Hvað er að gerast:

sunnudagur, apríl 20, 2008

blóðgjöf

á þessari bresku vefsíðu er fjallað um topp 10 afsakanir sem fólk gefur fyrir því að gefa ekki blóð og hulunni svipt af nokkrum atriðum sem varða þær afsakanir.

það tekur ekki langan tíma að gefa þennan tæpa hálfpott (pint) af blóði sem við erum öll með aukalega í kerfinu, rétt um hálftíma ef ekki er löng bið, og gjöfin veldur ekki slapp- eða sljóleika líkt og margir halda.

blóðgjöfin hressir ef eitthvað er og stuðlar tvímælalaust að andlegri vellíðan.

Blóðbankinn á Snorrabraut er opinn lengur á þriðjudögum og fimmtudögum, til kl. 19 , en best mun vera að koma milli 8-11 því þá er minnsta traffíkin.

það er súpa í hádeginu en annars er boðið upp á samlokur, kleinur og ýmiskonar gúmmelaði.


myndir: (1) auglýsingaherferð Blóðbankans og Vodafone frá 2005, (2) gömul forsíða upplýsingabæklings Blóðbankans, (3) Ást er ... úr Mbl 29. júní 1986, (4) mynd af blóðsugu úr Mbl 13. október 1993, (5) dönsk áróðursmynd.

Engin ummæli: