykvíkingur er að tala við sjómann (fiskimann)]
Hvað gerir þú við tímann? Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn. Ég sef frameftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek "siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas og leik á gítar með vinum mínum.

Ég get gefið þér góð ráð, sagði Reykvíkingurinn. Ég er ráðgjafi með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira. Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður því að selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, sett upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá þarftu ekki lengur að búa hér heldur getur flutt suður.

Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn.

Svona 20-25 ár.

En hvað svo? spurði fiskimaðurinn.

Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag og ferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með marga milljarða. 

Já, sagði fiskimaðurinn, en hvað svo?

Reykvíkingurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítið fiskiþorp, sefur frameftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur "siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas og leikur á gítar með vinum þínum!!!


::: H.B félagi minn sendi mér þennan link. útdráttur (varúð, smá lögfræðihúmor):

kostnaðarsamasta kommusetning í sögu Kanada - fyrirtækið á í hættu að tapa milljörðum vegna riftun samnings sem ekki ætlunin að heimila þegar hann var saminn:

"The controversial comma sent lawyers and telecommunications regulators scrambling for their English textbooks in a bitter 18-month dispute.."

hr. R. hélt að samningurinn væri meitlaður í stein til 5 ára, en lögfræðingar A Inc. voru ósammála:

"Armed with the rules of grammar and punctuation, Aliant disagreed. The construction of a single sentence in the 14-page contract allowed the entire deal to be scrapped with only one-year's notice, the company argued."

Á bls. 7 í samningnum stóð: The agreement “shall continue in force for a period of five years from the date it is made, and thereafter for successive five year terms, unless and until terminated by one year prior notice in writing by either party.”

...
"The validity of the contract and the millions of dollars at stake all came down to one point — the second comma in the sentence."

... ... ...

mánudagur, ágúst 07, 2006

blautur Hafberg

nú eru liðnir um 2 mánuðir síðan H. góðvinur minn kom í heimsókn til Brno. túruðum við um Brno-borg og fórum til höfuðborgarinnar í menningarreisu.


reyndum m.a. að skoða Villu Júgendhat / Villa Tugendhat, en vorum of seinir og urðum bara blautir. sáum samt Simpson-barinn, en hann var reyndar lokaður líka.í súpermarkaðnum mátti m.a. kaupa þessar niðursoðnu pulsur, umbúðirnar ættu að fá verðlaun:
Prag!Sasa biður að heilsa, ég veit að Óli Ásgeir, Leibbi og Ingi sakna hennar..

Annars er ég búinn að skella Veðurathugunum Ampoppara hingað. Posted by Picasa

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

nokkrir nauðsynlegir sumargeislar

I
bendi hér á nokkra ómissandi vini okkar sem vinnum skrifstofuvinnu og/eða erum í námi:

a. hugtakasafnið,
b. google define,
c. beygingarlýsing íslensks máls,
d. ókeyps íslensk-ensk net-orðabók frá ameríku,

ef menn hafa minnsta vit á tölvustússi:
e. firefox lykilorð,
f. gmail stafsetningarathugun - sér hvaða tungumál er verið að skrifa á og leggur til leiðréttingar á vitlaust stafsettum orðum. geri aðrir betur

II
í öðrum fréttum:
fer til Danmerkur 6. sept og kem aftur í maí/júní, íbúð komin á Östebro - Holsteinsgade. meira um það síðar e.tv.