Hvað er að gerast:

mánudagur, apríl 07, 2008

beðið eftir Nick Kersaw

þau eru sögð spila eitthvað sem kallað er indie rokk (þau eru svo indie-pendent að þeir eru á samningi hjá Columbia).

þetta myndband hljómsveitarinnar Ting Tings við lagið Frábær DJ segir mér hins vegar að níundi áratugurinn, 80's, sé að hefja innreið sína enn á ný.

Not my name er ágætasta lagið á mæspeisinu þeirra.
JFK (Jesús Fokking Kristur), nú verður gaman.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heh! Nick Kersaw!

Fyrir mörgum árum sá ég breskan skemmtiþátt þar sem Nick Kersaw og söngvarinn úr Crowded House voru látnir fara í keppni. Þeir mættu í skítagallanum á götuhorn í miðborg Lundúna og voru látnir leika lögin sín á kassagítar og safna peningum frá vegfarendum.

Það var greinilegt að 5-10 manns föttuðu að Crowded House-gæinn var frægur og stoppuðu, tóku myndir og voru impóneraðir. Hann safnaði 40 pundum. Nick karlinn tæpum tuttugu...

Lífið er tík!