Hvað er að gerast:

miðvikudagur, september 20, 2006

ein textaskrá er allt sem þarf, svín eru góð

Belgar
Dirk Voorhoof, belginn sem kennir mér MediaLaw, sendi nemendum sínum enska samantekt dóms sem féll á hendur Google á fyrsta dómstigi í Belgíu þann 5. sept. sl., vegna Google News þjónustunnar. þýðingin er hér(pdf), ef einhver hefur áhuga.


ég er nú varla að nenna að klára að lesa þetta stutta skjal, og áður en lýk lestrinum, ætla ég að segja skoðun mína á dómnum: þetta er bara rugl. það vita það allir að þegar eitthvað er sett á netið, þá munu leitarvélar fara yfir það og notendur vélanna geta séð brot af því í leitarvélinni, og smellt síðan á tengil til að sjá allt heila klabbið. þannig er kerfið og flestir sjá hag sinn í því að hafa þetta svona.
nú, ef menn vilja ekki að leitarvél leiti á heimasíðu eða afriti efni af henni, geta menn sett eina litla textaskrá á lénið sitt, robots.txt. þessi skrá segir leitarvél nákvæmlega hvað hún má og má ekki gera, t.d. hvort hún megi leita á léninu, afrita efni, hvar má leita og hvar ekki o.s.frv. þetta er þannig svona "opt-out" kerfi - allt sem sett er á netið á í hættu að lenda á skrám leitarvéla, og menn verða að útbúa umrætt skjal vilji þeir ekki vera með.
öppdeit: las skjalið til enda og er enn gáttaðari á þessum belgum eftir. bitbeinið var að notendur gátu lesið afrit google af frétt, eftir að lokað hafði verið fyrir ókeypis aðgang hjá belgísku fréttaveitunum. það er nefnt að google hafi gert afrit, þrátt fyrir að skilaboð væru á síðunni um að efni þar væri varið höfundarétti. þeir semsagt höfðu fyrir því að setja þau skilaboð inn á síðuna, en gátu ekki útbúið þetta litla skjal sem ég nefndi. þetta er auðvitað eyðilegging á internetinu og verður eflaust snúið við í áfrýjuninni.



honk honk
24timer heldur í dag áfram umfjöllun sinni um dýraníð. nú er röðin komin að svínum: sagt er frá svínabúi nokkru sem hefur átt í vandræðum með mann sem kemur reglulega til þess að eiga notalega stund með svínum á búinu. þegar hringt er í lögregluna segist hún ekkert geta gert þar sem (1) kynlíf með dýrum er ekki ólöglegt í DK og (2) ekki er um innbrot í svínabúið að ræða því það má ekki læsa búinu skv. e-i eldvarnarreglugerð :o

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halli minn!

Ég er alvarlega farinn að hafa áhyggjur af kynhneigð þinni og þessari þráhyggju undanfarna daga.

h.

Nafnlaus sagði...

Bíddu ertu bara að dissa land mína og þjóð? Össs... þetta náttlea gengur ekki. Þú átt eftir að skilja Belgina alla miklu betur eftir að þú kemur í heimsókn ;)
Vales