Hvað er að gerast:

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Alsælusýnir

Visions of Ecstacy (1989) e. Nigel Wingrove. skemmtileg mynd, listræn og ögrandi 18 mín stuttmynd.
St. Teresa frá Avila sýnd í "lesbískum" athöfnum (brjóst, læri læri) og fer líka í sleik við Jesú á krossinum.

var neitað um flokkun í Bretlandi vegna trúlasts og afturhaldsseggirnir (miðaldra hvítu karlarnir) í MDE, þ.á m. okkar eigin Mr. Thór Vilhjálmsson töldu það bara flott hjá Bretunum að banna myndina.- uppáhalds setningin mín úr dómnum: "Indeed, [Mr. Wingrove] acknowledged that as the video stood, it could have been called Gay Nuns in Bondage"

við getum verið stolt af okkar manni - þetta var minna trúlast heldur en Sálin hans Jóns míns í uppfærslu Spaugstofunnar, en þeir eru auðvitað annálaðir Porno-dogs!

myndin var sýnd í tíma í MediaLaw og þar sem ég er svo listrænt þenkjandi, las ég allskyns líkingar og tilvísanir úr henni. aðrir í bekknum, f. utan eina ástralska stelpu, voru á því að þetta væri ósmekklegt rusl, en auðvitað ekkert sem þyrfti að banna með öllu.


tjellingin sem sýndi okkur myndina tjáði okkur reyndar að myndin myndi líklega fá +7 rating hér í DK, vegna Stigmata sára sem Teresa gerir á sig í trúarvímunni (sjá mynd).
- þetta getur nefnilega kennt börnum að stinga sig með nagla, skil jú! :o
- reyndar sagði konan síðar ad Lion King hefði fengið +7 rating hér í Danmark, vegna þess að pabbi hans Simba dó - það getur sko kennt börnum ad foreldar þeirra geti dáið!!!
... ég spurði hvort það hefði skipt máli ef Simbi og Nala hefðu tekið smá reið, með full exposure typpi og píku. neineinei, það mega börnin alveg læra, við erum svo líbó hér í DK - bara ekki að þau geti átt von á því að ástvinir þeirra deyji!... þá spurði ég hvort það hefði skipt máli ef Simbi hefði verið kynferðislega misnotaður af fullorðnu ljóni í myndinni, t.d. af Mústafa. neeeiii.. það hefði líklega ekki mátt sýna börnum undir 7 ára, var svarið.



þannig að dönsk börn mega læra um hverskonar löglegar kynlífsathafnir, en bara ekki um sjálfsmeiðingar eda ástvinamissi. það gæti nefnilega skemmt þau.


soundtrackid í myndinni er samið af Severin nokkrum, sem seinna vann med Sioxie, sem áður gengu undir nafninu Siouxie & The Banshees sem áttu lagid Christine, eitt af betri lögum sem samin voru á síðustu öld:
Christine-the strawberry girl

Christine-banana split lady

singing sweet savages lost in our world
This big eyed-girl sees her faces unfurl
Now's shes in purple
Now's shes the turtle

Distintegrating


- án gríns frábært lag.

kveðjur úr Júrahúsinu.

myndir af Alsælusýnum teknar af http://www.thebansheesandothercreatures.co.uk

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Voðalega ertu ehv. líbó! Svo kallaru bara síðuna mína "meiðandi, neikvæð og sérlega fordómafull mynd af Afríku."

Hvað varð um umburðarlyndið? Mér finnst þröngsýnin á þessari síðu svo mikil að það ætti að ritskoða hana!