Hvað er að gerast:

laugardagur, apríl 14, 2007

laugardagurinn 14.

þetta var ágætur dagur. svarti demanturinn upp úr níu til að skrifa, síðan í hjólatúr um miðbæinn, labbað um Nýhöfn - sumir fengu sér ís, aðrir bjór. veðrið var rosalega gott - á íslenskan mælikvarða. mynd af Austurlestargötu:grænlenska gervihljómsveitin var hress að vanda við Kóngsins Nýjatorg.fórum í kvöld á Hereford Steak (ekki -house), bragðaðist prýðilega. gott rauðvín hússins líka. neinei, láttu það bara flakka sagði ég við þjóninn þegar hann spurði hvort við vildum smakka það fyrst. gaman að lifa á brúninni.

er það bara ég og rauðvínið með matnum, eða var Spaugstofan skítsæmileg í kvöld?
kannski ekki zero lélegir, en betri en þeir hafa verið. vona að þeir taki rasistana fastari tökum á næstunni. það kemur í mig hryllingur við að lesa það sem þeir hafa fram að færa. hvítu úrhrök.

Engin ummæli: