Hvað er að gerast:

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

undirskilið

fallegt orð, undirskilið.

sem þýðing á því skemmtilega orði implicit.

í Hugtakasafninu er orðið þýtt óbeint, það hefur væntanlega aðeins komið til kasta Þýðingarmiðstöðvarinnar í þeim skilningi.


do you understand? -> undirskilur þú?
eða
there is something implicit here -> hér er eitthvað undirskilið

uppáhaldið mitt verður þó alltaf að breyttum breytanda sbr. mutatis mutandis.


annars lenti ég í vandræðum í gær með lýsi sem gert er úr hvölum - á endanum varð orðið hvallýsi fyrir valinu.

Engin ummæli: