Hvað er að gerast:

miðvikudagur, mars 26, 2008

chemical airplanes á brettinu



í gær lærði ég að það er mjög erfitt að hlusta á Stríð og Frið í hljóðbókarformi á brettinu út á Nesi.

fyrir utan að þessi 10 klukkutíma BBC útgáfa er ekki hressasta tónlistin til þess að sprikla við.

þannig að næsti leikur var að gúgla "gym music", fara á davidelvar.com og fylla spilastokkinn af klassískri snilld á borð við Kemíkal broðers, Whú, Djefferson Aeroplane, beastí bojs og Cjúr.

ég vil bara vara fólk við því að reyna að hlusta á þessa hljóðbók á meðan það gerir eitthvað annað.
frekar að gera eins og vinur minn sem fór á hraðlestrarnámskeið og las pappírsútgáfuna á 20 mínútum - hann sagði að bókin fjallaði um Rússland.

núna er ég á þvílíkri siglingu um Nostalgíuhaf að hlusta á lag Arthúrs Brown, Fire frá 1968 - sjá jútúb - en Prodigy endurunnu lagið þegar ég var á sokkabuxunum árið 1992 með samnefndu lagi - sjá líka jútúb.

ég held að ég hafi spilað vínilplötuna hans pabba með Brown-útgáfunni upp til agna á nýja plötuspilaranum mínum þetta ár.

I am the god of hell fire ... and I bring you ... fieaaarrr
[texti við báðar útgáfurnar]

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahah árid 1992 var ég í netsokkabuxum ad sprikla vid prodigy...

kv. Erna

Halli sagði...

hah!

ég þorði aldrei að fara alla leið ...