Hvað er að gerast:

mánudagur, apríl 03, 2006

Búdapest

BP er að sökkva, það er á hreinu.

fór með 7 könum og Aaro til Ungverjalands, smá menningarreisa. skoðuðum brýrnar og fórum í "thermal-spa". vúhú, jarðvarmi!, það var nú ekki mjög merkilegt, bara heitar laugar og ljótt gamalt fólk. gott veður samt! skelli hérna inn nokkrum random myndum.







fórum í styttugarð utan við BP

samkvæmt auglýsingunni var um að ræða allar kommúnistastytturnar sem var að finna í Ungverjalandi, og voru þær settar í þennan garð í stað þess að vera eyðilagðar.

við sáum fyrir okkur hundruðir af styttum, heilan skóg, af öllum stærðum og gerðum.

þegar þangað var komið sáum við hinsvegar að aðeins voru þarna ca. 18 styttur, reyndar margar flottar, en samt, kommon!


























að ógleymdum tropicarium, þar sem við sáum hákarl og krókudíl o.fl.





næturlífið er alltílagi þarna, þetta er samt túristaborg, verri en Prag jafnvel. átti samt erfitt með að kvarta yfir verðinu, enda þótt bjórinn hafi verið 3 sinnum dýrari en hér í Brno, var hann samt 3 sinnum ódýrari en á Íslandinu.

það eru víst 7 dánir í Prag vegna flóðanna, og búið að rýma þriðja hvert hús í Olomouc (þar sem ég var 19. mars). sá líka fullt af bæjum og engjum undir vatni í lestinni hingað heim
ég er hins vegar nokkuð öruggur hér í Vinarska, þar sem ég bý hátt uppi. skoðaði líka bæjarlækinn í dag og sýndist ekki vera það mikið í honum.

Engin ummæli: