Hvað er að gerast:

laugardagur, apríl 07, 2007

22% ekki spámenn í sínu föðurlandi

sauðsvartur almúginn er fyrir löngu búinn að skemma orðið málefnalegt.

samt spyr ég sjálfan mig hversu málefnaleg mismunun það er að krefjast þess að menn sem vilja fá danskan ríkisborgararétt þurfi að ná prófi í sögu og menningu Danmerkur, sem 22% 18-25 ára og 7% allra fullorðinna baunverja ná ekki.

það ætti kannski að leggja þetta próf fyrir þá sem þegar eru með danskan ríkisborgararétt, og svipta menn réttinum sem ekki ná því? eða senda þá til Grænlands?

***

spænskur hreimur - ég væri til í að vera haldinn honum. Total eclipse of the heart með spænskum hreim - Júróvísjónkeppandi Spánar 2003.

mæli þó mun fremur með þessari andleiðinda-auglýsingu.

myndina hér hægra megin tók ég á leið frá Akureyri til Rvk. sl. sunnudag. tunglið var á fleygiferð, og það sama má segja um bíl sem keyrði á móti okkur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nú bara ég, en ég er ekki alveg að ná þessu með öryggisverðina . . .

h.

Nafnlaus sagði...

Já senda þá til Grænlands! Þar er hvort sem er fullt af Dönum fyrir sem einhverra hluta vegna velja að aðlagast ekki samfélaginu, læra ekki tungumálið og umgangast bara aðra Dani.