Hvað er að gerast:

þriðjudagur, september 02, 2008

dreggjar krúttkynslóðarpoppsins

ég fékk lánaða plötuna með íslensku hljómsveitinni Sometime fyrir stuttu.

hún er mjög smellin, enda þótt manni finnist eins og það hljóti að fara að verða komið nóg af þessari "æ sjáðu hvað við eruuum fliipppuð, vá ég er í skrýtnum kjól!"-hegðun.

tónlistin á nokkra mánuði eftir en krúttæðishátturinn er farinn að lykta.

annars er þetta auðvitað bara venjulegt fólk sem getur ekki að því gert þótt það sé krúttísmúttímútt.

þetta er ein af þeim grúppum sem kannski hugsanlega mun e.t.v. spila á Airwaves 2008 ef guð lofar vonandi.

Engin ummæli: